Vísir - 24.02.1959, Qupperneq 7
Þriðjudaginn 24. febrúar 1959
VISIR
34
föcfin heit
SKALDSAGÁ EFTIR MARY ESSEX
þar úti, líka á þessum tíma dagsin§, glitrandi smáalda á sjón-
um en þoka á fjallatindunum enn. Hugh var þar fyrir þegar
Candy kom. Hann var alltaf að fitla við vindlinginn, dökkir
dílar voru undir augunum. Candy hafði innilega samúð með
honum. — Eg er viss um að Diana róast ef móðir hennar kemur,
sagði hún.
— Það vona eg. Hugh fleygði frá sér vindlingnum, sem hann
%’ar nýbúinn að kveikja í, — honum fannst óbragð að honum. —
Það er í mikið ráðist að biðja hana um að koma hingað núna,
eftir svona langan viðskilnað — lagalega séð er það sama sem að
taka hana í sátt aftur. Þessi kona hefur yndi af að gera öðrum
bölvun, hún er fædd með þeim ósköpum að hafa gaman af að
gera öðrum skapraun. Þetta er mesta fásinna, en eg neyðist til
að gera það samt.
— Diana þráir að sjá hana.... það er aðalatriðið. Og svo er
hitt: — þú elskaöir hana einu sinni, er það ekki rétt?
Hugh kinkaði kolli. — Þegar maður er uhgur og ástfanginn
gerir maður fáránlegustu hluti. Móðir mín sagði blátt afram að
eg væri brjálaður — í rauninni skildi eg alltaf hvað þaö var sem
hún átti við. En Amanda er þannig, að undir eins og hún kemur
inn í stofu breytist andrúmsloftið þar — þegar hún fer aftur
er eins og sólin hverfi bak við ský. Hún gerði mig bergnuminn,
hún er svo gerólík öllum öðrum manneskjum. Eg giftist henni í
augnabliks vímu.
— Ef eg ætti nú að halda samskonar yfirheyrslu yfir þér og
þú beittir við vitni, ætla eg að spyrja: — Var nokkur afsökun
fyrir hendi þarna?
— Getum við ekki reynt að tala um eitthvað annað en mig
og yfirheyrslur! Það er ekki beinlínis styrkjandi, einmitt núna.
Candy skammaðist sín. Að hún skyldi ekki geta setið á sér —
það var lubbalegt af henni að reyna að ráðast aftan að honum
á þennan hátt. Hún hafði notað sér aðstöðu sína til þess að
hefna sín — fannst henni ennþá að hún yrði að ná sér niðri á
þessum manni, sem nú barðist við kvíðann út af Diönu eins
og hún?
Colin hringdi aftur um miðjan dag. Hann gat ekki skilið að
Candy gæti ekki fráskákað sér ofurlitla stund, ekki gat hún verið
til neins gagns þegar bæði læknir og hjúkrunarkona voru yfir
barninu? Hún pexaði lengi við hann og fánn að hún var að fá
sáran höfuðverk og að taugaþreytan var að gera út af við hana.
í kvöld mundi Amanda koma — kannske skánaði allt þá.
Candy var svo hugsandi að hún tók varlá eftir bílnum, sem
nam staðar við hliðið. Hún hélt að þetta væri Hugh, sem væri
að koma heim, og leit ekki upp fyrr en hún heyrði fótatakíð í
garðinum. Það var fótatak sem hún kannaðist ekki við, og það
skrjáfaði í silki. Þetta var kona — og þegar hún sá skæru grænu
augun vissi hún að þetta var Amanda, sem var komin þarna —
fyrr en hún hafði sagt til um.
Amanda horfði á Candy. Þóttalegt bros lék um varir hennar,
hálfgert glitt.
— Þér munuð vera Candy Grey? sagði hún dræmt.
— Já, eg er Candy. Og þér munuð vera frú Jackson?
— Alveg rétt. Heyrið þér, hvaöan eruð þér ættuð? Amanda
virtist vera í essinu sínu, en Candy leið illa, og var hikandi er
hún svaraði, en hin starði grænum augunum á hana.
— Frá London. Eg var ráðin til að fara hingað og hjúkia Diönu
þangað til hún næði heilsu aftur.
— Það er ekki að sjá að þér hafið v'erið athugul í því starfi....
Candy fann að hún roðnaði af reiði. Hún reyndi að stilla sig,
en þessi ásökun keyrði úr hófi. — Eg hef gert mitt bezta. Henni
hafði líka farið mikið fram, en svo kom þetta fyrir. Eg held að
Diana sé sofandi núna og Theresa hjúkrunarkona er hjá henni.
— Viljið þér ekki koma inn, það er nokkuð heitt í sólskininu núna.
Hún fann sjálf að henni tókst klaufalega og að það sem hún
sagði var sundurlaust, en taugarnar voru í ólagi og hún varð
enn deigari en ella vegna þess hve Amanda var frökk. Hún gekk
á úndan henni inn í stofuna, að stóra sófanum, sem raímagns-
loftsnerillinn stóð hjá.
— Viljið þér ekki fá yður sæti? Má eg ekki koma með eitthvað
handa yður að drekka?
— Jú, þökk fyrir. Er nokkurt vodka til á heinrilinu?
— Vodka? Nei, eg er hrædd um að það sé ekki til. Candy
varð svo hissa á spurningunni að hún vissi varla hvað hún átti
að segja. — Herra Jackson kemur víst aftur rétt bráðum, hann
skrapp til Cannes til að ná í ferskjur handa henni Diönu. Hann
veit hvar þetta er, ef það er til.
Amanda sneri sér óþolin að henni. — Hafið þér þá vindling
lianda mér — úr því að þér eruð að leika húsmóður á annað
borð?
Candy gat ekkert sagt en rétti henni vindlingakassann þegj-
andi. Amanda tók einn vindlinginn með semingi, handlék hann
um stund og leit svo fast framan í Candy. Það var eins og hún
væri að skora hana á hólm. En án þess aö Candy gæti áttað sig
sagði hún: — Yður fellur sjálfsagt ekki við mig?
Þetta var fásinna. Hún hefði ekki átt að segja þetta, það voru
ekki nema örfáar mínútur síðan hún hafði séð þessa konu, og
það var alls ekki rétt að fara að víkja að andúðinni, sem hún
hafði orðið vör af hennar hálfu. En Amanda yptti öxlum, tók
kveikjarann og kveikti í vindlingnum.
— Svei mér ef eg hef gert mér nokkra skoðun á því. En eftir
því sem eg hef heyrt um yður — og eg hef heyrt ýmislegt um
yður — skal eg fúslega játa að þér eruð gerólik því, sem eg hafði
hugsað mér. Eg vissi að Hugh hafði einhverja stelpu hér syðra,
hvernig átti maður líka við öðru að búast. Jafnvel dyggðugustu
menn geta ekki neitað sér um gleði lífsins að staðaldri.
— Einhverja stelpu hér syðra! Eg tók við þessu starfi, sem
systir hans bauð mér í London, og eg fór hingað suöur með Diönu
án þess að hafa hugmynd um að Jackson væri faðir hennar.
— Þá fékk eg að vita það líka! Amanda sló öskuna af vindl-
ingnum og hló.
— Var það þess vegna að þér sögðuð þetta? Er það í'jölskyldu-
einkenni að hafa yfirheyrslur sem sérgrein?
— Já, eg býst við að eg hafi lært margt af Hugh undanfarin
ár. Hann þurfti alltaf að blanda lögfræðinni saraan við heimilis-
lífið. Þér haldið kannske að þér þekkið hann, nú orðið, en það
e
KVÖLDVÖKUNNI
Nóbelsverðlaununum varð'
Pasternak að sleppa, en ekki
er það langt frá sanni, að rit-
laun hans fyrir bókina sé nú
að verða langtum hærri upp-
hæð en hin sænsku verðlaun.
Það hefir frétzt, að amerísk-
ur forleggjari hans hafi lagt
inn í svissneskan banka stórfé
handa honum.
Þá verður spurningin hvort
ráðstjórnaryfirvöldin leyfi að
peningarnir komi honum £
hendur.
★
Þegar hin fræga filmshetja,
Jean Marias, var nýlega í leik-
húsinu gat hann ekki komizt
hjá því að taka eftir ungri
konu, sem starði á hann jafnt
og þétt.
Ætli eg þekki hana? hugsaði
hann, og til þess að vera viss
í sinni sök heilsaði hann lienni
vingjarnlega.
Hún varð himinlifandi, sneri
sér að vinkonu sinni, sem með
henni var og sagði:
„Er þetta nú ekki undarlegt?
Eg hefi séð h'ann svo oft í kvik-
myndum, að hann er farinn að
þekkja mig!“
★
Lítill drengui’ segir við
pabba sinn og sýnir honum
hund: „Þetta eru hreinustu
kapphlaup! að fá hundinn fyrir
1 % krónu. Hann á nefnilega
von á hvolpum.“
Gögnin um Kýpur birt.
Eyjan lýðveldi eigi síðar en 1960.
Gögnin um Kýpur voru birt igusia og not af flugvellinum í
í gær, eins og áður hafði verið 'Siu. Tyrkir og Grikkir
boðað. hafa fámennt herlið á eynni og
Efni samninganna var í 'Grikkland og Tyrkland ásamt
meginatriðum þegar kunnugi. Bretlardi ábyrgjast sjálfstæði
að Kýpur skyldi verða sjéif- jlandsins.
stætt lýðveldi eigi síðar en í j Makarios erkibiskup gekk á
febrúar 1960, að forseti sk Idi fund eridbiskupsins af Kant-
úr flokki grískumæl; iidi araborg : gær. Menderes for-
manna, en varaforseti af t rk- Isætisráðherra Tyrklands ér
neskum o. s. frv. jenn í sjúkrahúsi, en gat farið
Það eru 3 herstöðvar. sem jút stutta M nnd í gær. Dr.
Bretar halda, eða meginher- iKutchuk er i Ankara, hefur
stöð á eynni sunnanverðr að- jtafist þar ! neimleið til Kýpur
gangur að höfninni í Fanía- veðurs vegná.'
6 keppa -
E. R. Burroughs
TARZAIV
2832
JUME LAVEK HAt7 PENOUNCEP1 HEE HUSBANP, CLAlMEP THAT HE
WAS KESFONSIBLE FOK THE P’EATH OF THEK WHITE HUNTEIé.
‘I SHOULP LIKE TO HEAK A .'tr
SAIÍ7 TAKZAN QUIETLY "CERí''
EEFLIEP- JUNE —
. STEtg 70 THE SAGA OF
JNE CKAKLES LAVEK—
VHOSE MONEY BOUGHT
-r/A E'.’EKYTHINS BUT
LOUKASeí"
Júne Laver hafði formælt
> ’.anni sinum og kennt hon-
urri um dauða hvíta leið-
sögamannsins. Mér þætti
gaman að heyra meira af
þessari sögu, sagði Tarzan
hæglátlega. Vissulega skal
eg segja yður það, sagði
June. Þér skuluð fá að heyra
sögu herra Charles Lavér,
sem héfur getað keypt allt
iyrii eninga, nema ekki
húgrc-’.ki.
Frh. af 1. síðu.
slitakeppninni. En næstir þeim
í A-riðli urðu Eggert Gilfer og
Sturla Pétursson með 5 vinninga
hvor.
Úr B-riðli eru það Benóný
Benediktsson með 6 vinninga,
Jón Þorsteinsson, einnig meg 6
vinninga og Jónas Þorvaldsson
með 5Vz vinning, sem keppa til
úrslita. Næstir þeim í B-riðli
urðu Bragi Þorbergsson og
Gunnar Ólafsson með 414 vinn-
ing hvor og Daníel Sigurðsson
með 314 vinning.
Biðskákir úr 9. umferð verða
tefldar annað kvöld, en úrslita-
keppnin hefst næntanlega um.
næstu helgi.
IMýja Bíó:
Bedistúdentinn.
Nýja Bíó sýnir nú kvikmynd-
ina „Betlistúdentinn“ (Der Bett-
elstúdent), sem er þýzk músik-
mynd í litum, eftir hinni frægu
óperettu með sama nafni eft'r
Karl Millöcker. Leikstjóri Wér.n-
er Jakobs. Aðalhlutverk: Grr-
hard Riedman, Elma Karloiv,
Waltraut Haas. —, Sagan g.erist
á dögum Ágústs sterka Pólver ja
konungs, en fjallar aðallega um
Ollendorf nokkurn landstjóra í
Krakhau, ástamál hans, og við-
ureign við stúdenta. Hér rekur
hvert spaugilegt atriðið ann.að
og mikið er um dans og sö;.g.
Hlutverkum eru gerð sérlr a
góð skil og myndin afbur a
skemmtileg — ein með skemmií-
legustu óperettumyndum, srm
hér hafa sézt lengi.