Vísir - 04.03.1959, Blaðsíða 9

Vísir - 04.03.1959, Blaðsíða 9
Miðvikudaginn 4. marz 1959 ▼ ISIB 9 tlm œitleiðingu — Frh. af 4. síðu: er sú, að með því móti séu verri skilyrði til þess að meta þroskamöguleika barnsins. í>etta er rétt, en þetta vandamál skýrist lítið, þótt foeðið sé, nema ættleiðingin sé látin dragast úr hófi fram eða þar til barnið er orðið nokkurra ára gamalt. Menn foéldu fyrst, að hin ýmsu þroskapróf, sem gerð hafa verið fyrir börn á 1. og 2. ald- nrsári, hefðu mikið forsagnar- gildi, þ. e. veittu all-örugga foendingu um, hvernig andleg- ur þroski þeirra yrði í fram- tíðinni. Komið hefjr í Ijós við seinni rannsóknir, að ung- foarnapróf hafa svo til ekkert forsagnargildi um framtíðar- þroskamöguleika barna. Fylgn- in milli þi'oska 9 mánaða barns og 4 ára barns t. d. virðist vera nær engin, og ekki er unnt að ráða af þroskaprófum til, 18 mán. aldurs um námshæfileika foarna í skóla. Þegar liaft er í fouga, að forsagnargildi ung- fcarnaprófa er lítið sem ekkert fyrstu IV2—2 æviárin, er vara- samt að halda barni t. d. á upp- eldisheimili í þeirri trú, að eft- ir nokkra mánuði muni sál- fræðingar geta sagt fyrir með nokkurri nákvæmni um endan- legan ' greindarþroska þess. Þroski barnsins. Auk þess getur dvöl barnsins á heimilinu hamlað þroska þess, svo að af þeim ástæðum geta menn haldið, að meðal- greint barn eða meira sé tor- næmt eða vangefið. En þótt lítt sé unnt að ráða af ung- j foarnaprófum endanlegt greind- arstig þeirra, hafa þau samt það gildi að vera mælikvarði á þi-oska barnsins á hverjum tíma. Samt sem áður .getur ná- lívæm athugun lækna og sál- j fræðinga á börnum nokkurra mánaða gömlum leitt í Ijós, \ fovort þeim er stórlega áfátt lík-' amlega og andlega. Um 6 mán.' aldur er venjulega unnt að finna, hvort aðallíffæri líkam- J ans starfa eðlilega og fyrr má finna ýmsa meiri háttar van- ( sköpun innri líffæra, t. d. hjart- ans. Sumar tegundir fávita- ( háttar, svo sem mongólisma, má finna.á fyrstu ævimánuðum foarnsins og fávitahátt almennt oftast um I—IV2 árs aldur. Það er nokkur huggun, að þess er kostur að geta þegar á fyrsta og snemma á öðru aldursári greint flest þau börn, sem eru líkam- lega og andlega stórlega van- foeil. En þegar þess er gætt, að svið hinnar normölu gfeindar er ákaflega vítt, og enn frem- ur þess, að flestir. væntanlegir kjörforeldrar eru í góðum efn- um og óska þess að taka að sér foörn, sem eru a. m. k. ekki neð- an við meðallag að greind, en ekki treggáfuð börn, sem litla hæfileika hafa til náms, verð- ur ekki hjá því komizt, að renna nokkuð blint í sjóinn. Bowlby telur, að bezt megi ráða þroska- möguleika ungbarna af greind og hæfileikum foreldra þeirra og náinna ættmenna, en þetta er þó hvergi nærri öruggt. Kjör- foreldrar verða, eins og réttir foreldrar, að vera því viðbúnir að taka á sig áhættu. Eftir ísl, lögum má rifta ættleiðingu, ef barnið reynist mjög vanheilt, andlega og líkamlega. Aldur. Rökin gegn því, að ættleiða eigi barn snemma, eru því ekki eins sterk og í fyrstu virðist Er það skoðun margra sérfræð- inga, að bezt sé að barnið fari til kjörforeldra sinna áður en það hefur náð 2—3 mán. aldri, en taka verður þó tillit til móð- urinnar og veita henni nægan tíma og ráðrúm til ákvörðunar. Flestir eru sammála um, að ó- ráðlegt sé, að lengur dragist að munaðarlaust barn f'ari til kjörforeldra sinna en um tveggja ára aldur. Ábyrgð. Mikil ábyrgð fylgir því að úrskurða barn á hæpnum for- sendum óhæft til ættleiðingar, því að það skerðir nær ávallt stórlega framtíðarmöguleika þess. Þó gera margir góðviljað- ir menn þetta sakir ýmissa hleypidóma í siðgæðis- og trú- arefnum og sakir þess, að þeir gera sér þess ónóga grein, hvað vitað er með nokkurri eða ör- uggri vissu og hvað eru tilgátur einar og fræðilegir fordómar. Sumar erlendar stofnanir, sem hafa milligönguumættleiðingu, láta t. d. alls ekki til kjörfor- eldra þau börn, sem getin eru í/ blóðskömm, hversu gáfaðar og mikilhæfar sem ættirnar eru, sem að þeim standa. Aðrar stofnanir fylgja við val kjör- barna hæpnum eða úreltum kenningum um ættgengi, láta t. d. ekki barn til ættleiðingar, sem á vangefið systkini, eða ef annað foreldrið er eða hefur verið geðveikt. Nú er fyrir löngu vitað, að ekki eru allir geðsjúkdómar né allar tegund- ir fávitaháttar ættgeng (t. d. mongólismi), a. m. k. ekki að neinu ráði, og er því með öllu óverjandi að koma í veg fyrir að slík börn séu ættleidd, nema þegar andlegir annmarkar eru tíðir í ættinni, þannig að mjög miklar líkur séu til þess, að barninu kippi að þessu leyti í kynið til.ættmenna sinna. Loks eru engin frambærileg rök fyr- ir þeirri útbreiddu skoðun, að öll líkamleg fötlun geri barnið óhæft til ættleiðingar. Það fer eftir eðli hennar og mikilvægi. Frh. Viðræður um iýðveldi á Kýpur. Makarios erkibiskupi var tekið með kostum og kynjum við komuna til Kýpur í gær. Hann flutti ræðu og bað grískumælandi menn rétt fram hönd til sátta við alla, og þá fyrst og fremst við tryknesku- mælandi menn á eynni. Hann mun ræða við Grivas bráðlega, en hann fer svo til Grikklands. — Viðræður um stofnun lýðveldis á Kýpur hefst í vikunni. Óeirðir brutust út í gær í þorpi nokkru um 90 km. frá Leopoldiville í Belgiska Kongo. Margir voru hand- teknir. Að vestan: Hvað er á dagskrá? Tíðarfarið og aflabrögðin eru að sjálfsögðu almennasta um- ræðuefnið, og annað er tilheyrir hversdagslegri önn lífsbarátt- unnar. Tiðarfarið hefur verið marglynt og mislynt, farið í mörg gervi sama sólarhringinn. 1 heild verður þó útkoman gott tíðarfar. Sjósókn aldrei meiri og svo snjólétt, að enn hefur verið næg jörð til útibeitar í flestum sveitum hér vestra. Aflabrögð hafa líka verið góð. Valda þar mestu um einmunagæftir. Senn líður lika að því, að blá- maðurinn (steinbíturinn) heim- sæki vestfirzku miðin. Er það von manna, að steinbítsaflinn verði ríkulegur að þessu sinni, og gefi góða björg í bú, sem oft áður. Lækkarnir of hægfara. Svo koma stjómmálin. Eins og að likum lætur, er mikið rætt um hinar nýju efnahagsmálaað- gerðir. Margir styðja þær. Sum- ir máske með hálfum hug. Aðrir með kappi og krafti. Launþeg- um þykja lækkanirnar of hæg- fara, einkum á erlendum vörum. Almenningur taldi, að allar vör- ur ættu að lækka strax um 5%, og vildi með því sætta sig við þá lækkun á vinnulaunum, sem orð- en er. Öllum kemur saman um það, að eitthvað varð að gera. Þetta er ijka í fyrsta sinn, sem stefnt er til nokkurar niðurfærslu á áður ört vaxandi eyðslu og út- gjöldum á allar hliðar, án þess að skattar og tollar séu lækkað- ir að sama skapi eða vel það. Fái niðurfærslan nú tækifæri og frið til þess að gróa öðlast hún kraft til að halda áfram smátt og smátt án þess að til nýrra fórna þurfi að koma. Enn eru þessar efnahagsaðgerðir eins konar vonarfræ. Það þarf Frh. á 11. s. £ annar íocjur — ^ ijtir \Jera5 BLAÐAMAÐUR . OG LANDKÖNNUÐUR MYNDABAGA UM HENRY MDRTON STANLEY Stanley varð einn að mestu landkönnuðum Afríku. Hann ólst upp í hinni mestu fátækt en varð að lokum hyltur sem mikilmenni. Hann fæddist í Walcs árið 1841. Foreldrar lians áttu við hina mestu fá- tækt að búa og skömmu eftir fæðingu Stanleys, sem liét raunverulega John Rowland, strauk faðir hans á brott frá konu og barni. Móðir hans gat ekki séð fyrir honum og sendi hann á vinnuliæi. Meðferð unglinga sem fullorð- inna á þessum illræmdu stöð- um var hin versta og uppeldis- áhrifin þar gerðu Stanley hlé- drægan og að því er virtist kaldlyndan. — — — Þegar Stanley var orðinn 17 ára gam- all sá hann sér tæliifæri til að strjúka af vinnuhælinu og komst á skip, sem fór til Bantla- ríkjanna. Þegar skipið kom til New Orleans, strauk Stanley af skipinu til að leita gæfunn- ar í liinu ókunna landi. Hann átti ekki nokkurn pening, enga vini eða félaga og ekki sér- þekkingu í neinni iðn eða öðru starfi svo hann gæti aflað sér fjár. Þetta vár árið 1885. 1) Stanley og Livingstone, eru tvö nöfn sem ekki verða aðskilin. Hvernig fundum þeirra bar saman í myrkviði Afríku er saga sem altlrei gleymist og er einn skemmti- legasti viðburður úr sögu land- könnuða. Henry Morton Stan- ley var amerískur blaðamaður og æfintýramaður og nafnið Livinstone var lionum ekkert annað en viðfangsefni sem hann átti að skrifa um, þangað til fundum þeirra bar saman í Afríku, þar sem dr. Livinston hafði horfið í trúboðs- og rann- sóknarleiðangri. — — — 2). Gæfan blasti við hinum unga Rowland, strax og liann kom til Bandaríkjanna. Þegar hann var að leita sér að yinnu varð hann svo heppiim að rck- ast á mann að nafni Iíenry Morton Stanley, seni var efn- aður kaupmaður og átti ekkert barn. Morton Stanlej’ tók svo miklu ástfóstri við þennan unga mann að hann ættleiddi hann, fékk honum vinnu og lét hann taka upp nafn sitt. Nú gat hinn ungi Henry Morton Stanley notið alls þess sem hann hafði þráð, en orðið að fara á mis áður. —-----Þegar fósturfaðir Stanleys dó var vcrzlun hans seld og nú yarð Stanley að leita annað sér til lífsviöurværis. Hann hafði allt- af haft gaman af að skrifa og það var ekki furða að hugur hans skykli lineigjast að blaða- mcnnskú. Kann gcríi samning við nokkur dagblöð að senda þeiin fréttir og greinar úr „villta vestrinu“. Fyrst í stað voru greinar hans viðvanings- legar en með ástundun og staðfestu sem var einn sterk- asti eðlisþáttur hans, leið ekki á löngu þar til honum tókst að 'ná tökum á pennanum.------- Hann náði talsverðri hylli sem fréttaritari og greinarhöfundnr lí Bandaríkjunum. Honum datt . þá í hug að fara út í heim og senda amerísku blöðunum fréttir af ferðalögum sínum. Hann fór til New York og náði tali af Gordon Bennet og bauð honum að skrifa í New York Herald. Stanley sagðist skyldi greiða kostnaðinn af ferðalög- um sínum. Bennett samþykkti og sendi hann strax til að skrifa fréttir af enskum leiðangri i Abyssiníu. J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.