Vísir - 06.04.1959, Side 12
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir.
Látið hann færa yður fréttir og annað
lestrarefni heim — án fyrirhafnar af
yðar hálfu.
Sími 1-16-60.
WXSIK
Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur
Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið
ókeypis til mánaðamóta.
Sími 1-16-60.
Mánudaginn 6. apríl 1959
ffarmleikur Tíbets er
barmleikur Indlands.
Nehru sætir gagnrýni. — Panchen iama
sækir flokksþing í Peking.
Dalai Lama, sem kom til Ta-
wang í lok fyrri viku, dvelst
um sinn í munkaklaustri þar í
fjöllunum, þar til hann lieldur
áfram ferð sinni, en hann mun
fá hæli í klustri fjær Iandamær-
u:ium.
Nehru sagði í gær, að engar
hömlur yrðu lagðar á hann, en
Yiann mætti að sjálfsögðu ekki
ftjórna þjóð sinni sem verald-
legur leiðtogi frá Indlandi.
í viðtali, sem Nehru átti við
f éttamenn, kom enn fram sú
•aístaða hans, að Indland hefði
samúð með Tíbet, en gæti ekk-
crt aðhafst frekara til stuðnings
Tíbetmönnum í baráttu þeirra.
Samúð allra
nema kommúnista.
Á fjöldafundi allra stjórn-
málaflokka landsins, néma
kommúnista, kom fram mjög
sterk samúð með Tíbet, og
stefna stjórnarinnar sætti gagn-
xýni.
I brezkum blöðum ' kemur
íram sú skoðun yfirleitt, að
Nehru hafi af nokkurri leikni
komið sér hjá að svara óþægi-
legum spurningum. Times telur,
að augljóst sé, að sterk indversk
samúð með Tíbet hafi orðið að
víkja fyrir því sjónarmiði Nehr-
us, að öryggi Indlands sé bezt
tryggt með vinsamlegri sambúð
og hlutleysi, en þetta gæti
breyzt ef Norður-Indlandi yrði
meiri hætta búin en nú. Hið
sama kemur fram í öðrum blöð-
um, þ. e. að þegar blekkingar-
hlutleysisgrímunni hafi verið
svipt burt muni annað verða
iippi á teningnum.
Síamstvíburi
veikur.
Annar Siamstvíburanna
brezku hefur fengið heila-
liimnubólgu. Tvíburar þessir
voru aðskildir með uppskurði
fyrir hálfum mánuði.
Þá var því spáð, að ekki
nema annar þeirra mundi lifa
af uppskurðinn, og héldu
menn, að hinn hraustlegri,
Timothy, myndi lifa. En gagn-
stætt spánum hefur það reynst
svo, að hinn hefur reynst
hraustari, og það er Timothy,
sem hefur fengið heilahimnu-
bólguna.
Læknar segja, að þess sjáist
merki, að lækningatilraun
kunni að gefast vel....
Daily Express telur afstöðu
Nehrus furðulega og Manchest-
er Guardian segir, að harmleik-
ur Tíbets sé harmleikur Ind-
lands.
Panchcn lama
tií Peking.
Panchen lama hefur setið
stjórnarfund í Llaza, en lepp-
stjórn sú, sem kínverskir komm
únistar komu þar á laggirnar,
hefur nú tekið völdin í skjóli
kínversks hervalds.
Panchen lama sagði í ræðu,
sem hann flutti, að björt fram-
tíð biði Kína við kínverska for-
ystu. Hann sagði, að Dalai lama
hafi verið neyddur til að flýja
land. — Panchen lama fer nú
til Peking og situr flokksþing
kínverskra kommúnista.
Panchen lama hefur sem kunn
ugt er alið mestallan aldur sinn
í Kína.
Norðanátt —
svafara framundan.
Þá er norðanáttin komin
og eru líkur til, aS hún halcL-
ist eitthvað og svalara verði
*— a. rii. k. ekki sjáanlegt, að
þíðviðri sé framundan.
í nótt snjóaði um allt Norð-
urland og frost komst upp í
9 stig (Grímsey), en sunn-
anlands var bjartara, en
hvergi frost í morgun en nœt-
urfrost allvíða. í Rvik var
N5, 2 st., og úrkomulaust í
nótt. Bjart.
Norðanáttin nœr yfir allt
landið.
Veðurhorfur: Norðan stinn-
ingskaldi og víða léttskýjað.
Hiti 0-5 stig. — Hjá Fœr-
eyjum er djúp lœgð á leið
austur.
Öivaðif bifreiðastjórar
valda stórtjóni.
Bfóðsýnishorn átta öivaðra bifreiðastjóra
voru send tii rannsóknar í morgun.
*
Asgrímssýningin opin í
viku enn.
í gær höfðu nær 15 þúsund
manns séð Ásgrímssýninguna.
Vegna hinnar miklu aðsókn-
ar hefur verið ákveðið að fram
lengja sýninguna um eina viku.
Sýningin er opin frá kl. 13 til
22. Aðgangur er ókeypis.
Norstad segir kjarnorkuvopn
nauðsynleg t varnarstyrjöld.
Ágreiningur milli bandamanna ofar-
lega á dagskrá.
Jarðhræringa varð vart í
Torino í lok fyrri viku. Tjón
hlauzt cklf.i af, nema í
fjallabyggðum, en ekki stór-
vœgilegt.
Lauris Norstad hefur látið í
Ijós álit sitt að því er varðar
kjarnorkuvopn og varnir Nato.
Samkvæmt tilkynningu, sem
birt hefur verið í Washington
fyrir nokkru, svaraði Lauris
Norstad, yfirhershöfðingi Norð-
ur-Atlantshafsbandalagsins fyr-
irspurnum þingnefndar um
varnir, og kom þá fram hjá hon-
um sú afdráttarlausa skoðun,
að hersveitir þær, sem hann
hefði yfir að ráða, gætu ekki
innt hlutverk sitt af hendi í
Virðir íslendinga
ekki svars.
Tólf dagar eru nú liðnir síðan
íslenzka ríkisstjórnin mótmælti
hinu svívirðilega athæfi Breta
hér við land að beita vopna-
valdi til að lúndra íslenzkt varð-
skip í að taka brezkan veiðiþjóf
í íslenzkri landhelgi,
Það er alþjóðleg venja, að
slíkum mótmælaorðsendingum
sé svarað og svarið berzt venju-
lega innan fárra daga, en þögn
Bretans má aðeins skilja á einn
veg, að hinn íslenzki málstaður
sé ekki svara verður.
Guðmundur í. Guðmundsson
utanríkisráðherra skýrði frá því
laust fyrir hádegi, að ekkert
svar hefði enn borizt frá brezku
stjórninni viðvíkjandi mótmæla
orðsendingunni.
varnarstyrjöld án kjarnorku-
vopna. Varnakerfið byggðist á
notkun kjarnorkuvopna og
þjálfun í meðferð slíkra vopna
ætti sér stað og birgðir hafðar
til taks.
Treysta ekki A.-Þ.
Annar hershöfðingi, Holds,
yfirmaður landherja Nato sagði
að hann væri þess fullviss, að
Rússar treystu hvorki austur-
þýzka hernum né þjóðinni, og
myndu ekki þora að sleppa
þeim tökum, sem þeir hefðu þar.
Von Brentano bendir
á staðreyndir.
Selwin Lloyd hefur sagt um
ráðherrafund Nato, að þar hefði
miðað að samræmingu og sam-
komulagi, og lagði hann áherzlu
á, að þessi fundur væri einn
af mörgum undirbúningsfund-
um. Hann taldi vera einingu
um tilgang. Ræddi hann þetta I
nokkuð frekara og vitnaði í
, I
ummæli, sem viðhöfð voru á
fundinum, m. a. von Brentanos,
sem taldi Rússum ekki að
treysta og nauðsynlegt væri að
horfast í augu við staðreynd-1
irnar.
Brezk blöð ræða horfurnar
og telja mikið brú óbrúað. Ad-
enauer og De Gaulle séu mót-
fallnir öllum tillögum um hlut-
laust belti, og Eisenhower sé
nær þeim í skoðunum en Mc-
millan.
Vísi var tjáð að í morgun hafi
1 blóðsýnishorn átta bifreiðar-
| stjóra, sem grunaðir liafi verið
um ölvun við akstur um helg-
ina, veriö send til rannsóknar.
Má segja, að þetta sé mikill
árangur eftir eina helgi. Sumir
þessara bifreiðarstjóra lentu í
árekstrum eða óku út af veg-
um og ollu meiri eða minni
skemmdum á farartækjum.
Eitt helzta ævintýrið var hjá
tveimur ölvuðum mönnum, sem
stálu bifreiðinni R 9094 frá Hó-
tel Skjaldbreið, óku henni upp
á Kjalarnes og lentu útaf hjá
Bergvík. Þar fór bíllinn á hlið-
ina og skemmdist allmikið. —
Varð að fá kranabifreið til þess
að sækja hinn oltna bíl og flytja
í bæinn.
Annar þjófurinn símaði frá
Bergvík til lögreglunnar í Rvík,
sagði henni hvernig komið
væri og að þeir myndu bíða lög-
reglunnar þar. Skýrði hann enn
fremur frá því, að þeir félagar
hafi áður um nóttina gera til-
raun til að stela fleiri bílum.
Mennirnir voru sóttir og fluttir
í fangageymsluna.
Tveir aðrir ölvaðir þifreiðar-
stjórar ollu skemmdum á bif-
reiðum við árekstra og voru
settir í fangageymsluna. Loks
voru ölvaðir bifreiðarstjórar
teknir, sem ekki höfðu gert ann-
að af sér en aka ölvaðir.
Slys.
Tveir drengir lentu í umferð-
arslysum á laugardaginn. Ann-
ar þeirra, Þórir Þórisson Balbo-
kamp 11, varð fyrir bíl á Klepps !
vegi. Hann var 4 ára, en hinn
drengurinn 12 ára. Sá heitir
Garðar Jónsson Hæðai'gerði 22
og varð fyrir bíl á mótum Soga-
vegar og Breiðagerðis. Þeir
meiddust báðir og voru fluttir
í slysavarðstofuna.
Þjófnaðir.
í samkomuhúsi einu hér í
bænum var kvenveskisþjófur
tekinn og afhentur lögreglunni.
Dj'ravörðurinn hafði séð til
hans og lét lÖgregluna vita. Við
leit á honum fannst þýfið. Á
sama stað og sama kvöld var
kært yfir stuldi á kvenúri, en
sá þjófnaður upplýstist ekki.
Bifreið var stolið frá Stór-
holti 20 á laugardaginn, en hún
fannst skömmu síðar á Rauðar-
ársfíg.
Innbrot var framið í matbar-
inn Brauðborg á Frakkastíg og
stolið þar um 600 krónum í
peningum.
Spellvirki.
Aðfaranótt sunnudagsins fóru
tveir ofurölvi menn um borð í.
botnvörpunginn Guðmund Júní
hér í Reykjavíkurhöfn, réðust
af heipt á leirtau skipsins og
brutu það. Þeir voru handsam-
aðir og fluttir í fangageymsl-
una.
Vatnajökulsferð Jökta-
rannsóknafélagsins.
Jöklarannsóknarfélag Islands
hefur ákveðið að efna til ferða
á Vatnajökul í vor auk hinnar
árlegu rannsóknarferðar.
Nú er orðið það áliðið vetrar,
að nauðsynlegt er að taka end-
anlega ákvörðun hið fyrsta um
tölu þessarra ferða og um þátt-
takendur.
Ferðanefnd Jöklarannsókna-
félagsins mun því halda fund i
Tjarnarkaffi (uppi) fimmtu-
daginn 9. apríl kl. 20,30 og bið-
ur þá, sem þegar hafa skráð sig
til þátttöku í Vatnajökulsferð
og aðra þá, er kynnu að hafa á-
huga á þátttöku, að mæta á
þessum fundi. Þar mun verða
skýrt frá tilhögun ferðanna og'
kostnaðaráætlun. Sagt verður
frá fyrri ferðalögum um Vatna-
jökul- og litmyndir sýndar.
Skáli Jöklarannsóknarfélagsins á Grímsfjalli.
Ljósm. M. Jóhannsson).