Vísir - 17.04.1959, Blaðsíða 7

Vísir - 17.04.1959, Blaðsíða 7
Föstudaginn 17. apríl 1959 VtSlR JÞýóðieikhúsið: „Húmar hægt að kveldi“. Harmleikur eftir Eugene O’Neill. Leikstjóri: Eirtar Pálsson. ar um, að fleira inundi. frá hon- um koma, sem yrði til a£i auka hróður hans. Veikindi, einsemd og þunglyndi þrúguðu hann as meira með árunum. En þó er sem hann hafi aldrei tekið eins á við að ráða rúnir mannssál- arinnar, kryfja hjörtun, opna manneskjurnar í samlífi þeirra, í fjölskyldulífinu, leita svara ið vandræðunum og skyssun- um, sem menn fremja æ ofan í æ. Þetta kemur berast fram i í leikritinu, sem nú er sýnt í i Þjóðleikhúsinu. A. m. k. að einu leyti er skáldverk þetta allt að því einsdæmi í heimsbókmenht unum. Það er „sannsöguleg" sjálfsævisaga í öllum .aðalatrið- um, en slíkt er æði fátítt um I leikrit, þó,að algengt sé í sögum jog ljóðuni. Og þess munu eng- jin dæmi, að skáld hafi afhjúp- iað sjálft sig og sína nánustu sem í þessu leikriti, en það ifjallar um' foreldra þess og syni þeirra tvo. Leikurinn hefst á því, að húsmóðirin' Mary er nýk-omin heim af heilsuhæli, þar sem hún hefir verið undir læknis néndi vegna eiturlyfjanotkunar. Hún má muna tvenna tímana, ólst upp á siðsömu heimili, lærði á hljóðfæri, gekk í klausturskóla. Kynntis síðan einum glæsileg- asta leikara landsins, James Tyrone, og giftist honum. Hann var talinn einn efnilegasti Shakespeare-leikari, féll síðan fyrir boði .um að leika róman- tíska hetju fyrir fjöldann. ÍHann hneigðist síðan mikið til ■drykkju, og fjölskyldan átti ekki annað heimili árum saman en misjöfn herbergi gistihús- ! anna landshornanna milli. Syn- irnir eru uppkomnir og báðir Tyrone-bræðurnir: Erlingur Gíslason og Róbert Arnfinnsson. fyrir sopann eins og faðirinn. 'sér trú um. En hún er sem sagt komin á aðra bylgjulengd, svarar úr sínum heimi: „Reyndu ekki að snerta mig. Það er ekki rétt, þegar eg er að reyna að verða nunna.“ Hugsun hennar staðnæmist mikið við tilhugalíf þeirra hjóna, endur fyrir löngu, brúðkaupið, og þá ekki sízt brúðarkjólinn. Hún hefir mik- ið velt því fyrir sér í vímunni, hvar hann muni vera niður kominn. Áður en varir er hún komin ofan af lofti. klædd greiðslusloppi og með brúðar- kjólinn á arminum. Þetta eru lokin, og hér rís leikurinn hæst, og það er raunaleg sjón og mikil list eins og það birtist á sviði Þjóðleikhússins, þegár húsmóðirin líður um gólfið eins og svefngengill, en maður hennar og synir horfa á mátt- vana og vonlausir, og þannig lýkur þessum stórbrotna harmleik, hún mælir síðast þessi orð: ,,Já, það var um vor, og eitthvað kom fyrir mig. Eg man það svo glöggt. Eg varð ástfangin af James Tyrone og var svo sæl um hríð.“ Leikurinn er meistaralega saminn í þá hnotskurn, að ævi þessarar fjölskyldu líður öll fyrir sjónum áhorfenda á göngu þessa langa dags. í upphafi leiks ríkir ást og friður, þegar hjón- in leiðast fram á sviðið. Og það er kyrrt líf sem ríkir góða stund. En veður skipast í lofti áður en varir. „Klögumálin ganga á víxl.“ Hver hörmungin eftir aðra dynur yfir. Fljótt sækir í sama horfið með hús- móðurina eftir að hún kemur af héilsuhælinu. Og þá er svo komið, að yngri sonurinn verð- ur að fara á annað hæli — berklahæli. Eldri sonurinn er auðnuleysingi og . pfýrirleitinn drykkjusvoli. Faðirinn upp- stökkur og samansaumaður. Framan af stendur þeim stugg- ur af veikindum yngra bróður- ins, en þegar úrskurður lækn- isins kemur, er' ' sambandið raunar röfið við móðurina, hún vill ekki viðrkenna sannleik- ann, hún er komin á vit eiturs- ins og lifir í öðrum heimi. Hug- urinn snýst um nokkur atvik frá fyrri árum. Yngri sonur hennar gengur til hennar til að koma henni í skiln'ing um, að hann sé með tæringu en ekki aðeins kvef, eins og hún telur Tyrone-hjónin: Arndís Björnsdóttir og Valur Gíslason. í leik þessum er mikið um ást, og að því er virðist einnig um hatur, en a. m. k. álasanir. Þrátt fyrir að í fjölskyldunni rífi hver annan inn að hjarta- rótum á stundum, hver kenni öðrum en sjálfum sér um ó- farir og yfirsjónir, ekki virðist standa steinn yfir steini í lífi þessa fólks, þá er í rauninni ástin sem lifir þrátt fyrir allt, þótt stundum blakti þar á veiku skaxá. Allt virðist sokkio í kol- svarta bölsýni og glötun, en mannúðin býr undir og yfir, og það er hún sem á að hafa síð- asta orðið. Þetta verk er afdráttarlaus- asta. skilríki, sem hægt er að hugsa sér um lífsreýnslu höf- undar. Þetta hafði hann upp lifað og það sem verra var. Hann var eitt sinn svo langt leiddur í svartsýni, að hann gerði tilraun til ao fyrirfara sér. Þá var hann enn ungur. Og mörg raun átti enn eftir yfir hann að ganga. Hann átíi tíðum við heimilisböl að búa. Böi-n hans hurfu honum hvert eftir annað. Einn sonur hans gerðist óviðbjarganlegur eitur- lyfjaneytandi. Annar, Eugene O’Neill yngi’i, varð hálærður í þeirri grein, sem föður hans var eftirlæti, grískum bók- menntum. Hann hafði lokið doktorsprófi og varfyrir nokkru orðinn prófessor í grein sinni, þegar hann svipti sig lífi. Þá gei'ðist það með dóttur hans, að hún ‘ giftist barnung manni Harmleikurinn „Húmar hægt að kveldi“ („Long day’s jour- ney into night“) eftir banda- ríska skóldið Eugene O’Neill hefir nú verið sýndur þrisvar á tæpri viku í Þjóðleikhúsinu. Undii'ritaður gat ekki komið því við að vera viðstaddur frumsýninguna sl. föstudags- kvöld. Þar var Ai'ndís Björns- dóttir hyllt sérstaklega af á- horfendum og leikurum í til- efni af því, að hún átti 40 ára leikaraafmæli fyrir nokkru. Og Arndís leikur einmitt aðalhlut- verkið í þessum sjónleik, má- ske sitt mesta til þessa dags. Skulu henni enn tjáðar ham- ingjuóskir og þakkir fyrir list liennar á leiksviðinu. Ekki hefir áður vei'ið sýnt hér á leiksviði neitt af þeim leikritum eftir Eugene O’Neili, sem talizt geta tákni’æn um skáldskap hans og var ekki vanzalaust að drægist lengur, þar eð hér um ræðir eitt mesta leikskáld í heimi á þessari öld. Eugene 0‘Neill var fyrst og fremst hafmleikaskáld, samdi vei'k, sem voru stór í sniðum, en hann skorti smekk, hæfi- leika eða kunnáttu til að sníða af þeim galla, sem margir minni karlar gátu hæglega sneitt hjá. En þrátt fyrir alla vankantana voru verk hans svo anáttug sem sjónleikir, að höf- undi var mikið þolað, að hon- um láðist að vera snyi’tilegt skáld, snurfusa og slípa sitt mál og takmarka sig. Segja má, að verk hans séu tíðum eins og liafsjór. Þau bera af því áhrif á mai'gan hátt, hvílíkt uppeldi og menntun hann hlaut og lífs- reynslu áður en hann fann kyrrð til að sinna skáldskapar- kölluxxinni, en einnig eru mörg þeirra eins og forspá um þær skelfingar og ógæfu, sem áttu eftir að dynja yfir þenna und- arlega mann síðustu æviái'in. Leikritið „Long day’s joui'- ney into night“ kom ekki fram ó sjónarsviðið fyrr en fimmtán árum eftir að höfundur lauk við það (1941) og tileinkaði konu sinni með þeim orðum, að það væri „leikrit um gamla harma, skrifað með blóði og tárum“. Skáldið lézt 1953, og þrem árum síðar var leikrit þetta sýnt í fyrsta sinn, ekki í heimalandi höfundar, heldur í Svíþjóð, á Dramaten í Stokk- hólmi. Hann hafði tekið mikilli tryggð við Svía. Sænskt var það skáld, sem mest áhrif haíði haft á hann, Strindberg. Sænskir lesendur og leikhús- gitsir höfðu vel kunnað að meta O’Neiil, og úr þvísa landi barst honúm hinn mesti heiður, sem rithöfundi getur hlotnazt, Nó- belsverðlaunin (1936). Hann ákvað iöngu fyrir dauða sinn, að Dramaten skyli hafa frum- sýningarrétt á öllum hans leik- í'itum, sem þá voru ósýnd. Síð- ustu tuttugu árin eða svo lifði hann í sífellt meiri einangrun frá umheiminum, og enginn nema kona hans vissi gerla, hvað hann aðhafðist. Þeir voru margir, sem voru úrkula von- 7 1 (Charlie Chaplin) sérs marg- falt eldri, en það þótti föður hennar slíkt ójafnræði og ó- hæfa, að hann sleit sambandi við hana að fullu. Hann var vissulega saddur lífdaga, er hann lézt hálfsjötugur. Svo mörg eru þau orð, mundi. einhver segja, og ekki hefðu þau orðið svo mörg, ef undirrit- aður teldi ekki, að sjónleikur þessi væri sjaldgæfur viðburð- ur í leikhúslífi okkar. Og þó er við nokkuð að jafna, meira að segja á þessum vetri. Á ég þar við hin fi-amúrskarandi leikrit „Allir synir mínir“ og „Horfðu reiður um öxl“ og þann ágæta flutning, sem þau hafa fengið. Nú er spurningin: Hvort hefur Þjóðleikhúsið orðið þess megn- ugt að túlka þennan mikla | hai'mleik svo sem hann verð- ■ I skuldar? Því miður ekki nægi- lega. Leikstjórinn Einar Pálsson . hefUr unnið verk sitt vel í öllum. aðalati'iðum, en það vei'ður að teljst vafasamt, að hann hafi valið rétt í aðalhlutvei'k leiks- ins, hvort sem hann hefir ráðið1 mestu þar um eður ei. Það á eirv hvex-n veginn ekki við okkar beztu leikara, að þeim sé falið að koma fram í hverjum einasta sjónleik, sem fluttur er. Þeim hættir við að missa áhugann á því að hafa hamskipti. Um leik Vals Gíslasonar verð ég að segja. það, að hann er snilldarlegur á köflum, t. d. þegar þyi’mir yfir hann eftir að hann kemst að ■ raun um, að konan er farin að ■ sækja í eitrið aftur, fyrst eftir að hún er komin heim af hæl- inu. Eg vildi segja, að þögn hans og yfii'þyrming talaði af mestri snilld í þessum leik. Leikur Arn dísar Björnsdóttur er ákaflega nærfærinn og fíngei'ður, sterk- ur á köflum. En einhvern veg- inn finnst mér, að þetta hlut- verk væri frekar við hæfi ann- ai'rar leikkonu. Leikur Róberts Ai’nfinnssonar er jafnbeztur, og á stundum hreinasta afbi’agð. Sumpart virðist Erlingur Gísla- son hafa eitthvð til brunns að bera fyrir hlutverk sitt, en leik- ur hans reyndist of glompóttur, þegar á reynir. Þýðingin er á ágætu máli, en . þó fjai'lægðist hún stundum æðl mikið það sem höfundur vildi sagt hafa. Um hið íslenzka heiti leiki'itsins liggur mér við að segja, að fljótt á litið mætti ætla, að það væri þingeysk þýð- ing á skáldsögu úr smálöndum eftir Margit Söderholm. Að lokum leyfi ég mér að þakka Þjóðleikhúsinu fyrir að ráðast í að flytja þetta stór- brotna snilldarverk. Og þrátt fyrir að ég hefði kosið sitthvað öði'uvísi með flutning verksins, þá vil ég fyrir alia muni skora á alla, sem hrífast vilja af mik- illi list, að láta ekki hjá líða að sjá þennan leik. G. B. „Deyjandi6‘ eyjar. Skotar hafa miklar áhyggjur af því, hversu fólki fækkar ó eyjunum með síröndum fram. Svo líður varla nokkurt ár. að ekki fari einhver smáeyja í eyði, og sú, sem virðist vera næst í röðinni er Fara í Orkn- eyjum. Þar búa nú aðeins fjór- ar hræður en fyrir 50 árum voru íbúarnir 70 talsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.