Vísir - 01.04.1959, Blaðsíða 6
6
VÍSIR
Miövikudagian 1. apríl 1959.
wi SHL
D A 6 B L A Ð
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F.
Víslr kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eSa 12 blaðsíður.
Ritstjórl og ábyrgðarmaður: Hersteinn Tálsson.
Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: (11660 (fimm línur)
Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði,
kr. 2.00 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðiar. k.f.
Guðmundur Loftsson.
31 i n n in f/«fOff).
Freisið og kontmiínísminn.
Tíbet er eitt þeirra landa, sem
jafnan hefir verið í næsta
iitlum tengslum við um-
■ heiminn, og er það ekki
. nema mjög eðlilegt. Landið
er fjöllum girt háslétta, girt
hæstu fjöllum jarðar á að
minnsta kosti eina hlið, og
þjóðin hefir löngum viljað
vera laus við . afskipti ann-
arra og. umgengni við þá.
Henni hefir reynzt þetta
auðvelt, enda þótt hún hafi
ekki beitt vopnum til að
verja útlendingum heim-
'SÓknir til landsins, því að
þar hefir náttúran verið
henni hliðholl. Fjöilin hafa
verið illfær og svo er landið
hrjóstrugt og bert, svo að
ekki hefir verið talin sérstök
ástæða til að ásælast það,
þótt ásælninni hafi löngum
verið lítil takmörk sett.
íbúar Tíbets hafa heldur ekki
leitao á aðra, því að þeir
hafa ekki frekar viljað hafa
samgang við útlendinga ut-
an landsteinanna en innan.
Þeir hafa viljað búa að sínu
og óskað eftir að aðrir létu
þá í friði, eins og þeir hafa
látið aðra afskiptalausa.
Þetta hafa þjóðirnar líka
gert, svo að jafnvel brezk-
ir heimsvaldasinnar, sem
slógu eign sinni á Indland,
grannríki Tíbets, í sínum
tíma, hafa enga tilraun gert
til að teygja sig norður yfir
Himalajafjöll.
En það hefir komið í Jjós á ár-
unum eftir stríð, að brezkir
nýlendusinnar — og annarra
þjóða menn af sama tagi —
hafa ekki kunnað sitt fag til
neinnar hlítar. Þeir eru sann
kallaðir byrjendur, bæði að
því er snertir aðferðir og'
stórhug. Þeir geta á engan
veginn jafnast við hina
nýju nýlendusinna og heims-
drottnunarsinna, sem hlotið
hafa uppeldi sitt í Moskvu og
borið það fagnaðarerindi víða
um lönd, að þeir sé hinir
raunverulegu frelsarar kúg-
aðra og undirokaðra um all-
an heim. Þessir nýju, rauðu
heimsdi'ottnunarsinnar girn-
ast ekki síður Tíbet en önn-
ur lönd.
Fyrir nokkrum árum gerðu
kínverskir kommúnistar út
leiðangur til Tíbets. Til-
gangurinn var vitanlega að
gera landsmönnum gott, því
að það þurfti að frelsa þá.
Það þurfti að frelsa þá frá
sjálfum sér, þvi að þeir
kúguðu hver annan, ef um
eitthvað slíkt var að ríeða.
Og svo vel tókst kínversk-
um kommúnistum að freisa
Tíbeting'a, að síðan hafa þeir
sífellt verið að gera smá-
uppreistir. Er þó vitað, að
þjóðin er að kalla vopnlaus
— að minnsta kosti á nú-
tímamælikvaröa — svo að
hún unir ,,frelsinu“ sannar-
lega illa, úr því að hún reyn-
ir að hefja svo vonlausa bar-
áttu.
Tíbetingar hafa cnn reynt að
gera uppreist og losna und-
an oki kínverskra kommún-
ista, en vafalaust fer hún
eins og hinar fyrri. Þó fer (
ekki hjá því, að hún hafi á-,
hrif í grannlöndunum og
víða um heim. Hún er hvar-
vetna áminning. um það, að
þjóðir una sér illa undir
kommúnismanum þótt hann
hafi ,,frelsað“ þær. Hún er
áminning um það, að þráin
eftir frelsinu geti orðið svo
mikil, að -menn vilji heldur
falla fyrir vopnum kúgar-
anna en veiva að beygja sig
undir vilja þcirra. Meðan svo
er, getur kommúnisminn
ekki sigrað heiminn, hversu1
mikið sem hann reynir. .
Hann andaðist á pálmasunnu-
dag s.l. rúmlega 88 ára að
aldri, eftir langa og viðburða-
ríka ævi. Ekki bar íundum okk-
ar saman fyrr en hann var kom-
inn um miðjan aldur, eða árið
1921, er ég fluttist til Eskifjarð-
ar, en hann veitti þá forstöðu
útibúi Landsbankans þar. —
Jafnframt hafði hann þá um
hálfsárs skeið verið settur sýslu-
maður í Suður-Múlasýslu og tók
ég við embættinu úr höndum
| hans. Gekk afhendingin greið-
! lega og var mér brátt Ijóst með
hve mikilli alúð hann hafði
stundað sýslumannsstörfin, sem
( voru allumfangsmikil. Tókst
' brátt með okkur góður kunn-
^ ingsskapur, sem síðar varð úr
full vinátta, sem hélzt á meðan
við áttum leið saman. Var það
einkum glaðværð hans og góð-
vild, sem hann var gæddur í
ríkum mæli, sem laðaði mig að
; honum. Hann var manna glað-
astur í vinahópi og lék þá við
hvern sinn fingur. Barngóður
var hann svo af bar og mátti
ekkert aumt sjá, að hann ekki
reyndi úr að bæta.
i Guðmundur var kvæntur |
Hildi Guðmundsdóttur, ágætri
konu. Eigum við, konan min og
ég, margar ánægjulegar minn-
ingar frá samvistum við þau
hjónin, bæði á Eskifirði og hér
í Reykjavík. Ekki varð þeim
barna auðið, en þau tóku að sér 1
tvö börn og ólu upp: Karl Hall
og Sesselju Ingibjörgu, sem var
kjördóttir þeirra. Var öll að-
hlynning og uppeldi þessara
barna svo seir. bezt varð á kosið.
Kona hans og bæði börnin eru
fallin frá fyrir allmörgum árum.
Þessi ástvinamissir var þung
raun fyrir Guðmund, en hann
bar þetta mótlæti sem annað
með stillingu og karlmennsku.
Aðalstarf Guðmundar var
tengt Landsbankanum og voru
honum falin þar ýmis trúnaðar-
störf, svo sem stjórn útibúsins
á Eskifirði, sem áður getur, full-
trúa og skrifstofustjórastörf, en
hann var líka félagshyggjumað-
ur og tók meðal annars virkan
þátt í starfsemi Góðtemplara-
reglunnar. Hann var bindindis-
maður af sannfæringu þó eng-
inn væri hann ofstækismaður í
þeiri’i grein, en ég vissi að hon-
um var raun að því að sjá vín-
ið misnotað, einkanlega ef ung-
ir menn áttu í hlut. Hann var
einnig félagi í Frímúrararegl-
unni og hef eg fyrir satt, að
hann hafi notið þar mikils
trausts og virðingar.
Með Guðmundi Loftssyni er
fallinn í valinn einn af hinum
traustu íulltrúum þeirrar kyn-
slóðar sem nú er að hverfa.
Einn þeirra sem byggðu allt sitt
lif á trúmennsku, drengskap,
góðvild og manndómi.
M. G.
Allskonar upplýsingar
frá E til J.
Æisasffð hindi &aS .- 0stfi<s!«»33tiseSs
GÞpsittfjsboff'* BitÞseaisa tai.
I
Nebru og kontmúnístar.
r
Nehru hinn indverski hefir
hvað eftir annað látið svo
um mælt á undanförnum ár-
um, að hann vilji vera vinur
bæði austurs og vesturs, en
gerast erindreki hvorugs.
Um skeið var helzt á honum
að skilja, að kommúnisminn
væri næstum gallalaus
stefna, þótt hann vildi ekki,
að hún yrcd ráðandi á Ind-
landi.
Breyting hefir hinsvcgar orðið
á afstöðu hans til kommún-
ismans síðan, en hann mun
fyrst hal'a hrokkið verulega
,' við, þegar • kommúnistar
frömdu þjóðarmorðið á
Ungverjalandi. Þá hclir
hann, eins og' svo margir,
aðrir, séð það, srm þeir vildu
ekki sjá áður, aí> kommún-
isminn er blóðug helstefna, I
er fótumtreður allt, sem
frjálsum mönnum er heilagt.
Samt vill hann ekki styggja
Kinverja á neinn hátt, endaj
þótt Indland sé næsta stóra
markmiðið hjá þeim. Tibet
er stökkpallurinn suður yfir
fjöllin, og þess vegná varð
að ,,frelsa“ landsmenn forð-
um. Innan tíðar verður (
vafalaust talið nauðsynlegt
„frelsa“ Indvcrja einnig —(
undan Nehru
mönnum.
og slíkum
Þótt við íslendingar séum
taldir bóklmeigð þjóð með fá-
dæmum og bókaútgáfa hér
fjölbreytt og lífleg, höfum við
ekki borið gæfu til að eignast
alfræðibók (leksikon) á okkar
máli og unna af íslenzkum
fræðimönnum. Frændþjóðir
okkar standa okkur þarna
mörgum felum framar, og á
hver þeirra ekki aðeins eina
heldur margar slíkar fræði-
bækur, allt frá einsbindis og
upp undir 30 binda verk. Hið
ferskasta af þessu tagi er 5-
binda alfræðibók dönsk, er
ncfnist Gyldendals Opslagsbog,
og er nýkomið út 2. bindi þess.
Ritverki þessu hefur áður
verið lýst hér í blaðinu, og al-
menningi í Reykjavík hefir
gefizt kostur á að skoða 1.
bindið í bókabúðum. Það sem
einkum einkennir verkið er
glæsilegur frágangur frá bóka-
gerðarsjónarmiðd. Enn er það,
að efnið er framsett á læsilegri
hátt en tíðkast um slíkar bæk-
ur, sem jafnan hafa verið all-
þurrar aflestrar vegna saman-
þjöppunar efnisins.
2. bindi þessa verks spannar
yfir fjölmargt milli himiris og
jarðar, sem hefst á stöfunum
frá E til J. Af efni, sem fjallað
er um í bindinu, eru margar
greinar vísinda, svo sem grasa-
fræði, dýrafræði og margskon-
ar tækni. Ennfremur er mikið
um listir fjallað. Þá er landa-
fræði, og eru þá grcinar um
einstök lönd svo sem Finnland,
Frakkland, England, Grikk-
land, Ítalía, írland. ísrael og
ísland og fleiri. Þá vitaskuld
ítarleg grein um Evrópu, sögu-
yfirlit frá árinu 600 f. Kr. og
fram á okkar daga. Þá er margt
sem gleður augað í þessari bók
og enn fleira, þegar fario er að
lesa, og þá er auðvelt að gleyma
tímanum.
Nýtt kvenféiag,
Fyrir nokkrum vikum var
hafinn undirbúningur að stofn-
un félags eiginkvenna ísl. loft-
skeytamanna.
Stofnfundir félagsins, er ber
nafnið Kvenfélagið Bylgjan,
voru haldnir 12. og 26. febr. sl.
Um 60 konur hafa þegar gerzt
félagar.
! í lögum félag'sins stendur m.
a.: „Tilgangur félagsins er að
efla samúð og vináttu meðal
loftskeytamanna og fjölskyldna
þeirra. Einnig' skal félagið
jvinna að styrktar- og menn-
ingarstarfsemi innan félagsins
jog út á við . . . .“
Formaður var kjörin Guðrún
Sig'uiðardóttir, en aðrar í
stjórn eru Laufey Guðbrands-
dóttir, Lilly Magnúsdóttir,
^Sig'ríður Guðmundsdóttir, Anna
|B. Óskarsdóttir, en til vara
(Gróa Finnsdóttir og Hólmfríð-
ur Jensdóttir.
J Félagsfundir verða haldnir
mánaðarlega á tímabilinu okt-
óber—maí. Næsti fundur er á-
kveðinn 2. apríl að Garða-
stræti 8.
Passíusálmarnir. 1
| „Móðir“ hefur sent Bergmáll
eftirfarandi bréf um lestur Passh
íusálmanna í útvarpinu: i
i Marga rak í rogastanz, sent
lásu pistilinn frá Otvarpshlust-i
anda í Bergmáli 23. marz, en þafj
ræðir hann um PassiusálmanEt
og lestur þeirra í útvarpi. SegiC,
hann að sér hafi verið innrætfi
að bera virðingu fyrir guðs orðv
og að móðir hans hafi borið sér<
staka virðingu fyrir Passíusálmi
unum, og orðrétt segir greinaiv
höf: „En Passíusálmar voru næC
aldrei lesnir heima og húslestiv
ar ekki heldur og móðir mírj
færði þau skynsamlegu rök aíf.
því að maður fengi leiða, en ekkl
ást á þvi, sem sí og æ suðaðj
fyrir eyrum manns.“ Svo mörgj
eru þau orð, og ólíklegt að marg<
ir séu sömu skoðunar. '
> Og nú hyggst greinarhöf a3
breyta samkvæmt ,,skynsamleg<
um rökum“ móður sinnar me£í
þvi að hlusta ekki á lestur Pass<
iusálmanna í útvarpinu. Vill
hann því loka fyrir útvarpstækl
sitt meðan á lestri þeirra stendx
ur, en börn hans eru með mikil
ærsl og harðbanna honum aíf
loka fyrir tækið, þar sem í vænd<
um er dægurlaga- og jassþáttur,
Og greinarhöf ber fram þessal
spurningu: i
„Er brýn þörf á þvi að fyrici
manni sé eyðilagt, það sem áðurj
var manni heilagt? Þarf það að>
verða að álögum á manni að
finna til hrolls og angurs þegac
minnst er á Passiusálma Hall<
gríms Péturssonar?"
Óþarfi [
| var fyrir greinarhöf að bii'tati
almenningi þessar spurningar,
Hann átti aðeins að bera þæe.
j upp við börn sín innan íjögui’ra'
. veggja, því að þeirra er sökini
hvernig ástandið er á heimilinuy
þar sem þau eru með ærslagang
og meina föður, eða mcður, að
loka fyrir útvarpstækið. Eg sár-
vorkenni greinarhöf. hve lítið
taumhald hann virðist hafa á'
börnum sínum, minnsta kosti
þegar útvarpið er annars vegar,
og ekki er óeðlilegt þótt taugar
hans séu eitthvað úr lagi gengn-
ar, og málflutningurinn ber, keim
af því. En að bera fram þá kröfu
við útvarpið að það felli niður
lestur Passíusálmanna, vegna
ráðríkis og uppvöðslusemi barr.a
hans, ber vott um eigingirni á
háu stigi.
Mín skoðun.
En nú vil ég láta í ljós mína
skoðun á lestri Passíusálmanna,
og mæli ég þar áreiðanlega fyr-
ir munn margra, og ekki sízt
þeirra fullorðnu, en ég er að
komast i þeirra hóp.
Móðir mín er alin upp í sveit,
en fluttist hingað til Rvikur, og
eignaðist hér fast heimili, og hcr
er ég fædd og uppalin. Á heimili
foreldra hennar var það sjálí-
sögð regla að lesa Passiusálm-
ana, og flutti hún með sér þann
fagra sið hingað til höí'uðborg-
arinnar. Og það sem mér er
einna minnisstaiðast frá bernsku-
og unglingsárum minimi, er
þessi lestur móður minnar á
heimili okkar. Snerti hann mig
djúpt. Að mér dytti i hug -sð
ærslast eða að tala meðan á
iestri stóð, kom ekki til mála. Og
árin liðu, og ég eignaðist börn.
Útvarpið — Heimalestnr.
En nú kom útvarpið til sög-
unnar, og þá féll heimalesturiim
, niður, en i þess stað var hlustað
með athygli á Passiusáhnales:-
urinn i útvarpinu, ef ekiu þúríti
nauðsynlega öðru að sinna. Ekld
voru börn mín þægari en gerist