Vísir - 03.04.1959, Blaðsíða 6

Vísir - 03.04.1959, Blaðsíða 6
6 VÍSIB Föstudaginn 3. apríl 1953 m. WMSJM. V AtiBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGAFAN VlSIR H.i. Visir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður, Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru i Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00 Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00 Aígreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: (11660 (fimm línur) Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði. kr. 2.00 eintakið í lausasölu, Félagsprentsmiðian h.f. Frú Ásta Einarsson. In memoriam. Engir korjmínistar hér. Um tveggja áratuga skeið hef- ir það verið viðkvæðið hjá kommúnistum hér á landi, að engir kommúnistar væru starfandi hér. Sjá, hér er enginn kommúnistaflokkur og hefir ekki verið í 20 ár, því að þá var stofnaður nýr flokkur, sósíalistaflokkur, svo að nú eru hér sósíal- istar, en það er hin mesta , fásinna, að hér sé nokkur kommúnisti. íslenzkir sósíal- istar hafi samúð með komm- únistum í öðrum löndum, en það er vitanlega allt ann- að en að þeir séu kommún- istar sjálfir. fslendingum er einnig ætlað að trúa því, að engir menn hér á landi sé þjóðhollari og þjóðlegri en einmitt þessir menn, sem óheimilt er að kalla kommúnista, af því að flokkur með því nafni er ekki til lengur hér. Því er ekki að neita, að þeir tala . mikið um þjóðhollustu sína, og enginn getur heldur mælt því gegn, að þeir nudda sér upp við ýmsa góða menn og minningu þeirra, eins og Jóns Sigurðssonar, en um- talið er sennilega nauðsyn- legt vegna þess, að erfitt er að koma auga á verðleikana og þjóðhollustuna. Allir aðr- ir en þeir, sem fengið hafa hinn rétta, rauða litarhátt, eru svo aftur á móti þjóð- níðingar eða eitthvað enn verra, eins og margoft er yfir lýst í blöðum kommún- ista. Kommúnistar taka sér einnig oft í munn hið fornkveðna, að „utanstefnur viljum við engar hafa“. Engir eru þó eins viðbragðsfljótir, þegar kall kemur úr réttri átt, og nú í vikunni hefir einmitt verið efnt til fundar til að gefa mönnum kost á að heyra fréttir af flokksþingi í öðru landi. Þær hljóta að eiga mikið erindi til arftaka Jóns Sigurðssonar, og er ekki hægt að gefa þeim ann- að betra heilræði en að tala minna um þjóðhollustu sína en leitast við að leggja meiri stund á hana í dagfari sínu. Það yrði þeim áreiðanlega til nokkurs framdráttar. Lögleysur Breta. Enn hafa gerzt tíðindi í land- helgismálinu. Bretar hafa enn beitt fallbyssum sínum til að koma í veg fyrir, að togari væri tekinn, þegar hann hefir brotið svo frek- lega af sér, að hann hefir verið kominn inn fyrir land- helgislínu þá, sem gilti til 1. september. Þrátt fyrir það, að hann var kominn eins nálægt landi og Vala- fell, var honum leyft að halda leiðar sinnar undir umsjá herskips. Bretar hafa enn sýnt, hversu mikils þeir virða orð sjálfra sín, þegar smáþjóð er ann- ars vegar. Þeir virða engin lög eða reglur, þegar þeir telja, að þeir geti komizt upp með lagabrot og ofbeldi. Ættu þeir ekki að tala mikið um lagabrot annarra, eins og þeim er svo mjög tamt, meðan þeir hegða sér eins og þeir hafa sýnt hvað eftir annað hér við land á síðustu mánuðum. íslendingar hljóta að grípa til sinna ráða, ef sýnt þykir að Bretar ætla að halda ofbeld- inu áfram. Það verður ekki þolað bótalaust eða án þess að eitthvað verði gert á móti, og því er ekki að neita, að íslendingar geta gert sitt af hverju, sem Bretum væri lítið fagnaðarefni. En aðal- atriðið er, að hinir ábyrgu flokkar verði einhuga um þær ráðstafanir, sem þeir á- kveða að grípa til. Hættulegur Eeikur. Það er vert að bend.a Bretum á það einu sinni enn, að það er hættulegur leikur, sem þeir hafa tekið upp á ís- landsmiðum. Framferði brezkra togaramanna hefir oft verið þannig gagnvart ís- lenzkum sjómönnum — fyrst og fremst á vélbátum — að legið hefir við mann- drápum. Viðbúið er, að þeir L verði enn bíræfnari og ó- [ svífnari gagnvart hinum litlu skipum íslendinga, þeg- ar þeir geta framið brot sín undii' vernd brezka flotans. Atvik geta komið fyrir, sem hafa meiri og afdrifaríkari afleiðingar en þeir gera nú ráð fyrir, sem stoínað hafa til þessa leiks eða stríðs gegn íslendingum. Það er hægt að missa stjórn á at- burðarásinni, og allir vita, að einmitt er að því róið af ýmsum aðilum. Þvílíkar yndislegar endur- minningar fylla hugann þegar eg minnist frú Ástu — endur- inningar sem ná yfir heilan mannsaldur, já, á þeim árum þegar Reykjavík var enn lítill danskur provinsbær. Það var þá sem eg kynntist frú Ástu fyrst. f þessum litla bæ voru skilin glögg. Þar var lítill hópur manna, sem taldist til höfðingja — hin hærri stétt, sem alþýðan heilsaði hæversklega með því að taka ofan, þegar hún mætti þeim á förnum vegi. Margir þessara manna voru höfðingjar aðeins í orði en ekki á borði, sýndarmennska og ekkert ann- að. En svo voru aðrir sem í raun og sanni voru höfðingjar og höfðu allt sem slíkum hæfði; menningu, göfuga meðfædda framkomu, útgeislun sólrænn- ar fegurðar, sem töfraði alla í návist þeirra, og opnaði leið fyrir birtu og hreinleika sem stafar af eðallyndi göfugrar sálar. Þannig var frú Ásta Ein- arsson, tign og fegurð tvinnuð- ust saman. í vöggugjöf höfðu „nornirnar“ fært henni lista- gyðjuna, þá dýpstu og göfug- ustu, tónlistina, og fékk tón- listin þar samboðna félagssyst- ur. Svo svífa að svipmyndir: Sumarkvöld við sólarlag, Tjörnin um vor í hjúpi mið- sumarnætur......,Báran“, tón- leikahús Reykjavíkur þá .... og frú Ásta spilaði Schuman, Schubert, hina gagnsæu feg- urð tóna og næturhúmsins íslenzka yfir Tjörninni, eða þá Beethoven, þrunginn hugsærri leiðslu, þrá og tilbeiðslu. Allt þetta gat hún túlkað og fyllti það heitri bænheyrslu, fegurð og list og lífi. Þessar minningar eru tengdar hinni gömlu Reykjavík. Þetta átti hann til, þessi litli bær — ósnortinn af hraða og vexti nútímans, eins og ósnortin yngismær, sem bíður íýllingu drauma sinna. Út um gluggann minn, sem ber hátt yfir hina ungu borg, sé eg milljónir ljósa og hugur minn gleðst yfir þvi sem hún á eftir að skapa. Frá því að eg' kynntist frú Astu fyrst og til hinztu stund- ar var hún prýdd sannri göfgi. Hún var tryggur vinur, ákveð- og hafði víðan sjóndeildar- hring. Tónlistarnæmleiki hennar gaf orðum hennar fögur blæ- brigði og dýpt, opnaði hugan- um nýjar brautir. Gamla Reykjavík hefir við lát frú Ástu Einarsson misst einhvern sinn bezta fulltrúa. Hennar líkar hverfa nú óðum fyrir nýjum siðum og nýju viðhorfi til lífsins. En ekkert er svo nýtt — eða gamalt — að ekki hlýði það lögmáli. Ef eitthvað lifir af sjálfu sér, er það hið góða og göfuga, sem við dveljumst við í endur- minningunni. Annað eyðist af tímans tönn — og gleymist. í endurminningunum um frú Ástu Einarsson er allt göfugt og gott og því ekki hætta á að það falli í gleymsku og dá. Hennar fræga syni, prófessor Lárusi Einarsson, og systkin- um hans og öllum aðstandend- um, færi eg mínar innilegustu s amúð ar k veð j ur. Yfir minningu Ástu Einars- son er sólarbjarmi, er lýsir okkur fram á veginn og yljar okkur um hjartarætur. Reykjavík, 3. apríl 1959. Eggert Stefánssen. Veðurblíða og vorgróður. Verfíðarlokin fara að nálgast. ísafirði 31. marz 1959. Skíðaráð Isafjarðar hélt nú í páskavikunni 25. skíðavikuna. Þátttaka var sæmileg, en minni en oftast hefur verið áð- ur. Munu þó ísfirðingar hafa verið einir í hópi kaupstaðanna um það, að geta boðið góð skil- yrði til skíðaferða. Að því ó- gleymdu, að hinn nýi skíða- skáli Skíðaráðsins er bæði stór og vistlegur. — Fossavatns- hlaupið fór fram á páskadag. Engin met voru sett á þess- ari 25. skíðaviku. Hún hefur liðið hjá hægt og rólega, án þess að setja verulegt svipmót á bæinn. Gestir þeir, sem komu langt að til skíðavikunnar munu játa að hingað til ísa- fjarðar hafi verið gott og gam- an að koma. Vetrarvertíðarlokin hér á ísafirði verða að þessu sinni látin fylgja mánaðamót- unum. Með því er rofin sú fasta venja að láta vorvertíðarlok fylgja páskum. Aflinn í marz hefur almennt orðið góður. Um 170 lestir hjá hæstu bátunum, er vélbáturinn Gunnhildur, skipstjóri Hörður Guðbjartsson, bróðir Ásgeirs. Nokkrir vélbát- ar eru nærri þeim bræðrum að aflafeng. Tap á lóðum hefur verið með minnsta móti á þess- ari nýloknu vetrarvertíð. Þakka sjómenn það því, að nú höfum við Vestfirðingar verið lausir við ágengni togara. Veðurblíðan síðan um miðjan marz hefur verið einstök. Blóm í görðum eru byrjuð að springa út, og blettir í túnum byrjaðir að taka sumarlitinn. Eru að verða grænklæddir eins og blessaðir búálfar. Vorið er komið, hvað sem hver segir. Allir merkis- dagar, svo Gvendardagur, Skir- dagur og laugardagur fyrir páska hafa verið jafnbliðir og margur sumardagurinn. Eflaust koma einhver vorhret, en bú- ast má við góðu vori. Oft viðr- ar svipað í marz og maí. Verðí maí að sínu leyti sem marz verður vorið og veturinn með eindæmum að gæzku og gróðri. Það vekur furðu allra hér in í skoðunum — horfði á lífið af háum sjónarhóli menuingar | armaður. Nær jafn Guðbjörgu flytur hér erindi. vestra, að fjallvegir, svo sem sem eru Freyja í Sugandafirði Breiðdalsheiðij Botnsheiði og og Guðbjörg á Isafirði. Heild- Þorskafjarðarheiði skuli ekki araflinn hjá Guðbjörgu frá ára hafa verig ruddir nú fyrir mótum er um 390 lestir. Er það ; páskana. Hefði bað verið gert um 50 lestum minna en í fyrra, I syo gem yiku fyrir páska myndi margur nágranninn hafa J skroppið til ísafjarðar um þásk | ana. Sumir sér til upplyftingar, t. d. á skíðavikuna eða mál- \ jverkasýningu Guðmundar frá. Miðdal, eða taka þátt í fjöltefli Eggerts Gilfers. Maður getur ekki annað séð„ en að við Vestfirðingar séum settir í sérflokk ár eftir ár með opnun heiðarvega. Má þó full- yrða, að snjóalög eru hér þó ekki teljandi meiri, máske minni en í öðrum héruðum, bæði austan og norðan, þar sem en að heita má nákvæmlega sami afli og á vetrarvertíð 1957. Guðbjörg er sennilega afla- hæsti vélbátur hér á Vestfjörð- um á vetrarvertíð nú. Var það einnig' 1958 og 195.7. Skipstjóri á Guðbjörgu er Ásgeir Guð- bjartsson; kappsfullur dugnað- Hingað til lands cr kcminn þýzkur prófessor í heimspeki og goðafrasði, dr. II. Köhler að nafr.i, en hánn flytur fyrir- iestur í kvöld kl. 8:1. kennslu- stofu Háskóla íslands um Berlínar-vandamálið og örlög Austur-Þjcðverja. Prófessor Köhler kom til íslands í boði Frjálsrar menn- ingar og erindi sitt í kvöld flytur hann á vegum þeirrar. Þetta verður eini fyrirlesturinn sem hann flytur hér, Áður en erindið hefst kynnir Kristján Albertsson ræðumann- inn, en að því búnu flytur próf. Köhler erindi sitt og mælir á þýzka tungu. Síra Jón Auðuns þýðir að lokum aðal- atriðin á íslenzku. Próf. Köhler kemidi guð- fræði við háskólann í Leipzig’ 1945—51 en flýði þá til Vestur- Þýzkalands og hefur síðan starfað við háskóla í Vestur- Berlín og Erlangen. Hefur hann undanfarið ferðast víða um Evrópu og haldið fyrir- lestra um sama efni og hann heldur hér í kvöld. heiðarvegir hafa þegar verið . opnaðir fyrir nokkru nú, t. d. Oddsskarð. Það er sameiginleg^ nauðsyn íbúa Vestfjarða, að heiðarvegir séu opnaðir - sem fyrst á hverju vori. — Arn. þj borgar sig að aaglýsa í VÍSI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.