Vísir - 11.02.1959, Page 11

Vísir - 11.02.1959, Page 11
Miðvikudaginn 11. febrúar 1958 *i ISfEHQH VlSIB 23 ^ctfin keit SKALD5AC3A EFTIH MAHY E&íí'élK- ungæðislega, þessu brosi sem fór honum svo vel. — Það getur líka hugsast að eg hafi prúttað um verðið og fengið afslátt. Þér vitið að maður gerir það í verzlunum á þessum slóðum. — Jú, en þér gerið það ekki, það veit eg! Candy andvarpaði og horfði efins á hann. Bara að eg vissi hvað eg ætti að gera! Hann stóð upp og virtist óeðlilega hár er hann reis upp úr lága stólnum. Hann horfði brosandi á hana. — Nú skal eg segja yður hvað þér eigið að gera. Þér eigið að þiggja kjólinn og vera í honum í kvöld, svo eg geti verið verulega ánægður með yður þegar við komum í spilabankann. í þessum kjól berið þér af öllu hinu kvenfólkinu eins og gull af eiri, og það varpar ljóma á mig um leið — getið þér ekki unnað mér þeirra ánægju? Candy vissi vel að hún átti að afþakka gjöfina, en hún gat það ekki. Þegar duglegur málaflutningsmaður safnar rökurn og geng- ur í málið með öllum sínum persónuleik og þokka, skal mikið til að geta maldað í mólnn. Og kjóllinn var dásamlegur. — Eg á þetta alls ekki skilið, sagði hún vandræðaleg og fann sér til gremju að grátstafirnir voru i kverkunum á.henni. — Eg veit alls ekki hvernig eg get þakkað yður þetta. Eg veit aðeins að eg er hrifin af kjólnum. Hann er gersemi. Svo sneri hún sér frá og ætlaði að fara, en sterk hönd greip um úlfliðinn á henni og hélt henni kyrri. — Þér megið ekki gera yður samvizkubit út af smámunum, Candy. Fólk verður gamalt og grettið af áhyggjunum. Getið þér ekki litið á mig sem kunningja? Höfum við ekki lofað hvort öðru hátíðlega að gera Diönu heilbrigða aftur? Hann lyfti hendi hennar hægt upp að vörunum. Það kom svo cvænt að hún hrökk við. Hann mátti ekki kyssa hana. Ekki einu sinni á höndina. Hann var maðurinn sem hún hataði, og hún hafði svarið að fyrirgefa honum aldrei! Og samt lét hún hann kyssa höndina á sér. Hún hafði viðbjóð á þessu — elskaði hún ekki ennþá dökkhærðan mann, brann ekki koss hans enn á vör- um hennar? Colin hafði aldrei gert sig ánægðan með að kyssa hana á höndina. — Þetta megið þér ekki gera, hvislaði hún með öndina í háls- inum. Svo hljóp hún út. Læsti að sér herbergishurðinni og stóð heila mínútu og þrýsti bakinu að henni. Á rúminu lá undurfalleguu kjóll með silfurívafi og lokkaði. Dökkhærður maður og ljóshærður maður.... hvor var henni meira virði á þessari stundu? — Ekki Hugh! tautaði hún hás. — Nei, þann mann get eg aldrei annað en hatað.... Diana fékk að vera inni hjá Candy meðan hún var að fara í kjólinn. Cfandy hafði gefið sér gott næði í baðkerinu og Nanny hafði blandað gardeníu-kjarna í vatnið. Ilmurinn var kringum hana eins og ský. Ilmvötnin í Frakklandi voru öðruvísi en heima, ilmurinn hélzt miklu lengur. - Candy smokraði sér híalínsþunnan undirkjólinn, fór í nætur- þunna sokka — og loks kjólinn — þennan draum úr silki og silfri. Hún hafði fram á síðustu stund óttast að hann færi sér ekki vel, eða að sniðið mundi ekki vera rétt. Hún hefði ekki þurft að gera sér áhyggjur af því. Hún gat ekki vitað að Nanny hafði tekið þátt í samsærinu, hún hafði látið freista sín til að „lána" svarta kjólinn hennar, og Hugh hafði haft hann með sér þegar hann fór í kjólakaupin. Sniðið var rétt — þau hin höfðu vitað að kjólnum hafði verið breytt eftir því sem þurfti. Candy skoðaði sig í langa speglinum í klæðaskápshurðinni. Það var ókunnug ung stúlka, sem starði á hana úr speglinum. Ljóst hárið á henni var stuttklippt, stór bylgja yfir gagnauganu öðrumegin. Hún festi rósirnar yfir öðru eyranu — í fyrsta skipti á æfinni var hún í verulega dýrum kjól. Það var yndislegt að finna til þess að maður sómdi sér vel. Hún sneri sér frá speglinum. — Hvað finnst þér, Diana? — Ó, þú ert yndisleg, Candy! sagði telpan hriíln. — Kjóllinn fer þér enn betur en eg hafði haldiðl Viltu ekki sýna honum pabba hve falleg þú ert? — Eg þori það ekki. — Þú þarft ekki að vera hrædd við hann. Það var svo spenn- andi að kaupa kjól handa þér, þú getur ekki hugsað þér hve gaman var aö koma heim með hann og lauma honum inn! Við pabbi skríktum og hlóum allt kvöldið. Þú hlýtur að skilja, að hann er forvitinn að sjá þig í honum. — Þá ætla eg að fara niður og sýna mig. Hún gekk hægt og hikandi — nærri því eins og brúður upp að altari — og Diana á eftir eins og brúðarmær. Það var hálfdimmt í stofunni þegar hún kom inn, því að degi var farið að halla Hún nam staðar og brosti, vissi ekki hvað hún ætti að segja, — hún var allt í einu orðin feimin. — Eg ætlaði bara.... bara að sýna yður kjólinn, hvíslaði hún. Hann sneri sér frá vinskápnum sem hann stóð við, og svo- lítil bið varð á þvi að hann svaraði. — Þér eruð ljómandi, Candy — eg vissi að þessi kjóll var alveg sniðinn á yður. — Eg hef aldrei á æfinni átt jafn fallegan kjól. — Þykir yður virkilega vænt um hann? Hún hikaði dálítið þangað til hún meðgekk fyrir honum það sem enginn annar maður hefði getað skilið: — Eg er svo hrifin af honum að eg er dálítið hrædd. Þetta er eins og ævintýri sem allar ungar stúlkur mundu óska sér að lifa, þó að þeim yrði aldrei að óskinni. Mér finnst eg vera eins og Öskubuska sem á að fá að fara á dansleik, og mér finnst á mér að eitthvað óvænt muni koma fyrir. Hún vissi ekki sjálf hvað hún átti við með þessu. — Koma fyrir.... kjóllinn eða yður? — Bæði kjólinn og mig.... — Ekkert slæmt getur komið fyrir ykkur, það skal eg-sjá um. Ef þér eruð tilbúin ættuð við að fara að hypja okkur af stað. — Vertu blessuð, Diana, þú verður að óska okkur góðrar skemmt- unar. Hann gekk á undan út að bílnum og hjálpaði henni gætilega í sætið og beið þangað til hún hafði lagað pilsið, og lokaði svo hurðinni. Henni datt í hug að Amanda kona hans mundi hafa farið gætilega með dýru kjólana sína, að þeir aflöguðust ekki áður en í samkvæmin kom. Svo settist Hugh við stýrið og þau óku frá Villa des Lilas. Þau voru á.leið að einhverju nýju, fannst Candy. Henni fannst hún vera eins og önnur manneskja í þessum kjól. Eg er gre- breytt, eg þekki ekki sjálfa mig, hugsaði hún með sér. í kvöld byrjar nýr og spennandi kafli í tilveru minni. Umhverfið hafði ekki breyst, það sá hún þegar sótti á bratt- ann upp að Grand Corniche. Þau höfðu upplifað svona kvöld fyrr, með rykugum olívutrjám og gulri mímósu og blómaihn. eVröldin var söm og áður, en Candy var sjálf öðruvísi en áður. — E vona að þetta verði ekki.vonbrigði fyrir yður, sagði Hugh. — Eg er viss um að eg verð ekki fyrir neinum vonbrigðum, svaraði hún. — Þetta verður yndislegasta kvöld æfi minnar. Hún sagði þetta svo hátíðlega að hann fór að hlæja. — Eru þetta kannske mörkin milli ungrar stúlku — og konu? sagði hann. — Mér finnst eg vera orðin eldri og virðulegri — það er ef- laust vegna kjólsins. Kjólsins og eftirvæntingarinnar. Hún fór að raula:' „Oh, what a beautiful morning —“ — Það er nú ekki kominn morgun ennþá, sagði hann og hló. Þá breytum við textanum í „beautiíul evening" í staðinn. KVÖLDVÖKUNN! ,,Viltu ekki gefa Guði einn' shiíling?" sagði frelsishers- stúlka við gamlan Aberdeen- búa. „Hvað ertu gömul, stúlkál mín?“ spurði karlinn. ,,Eg er nítján ára.“ „Nú jæja. Eg er meira en' sjötíu og fimm ára. Eg sé hann á undan þér, svo eg ætla aS færa honum skildinginn sjálf- ur.“ ★ Duglegur eldspýtnaframleið- andi sendi út mann, sem átti að afhenda hverum þeim manni, sem notaðl eldspýturn- ar hans, guineu. í kunnu kaffi- húsi í Aberdeen spurði hann ó- kunnan mann: „Þér getið vísfc ekki hjálpað mér um eld- spýtu?“ Aberdeenbúinn var heldur tregur, en rétti, honum þó eld- spýtustokk og var það sama gerð, sem verðlaunin átti. „Þakka vður afskaplega vel fyrir,“ sagði sölumaðurinn. „Eg sé að þér notið okkar eldspýt- ur. Mér er leyft að afhenda hverjum manni, sem eg hitti og nota þær, 1 guineu — hérnaii er guinean yðar.“ Þegar hann snéri frá honum mótmælti Ab- erdeenbúinn því: „Ha! nei. Eg vissi að það var einhver hrekkur í þessu — þér eruð að fara með eldspýturnar mínar!“ ★ Kona kom inn í strætisvagn Glasgow. Svo kinkaði hún ' kolli til konu, sem sat and- spænis og sagði: „Góðan dag- inn.“ En hún sá strax að hún þekkti ekki konuna og tók að afsaka sig. „Eg sé’nú að það eruð ekki þér “ „Nei, það er hvorug okkar,“ anzaði hin brosandi. iysfeinn Þórðarson fékk bezfan tíma. £. R. Burroughg FINALLV, TO THE R-ELIEF . ÆRMDIME. JON AUSTIN TARZAN 21521 Að lokum raknaði Jón við og smám saman hresstist bann. Hann brosti dauflega og sagði: „Þetta vaí* nokkuð harkalegt, en ef til II arð þetta að fara svona. Hvar er Tony?“ í staðinn fyrir svar heyjðisfe hrylliíegt óp inn úr ABrajFTLV, INI ski*\ KESFONSE TO MIS QUESTIONI, A FAIN- KACKEP SCKEAÍA ECHOEP THI?CUSH TWE FOF5EST. skógarþjLvkninu. Það berg- málaði milli trjánna. Fyrsta skíðamót vetrarins hér sunnanlands var í fyrradag. Var það innanfélagsmót Í.R. og fór það fram í Hamragili við Kolviðarhól. Snjór var nœgur og fœri ágætt. Keppendur voru 20, þar af fimm utanfélagsmen’n, sem boðnir voru, tveir frá Ármanni og þrír frá K.R. Beztan saman- lagðan brautartíma hafði Ey- steinn Þórðarson, 2. varð Úlfar Skæringsson og 3. Guðlaugur Þ. Lárusson. Stefán Kristjánsson Ármanni náði fjórða bezta tímá og Bjarni Einarsson frá samá félagi var fimmti. Veður var allgott, nokkur snjókoma og norðaustan kaldi. Mótsstjóri var Jóakim Snæ- björnsson. Um næstu helgi er fyrirhuguð svigkeppni Rey-kja-- víkurmótsins. Má búast við harðri keppni þar eð menn eru almennt í .góðri þjálfun. »rv:9i.. • •( Johan Könning h.f. Kaflagnir og viðgerðir á öllum heimilistækjum. — Fljót og vönduð vinna. Sími 14320. * Johan Rönning h.f.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.