Vísir - 10.03.1959, Side 4

Vísir - 10.03.1959, Side 4
4 VÍSIR Þriðjudaginn 10. marz 1959 VSSIWL DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Fálsson. ^Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: (11660 (fimm línur) Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði, kr. 2.00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Kommiínistar taka víðbragð. Kommúnistar hafa alltaf verið að taka viðbragð undanfar- ið, og ber ekki á öðru en að nokkurrar kosningaskelf- ingar sé farið að gæta í þeim herbúðum. Það er held- ur ekki að ástæðulausu, því að það voru kommúnistar, sem raunverulega komu síð- ústu stjórn á laggir og báru mesta ábyrgð á framkvæmd- um hennar, að undanskild- um sjálfum forsætisráð- herra. Ekki þarf að rifja upp, hvernig stjórninni fór- ust stjórnarctörfin úr hendi, því að það er alkunna, en einmitt af þeim sökum er skiljanlegur glímuskjálfti útsendara Kremlverja. Þegar þeir tala um landhelgis- málið og Sjálfstæðisflokk- inn, er jafnan viðkvæðið, að ‘ Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið einskonar erindreki ; j Breta og viljað meðal annars skjóta málinu til Atlants- j hafsbandalagsins, af því að I það hafi verið ósk Breta. Ekkert er fjær sanni, því , að Sjálfstæðisflokkurinn hefir nefnilega alltaf verið í fylkingarbrjósti í sókninni í þessu sjálfstæðismáli þjóð- arinnar, en svo illa vildi til á síðasta sumri, að hann var ekki í stjórn því að þá hefði betur verið unnið í málinu en gert var, eins og oft hefir verið sýnt framá í blöðum. Sjálfstæðisflokkurinn vildi gera breytingar á grunn- línustæðum, þar sem það hlaut að vera mjög mikil- vægt atriði, eins og allir sjá, er hafa eitthvað kynnt sér þetta mál. Við það var hins- vegar ekki komandi, að því er kommúnista snerti. Þeir höfðu illu heilli meira vald í þessu máli en nokkur flokkur annar, og þeir not- uðu það eins og þeirra var von og vísa. Þeir beittu því ekki þjóð sinni til heilla, enda hefði þeim þá verið brugðið, en síðan brígzla þeir andstæðingum sínum um að hafa ætlað að reka erindi annarra þjóða. Slík ósvífni á sér fá dæmi, jafn- vel að því er snertirr komm- únista. Þegar frá líður, og menn geta skoðað og kannað landhelg- ismálið og atburði á því sviði árið 1958 rólega og æs- ingalaust, mun margt verða almenningi ljósara en það er nú. Það mun þá koma í ljós meðal annars, að kommún- istum lá ekki svo ýkja mikið á að koma málinu í höfn, því að þeir vildu fyrst og fremst reyna að nota það til þess að koma af stað deilum milli íslendinga og annarra þjóða — fyrst og fremt þeirra, sem Islendingar hafa verið í vin- fengi viðum langan aldur.Og ekki verður annað sagt en að þetta hafi tekizt sæmilega með heimskulegri skamm- sýni brezkra stjórnarvalda, sem hafa gert allt, sem hægt hefir verið til þess að hjálpa kommúnistum að þessu leyti. Kommúnistar óttast að sjálf- sögðu, að almenningur rifji þetta upp fyrir sér á næstu vikum og mánuðum, þegar kosningahríðin geisar hér á landi, og þess vegna þarf nú að reyna að nota tækifærið til þess að koma því inn hjá almenningi, að aðrir hafi brugðizt í þessu máli. Það er að sjálfsögðu vonlaust fyrir kommúnista, en annað geta þeir vitanlega ekki gert, því að ef þeir hefðu hægt um sig, væri það vitanlega hið sama og að viðurkenna ves- aldóm sinn í þessu mikil- vægasta máli þjóðarinnar. „Gamall sjómaður46 Sá ,,gamli“ fer enn af stað> 26. febr. í Vísi og reynir að sundurgreina og gera tor- tryggilegar byggingarfram- kvæmdir DAS. Hann rembist eins og rjúpan við staurinn, að níða niður samkomuhússbygg- bygginguna og segir: „Það er fyrst 1956 sem farið er að ræða um, að reisa bíó í sambandi við DAS, svo að þar sem annars- staðar er H. J. allverulega ruglaður í ríminu.“ Fundargerðir Sjómannadags- ráðs sanna þó hið gagnstæða. í þeim má t. d. lesa bókað: 11. okt. 1953. „Samþ. var að fela stjórninni, að athuga mögu- ^leika á því að koma upp kvik- myndasýningum í borðsal DAS, ítil að afla tekna“. 4. apr. 1954 er bókað: „Form. skýrði frá því, að borgarstjóri hefði til- kynnt sér, að búið væri að samþ. í bæjarráði að veita DAS leyfi til kvikmyndahúss- reksturs í húsakynnum DAS“. jog 11. marz 1956 er bókað: ,,Þá kvað hann það og hafa verið nauðsynlegt, að hefja kvik- myndahúsreksturinn, til þess að halda leyfinu, en vitanlegt , væri, að mikil ásókn væri frá öðrum aðilum um kvikmynda- húsrekstur á þessum slóðum.“ (Þorv. Björnsson gjaldk. Sjó- mannadagsráðs var að skýra frá framkvæmdum). Á fyrstu teikningu sem gerð var í júlí 1952 af fyrirhugaðri byggingu DAS og samþ. var af bæjarráði Reykjavíkur, er samkomuhús- ið teiknað í viðbyggingu. Það er einnig heilaspuni úr þeim „gamla“, að sendimaður- inn hafi mælt með kaupum á öðrum vélum en Todd-vélun- um. Þær eru það nýjasta sem reynt er á markaðanum, og með þeim er einnig hægt að sýna öll þau önnur kvik- myndakerfi sem nú eru notuð. Sjómannadagsráð er háð leyfum byggingaryfirvalda um framkvæmdir eins og aðrir að- ilar þjóðfélagsins, en það hef- ir byggt hverju sinni eins og leyfi hafa verið fyrir, og jafn- vel aðeins betur stundum vegna mjög góðrar fyrir- greiðslu opinberra aðila. Sam- komuhúsbyggingin hefir verið látin sitja á hakanum, meðan verið var að fullgera fyrsta á- fangann í aðalbyggingunni. Það verður væntanlega full- gert til reksturs á þessu ári, og þá gefst almenningu' kostur á að kynna sér, að nýjum glæsi- legum áfanga er náð í bygg- ingamálum DAS. Aðrar bygg- ingarframkvæmdir halda á- fram jafnhratt og byggingar- leyfi eru fyrir hendi hverju sinni, eins og verið hefir. Eg mun svo ekki frekar elta ólar við nöldrið í þeim „gamla“, þar sem eg nú einnig veit, hver hann er. Halld. J. Enska knattspyrnan um helgina. Ve&rahamurinn. Yetrarvertíðin er nú hálfnuð og vel það, og hefir verið á margan hátt óvénjuleg. Hún byrjaði með sérstökum ágætum, þar sém veður var með afbrigðum stíllt og hag- stætt hvarvetna fyrstu þrjár ! vikur ársins, en síðan hefir verið meira um frátök og landlegur en nytjadaga. Kemur þetta mjög greini- lega fram á aflabrögðum, eins og eðlilegt er. Aflinn var víðast mun meiri í janú- ar að þessu sinni en oft áður l^í sama mánuði, en hinsvegar hefir hann orðið mun minni í febrúar en í eðlilegu ári. Er því fyrirsjáanlegt, að mikil breyting þarf að verða til batnaðar á næstu vikum, ef vélbátaflotinn á að geta dregið eins mikla björg í bú að þessu sinni og til dæmis á síðasta ári. Og ef honum tekst ekki að ná sama afla- magni og helzt meii'a, má gera ráð fyrir margvíslegum auknum ei'fiðleikum fyrir þjóðina á næstu mánuðum, ef ekki verður um einhver önnur uppgrip að ræða. Úi'slit í ensku deildakeppn- inni sl. laugardag. i I. deild. Aston Villa - Leeds ...... 2:1 Blackburn - Burnley .... 4:1 Blackpool - Bolton ....... 4:0 j Chelsea _ Luton......... 3:3 Manch. Utd. - Everton .. 2:1 Newcastle - Preston .... 1:2 Nottm .Forest Birmingh. .. 1:7 Portsm. - Manch. City . . 3:4 Tottenh. - Leicester .... 6:0 jWest Ham - West Bromw. 3:1 |Wolverhampton - Arsenal 6:1 | II. deild. (Bai'nsley - Bristol Rovers 0:0 IBristol City _ Stoke .... 2:1 ^Cai’diff - Swansea ...... 0:1 , Grimsby - Sheffield Wed. 0.2 Huddersf. - Ipswich...... 3:0 Liverpool - Fulham........ 0:0 Middlesbrough - Lincoln ..1:2 Rotherham - Derby......... 3:0 Sheffield Utd. - Leyton . . 2:3 Wolverhampton átti fyllilega skilinn sigurinnu yfir Arsenal og voru þeir Broadbent og Mason virkastir. Mai-kvörður Manchester United, Grégg, varði vítaspyrnu og bjargaði þar með báðum stigunum. Keeble, framherji hjá West Ham, varð tvisvar að yfirgefa leikvanginn vegna meiðsla, en það kom ekki að sök. Dick skoraði öll þi'jú mörkin fyrir West Ham. Matthews mark- vörður Chelsea var fluttur í sjúkrahús vegna meiðsla en Tindall fór í mark og stóð sig méð prýði. Eins og mörkin gefa til kynna áttu Tottenham og Birmingham City góða leiki, en óvenju mörg mörk voru skoruð í leikjum deildarkeppn- innar á laugai'daginn. Wolverhampton Wanderers eru nú efstir í I deild með 43 stig, en þeir gerðu jafntefii við Tottenham fyrr í vikunni, 1:1. Manchester United, sem þá sigraði Blackbui'n (1:3), er í öðru sæti með 42 stig, en Ars- enal hefur 41. Neðst eru Portsmouth með 20 stig, Leicester City 21 og Aston Villa 22 stig. Sheffield Wednesday er efst í II. deild með 48 stig, Fulham hefur 45 og Livei'pool 42 stig. Aukaleikir í bikarkeppninni, er fram fóru í s.l. viku, fóru sem hér segir: Burnley — Aston Villa 0:2 Norwich — Sheffield Utd. 3:2 Luton — Blackpool 1:0 Burnley sótti fastar á í upp- hafi leiksins, en er 3 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik skoraði McPax-land og aftur á 64. mínútu eftir að hafa leikið á þi’já vai’narleikmenn. Nor- wick er fjói'ða liðið úr þi’iðju deild, sem kemst í undanúrslit í sögu bikarkeppninnar. Hin eru Milwall, Port Vale og York City, en þau leika í fjórðu deild núna. Allan Brown, sem Luton keypti frá Blackpool á sínum tíma, skoraði sigurmai'kið gegn sínu gamla félagi. Undanúrslit- in fara fram n. k. laugardag og leika þá Nottingham Forest gegn Aston Villa og Luton Town gegn Norwich City. Gæðasmjörið. Mjög almenn óánægja ríkif yfir því, að smjör er ekki leng- ur í umbúðum, sem sýna í hvaða mjólkurbúi smjörið er framleitt.. Hefur verið um þetta rætt m. a. í þessum dálki. Neytendasamtök- in hafa tekið málið að sér og í flestum blöðum mun þetta nýja fyrirkomulag hafa sætt gagn- rýni. Ekki hefur enn frézt um hver árangur það ber, að Neyt- endasamtökin láta málið til sín taka, en málið er rætt áfram í blöðum, og væntanlega verður það ekki lagt á hHluna, heldur verður því haldið vakandi, þar til leiði'étting fæst. Það virðist t. d. ekki vei’a nein ósanngirni í þeirri ki'öfu, að það smjör, sem úrskurðast gæðasmjör, skull pakkað inn í umbúðir, sem einn- ig sýna, í hvaða mjólkurbúi það. er framleitt. Gagnrýni kaiipmanna. 1 Verzlunartíðindum, sem gef- in eru út af Sambandi smásölu- verzlana, er hið nýja fyrirkomu- lag gagnrýnt í grein eftir SigurS Magnússon. Nefnist hún Einok- unarverzlun í uppsiglingu. Þar segir, að þeir atburðir gei'ist nú i viðskiptalifi landsmanna, að verið sé að koma á fót einokun- arverzlun með sumar af helztu' nauðsynjavörum almennings. Þessar vörutegundir eru smjör, ostar og egg. Annast Osta- og smjörsalan s.f. pökkun og dreif- ingu á öllu smjöri og ostum, en Samband eggjaframleiðenda með aðstoð Sölufélags garðyrkju manna eggjadreifinguna. Ekki framför — Þeir aðilar, • sem að þessumi ráðstöfunum standa munu að visu álita að með þeim séu þeir að bæta vörugæði og dreifingar- þjónustu, og ekki skal á þessu stigi málsins dreginn í efa viljl (þeirra, til þess að svo megi verða. Hætt er þó við, að sömu menn muni brátt reka sig á, að um framför á þeim sviðum verð ur ekki að ræða með þeim ráð- stöfunum, sem þeir nú gripa til. Mun rökstudd óánægja móti þessum aðgerðum koma fram jafnt frá kaupmönnum, er dreifa umræddum vörum, og síðan en ekki sizt frá þeim aðila, er þessi mál varða einna mest, sjálfu fólkinu, hinum almenna neyt- anda. Viðræður. I greininni, segir, að fulltrúar kaupmanna hafi átt viðræður við forráðamenn þessara stofn- ana, og leitast við að skýra fyrir þeim þá ágalla, sem eru á hinum nýju starfsháttum, og hafi í þeim umræðum verið lögð á- hei’zla á hver afturför væri að því, að neytendur geti ekki valið um eftir eigin geðþótta og smekk það smjör, sem þeir kaupa, og bent á, sem einnig hef- ur komið mjög fram í blöðum, að gæði smjöi's eru mjög mis- munandi frá hinum ýrnsu mjólk- urbúum. Minnkandi þjónusta. Einnig hefur Verið mótmælt minnkandi þjónustu við kaup- menn, sem komi fram í skemmri gi'eiðslufresti en áður var, „og þess utan“ sé ætlunin að losna við þá „sjálfsögðu og algildu reglu að innheimta hjá kaup- mönnum smjör- og ostareikp- inga en gera kaupmönnum í þess stað skylt að koma með greiðslur á skrifstofu fyrirtæk- isins fyrir ákveðinn tima að við- lagðri stöðvun á fi-ekari af- greiðslu, — áð sjálfsögðu í skjóli

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.