Vísir - 17.04.1959, Blaðsíða 11
Föstudaginn 17. apríl 1959
VÍSIB
J?
Sérstæð og fögur bók
Fornólfskver
Minningarrit gefið út í tilefni aldar-
afmœli Dr. Jóns Þorkelssonar, þjóð-
skjalavarðar.
Fornólfskver hefur að geyma ævi-
minningabrot Dr. Jóns. Ævisögu
hans samda af Dr. Hannesi Þorsteins-
syni. Frásögn af Dr. Jóni og starfi
hans eftir Pál Sveinsson, yfirkenn-
ara. Þá birtist Vísnakver Fornólfs
hér að öðru sinni og til viðbótar því,
mörg önnur kvæði eftir Dr. Jón
Þorkelsson, sem ekki hafa fyrr verið
birt.
Dr. Þorkell Jóhannesson rektor hef-
ur séð um útgáfu ritsins og skrifað
fyrir því formálsorð.
Fornólfskver flytur brot úr ævisögu
og hluta af ritstarfi gagnmerks manns
og sérstæðs persónuleika. Þetta er
óvenju fögur bók, sem tvímælalaust
mun hafa varanlesrt aildi.
BBIÐGEÞATTUH
♦ . ♦
* VISIS ð
Bókfellsúigáfan
Bretadrottníng —
Framhahl af 3. síðu.
xá eitthvað gott úr þeim ó-
skapnaði, sem eldri kynslóðin
hefir látið þeim eftir. Gamalt
fólk á Bretlandi getur ekki
íundið fótfestu í heimi, sem
er svo hræðilega ólíkur þeim
heimi, sem Viktoríutímabilið
méð uppeldi sínu undirbjó það
fyrir. Miðaldra fólk er leitt og
áhyggjufullt. Það talar aðeins
um skatta og vaxandi kostnað,
um hvað það sé erfitt að vera
benzínlaus, um hættuna af
nýrri styrjöld og það, sem það
veit að hún muni hafa í för
með sér. Unga fólkið talar um
áætlanir og langanir, um ástir
og sönglist, og um framtíðina,
sem áreiðanlega verði betri en
liðna tíðin — blátt áfram af
því, að verri getur hún ekki
verið.
Æskulýðurinn veit allt um
skatta og dýrtíð, Súezskurðinn
og síðustu stóru sprengjurnar,
en lætur sér fátt um finnast.
Ef unga fólkið hefir ekki ben-
zín ekur það bara á hjóli. Ef
það hefir ekki efni á að gifta
sig, gerir það það samt, og svo
fara bæði út að vinna. Þau
bíða ekki eins og foreldrarnir
eftir því, að framtíðin sé örugg.
Það er kannske, af því_,a,ð .þau
álíta, að vetnissþréngjan
komi í veg fyrir það, að fram-
tíðin verði nokkru sinni örugg
og sjá enga skynsemi í því að
láta svíkja sig um hið góða hér
í tílverunni meðan beðið er
eftir öryggi, sem kannske
aldrei kemur. Þau bíða ekki
hlutlaus eftir því, hvað lífið
færir þeim, en taka örlög sín
í hendur sínar sjálf. Jafnvel
músikin, sem þau dansa eftir,
hefir fengið nýja og ákveðna
hrynjandi. „Rock ’n roll“ er
ekki það hneyksli, sem eldri
kynslóðin vill vera láta. Það er
aðeins eitt af merkjunum um
eirðarleysi æskunar, orku
hennar og framsækni..
Hvernig hæfir nú hin unga
drottning þessari mynd? Ekki
getur hjá því farið, að hún
þekki þessa miklu viðleitni og
hrifningu æskunnar. Hún sér
hana alls staðar. Þegar hún
virðir fyrir sér ráðherrana í
stjórn sinni, sér hún að þeir
eru ekki allir menn, sem eru
svo gamlir, að þeir gætu verið
feður hennar. Þeir eru margir
af nýrri tegund stjórnmála-
manria — og skilja hversu mik-
ils virði það er að fá hugsanir
sínar ræddar í útvarpi og
sjónvarpi og sjá oft um að eft-
irtektarverðar hugsanir þeirra
séu ræddar þar. Þeir skilja gildi
auglýsinga og nú er tímabil
auglýsinga. Og þegar hún
heimsækir verksmiðjur, sjúkra
hús og tilraunastöðvar, verður
hún þess vör að margir af
verkfræðingunum, læknunum
og vísindamönnunum eru ung-
dr, hafa snemma þekkt sinri
vitjunartíma og hafa haft vit
á að nota sér tækifærin. Þeg-
ar hún fer í leikhúsið heilsar
hún í stúku sinni eftirtektar-
verðum leikkonum svo sem
Audrey Hepburn og oft hefir
það komið fyrir, að hún hefir
fært furðu-ungum höfundum
sem hún les. Svo hefir hún,
eins og margir þegnar hennar,
gaman af leynlögreglusögum.
Það getur verið að við öfund-
um hana af því að Vera fyrsta
kona lands síns, en ætli við
myndum í raun og veru vilja
taka á okkur skyldur hennar —
sem aðrir ákveða fyrir hana?
Við • vildum sjálfsagt heldur
geta hallað okkur út af að
kveldi dags, verið alveg á-
hygjulaus og tekið okkur bók
í hönd til skemmtilesturs.
(Þýtt).
Islandsmótið hefst 25. maí.
Ársþing Bridgesambands ís-
lands verður að þessu sinni
haldið sunnudaginn 24. maí kl.
14 í Tjarriarkaffi. Mun þar
fjallað um mál, sem fyrir þing-
inu liggja, stjórn kosin og svo
frv. Daginn eftir kl. 14, einnig
í Tjarnarkaffi hefst svo íslands-
mót í sveitakeppni og eru allar
líkur fyrir því að spilað verði eft
ir Monradkerfi, svokölluðu. Tví
menningskeppni (Barometer)
hefst laugard. 30. maí kl. 14 og
lýkur á sunnudag. Þátttökurétt
haf a. m. k. 56 pör. Lokahófið
verður svo á sunnudagskvöldið
og fer þar fram m. a. verðlauna
afhending o. fl.
Stjórn Bridgesambands ís-
lands hefur tekið ákvörðun um
að senda lið á Ólympíumótið
1960, svo framarlega sem fjár-
hagsástæður leyfa. í því sam-
bandi vill stjórnin mælast til að
glöggir menn sendi henni tillög-
ur um hið klassíska vandamál
„hvernig á að velja landslið?“
Margar leiðir koma til greina
og er um að gera að athuga þær
allar gaumgæfilega.
*
Firmakeppni B. S. í. hefst n.
k. þriðjudag og munu milli 150
—200 fyrirtæki taka þátt í
henni. Mjög verður vandað til
verðlauna að þessu sinni og úr-
slit keppninnar munu birast í
auglýsingaformi í blöðunum.
Spilaðar verða þrjár umferðir
að venju.
4»
Tvenndarkeppni stendur nú
yfir hjá Bridgefélagi kvenna'og
er sveit Hugborgar Hjartardótt-
ur efst með 597 stig. í öðru
sæti er sveit Laufeyjar Þorgeirs<
dóttur með 578, þriðja sveifc
Magneu Kjartansdóttur 565 og
íjórða sveit Eggrúnar Arnórs-«
dóttur með 558 stig.
Eftirfarandi spil kom fyrir fl
rúbertubridge fyrir skömmu:
Krakkar fá íkveikfuæði.
SSökkviIfðið var kvatt út sex sínnum í
gær vegna elda, sem krakkar höfðu kveikt.
Undanfarna daga hafa verið
næsta mikil brögð að því að
krakkar hafi kveikt sinuelda og
stundum einnig kveikt í alls
Itonar rusli og slökkviliðið ver-
ið kvait út af þeim sökum.
í gær var slökkviliðið kvatt
út hvorki meira né minna, en
sex sinnum vegna íkveikjuæð-
is krakka, sem ýmist höfðu bor-
ið eld að sinu eða einhverju
rúsli. Á einum staðnum höfðu
krakkar bemlínis safnað sam-
an rusli til þess að kveikja eld,
Á öðrum stað höfðu þeir kveikt
í bílræfli, en á hinum stöðunum
var víðast um sinúeld að ræða.
Staðirnir, sem slökkviliðið
heillaóskir þegar leikrit þeirra | var kvaít að í gær voru Alaska
hafa verið leikin. ; gróðrarstöðiri við Laufásveg,
Þegar’hún les það, sem skril- Í.Iíáaíeitisvegur, Hagi, .Græna-
að er um bækur — og það gérír|borg. Hringbraut 105 og sífast
hún á hverjum sunnudegi ,-é- i að._ Miklubraut kl, 10 í gær-
hún Hversu oft eru verk ; kveldi. Á síðasttalda staðnum
ser
nýliða meðal þeirra, sem bezt
seljast. Allir myndu óska sér
að hafa meiri tíma tií lesturs og
það á ekki sizt við um dfottn-
inguna. En hún þarf að lesa
svo mikið af opinberum skjöl-
um — hún verður atð lesa þau
---að hún hefir varla afgangs
tíma til skemmtilesturs. Ef hún
getur það, er það helzt saga
samlegt, auk þess sem það veld-
ur slökkviliðinu óþægindum.
Ættu foreldrar að brýna fyrir
börnum sínum að láta af þess-
um hættulega ósið.
í morgun var slökkviliðið
gabbað á Freyjugötu.
Suður opnaði á einum tígli,
norður sagði 1 spaða, suður 2
hjörtu, norður 4 grönd, suðuc
5 tígla og riorður sex tígla. Nú.
doblaði austur og hinir sögðu
allir pass. Útspilið var laufa-
kóngur og hvernig á að spila
spilið? f reyndinni tók sagnhafi
á laufás og tók tvisvar tromp.
Síðan spilaði hann spaðaás og
kóng og þriðja spaða og tromp-
aði. Er spaðinn féll ekki gafst
hann réttilega upp og var einm
niður. Við nánari athugun kem-
ur í ljós, að til þess að vinna
spilið þurfa eftirfarandi skilyrði
að vera fyrir hendi: 1) tromp-
in verða að liggja tvö og tvö,
2) spaðinn má ekki liggja ver
en fjórir — tveir. Síðan er spil-
ið spilað á eftirfarandi hátt:
Laufkóngur er drepinn með ás
og tveir hæstu í spaða teknir
sbr. skilyrði 2. Nú er þriðja
spaða spilað og ef austur er með,
þá er trompað með gosanum.
Síðan er farið inn á trompkóng
og enn spilað spaða og trompað
með drottningu. Þá er spilað
trompi og tekið á ás (trompið
verður að falla sbr. skilyrði 1.
Síðasti spaðinn er tekinn og
laufi kastað heima. Nú kemur
hjarta og sama er hvað austur
gerir, því að restin stendur með
víxltrompi.
Ráðning bridgeþrautarinnar
verður birt í næsta þætti. Eng-
in rétt lausn barst en ein röng,
og hefur þetta sennilega verið
of þung þraut eða ....
hafði elduf verið kyeiktur í sinu
og .hafði breiðst 'allmikið út
þegar slökkviliðinu var^gert að-
vart. Tók það um þrjá stundar-
fjórðunga að kæfá eldinn og
hefði það éklíi tektót í taeka tíð
voru alls konai1 skúrar, • girðing-
ar, gripahús og jafnvel íbúðar-
hús í hættu. Þannig getur þetta
atferli krakkanna verið háska-
SENDISVEINN
óskast nú þegar allan daginn. —
&
ATVINNA
Nokkrar duglegar 'stúlkur óskast strax.
Uppi. hjá verkstjóranum.
• • »>••??♦«*<»> • </•>•<<*>« »<•
Skúlagötu 51.
LBNDIN H.F.