Vísir - 20.03.1959, Blaðsíða 6
6
VÍSIR
Föstudaginn 20. marz 1959
DAGBLAB
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.B.
Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaösíöur.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Fálsson.
Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Ritstjórnarskfifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla:. Ingólfsstrætí 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: (11660 (fimm línur)
Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði,
kr. 2.00 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðian h.f.
Kínverskur gamanSeikur sýndur
í Kópavogi annað kvöld.
I»ad ncfuíst „Vedmal Manru Líndai*”,
leikstjnri Gnnnaa* R. ilansen.
Vinsæidir vinstri stjórnar.
Það er greinilegt, að framsókn-
armenn eru mjög hræddir
við kosningar þær, sem efnt
verður til á þessu ári. Er það
raunar ekki nema eðlilegt,
því að svo illa hafa þeir far-
i ið að ráði sínu, enda þótt
menn verði að virða vinstri
stjórninni til vorkunnar,
þótt hún gerði ekki betur en
raun ber vitni, því að hún
i gat ekki betur. Þótt allir
vinstri heilar landsins væru
lagðir í bleyti, gat árangur-
, inn aldrei orðið meiri eða
; glæsilegri en menn hafa
íengið að kynnast. En karl-
mannlegra væri fyrir fram-
sóknarmenn að reyna held-
ur að leyna skelfingu sinni
en auglýsa hana.
Það, sem gefur annars tilefni
til þessarra orða öðru
fremur, eru ummæli í æsku-
lýðssíðu Tímans í gær. Þar
segir meðal annars, að ,,það
á að reyna að draga fjöður
yfir kjarna málsins og reyna
að rugla um fyrir þjóðinni
og draga óviðkomandi mál-
efr.i inn í kosningabarátt-
una“. Á niáli ungra fram-
sóknarmanna heitir það að
draga óviðkomandi mál inn
í kosningabaráttuna, þegar
minnt er á afrek vinstri
stjórnarinnar og þann þátt,
sem Framsóknarflokkurinn
átti í þeim afrekum. Fyrir
hverskonar fólk skyldu ung-
lingarnir við æskulýðssíðu
Tírnans skrifa á þenna hátt?
En það er meira blóð í kúnni.
Skömmu síðar segir svo:
„Vinstri stjórnin naut mik-
illa vinsælda meðal þjóðar-
innar og kom mörgum þjóð-
þrifamálum í framkvæmd,
þrátt fyrir erfiðar aðstæð-
ur“. Já, alltaf kemur eitt-
livað nýtt — það má nú
segja. Sannleikurinn mun
nefnilega sú, að það er á-
kaílega crfitt að finna no’ik-
urn mann, sem telur vinstri
stjórnina hafa verið vinsælt
fyrirbrigði í þjóðmálunum.
Hitt er rétt, að þeir voru
nokkuð margir, sem héldu
tryggð við hana fram í
„rauðan dauðann", af því að
íslendingar hafa jafnan sér-
staka samúð með aumum og
voluðum.
Það má gjarnan spyrja ungg
framsóknarmenn: Fyrir
hvað varð vinstri stjórnin
vinsæl, og hver vbru þéssi
þjóðþrifamál, sem henni
tókst að hrinda í fram-
kvæmd? Var hún vinsæl
vegna loforðanna, sem hún
var óspar á — og sveik síð-
an? Var hún vinsæl vegna
milljárðs skatta, sem hún
lagði á þjóðina, þegar for-
sætisráðherrann hafði boð-
að, að hann gæti kippt öllu
í liðinn sársauka- og út-
gjaldalaust? Og hvaða þjóð-
þrifamál voru það, sem
vinstri stjórnin hratt í fram-
kvæmd? Gerði hún yfirleitt
nokkurn skapaðan hlut ann-
an en að búa til margar feit-
ar stöður og troða gæðingum
sínum í þær?
Þær fullyrðingar ungra fram-
sóknarmanna, sem getið er
hér að ofan, eru náskyldar
ummælum ungs lögfræðings,
sem tilkynnti á síðasta ári,
að Framsóknarflokkurinn
væri alveg sérstakur, því að
hann beitti ekki lýðskrumi
í málflutningi sínum. Mun
þó sagan kveða upp þann
dóm í fyllingu tímans, að
sjaldan hafi nokkur flokkur
b:itt eins miklu lýðokrumi
hér á landi og einmitt Fram-
sóknarflokkurinn, og hann
hafi aldrei komizt lengra í
þeirri iðju sinni en einmitt
fyrir kosningarnar 1956,
þegar þúsund ára ríkið atti
að hefjast hér — frítt, gratís
og fyrir ekki neitt.
Leikfélag Kópavogs byrjar
leikárið að þessu sinni með því
að sýna kínverska gamanleik-
inn „Veðmál Mæru Lindar* og
verður frumsýning annað kvöld
í hinu nýja Félagsheimili
Kópavogs. Leikstjóri er Gunn-
ar R. Ilansen.
Leikrit þetta er margra alda
gamalt og er til í ýmsum gerð-
um. Það hefir verið mjög vin-
sælt í heimalandinu og víða
j um heim, þar sem það hefir
verið sýnt. Leikurinn gerist á
heimili forsætisráðherra lands-
ins og einnig heima hjá prin-
sessu í „landinu i vestri“. For-
sætisráðherrann vill gifta dótt-
ur sína aðalsmanni, en hún fell-
ir hug til garðyrkjumanns.
j Spinnst út af þessu veðmála-
saga æðispennandi, sem vita-
Skuld verður ekki rakin hér.
Halldór Stefánsson rithöfundur
hefir íslenzkað leikritið.
j Hlutverk í leiknum eru yfir
30, en leikendur 22. Aðalhlut-
verkið átti Kristín Anna Þór-
arinsdóttir að leika og hafði
nærri fullæft það, er hún varð.
að hætta við það sökum veik-
inda. Þá tók við hlutverkinu
Sigríður Þorvaldsdóttir, sem
leikur aðalhlutverkið í „Undra-
glerjunum“ í Þjóðleikhúsinu
við miklar vinsældir. Sigurður
Grétar Guðmundsson leikur
hitt aðalhlutverkið. Aðrir leik-
jendur, sem fara með meiri
| háttar hlutverk eru Guðrún
Þór, Arnhildur Ólafsdóttir,
Auður Jónsdóttir, Einar Guð-
mundsson, Árni Kárason og
Erlendur Blandon.
Leikfélag Kópavogs var
stofnað 1957. Það hefir leikið
tvö leikrit, „Spanskfluguna“
og „Leynimel 13“, en auk þess
nokkra stutta leikþætti. —
Stjórn félagsins skipa nú: Er-
lendur Blandon formaður,
Brynjúlfur Dagsson varafor-
maður, Hugrún Gunnarsdóttir
og Sigurður Ólafsson.
Sjöticig
irterkiskona.
Akureyri í gær.
Sjötug varð í gær frú Elin-
borg Jónsdótlir Munkaþverár-
stræti 38 á Akureyri.
Frú Elinborg er í röð allra
mætustu og merkustu konum
Akureyrarbæjar. Hún hefur
um langan aldur staðið fram-
arlega í félagsmálum kvenna
hér í bæ, sérstaklega þeim, sem
vinna að líknar og velferðar-
málum. Hún er m. a. formaður
kvenfélagsins Hlífar, Kristni-
boðsfélags kvenna og Áfengis-
varnafélags kvenna og fjöl-
menntu konur úr öllum þessum
félögum — svo og margar aðr-
ar — á heimili frú Elinborgar
í gær og færðu henni höfðing-
legar gjafir m. a. ljósprentaða
útgáfu af Guðbrandarbiblíu.
Frú Elinborg er gift Sigurði
Sölvasyni byggingameistara á
Akureyri og eiga þau fjögur
mannvænleg börn.
Nú bíða menn í hlýju eftir
vögnum á Miklatorgi.
Þrautabíð sr fsar lokíð.
Það er víst hvergi skráð í j En nú er þessu sem sagt lok-
bækur hvað margir hafa of- ið. Á Miklatorgi er komið fyr-
lcælzt við að bíða cfíir sírætis-
vögnum í Reykjavík. Víða í
ir myndarlegu biðskýli, þar
sem jafnframt er selt sælgæti
Skrif ungra framsóknarmanna
hafa löngum borið þess
glögg merki, hvert er fyrsta
skilyrðið fyrir því, að hægt
sé að starfa í röðum þsirra.
Það er að hafa hæfileikann
til að útiloka rök og heil-
brigða skynsemi. Það er í
samræmi við lýðskrumið,
sem unglingurinn sagði, að
flokkurinn legði ekki stund
á, en hefir þó, illu heilli,
verið ein helzta uppistaðan
í starfsemi hans áratugum
saman.
Eitt-| gleggsta dæmið um það,
hyernig Framsóknarflokk-
urinn beitir lýðskíuminu, I
kom fram í upphaíi þerrrar
yfirlýsingar flokksins, að
hann berðist gegn sruðhring-
um. Vita þó allir — og for-
ingjarnir, sem sömdu yfir-
lýsinguna, betur en aðrir —
að höfuðverkefni flokksins
er að efla mesta auðhring
landsins á allan hugsanleg-
an hátt. Þeim mönnum er
sannarlega ekki klígju-
gjarnt, sem geta komið>
fram fyrir þjóðina og ætlazt
til þess, að hún trúi einu
orði af fagurgala þeirra,
þegar þeir hafa komið svo
upp um sannleiksást sína.
bænum er hægt að finna skjól tóbaksvörur, gosdrykkir og ís.
þar sem menn gcta hniprað sig Samlokur og pylsur munu
saman í kaldri bið eííir vagnin- ' einnig verða þar á boðstólum
um, sem aldrei æílar aS koma þegar búið er að smíða pylsu-
og liver mínúta verður tíu pottinn.
sinnum Icngri meðan góðborg- | „Á laugardaginn taldi eg 40
arinn stendur skjálfandi og börn og 10 fullorðna samtím-
verst ljótum hugsunum, sem is í biðskýlinu;“ sagði Gils
sækja að honutn cins og púkar Sigur&son, eigandi þessa 270
í martröð. En cinn cr sá staður, þúsund króna skýlis, sem er
scm að þess’.i leyti cr allra upphitað með hitaveituvatni.
versíur og það er Miklatorg. | Verzlunarstjórinn, Óskar Ein-
Þar biása allir vindar að vild. arss01b og Gils skýrðu blaðinu
Norðanvindurinn nýsloppinn frá Þeirri nauðsyn, að skýlið
út úr Snorrabrautinni og hinn J y1’®1 kaff opið lengur á kvöld- j
helmingurinn aí honum úr
' in, að minnsta kosti eins lengi
Gunnarsbrautinni sameinast í °S strætisvagnarnir ganga og
sadistiskri gleði á Miklatorgi jeins yrði Það opnað kl. 7 á
j og svipta með dónalegum til-1 morgnana. Það kom fram uppá-
þrifum í klæðafald kvenna og | stunga að biðstofan yrði opnuð
kreista sultardropa úr nefi kl- 7> en afgreiðslan ekki fyrr
karla, sem híma með rass
í vind og stara vonleysisaugum
á formlausan flugvöllinn. Sen-
unni er snúið við þegar hann
en á venjuiegum tíma. „Slíkt er
ekki hægt,“ sagði Óskar, „það
vita allir hvernig það færi,“
en nú er þessari martröð á
er á suðvestan. Eina breytingin j torginu lokið.
er að úrhellisrigning lemst inn
í hrygg á sama hópi, sem nú
starir á gamla fjósið hans Geirs -£• Tyrkland hefur neitað op
í Eskihlíð eða á grá húsin í: inberlega, að hafa staðið að
Norcurmýrinni. * uppreistartilrauninni í Irak.
Vesturfararnir og'
Vesturfarar
„Reykvíkingur" skrifar:
„Að því er ég bezt veit, er Is-
land eitt þeirra örfáu landa í
heiminum, þar sem ekkert at-
vinnuleysi er, og hefur svo ver-
ið undangengin ár, og mun
mega fullyrða, að almenningi líði
eins vel hér á landi og fólki víð-
ast hvar i öðrum löndum, og
jafnvel betur en fólki í mörgum
löndum. Menn hafa því ekki yf-
ir miklu að kvarta. Tækifærin
eru hér nóg, fyrir dugandi fólk,
þrátt fyrir háa skatta, en það er
ekki allt fengið með því, sem önn
ur lönd, eins og t. d. Kanada
hafa upp á að bjóða, svo sem
lægri skatta, og hagstæðara tíð-
arfar (a. m. k. þar, sem íslend-
ingar nú helzt setjast að, þ. e. í
Brezku Colombiu, vestasta fylki
landsins). I útvarpinu nú í vik-
unni, þegar spjallað var við einn
ágætan borgara þessa bæjar,
sem þangað fluttist með fólki
sínu, kom margt athyglisvert
fram, sem má vera mönnum
umhugsunarefni, svo sem það,
er raunar er alkunnugt, að at-
vinnuleysi hefur verið mikið í
Kanada, og að keppnin um vinn-
una er hörð á slíkum tímum, en
hitt mun mörgum hafa komið
óvænt, að heyra hvað menn, sem
atvinnu leita, verða að láta bjóða
sér, þ. e. að vera reknir úr vinnu,
eins og skepnur, liggur mér við
að segja, að kalla eftir geðþótta
harðlyndra vinnuveitenda og;
verkstjóra. Og þó er að heyra
sem verkalýðsfélög séu þarna
starfandi, er mönnum ætti að
vera vernd í.
Ráðið frá að fara vestur.
I viðtalinu var mönnum ráð-
lagt að fara ekki vestur og er
það vitanlega gott og blessað,
þar sem menn geta komizt hér
eins vel af og annars staðar, og
var nokkuð rætt um byrjunar-
erfiðleika í þvi sambandi. En er
nú ekki hætt við því, að þessar
aðvaranir komi að litlu gagpi,
þegar jafnframt er sagt, að
þeim, sem héðan hafi farið, líði
vel og hafi komizt vel áfram?
Þeir, sem hafa vesturfarir i huga
hugsa þá eðlilega sem svo, að
þeir geti haft sig þar eins vel á-
fram og aðrir.
Vitanlega má segja frá vel-
gengni manna, sem vestur haía
farið, en liði öllum vel og allir
hafi iiaff sig sæmilega áfram og
sumir ágætlega, þyi'fti að rök-
styðja fcetur hvers vegna þeir,
sem komnir eru vestur, ráð-
leggja öðrum að fara ekki. Það
mun gleðja alla, ef Islendingar
er véstur yfir haf fara, vegnar
öllum vel, en svo mikið er víst,
að margra þjóða menn, sem fluzt
hafa til Kanada á síðari árum
hafa orðið fyrir mjög erfiðri
reynslu, vafalaust sumpart
vegna þess hve innflutningurinn
hefur verið mikill, þrátt fyrir at-
vinnuleysið. Hitt er svo ekki
vafamál, að Kanada er framtíð-
arland', en það er ísland lika. —-
Reykvíkingur.“
Fyrirspui'n svarað.
Blaðinu barst fyrirspurn frá
manni, sem hlustaði á umrædd-
an þátt, út af því, að sagt var
eitthvað á þá leið, að menn
mættu búast við að „fá pokann“,
■ef verkstjórum líkaði ekki við
menn í vinnunni. Svar: „To get
the sack“ er sagt á ensku, þegar
menn eru reknir úr vinnu. Og
veit þá fyrirspyrjandi „hvjaða
poki þetta er“, eins og hann orð-
aði það.