Vísir - 13.02.1959, Síða 9

Vísir - 13.02.1959, Síða 9
Föstudaginn 13. febrúar 1959 vlsiie 9 Ekki má slaka á kröfum um menutiirí kennara. KerimaraféÍtepj? wnótnua»l£r Saggafmne rarpi. Eftirfarandi erindi til Ál- þingis hefir Vísi borizí frá Kennarafélagi Kennaraskólans. Á Alþingi því sem nú situr hefur verið futt frumvarp um breytingu á lög'um nr. 34/1946 um fræðslu barna (68. má.) svohljóðandi: 1. gr. Aftan við fyrri málsgrein 16. gr. laganna bætist nýr málsliður svohljóðandi: Þó má skipa próflausa kenn- ara, þegar þeir hafa starfað sem ráðnir eða settir kennarar í 10 ár eða lengur, ef hlutað- eigandi skólanefnd, námsstjóri og fræöslumálastjóri mæla með því. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Þar eð frumvarp þetta snertir menntun kennara í landinu . vill Kennarafélag Kennaraskóla íslands leyfa sér að bendá á eftirfarandi atriði: 1. Yrði frumvarpið sam- þykkt, væri með því opnuð leið fyrir fólk til þess að fá full kennararéttindi án nokkurs tiltekins náms, leið sem væri ólíkt auðveldari og kostnaðar- minni en 4—5 ára skólaganga. 2. Frumvarpið bætir ekki úr kennaraskorti í þeim héruðum, sem ekki geta fengið útskrifaða kennara til starfa, þar eð þeim kennurum, sem nú starfa þar, væri opnuð leið til þess að taka að sér kennarastöður hvar sem væri á landinu. 3. Þótt sumir þeirra starf- andi kennara, sem ekki hafa full kennararéttindi, séu gegn- ir menn og sæmilega menntað- ir, eru hins þó dæmi, að því nær menntunarlausir menn skipi þessar stöður, og mun jafnvel ekki vera dæmalaust, að menn, sem annað livort hafa gefizt upp í fyrsta bekk Kenn- araskólans eða hafa árangurs- laust reynt við inntökupróf í skólann, hafi verið settir' í kennarastöður, án þes's að þeir hafi bætt nokkru við menntun sína. Ef frumvarp þetta verður að lögum, mun það ýta undir . gersamlega óreynda og óþjálf- aða rnenn að taka áð sér kennslu. Verður það að teljast ábyrgðarlítið að stuðla að því með lögum, að börn á skóla- skyldualdri séu.notuð til þess að prófa hæfni kennai'a, sem ráðnir eru án þess að nokkrar sönnur hafi verið færðar á kennsluhæfni þeirra og mennt- J un og stáffa oft án teljandi að- halds eða eftirlits. 4. Réttindi hinna próflausu kennara eru nú þegar meiri en tíðkast um ófaglærða menn í öðrum atvinnustéttum: lífeyr- issjóðsréttindi og, í fram- kvæmd, full laun eftir þriggja ára starf. 5. Þær aðgerðir, sem við á- litum að framkvæma þyrfti til þess að bæta úr kennaraskort- inum, eru m. a. þessar; í) Framfylgja stranglega þeim inntökuskilyrðum, sem fræðslulögin 1947 gera ráð fyrir, en við þau mætti gjarnan bæta hæfn- isprófi, sem skólinn héldi sjálfur. o w • bj G-ía kennaranemum kost á því að taka stúdentspróf frá skólanum með eins árs viðbótarnámi við nú- verandi námstíma. Mundi skólinn þá fá fleiri og betri nemendur, ef þeir vissu, að leiðin til háskólanáms væri ekki lokuð kennara- nemum. — í þessu sam- bandi má benda á það að um mörg ár hafa samtök barnakennara barizt fyrir bættri menntun stéttar- innar og að síðasta full- trúaþing Sambands ísl. barnakennara lagði ríka áherzlu á, að Kennara- skólinn fengi réttindi til þess að veita stúdentspróf og að kennarafélag Kenn- araskólans hefur sam- þykkt áskorun til mennta- málaráðherra um að veita skólanum stúdentsprófs- réttindi og auka um leið námstíma varðandi-Kenn- araskólastúdenta um eitt ár. Auk þess lagði félagið til, að skólinn héldi uppi ■ kennslu í sérgreinum fyrir útskrifaða kennara. c) Bæta aðbúnað kennara verulega í mörgum skóla- héruðum og búa þeim mannsæmandi starfsskil- yrði. d) Launa kennara, bæði við barnaskóla og framhalds- skóla þannig, að sambæri- legt sé við launakjör manna með álíka mikilli undirbúningsmenntun. 6. í greinargerð frumvarps- ins er vitnað í skipun manna í stöður við gagnfræðaskólana. — Samanburður þessi er ekki réttmætur, þar sem um mjög hæpna neyðarráðstöfun er að ræða. 7. í flestum löndum er skort- ur á vel menntuðum kennerum, án þess að gripið sé þó til þeirra úrræða að slaka á kröf- um til menntunar kennara. í þessu sambandi er fróðlegt að athuga niðurstöður ráð- stefnu Alþjóðasambands kenn- ara (WCOUT), sem haldin var í Frankfurt árið 1957; en fyrir ráðstefnu þessari lágu skýrslur frá 41 þjóð, þar á meðal öllum Norðurlöndunum og flestum öðrum Evrópuþjóðum. Ráðstefnan vann úr skýrsl- um frá þessum þjóðum, og var þar m. a. gerð grein fyrir meg- inörsökum skorts á hæfum kennurum, áhrifum kennara- skortsins á fræðsluna, kennar- ana og almenningsálitið og úr- ræðum fræðsluyfirvalda til þess að ráða bót á kennara- skortinum. • Þá rannsakaði ráðstefnan sérstaklega starfskröfur á hendur kennurum, hversu kennarastéttin er skipuð og efnahagsleg og menningarleg sjónarmið, er áhrif hafa á starfsvalið. Helztu úrræði, sem ráðstefn- an taldi að grípa þyrfti til, voru þessi: Almennar kjarabætur, auk- in virðing á kennarastarfinu, fleiri og betri kennaraskólar, betri menntun kennara, betri nýting á núverandi kennara- skólum, betri starfsskilyrði, strangara úrval á kennara- nemum, námsstyrkir, meiri viðleitni til að halda kennur- um í starfi, betri kennslutæki og víðtækari rannsóknarstörf. Það var ennfremur álit ráð- stefnunnar, að fræðslu og upp- eldi í skólum hraki, er dregið er úr kröfum um undirbúnings- menntun þeirra, er-byrja kenn- aranám. Ennfremur að náms- , tími kennaraefna verði ekki styttur án þess að þjálfun og menntun þeirra gjaldi þess. Þá ílagði ráðstefnan til, að aldrei i skyldi breyta kennaranámi án samþykkis kennarastéttarinn- ár, og aldrei skyldu tekhir menn í kennarastétt, sem fullnægðu ekki þeim kröfum, sem almennt eru gerðar til knnara í hverju landi. Af niðurstöðum ráðstefn- unnar er ljóst, að kennarar á- líta, að sízt af öllu eigi að slá af inntökuskilyrðum í kenn- araskóla og kröfum til undir- búningsmenntunar kennara. Af ofangreindum ástæðum leggur Kennarafélag Kennara- skóla íslands það til, að um- rætt frumvarp verði fellt og að gerðar verði þær úrbætur á starfsskilyrðum og launakjör- um kennara, sem duga til þess að búa kennurum þær aðstæð- ur, sem gera kennarastarfið ekki síður eftirsóknarvert heldur en önnur störf, sem menn , með góða og fullgilda undirbúningsmenntun getffi fengið hér á landi. Reykjavík, 25. jan. 1959, f. h. Kennarafélags Kennaraskóla fslands, Ágúst Sigurðsson (form.) Til menntamálanefndar efri deildar Alþingis. •jf Norskur fiskiskipstjóri, & sjó um seinustu helgi, fékk skeyti um, að kona hans hefði alið honum son. — Hann sendi skeyti um hæl og bað um staðfestingu. Orsök: Hún var búin að eignast 9 dætur, en engan son. Sanncu' óögur — ej^tir \Jentó- HANN VARÐ ÁSTSÆLASTI FORSETI ÞJÓÐAR SÍNNAR MYNDASAGA UM ABRAHAM LINCDLN 1) Abraham Lincoln, 16. for- seti Bandaríkja Norður-Ame- ríku skipar alveg sérstakt sæti í veraldarsögunni. Hin sterlcu skapgerðareinkenni hans, þol- gæði, mannkærleikur, samúð með' hinum undirokuðu, og barátta hans fyrir stjórn fólksins, fyrir fólkið, vegna fólksins, líf hans og dauði hafa gert hann mönnum hjartfólgn- ari en flesta aðra af stórmenn- um sögunnar. — — — Árið, sem Lincoln fæddist, 1809, tíðkaðist þrælahald í Banda- ríkjunum. Það lcií ekki út fyrir annað þá, en að Abraham Lingholn myndi verða ólæs og óupplýstur vinnumaður í svcit. Það leit sannarlega ekki svo út þá, að það ætti fyrir honum að liggja að afnema þrælahald og gera alla Bandaríkjamenn frálsa og jafna að lögum og hljóta sjálfur frægð og skipa að lokum cinn æðsta sess í sögu I mannkynsins fyrir baráttu sína fyrir lýðfrelsi, mannrétt- : indum og frclsi og virðingu ; fyrir einstaklingnum. — — ■— í byrjun nítjándu aldar vorir Bandaríkin ungt ríki og í örum vexti, Það var ekki liðinn nema fjórðungur aldar frá því hið unga ríkjasamband hafði heimt frelsi sitt. Þrælahald hafði haldizt við frá nýlendutíma- bilinu. Frumbyggjarnir þok- uðust fram úr hinum full- numdu og þéttbyggðu héruð- um á austurströndinni til hius veglausa vesturs. Það var í þessu ónumda landi, að faðir |Abrahams reyndi að sjá fjöl- skyldu sinni farborða. 2) Faðir Lincolns var tré- smiður, en hann þurfti að eyða miklum tíma í skóginum til áð skjóta dýr til matar handa fjölskyldu sinni. Hin góða móð- ir Abrahanis, Nancy Hanks Lincoln, gætti á mcðan bús og barna, Abraham litla og syst- ur hans. Abraham unni móður siiini mjög. „Hún mótaði lífs- viðhorf mitt meira en nokk- ur annar. Guð blessi móður riiína, það sem eg er og von- ast nokkurn tíma til að geta orðið, á eg henni að þakka,“ var hann vanur að segja. — — — Þegar litli skólinn, sem byggður var úr bjálkum, tók til starfa í nágrcnninu, sendi Mancy Hanks börnin sín, Abraliam og syslur lians, til að læra að lesa. „Þið verðið að vera dugleg að Iæra að lcsa og skrifa,“ sagði hún með áherzlu, „til þess að þið verðið vitur og góð þegar þið' verðið stór“. Abraham mundi alltaf þessi orð móður sinnar. — — — Þegar Abraham var sjö ára gamall fluttist hann með fjöl- skyldu sinni til Indiana, sem. þá var næstum ónuinið land. Þau fluttu þangað um haust og byrjuðu á því að fella skóg og ryðja land þar sem þau ætluðu að reisa bæinn sinn. Vetur var næstum skollinn á áður en þau voru búin að byggja sér bjálkakofa. Smíðin bar þess vott, að kofabygging- in var flýtisverk, en þarna bjuggu þau. Enginn skóli var í grennd og Abraliam vann að búverkmn heima lijá foreldi’* iun símun, J

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.