Vísir - 10.03.1959, Blaðsíða 8

Vísir - 10.03.1959, Blaðsíða 8
Kkkert blað er ódýrara f áskrift en Vfsir. LátlB hann fœra yffur fréttir ®g annaS yBar hálfu. Simi 1-16-60. VfSIR Munið, að þefe, sem gerast óikrifendur ‘‘ Vísis eftir 10. hrers mánaðar, fá blaðið ] ókeypis til mánaðamóta, , Siml 1-16-60. Þriðjudaginn 10. marz 1959 Umræður um lýðræði og afskipti ríkisvalds. Framsögumenn eru Birgír Kjaran, dr Jóhann- es Nordaí og Haraldur Jóhannesson. Stúdentafélag Reykjavíkur efnir til almenns umræðufundar S kvöld kl. 8,45 í Sjálfstæðishús- inu. Þar munu þeir Birgir Kjar- an, liagfr., dr. Jóhannes Nordal, hankastjóri og Haraldur Jóhann- esson, hagfr. flytja framsögu- Kæður um efni, sem nefnt hefur verið: Hve mikil opinber af- skipti eru 'samrýmanleg lýðræð- isfegu þjóðskipulagi? Á fundinum í kvöld má gera ráð fyrir að rökrætt verði um það í fyrsta lagi, hvort þjóðskipu ]ag, sem gerir ráð fyrir mjög viðtækum ríkisafskiptum sé lýð- ræðislegt. Þeir, sem telja að svo sé eigi, munu væntanlega vikja að því, hvort þeir telji, að opin- ber afskipti séu hér á landi orð- in svo mikil, að þau ógni lýð- ræðinu, en hinir benda á leiðir til aukinna opinberra afskipta, sem að þeirra dómi leiði til bættra þjóðfélagshátta. Aðgangur að fundinum er heimill öllum almenningi jafnt og stúdentum,, en þeir, sem eigi hafa greitt fyrir stúdentaskír- teini borgi kr. 10.00 í aðgangs- eyri. Lögreglan handtekur tvo innbrotsþjófa. Anner nær feriugur, hirin á fintmiugsaldri. Nýlega hefur rannsóknar- lögreglan í Reykjavík upplýst nokkur innbrot og innbrotstil- raunir sem nýlega voru fram- ín hér í bæ. Eitt þessara innbrota var íramið aðfaranótt 3. þ.m. í verzlunina Krónan í Mávahlíð, Uppreistin í Irak bæid niður. Útvarpið í Bagdad tilkynnti í morgun kl. 5, að hyltingar- lilraunin í Mosulhéraði hefði verið bæld niður og ..herinn og alþýðan“ drepið Shawwaf, of- urstann, sem var aðalforsprakki byltingarmanna. Talsvert sterkar líkur eru íyrir, að það sé rétt, að upp- reistin hafi verið bæld niður, þar sem ekkert hefur heyrst í útvarpi uppristarmanna frá í gærkvöldi. í gær voru birtar fregnir frá Israel þess efnis, að útvarp byltingarmanna mundi vera staðsett í Sýrlandi, en ekki í en þaðan var stolið talsverðu af vindlingum og útvarpstæki. Lögreglan hefur handtekið tvo menn sem játað hafa á sig innbrot þetta. Er annar þeirra tæplega fertugur að aldri, en hinn kominn á fimmtugsaldur og hafa báðir komið eitthvað við sögu lögreglunnar áður. Þá játuðu sömu menn að hafa sömu nótt gert tilraun til innbrota á tveim stöðum öðr- um, en það var í veitingastofu í Drápuhlíð 1 og í húsgagna- verzlun að Einholti 2. Annar þessara manna játaði og að hafa í lok janúarmánað- ar brotizt inn í verzlun Árna Pálssonar að Miklubraut 68 og stolið þar nokkru af vindling- um og sælgæti. Mosul. — Fregnir í gær skýrðu frá árekstrum herflokka, her- göngu til Bagdad, loftárás á Mosul o. s. frv., en virðast allar hafa verið meira og minna óáreiðanlegar. Ástandið er sagt slæmt í landinu, sundurþykkja mikil, og horfur óvissar. Erlent tónverk frumflutt hér í kvöld. TTiieinhaö Siniónúnhijótnsveitinni. í kvöld verða hinir fyrstu af þrennum tónleikum Sinfómu- hljómsveitarinnar í Þjóðleikliús- inu, sem dr. Thor Jolinson stjór- ar, og verður nú flutt í fyrsta sinn sinfónía effcir bandarískt tónskáld, sem það tUeinkar Sin- fóníuhljómsveifcinni. Verkin, sem leikin verða á tón- leikunum í kvöld, eru Flugelda- svítan eftir Handel, Sinfónia nr. 9 (áður nr. 4) eftir Dvorák og Joks Sinfónxa nr. 5 eítir Cecil Effinger, en þetta síðastneínda verk kom dr. Thor Johnson hljómsveitarstjóri með á dögun- um vestan um haf og kvað það ekki hafa áður hafa verið flutt, enda hefði hann beðið tónskáld- ið um að tileinka það Sinfóníu- hljómsveit Island og það yrði frumflutt hér. Tónleikarnir verða I Þjóðleik- húsinu að vanda og hefjast kl. 20,30 í kvöld. Aðgöngumiðar eru einnig seldir þar I húsinu. Landsfl.glíman á sunnudaginn. Landsflokkaglíman verður háð á sunnudaginn kemur í liúsi Í.B.R. við Hálogaland. Keppendur verða frá Ár- manni og U.M.F.R. og að sjálf- sögðu frá ungmennafélögum austanfjalls, sem eiga góðum glímumönnum á að skipa. Enn hafa ekki boiúzt þátttökutil- kynningar frá þeim félögum eða einstaklingum sem vænta má að muni keppa, en frestur- inn er útrunninn á fimmtu- dagskvöld n. k. Þátttökutilkynningar ber að senda til Sigmundar Júlíusson- ar, pósthólf 1336. Fáir togarar í landhelgi. Að sögn íslenzkra skiþstjóra, sem verið liafa með skip sín á Selvogsbanka að undanförnu, eru þar nú mörg' brezk skip að veiðum eins og venjulega á jxess- um tima árs. Hinsvegar er „tog- araflotinn ósigrandi", sem Bret- ar liyggjast senda ekki kom- inn þangað ennþá. Að því er landhelgisgæzlan upplýsti í morgun er allt tiðinda- laust á þessum slóðum. Skyldu- tími brezkra togara til lögbrot^i er 24 klukkustundir og að þeim loknum fara þeir út fyrir land- helgislínuna, enda mun vera meiri fiskur utan hennar en inn- an. Netabátar frá Eyjum hafa lít- ið orðið varir við togarana, þar sem bátarnir eru með net sin fyrir innan fjói’ar mílurnar, enn sem komið er. Umferð um Keflavíkurveg hættulaus með kvöldinu. Vatn flæddi yfir hann á 30 stöðum í gær. Fyrir seinustu lielgi snjóaði feikn mikið á Suðurnesjum, enn meira en hér, og þegar svo kom asahláka ofan í allan snjóinn varð vatnselgur mikill á'Kefla- víkurvegi, sem gerði lxann hættu Iegan umferðar. Þarna er hraun hvarvetna og litil framrásarskilyrði svo að vatn safnast fyrir við svona ó- venjuleg skilyrði. Mun hafa runnið yfir veginn á næstum 30 stöðum, aðallega á kaflanum frá mest rétt hjá flugvallarveginum, , Þegar ekið er um veginn við skilyrði sem í gær er erfitt að sjá hve djúpt er, auk þess sem skorur hafa myndazt, og skolast Met Kristieifs í 5000 m. hlaupi. Nýlega borst stjórn FRÍ bréf frá Frjálsíþi’óttasambandi Rúmeníu uxn met Kristleifs Guðbjörnssonar, K.R. Er þar staðfest, að hinn rétti tími hans á meistaramótinu í Búkarest 13. sept. s.l. í 5000 m. hlaupi hafi verið 14:51,2 mín., en ekki 14:57, 2 mín., eins og fyrst hafði vei’ið tilkynnt. Hefur stjórn FRÍ nú staðfest umrætt afrek sem nýtt ísl. met. Gamla metið (14:56,2) átti Kristján Jóhannsson, f.R. frá árinu 1957. Tími Kristleifs er jafnframt nýtt unglingamet. (Tilk. frá FRÍ). úr veginum, og stafa af þessu augljósar hættur. Vatnið er nú tekið að sjattna og unnið að viðgerð, sem þó mun ekki verða lokið í dag, en vonast er til, að umferð um veg- inn verði orðin hættulaus í kvöld. Ekki hefur frézt um vega- spjöll annars staðar hér nær- liggjandi, t. d. í HValfirðinum, og nyrðra mun þíðan vera mun hægari en hér syðra. Innstæður í Verzlunarspari- sjóðnum 88,2 millj. kr. Samþykkt aö stofna verzlunarbanka. Útgjöld ísafjarðar 9,6 mfllj. kr. Frá fréttaritara Vísis. ísafirði í morgun. Fjárhagsáætlun ísafjarðar- kaupstaðar 1959 var lögð fram s.I. föstudag’. Niðurstöðutölur eru 9.671,000 krónur. Útsvör nema 6.347.000 krónum og heildarupphæðin nál. hálfrj milljón hærri en var í fyrra. Helztu gjaldal. á fjárhagsáætlun eru: Stjórn bæjarmála 608 þús. krónur, lýðtryggingar og lýð- hjálp 1.867.000 krónur, mennta- mál 1.070.000 krónur, vegna skipulagsmála, 1.840,000 kx-ónur og heilbrigðismál 933 þús. kr. Aðalfundur Verzlunarspari- sjóðsins var haldinn í Þjóðleik- húskjallaranuni s.I. Iaugardag. Fundarstjóri var Gimnar Guð- jónsson forstjóri. Egill Guttormsson formaður stjórnar sparisjóðsins flutti skýrslu um starfsemi sjóðsins s.l. ár. Kom fram i henni að starf semin hafði eflzt mjög á árinu og námu innstæður í árslok 88,2 milljónir króna. Höskuldur Ólafs son sparisjóðsstjóri las upp end- urskoðaða reikninga og voru þeir samþj'kktir. 1 stjórn voru endurkjömir Eg- ill Guttormsson og Þorvaldur Guðmundsson. Bæjarstj. Reykja víkur hefur endurkjörið Pétur Sæmundsen, viðskiptafræðing í stjói’n sparisjóðsins. 1 umræðum á fundinum kom fram sú skoðun að heíjast handa um undirbúning að stofnun verzlunarbanka og var eftirfar- andi tillaga þar að Iútandi sam- þykkt: „Aðalfundur Verzlunarspari- sjóðsins telur tímabært að stofn- aður verði verzlunarbanki ís- lands. Felur fundurinn stjórn sparisjóðsins að hefjast þegar handa um stofnun bankans. Jafn framt skoi’ar fundui’inn á kaup- sýslumenn og samtök þeirra að fylgja þessu þýðingarmikla hags munamáli frjálsrar verzlunar á Islandi fast eftir og beita sam- takamætti sínum til að vei’zlun- arbanki verði stofnaður sem fyrst.“ Merkisdagar í sögu Ástralíu. í dag er merkisdagur í sögu Ástralíu, sagði Menzies for- sætisráðherra í þingræðu í morgun. Það er nefnilega í dag, sem íbúatala landsins kemst yfir 10 milljóna mai’kið, en fólks- aukningin byggist mest á inn- flutningi. Yfir 93% þjóðarinn- ar er ættaður frá Englandi, Skotlandi, Wales og írlandi. Stöðugt er unnið að auknum innflutningi og greitt fyrir því, að menn geti komist þangað ódýrt. Sambandsstjórnin sæk- ist mjög eftir fólki frá Bret- landi og Norður-Evrópu, eink- um Hollandi og Norðurlöndum.. Ingi R. skákmeistari Rvíkur. Kraðskáksmót Rvíkur hefst annað kvöld. Meistaraflokkskeppni Skák- þings Reykjavíkur lauk í gær með sigri Inga R. Jóhannesson- ar, sem varð nú skákmeistari Reykjavíkur í 5. sinn og hlaut þar með til eignar bikar, sem um var keppt. Fimmta og síðasta umferð í úrslitakeppni meistaraflokks var tefld í gærkvöldi. Leikar fóru þannig að Benóný Benediktsson vann Jónas Þorvaldsson, Jón Þorsteinsson vann Stefán.Briem, en Ingi R. Jóhannsson og Arin- björn Guðmundsson gei-Öu jafn- tefli. ^ Úrslitin úr fjórðu umferð, sem tefld var fyrir síðustu helgi urðu þau að Ingi R vann Benóný, Jón vann Jónas og Arinbjörn Stefán. Röð sexmenninganna var þvi sú að Ingi R. varð efstur meö 414 vinning, 2. Arinbjörn með 4 vinninga, 3. Benóný með 3 vinn- inga, 4. Jón með 2% vinning, 5. Stefán með 1 vinning og Jónas með engan vinning. Annað kvöld kl. 8 hefst Hraö- skákmót Reykjavíkur með und- ankeppni i Breiðfirðingabúð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.