Vísir - 20.04.1959, Page 12

Vísir - 20.04.1959, Page 12
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir og annað lestrarefni heitn — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. 'WISIS. Mánudaginn 20. apríl 1959 Munið. að þeir, sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta Sími 1-16-60. Harftar bæjar- og sveitarstjórn nrkosningar í Alsír. Á fyrsta kosningadeginum, í gær biðu 20 bana en 70 særðust. l»etta er myndarlegasti knöttur, sem drengirnir eru með á myndinni. Þetta er belgur, sem notaður er til að lyfta veður- athugunartækjum hátt í loft og var til sölu hjá sölunefnd varnarliðseigna. Rétt er að geta þess, að loftbelgir af þessu tagi eru ekki lengur til sölu hjá nefndinni. (Ljósm. St. Nik.) Byggingajijónustan hefur þegar tekii til starfa. Vekur mikla athygli. Bæjar- og sveitarstjórnar- kosningar hófust í gær í Alsír og standa alla vikuna. Til ó- eirða kom, einkum á 3 stöðum, og biðu 20 menn bana, en yfir 70 særðust. Mest manntjón varð, er upp- reistarmenn réðust á þorp eitt nálægt landamærum Túnis. Biðu þar 10 menn bana, en í Constantine 4, tveir þeirra börn, af völdum sprengjukasts, og tveir í Algeirsborg. Kosningaþátttaka var dauf víðast hvar, enda hvöttu bæði uppreistnarmenn og þeir land- nemar, sem andvígir eru stefnu De Gaulle, til þess, að menn sætu heima og neyttu ekki at- kvæðisréttar síns. Hvað eftir annað var útvarp- að áskorunum til manna um að fara á kjörstað og neyta kosn- ingarréttar síns og í Algeirs- borg voru kosningarnar stöðv- aðar meðan farið var um göt- urnar í bifreiðum og hvatning- arorð hrópuð í gjallarhorn. Massu hershöfðingi var með- al þeirra, sem talaði í útvarp og hvatti menn til þess að kjósa. Örlggisfyrirkomulag. í öryggisskyni er fyrirkomu- lag haft þannig, að kosið er í ■einu þorpinu nokkrar klst., og svo í því næsta o. s. frv., og geta þannig öryggissveitir kom izt milli bæja og þorpa til eftir- lits, en nægt lið er ekki fyrir hendi, til þess að hafa það alls staðar samtímis. Sundrung? Fregnir hafa borizt um, að Herter skipaður utan- ríklsráðherra. Skipan Cliristians A. Herters í embætti utanríkisráðhcrra Bandaríkjanna hefur verið lögð fyrir öldungadeild þjóðþingsins til staðfestingar. Er það gert lögum og venjum samkvæmt og er talið víst, að hún verði staðfest einróma. — Því er yfirleitt ákaflega vel tek- ið í öllum vestrænum löndum að Bandaríkjunum sjálfum með töldum, að Herter varð fyrir valinu. Herter virðist jafn vinsæll meðal demokrata sem republik- ana í Bandaríkjunum. Fangarnir í Montana gáfust upp. Fangarnir í ríkisfangelsinu í Montana gáfust upp um helg- ina, er hermenn og lögreglu- menn gerðu árás á þá. Gislamir, sem þeir höfðu í haldi, sluppu lifandi og ómeidd ir, en fangarnir höfðu hótað að „brenna þálifandi eða hengja“. Aðalforsprakki fanganna og zmnar til frömdu sjálfsmorð. útlagastjórnin serkneska í Al- sír sé klofin og vilji meirihlut- inn fallast á vopnahlé að tillög- um De Gaulle, en harðskeyttur minnihluti sé því andvígur. Fyrstu fregnir um kosninga- úrslit benda til, að íylgi De Gaulle sé rénandi í Alsír. Fimm kvainingar slökkviiiðs um helgina. Slökkviliðið var nokkrum sinnum kvatt út um helgina, eða fimm sinnum alls, en hvergi um alvarlega eldsvoða að ræða. Á laugardagsmorguninn, klukkan rúmlega 8 kviknaði eldur í lítilli skúrbyggingu að Hlíðarvegi 73. Eldurinn var fljótt kæfður og skemmdir ekki tilfinnanlegar. - Klukkan hálffjögur sama dag kviknaði í gastækjum Slippsins við Mýrargötu, en búið var að slökkva þegar slökkviliðið kom á vettvang. Tjón varð ekki. Tveim stundum seinna var slökkviliðið beðið að slökkva eíd, sem krakkár höfðu kveikt í rusli í Hamrahlíð. í fyrrinótt var slökkviliðinu ■tilkynnt um eld í Örfirisey skammt frá olíu- og lýsisgeym- unum, sem þar eru staðsettir. Þegar komið var á staðinn var eldur þar í sorphaug og rusli og var hann strax kæfður. Síðasta kvaðningin var að Ein holti 2, en þar hafði kviknað í reykháfsmótum. Góður afti á færi þegar gefur. Frá fréttaritara Vísis. Akranesi í morgun. Það var ekki nema helming- urinn af bátunum á sjó í gær. Aflinn var sæmilegur, 137 tonn af 11 bátum. Trillurnar voru ekki á sjó í gær. í fyrradag var góður afli hjá netabátum. Þeir sem voru norð- ur undir Jökli hafa nú flutt net- in og eru nú allir með þau i Mið- nessjó. Á laugardag komu 14 trillur með 11 lestir. Þeir sem voru á Hrauninu höfðu mestan afla og beztan fisk. Annars hafa trillurnar verið á víð og dreif út af Borgarfirði, Hvalfirði og víð- ar. Það virðist vera talsvert af fiski, en hann er smár upp við landið. Aflahæstu bátarnir eru Sig- rún með 675 lestir, Sigurvon með 622 og Sæfari með 535. Þá eru nokkrir komnlir á fimmta hundraðið. Þetta er miðað við aflann eins og hann var í gær. Sanddæluskipið bætir nú dag- lega við skeljasandsbinginn hjá Sementsverksmiðjunni. Veður hefur ekki tafið sandtökuna undanfarið. Hygghigaþjónusta Arkitekta- félags Islands var opiiuð á laug- ardag og var einnig' opin í gær. Aðsókn var geysirpikil báða dagana, oft samtímis á annað liundrað gesta. Þeir voru margir, sem sögðu, að þetta væri svo þarft fyrir- tæki, að það hefði átt að vera komið á fyrir löngu. Var við- kvæði margra þeirra einstakl- inga sem staðið hafa í húsbygg- ingum: „Betur hefði farið, ef Enn ólga í blóð- inu á Kýpur. Enn virðist nokkur ólga í blóði Kýpurbúa og hefur brotist út seinustu daga. M. a. hefur „vinstri“ og „hægri“ Kýpur-Griggj um lent saman í þorpi einu. Var grjót óspart notað, en til venjulegra vopna var ekki gripið. — Tvær brezkar konur voru grýttar í baðfjöru og tveir brezkir her- menn særðir hnífsstungum í Famagusta. t— Kakarios hefur fordæmt árásir og ofbeldi. Bylting í Bofivíu bæíd niður. Bolivíustjórn tilkynnir, að hæld hafi verið niður bylting- artilraun, sem gerð var í gær, hin sjöunda á sjö árum, til þess að reyna að velta núverandi valdhöfum. Það voru falangistar, sem stóðu að byltingartilrauninni og hefir uppgjafa-ofursti úr þeirra flokki verið handtekinn. — Kunnugt er að 22 menn biðu bana, en um 30 særðust. Bylt- ingarsinnar náðu útvarpsstöð- inni á sitt vald og reyndu að ná ráðhúsinu í höfðuborginni La Paz, þar sem aðaltilraunin var gerð, en mistókst það, því að herinn var á bandi stjórnar- innar. í tveim öðrum borgum kom til smávægilegra átaka. eg hefði getað leitað til slíkrar þjónustu sem þessarar, þegar eg var að byggja.“ Eins og áður hefur verið sagt hér í blaðinu, eru allir sýning- arbásar útleigðir, en enn hefur ekki verið komið fyrir sýninga- vörum í 4 bása, þar eð beðið er éftir sýnishornum frá út- löndum. Byggingaþjónustan, sem er til húsa að Laugavegi 18 (Liv- erpool) uppi, verður opin dag- lega kl. 13—18 og væntanlega einnig tvö kvöld í viku, sem tilkynnt verður síðar. ______ Fram í Hafnarflrðl heldur fund í kvöld. Landsmálafélagið Fram í Hafnarfirði heldur fund í Sjálf- stæðishúsinu í kvöld kl. 20,30. Framsögu á fundinum hafa frambjóðandi Sjálfstæðisflokks- ins í Hafnarfirði, Matthías Á. Mattiesen, sem ræðir stjórn- málaviðhorfið, og ennfremur Páll Daníelsson bæjarfulltrúi, sem talar um bæjarmál og segir frá afgreiðslu síðustu fjárhags- áætlunar. Fallinn er annar Hæstarétt- ardómur í okurmálum, að þessu sinni yfir Herði Ólafssyni hér- aðsdómslögmanni, og var hann dæmdur í nærri 200 þús. kr. sekt til ríkissjóðs og 8 mánaða varðhalds til vara, verði sektin ekki greidd innan 4 vikna. Hæstiréttur þyngdi refsing- una lítið eitt frá því, sem dóm- ur í héraði fór fram á, en þar var Hörður dæmdur í 188.100 króna sekt. Samkvæmt dómi Hæstaréttar greiði hann kr. Akureyrarfeið fær stórum bdum. Fært er orðið öllum stórum og kraftmiklum bifreiðum á leið inni milli Akureyrar og Reykja- víkur. Báðar heiðarnar, Holtavörðu heiði og Öxnadalsheiði, sem lokuðust á dögunum voru rudd- ar fyrir helgina og síðan hafa : stærri bifreiðir komizt yfir þær. En vegna djúpra hjólfara og fleiri annmarka eiga litlir og lágir bílar örðugt með að kom- : ast leiðar sinnar eins og sakir standa, en sennilega verða báð- ar heiðarnar heflaðar fljótlega ef þíðviðri helzt og ekki snjóar að nýju. Vaðlaheiðin er lokuð og senni lega verður hún ekki rudd strax. Hins vegar komast bílar leiðar sinnar milli Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslna um Dals- mynnisveginn í Fnjóskadal, sem er góður yfirferðar. , ----•---- Vantar leðju fyrir borinn. Stóri jarðborinn liefur snúizt svo til hvíldarlaust, síðan liann kom til landsins, en nú verður nokkurra daga hlé, meðan beð- ið er eftir leir, sem nauðsyn- legur er við borunina. Meðan leirinn er ókominn, verður tíminn notaður til lag- færinga og árlegs viðhalds á bornum. Leirinn hefur verið fluttur inn frá Bandaríkjunum, en næsta sending mun verða frá Póllandi. Þetta er sérstök teg- und af leir, eins og hann kem- ur úr jörðinni. Hann er notað- ur við að ná upp svarfinu úr holunni og til að kæla borinn. Reynt hefir verið að nota ís- lenzkan leir en ekki tekizt. Æsusnu fjýs. Eldfjallið Asama gaus á þriðjudag s.I., segir í fregn frá Tokio. Öskufall var í Tokio og víðar og var hvítt öskulag á húsa- og bílaþökum og á götum og í görðum. 191.625.00 Það hefur komið í ljós á vaxtareikningum löggilts endurskoðanda, að lögfræðing- urinn ákærði hefur tekið í vexti af víxillánum nál. 48 þús. krón- um umfram 8% ársvexti, sem leyfðir eru að lögum. Þá greiði ákærði allan á- frýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun, sækjanda og verjanda fyrir Hæstarétti, 5 þúsund krónur til hvors. Hæstaréttardómur í okurmáli: Hörlur Ólafsson greiði 200 þús. krónur.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.