Vísir - 01.04.1959, Blaðsíða 4
4
VtSIR
Miðvikudaginn 1. aprft 1959
60 ára:
r >
Asgeir BJarnþórsson,
lástmálari.
Fyrir um það bil 40 árum
ihitti eg Ásgeir Bjarnþórsson
lyrst, við laxveiðar í Borgar-
firði. Hafði að vísu séð hann í
svip áður, frétt að hann væri
„einn af hinum ungu og efni-
2egu“ listamannsefnum er
lögðu á langinn í leit að leynd-
um dóm listarinnar á umróts-
tímum fyrri heimsstyrjaldar.
Þarna, við hin ströngu vötn
hins fagra Borgarfjarðar, varð
mér strax ljóst að hinn glað-
væri veiðimaður var góður fé-
lagi og afburða skemmtilegur.
Það eru góðir eiginleikar, og
trygg undirstaða vinskapar og
langra kynna. Síðan hafa leiðir
okkar legið saman jafnan, við
höfum einnig mætzt á kross-
götum og refilstigum, en hin
fyrstu kynni haldist óbreytt.
Úr Mýra- og Borgarfjarðar-
sýslu eru ættir Ásgeirs, gáfað
fólk og gestrisið. Rík listhneigð
hefur jafnan verið í ættinni,
skáldmælt fólk og þjóðhaga-
smiðir. Þessir eiginleikar hafa
komið fram hreinræktaðir hjá
Ásgeiri. Þegar á unga aldri var
hann afburða drátthagur og átti
•hægt með að kasta fram stöku.
Hvar sem við hittumst var
hann jafnan hrókur alls fagn-
aðar, síðar er við vorum við
nám í Reykjavík, Danmörku
og Þýzkalandi (Miinehen) átt-
um við marga skemmtilega
stund saman. Það var hópur
unglinga sem jafnan hafði
samflot, stundum við svo
kröpp kjör að nálgaðist hörm-
ungar. Þá var það æfinlega
hin glaða lund Ásgeirs sem hélt
skapi okkar í jafnvægi. Hvorki
hrossabaunir, þunnt bjórglund-
ur né maltkaffi hafði hin
minnstu áhrif á þennan síbros-
andi félaga. Þá kunnu Skandi-
navarnir í listamannahverfinu
Schwabing (Miinchen) að
meta Ásgeir. Á kaffi Stephanie,
Alt Wien og Simplisicimus
var hann ómissandi þegar efnt
var til gleðifunda. Málarinn
Olav Gulbandsson, hinn frægi
Norðmaður vitnaði æfinlega
síðan í tilsvör og samlíkingar,
sem Ásgeir hafði ávallt á
takteinum.
Árin 1921 til 1929 voru
náms- og ferðaár hjá hópnum
sem lagði af stað út í óvissuna,
með léttan mal. Við komum
flestir heim aftur fyrir Al-
Jisrtp-' . / ' ''/' v : *
1
þingishátíðina 1930, sumir tóku
þá þátt í sýningum hér heima
og ílentust hér í Reykjavík,
þótt ávallt væri útþráin nær-
tæk ef tækifæri bauðst.
í þriðjung aldar hefur Ás-
geir nú starfað hér heima, farið
til ýmissa landa með sýningar,
og hlotið mikinn frama. Hann
bar gæfu til að þroska per-
sónuleika sinn í ríki náttúr-
unnar, samræma þá kunnáttu
er hann hafði aflað sér við þær
erfðir er hann hlaut í vöggu-
gjöf frá Mýramönnum. Löng-
um var landslag og þjóðlífs-
myndir aðalviðfangsefni þessa
mikla útimanns, málar hann
bæði olíu- og vatnslitamyndir
með öruggu og persónulegu
handbragði.
Það var mjög eðlilegt að Ás-
geir legði sig eftir að mála
andlitsmyndir, á því sviði hef-
ur hann ef til vill náð mestum
árangri, svo að telja má hann
einn bezta portrett-málara
vom, svo öruggan að varla
skeikar. Hinar miklu „figura-
tivu“ myndir hans, eins og t.
d. myndin „Sundmeyjar“ er
j hann sendi á Olympíusýning-
una í London, má telja til önd-
vegisverka íslenzkrar málara-
listar. Mynd sú skreytir nú
salarkynni safns í Suður-
Ameríku í stað þess að hún
ætti að vera hér í listasafni
ríkisins. Veldur því sinnuleysi
menntamálaráðsmanna sem af
handahófi fjölluCu um málefni
er þeir ekki skyldu.
Það er engin ástæða til að
fjölyrða um list Ásgeirs Bjarn-
þórssonar, hún er þjóðinni vel
kunn. Þrátt fyrir hlédrægni
hans, eru myndir þær er hann
hefur fullgjört, sjaldan lengi á
vinnustofunni. Eru þær dreifð-
ar víða um lönd.
Jafnan hittumst við á fjöll-
um og' í byggð, þó helzt við
laxárnar. Marga skemmtilega
Öaga höfum við átt sameigin-
lega við Norðurá, ýmist við
laxveiðar eða málarahugleið-
ingar. Þar er ódáinsakur þeirra
er unna frjálsu lífi og fegurð
blárra strauma. Fáir þreyta
fluguköst liðlegar en Ásgeir, og
sjaldan hefi eg hitt mann sem
kann betur skil á lífi fiska og
fugla. Við heiðarvötn Borgar-
fjarðar unir Ásgeir sér vel,
sumardagar á Tvídægru eða
Arnarvatnsheiði eru oft unaðs-
legir, og urriðar Laugarvatns
eru sprettharðir eða þá sjó-
birtingurinn í Straumunum.
Ásgeir er kvæntur Inger
Lorenzson, þýzkri konu. Hún
er dæmalaust elskuleg hús-
móðir, og góður félagi hins
glaðværa listamanns. Hvort
sem um ferðalög eða erfiða
starfsdaga er að ræða, þá er
hún jafnan við hlið hans hóg-
vær og brosandi.
Leyfi eg mér að álykta að
konur listamanna hafi erfitt
hlutskipti; sagan hefir sannað
að oft er hlutur þeirra stór,
jafnvel stærri en virðdst í
fljótu bragði. En sá listamaður
er hefur lífsförunaut sem skil-
ur hlutverk sitt, má heita eftir-
læti hamingjudísanna.
í nafni vinanna, sem í önd-
verðu lögðu á langinn, hina
erfiðu braut listanna, óska eg
þei mhjónum Inger og Ásgeiri
til hamingju með afmælið og
lífið.
Guðmundur Einarsson
frá Miðdal.
Bréf:
SáHmasðnpr og Mrgwmtvarp.
Þann 15. marz s.l. flutti séra
Bjarni Jónsson messu í Þjóð-
kirkjunni og var athöfninni út-
varpað. Hér ræddi hann um
sönginn frá kirkjuunnar sjónar-
miði. Hann mælti í þeim andans
tón að söngurinn væri til and-
legar uppbyggingar — mildaði
hugi og hjörtu og færði söfnuð-
ina nær drottni sínum í lotning-
arfyllri huga. Heyr! Verið á-
vallt lofsyngjandi — syngið
drottni nýjan söng! Endurtók
hann nokkrum sinnum.
Kannske hef ég þetta ekki orð-
rétt eftir prestinum, en ég skildi
orð hans þannig. Mér þótti reglu
lega vænt um að heyra þessi
fallegu orð flutt um áhrif söngs-
ins og gáfu þau mér tilefni til
að segja fáein orð í sambandi
við þetta mál.
Eg vonast til að svo megi telj-
ast að kirkjusöngkórarnir haldi
enn vöku sinni, enda þótt svo
virðist að ísl, söngur í útvarpi sé
fremur í afturför. Má þar benda
á, að nú á tímum heyrist aldrei
í þjóðkórnum — takið undir —,
sem um nokkurt skeið var eitt
hið allra skemmtilegasta, sem
útvarpið flutti, allir hlökkuðu til
og þráðu hinn kærkomna þátt.
Önnur afturförin er sú, að á
föstunni í vetur var hinum æva-
gömlum, alkunnu og vinsælu
lögum kippt af Passíusálmunum
svo þeir færu ekki alveg var-
hlúta af nútíma menningar-
braski og góðri hagnaðarvon. Eg
Irak segir sig úr Bag-
dadbandalaginu.
Nasser teflir trúarleiðtogum
gegn Kassem.
Irak hefur sagt sig úr Bag- Trúarleiðtogum
dadbandalaginu. — Samtímis, teflí fram.
fréttist, að staðfestur hefði ver-
ið í Bagdad sovézk-íraskur sátt-
máli um efnahagslega aðstoð
Sovétríkjanna við Irak.
Samkvæmt þeim sáttmála
fær írak efnahagslega aðstoð að
verðmæti er svarar til 50 milij.
stpd., til margs konar verklegra
framkvæmda, sem Rússar eiga
að hafa yfirumsjón með.
Kassem tilkynnti fréttamönn-
tim úrsögnina. Hann kvað hafa
verið horfið að þessu ráði til
þess að girða fyrir, að aðild ír-
aks að Bagdadbandalaginu yrði
notuð til íhlutunar um innan-
ríkismál íraks. írak væri frjálst
gagnvart hvaða þjóð sem væri
«g myndi koma fram við aðrar
þjóðir eins og þær kæmu fram
við írak.
írak hefur ekki tekið þátt í
fundum Bagdadbandalagsins
írá því júlíbyltingin var háð.
Nasser teflir nú fram trúar-
leiðtogum Múhameðstrúar-
manna í baráttunni gegn komm
únistum og héfur verið boð-
aður fundur þeirra í Kairo. Bú-
izt er við, að þar verði gert
tvennt:
1.
2.
Mótmælt ofsóknum Kass-
ems gegn múhameðönskum
trúarleiðtogum í írak.
Kommúnismanum afneitað
sem guðsafneitunarstefnu.
Mótleikur Kassems.
Kassem teflir líka fram trúar-
leiðtogum. Um 40 þeirra hafa
birt ávarp þar sem talað er um
þá menn, sem „klæddir skikkju
trúarinnar" láta hafa sig til þess
að reka stjórnmálaleg erindi
Nassers.
„Mæra Lind“ (Sigríður Þorvaldsdóttir) og Hse’h Ping Kuei
(Sig. Grétar Guðmundsson),
held að prestarnir og biskupinn
sjálfur láti sig þetta engu skipta.
Og sennilega má það teljast
gott að þeir láta enn syngja
sálmana með sínum gömlu og
vel viðeigandi lögum þá sjaldan
þeir láta til sín heyra á föstunni.
1 þriðja lagi: Allir þeir prestar,
sem komið hafa í útvarpið kl. 8
hvem virkan morgun s.l. 7—8 ár
eða síðan sá þáttur var innleidd-
ur í útvarpið, eru sekir urn
það, að láta syngja eða spila
, viðeigandi sálmalög fyrir og eft-
ir málflutning sinn. Væri ekki
meir huglyftandi og hressandi
að vakna við unaðslegan sálma-
söng — og myndi hann ekki
leiða til andlegra umhugsunar
en þetta leiðindagaul, sem ekki
verður heimfært undir neitt
sönglag? Má vera að í slíku fel-
ist list unaðar fyrir tónlista-
menn og sérfróðamenn, sem ekki
eru nema örfá prósent af þjóð-
arheildinni. Auðvitað er sann-
gjarnt að þeir hafi sína hljóm-
list að einhverjum hluta, en hitt
er mesta ósanngirni að láta
þetta nótnapikk hljóma eilíflega
í eyrum fjöldans, sem ekki skil-
ur það, en þráir hinn venjulega
söng, sem séra Bjarni ræddi um.
| „Eg valdi sálmana sjálfur,“
sagði þessi ástúðlegi og vinsæli
kirkjunnar kennimaður í ræðu
sinni. Enda va-r það auðfundið
fyrir þá sem hlustuðu, því þeir
féllu með snild við ræðuna. Og
það er einmitt útfrá þessu, sem
jég spyr, hvers vegna prestarnir
hlutist ekki til um sálmasöng á
morgnana við þann upplestur
eða bænarorð sem þeir flytja þá?
Mér er engin launung á því,
að ég hef þrásinnis heyrt orð
falla á þá leið að prestarnir —
sem almenningur væntir alls
góðs af — láti sér nægja að
flytja þessa morgunbæn af mein
ingarlausum siða sökum eða ís-
kaldri skyldurækni — fá laun
fyrir — en hugsi minna um að
gera málflutning sinn aðgengi-
legri •— eftirsóknarverðari — fyr
ir hiu.stendur, eins og t. d. með
sálmasöng eða öðru. Að spila
sálmalög fyrir og eftir bænar-
orð prestanna hefði naumasf
meiri kostnað i för með sér en
þetta nótnásöngl, sem varað hef-
ur frá upphafi þessarar bæna-
gerðar, fjöldanum til leiðinda og
og sennilega prestunum líka.
Nú er séra Árelíus að enda sin-
ar morgunbænir í útvarpinu að
þessu sinni. Hver ætli komi næst
ur? Skyldi nokkrar breytingar
vera að vænta með hónum til
bóta? Sennilega ekki. — Svo
verður hver að fljúga sem hann
hann er fjaðraður.
22. marz 1959.
Eniil Tómasson.
í S.-Rhodesíu hefur veriS
stofnaour nýr flokkur, sem
vill berjast gegn kynþátta-
kúgun.- Hvítir menn eru for-
vígismcnn flokksins.
•^- Fyrir nokkru urðu sænsk
hjón á áttræðis alrdi úti
skammt frá Stokkhólmi. ,