Vísir - 03.04.1959, Side 10
VÍSIR
Föstudaginn 3. apríl 1959;
SLISAN INGLIS:
^^^•^^^☆☆☆☆☆☆☆^
Fyrst í staö íannst henni ekkert athugavert viö þetta. því aö
útihús voru þarna allt í kring. Ef til vill voru einhverjir að koma
úr hesthúsunum, eða þá úr þorpinu fyrir neöan.
En svo heyrði hún mannamál líka, og er hún hlustaði betur
stirnaði hún af skelfingu.
Hún heyröi að þetta var rödd Mercedes Herrera. Hún var heit-
ari og ástríöufyllri en Penny hafði nokkurntíma heyrt hana áður.
„Þetta er brjálæði, Andrew,“ sagði hún. „Þú þykist verða að
giftast þessari ensku kvensnift og gera heiðarlega frú úr henni,
aðeins vegna þess að þið hafið verið eina nótt saman, undir beru
lofti. En við lifum ekki á átjándu öld núna. Þá hefði það kannske
verið nauðsynlegt. En á vorum dögum....“
Hún þagði og Penny beið skjálfandi eftir svarinu.
Svo heyrði hún rödd Andrews, þurra og kuldalega.
„Þó að þér finnist það ótrúlegt þá tel eg eigi að síöur nauð-
synlegt að eg giftist Penny Mayne.“
Nóttin sem Penny hafði fundist svo dásamleg fyrir örstuttri
stundu, varð allt í einu dimm og köld. Hún fór úr glugganum og
fálmaöi fyrir sér að rúminu. Og þar hneig hún njður.
Eg tel engu að siður nauðsynlegt að eg giftist Penny Mayne.
Það var þá alls ekki af því að hann elskaði hana, sem hann
hafði beðið hana að verða konan sín. Aðeins vegna þess, að
hann taldi nauðsynlegt að gera heiðarlega konu úr henni, eftir
að hafa verið með henni heila nótt við varðeldinn.
Háðið í rödd Mercedes Herrera hljómaði enn í eyrum hennar.
Nú var draumahöll hennar hrunin í rúst. Hún leitaði að ein-
hverju í endurminningunni, sem hún gæti haft huggun af, en
fann ekkert.
Fyrst nú fann hún með sárri beiskju, að Andrew Brand haföi
aldrei nefnt á nafn að liann elskaði hana. Nokkrum sinnum
hafði honum tekist að láta hana segja, að hún elskaði hann.
En hann hafði aldrei sagt: „Eg elska þig. Hún hafði haldið, að
augun í honum segðu það og kossarnir hans og sterkir hand-
leggirnir, sem höfðu faðmað hana. Henni hafði fundist svo auð-
velt að trúa þessu, vegna þess hve heitt hún slskaði hann sjálf.
Hvað átti hún að gera?
Hún þurfti vitanlega ekki að gera neitt. Hún gat haldið áfram
eins og ekkert hefði í skorist og gifst Andrew Brand. Hún gat orðið
íorrík, hugsaði hún með sér, en það hafði henni aldrei dottið í
hug áður. Hún gat haft gagn af auöæfum hans og öðlast allan
þann lúxus, sem hægt var að hugsa sér. Hún mundi fá ýmiskonar
ytri tákn alúðar hans, því aö þau mundi Andrew Brand óefaö
sýna konunni sinni. Og enginn nema hún þurfti að vita....
í öllum þessum ömurlegu hugleiðingum vissi hún að þær
skiptu ekki neinu máli, og að hún mundi aldrei giftast Andrew
Brand úr því að hann elskaði hana ekki. Hún elskaði hann of
heitt til þess. Og svo kom spurningin aftur, sem hún ekki gat
svarað: Hvað átti hún að gera af sér?
Eg verð að komast burt héðan, hugsaði hún með sér. Bara að
þetta hefði ekki gerst hérna! Hefði það gerst í E1 Paradiso hefði
eg getað farið til lafði Kathleen og sagt henni frá öllu. Hún
hjálpar mér þegar hún veit hvernig í öllu liggur.
Hvemig á eg að komast til E1 Paradiso? Hún velti þessu fyrir
sér í örvæntingu. Eg get ekki beðið Luis að flytja mig. Hann og
Tína ætla að taka þátt í ljónaveiðinni á morgun. Og svo mundi
hann segja Tínu frá öllu saman, og það er til of mikils ætlast
að hún geti skilið — hún mundi aldrei fallast á að eg færi án
þess að segja Andrew frá því fyrst. Og eg vil ekki segja þetta
hverjum sem er — eg get það ekki, því að það er ekki allt sem
maður getur skýrt.... —
En Juan Moreira var þarna. Einhverra hluta vegna haíði hann
afráðið að taka ekki þátt í veiðiförinni, en verða heima, kven-
fólkinu til félagsskapar. Penny hafði ástæðu til að halda að það
væri hennar vegna, sem hann vildi verða heima. Hann mundi
vilja gera hvað sem vera skyldi fyrir hana, og hann liafði áður
boðist til að hjálpa henni. En var rétt að nota sér tilfinningar
hans þegar svona stóð á? Og hvernig gat hún náð tali af honum
undir fjögur augu, án þess að það vekti eftirtekt? Og hann
hafði komið hingað með Mercedes Herrera! Tilhugsunin um
Mercedes gerði hana enn ólmari í að komast burt. Jú, hún ætlaði
að biðja Juan. Þaö var eina úrræðið.
Hún ætlaöi að biðja hann um að aka með sig til E1 Paradiso,
og þar ætlaði hún að fara til lafði Kathleen og biðja hana um að
hjálpa sér að ná í farmiða með fyrsta skipi til Englands. Og þeg-
ar gengið hefði verið frá því, ætlaði hún að skrifa Andrew og
gefa honum frelsi. Þá gat hann gifst Mercedes Herrera, eins og
hann alltaf hafði hugsað sér að gera, þangað til lítil ensk ungfrú
Ekkineitt, sem hét Penny Mayne, rakst inn á lífsbraut hans og
spillti öllu.
Fyrir stuttu hafði Penny ekki getað sofnað af því aö hún var
svo hamingjusöm, nú lagði svefninn á flótta vegna þess að hún
var svo ólánssöm. Henni fundust klukkutímarnir óendanlega
langir og hún var glaðvakandi þangað til fór að birta af degi.
Fyrir sólarupprás var uppi fótur og fit þarna í kyrrðinni á Los
Quebranchos. Þar heyrðust hróp og köll, og hestarnir hneggjuðu
og börðu niður hófunum. Allt húsið virtist vaknað, en þó var eins
og fólk vildi tala hljóðlega, til að vekja ekki þá, sem enn sváfu.
Andrew hafði sjálfsagt skipað fólkinu að hafa ekki hátt, vegna
Mercedes, hugsaði Penny með sér.
í gærkvöldi hafði hún einsett sér að fara á fætur í býtið og
sjá þegar veiðimennirnir legðu af stað, og kannske fylgja Andrew
úr hlaði. Nú lá hún hljóð og skjálfandi í rúminu sínu og taug-
arnar ætluðu að slitna. Hún reyndi að loka hvert hljóð úti, en
samt heyrði hún allt sem gerðist fyrir utan.
Nú voru hestarnir teymdir út, nú komu stúlkurnar úr eldhús-
inu og Eustacia frænka sagði þeim fyrir nestið. Nú komu Tína
og Luis og nú virtist allt tilbúið nema biðið var eftir — já, hver
var það, sem biðiö var eftir?
Penny gat ekki legið kyrr lengur. Hún var hrædd um að lagt
yrði af stað áður en hún gæti séð Andrew Brand bregða fyrir í
^ síðasta sinn.
Hún flýtti sér fram úr rúminu og íór í morgunkjólinn — það
var svalt í herberginu ennþá — og gekk út að glugganum og
faldi sig bak við gluggatjaldið.
Það gat hún séð yfir hlaðið. Fimmtán — tuttugu reiðmenn
höfðu safnast saman þar. Þarna voru vöðvastæltir hrossasmalar
með barðabreiða hatta. Þeir voru síkjaftandi og undu sér vindl-
inga og reyktu meðan þeir biðu.
Svo kom hún auga á Tínu og Luis, sem stóðu utan við hópinn
og voru að tala við Eustaciu frænku, sem auðsjáanlega var að
gefa þeim heilræði undir ferðina. Penny kreppti ósjálfrátt hnef-
ana, og renndi augunum lengra.
Og þarna — loksins kom Andrew! Nú sá hún hann í síðasta
sinn.
Hann tók þegar við stjórninni. Tína og Luis settust á bak, og
svo allir hinir. Andrew tók við taumunum á Mandinga af hest-
húsmanninum og sneri hestinum út að veginum.
En var það tilviljun eða af ásettu ráði sem hann leit við og
horfði upp að húsinu áður en trnn reið af stað? Hann renndi
dökkum augunum leitandi eftir húsveggnum á annari hæð og
dvaldist við gluggann hennar. Penny færði sig lsngra inn í skugg-
E. R. Burroughs T A H ? A —
2859
Hinsta stund ykkar er
upprunnin, þrumaði töfra-
læknirinn. ■— Bíðið! kallaði
Tarzan. Eg þarf að tala við
þig einslega. Jæia, síðasta
óskin, hvæsti Sobito, og
vaggaði upp að apamannin- 1
um. Tarzan lyfti fætinum i
eldsnöggt og sparkaði í höf- 1
uð Sobitos, sem féll til
jarðar.
— Létuð þér whiskyið fyrst?
spurði Angus og bragðaði á'
drykknum?
— Vitanlega sagði afgreiðslu-
stúlkan hryssingslega.
— Það þykir mér vænt um,
eg kem þá kannske að því áður
en eg drekk í botn.
1 Presturinn: — Lesio þér
bænirnar yðar á hverjum
rnorgni og lesið kafla úr biblí-
unni, .Sandy?
I — Já, eg geri það.
— Gerið þér það?
— Já, fyrir framan hiýjandf
eld klukkan 10 á morgnaiia. En’
hvað marga kapitula mynduð
þér lesa ef þér ættuð að hirða
þrjá hesta fyrir morgunverð?
í *
Eigandi að stórum Cadillac-
bíl kom með hann á viðgerðar-
stöð í mjög slæmu ástandi.
Viðgerðarmaðurinn spurði
„hvað í ósköpunum hefði;
gerzt.“ Eigandinn svaraði dap-
Jur á svipinn, „að Henry J„
(hefði ekið á sig.“ Viðgerðar-
maðurinn skoðaði bílinn betur*
og sagði svo:
'„Hversu mörgum sinnum?“
★
Þrír karlar bjuggu í helli,
eyddu öllum deginum í að stara.
á hellisvegginn og töluðu aldrei
orð. Einn dag hljóp stóðhestur
fram hjá hellinum. Sex mánuð-
um síðar muldraði einn af íbú-
|unum: „Þetta var fallegur
jarpur hestur.“ Tveim árum
síðar sagði annar þeirra: „Þetta
var ekki jarpur hestur, hann
var hvítur.“ EftLr svo sem ár
stóð þriðji karlinn upn, stik-
aði út að hellisopinu og sagði:
l„Ef þið ætlið alltaf aö vera að<
þræta, er eg farinn.“
! , ★
1 í tyrkneska bænum Urkule
nálægt Smyrna var kona kosin
borgarstjóri fyrir nokkru..
Þetta eru miklar framfarir frá
þeim dögum þegar flestar
tyrkneskar konur földu sig
bak við blæjur og grindurnar
í kvennabúrinu.
I ☆
' Dr. A. sneri sér að dr. B. og
sagði: „Þú lifir ekki viku í við-
bót nema þú hættir að elta
kvenfólk.“
| Dr. B. barði sér á brjóst eins
og Tarzan og sagði „Það geng'-
ur ekkert að mér, eg er í ágætu
standi líkamlega.“
Dr. A. svaraði: „Já eg veit
það. En ein af konunum sem
þú eltir er konan mín.“
Hugvitssemi --
Kranih. af 3. síðu.
tengingarnar í kæliskápunum,
er mundu koma í veg fyrir
oliuleka. Það er þessum um-
’ búnaði að þakka, að nú er hægt
, nð gera við ýmislegt í kæli-
skápum á staðnum, en áður
þurfti iðulega að senda vélina
til verksmiðjunnar til viðgerð-
ar.
Alls komu 256.499 tillögur í
baukana á sl. ári og þar af
reyndust 63.378 hagnýtar og
voru teknar upp og tillögu-
mönnum veittar viðurkcnning-
ar. ■; .