Vísir - 21.04.1959, Blaðsíða 7

Vísir - 21.04.1959, Blaðsíða 7
I 'Þ’riðjudaginn 21. apríl 1959 VÍSIS % CECIL ST. LAURENT: ^y4^uintúd enuAD rK 0II vflll DON JMJA XS * 1 12 En honum jókst aftur hugrekki, er hann fór að hugsa um hréfið. Brátt mundi hann standa augliti til auglitis við mark- greifann og hanh gerði sér í hugarlund hvað þá mundi gerast. Hann þóttist næstum geta heyrt markgreifann mæla um leið og hann þrýsti hönd hans: „Ungi vinur minn, þár hafið unnið mikið afrek, sem seint verður fulllaunað. Afklæðist þessum andstyggilegu lörfum, sem þér hafið verið til neyddur að klæðast — og klæðist búningi, sem stétt yðar og hugdirfsku sæmir.“ Og svo dreymdi hann áfram. Hann reið á harða spretti að hárri höllu og er hann steig af foaki mælti hann við hallareiganda: Eg er aðstoðarforingi Villa- Campo markgreifa. Hann sendir yður kveðju guðs og sína og óskar þess, að eg fái gistingu hér.------Og meðan hann talar hvíla augu hallarherrans á honum — og augu hinnar ungu og fögru dóttur hans, því að vitanlega á hallarherrann forkunnar fagra dóttur. Þau geta ekki haft augun af hinum vaska, unga riddara, sem hafði lagt líf sitt í hættu til þess að bjarga heiðri Spánar. Og brátt hallast hin fagra mey að barmi hans. Hún er í næfurþunnum hvítum kjól og sælutillit í augum hennar. — Ertu að sofna á jálkinum, þorparinn þinn, var kallað hrana- lega og kaldur virkileikinn blasti enn af nýju við honum. — Jú, nú erum við brátt í Lograno, sagði sá, sem fyrstur hafði stungið upp á, að negla Juan á hesthúsvegg. Jæja, annað hvort sleppurðu, eða við hengjum þig. Það var farið að skyggja. Einhversstaðar ekki langt í burtu var kirkjuklukkum hringt, og brátt kom Juan auga á háan kirkjuturn milli grenitrjánna. Og er þeir komu á torgið, sem kirkjan stóð við, kom þangað flokkur hermanna, sem umkringdi þá, og leiddi þá að stórri tigulsteinsbyggingu. Bartolomeo stökk af hesti sínum. Ungur liðsformgi gekk til móts við hann og saman gengu þeir þar næst inn um hlið mikið. Brátt opnaðist hliðið aftur og út kom fremur smávaxinn herra- maður og gekk Bartolomeo á eftir honum og var auðséð, að hann bar mikla virðingu fyrir þessum manni, sem nú nam staðar í nokkurra skrefa fjarlægð frá Juan og spurði þurrlega, hljóm inikilli röddu: — Hvar er pilturinn, sem þykist vera d’Arranda greifi? Juari steig af baki. Hann hafði ætlað sér að ganga virðulega fyrir hallarherrann, en sá nú að það mundi hafa skopleg áhrif, ef hann teymdi Louisu á eftir sér, en henni þorði hann ekki að sleppa, og meðan hann hugleiddi þetta brýndi Villo-Campa röddina: — Jæja, svo að það ert þú, sem þykist vera d’Árranda greifi! Þetta er grár leikur. Að vísu er greifinn, vinur minn, sérkennileg- ur maður, en að hann leyfði systiu- sínum að ganga um klæddur fötrum betlara, það er af og frá. Piiturinn er svikari, kannske hættulegur svikari. Farið með hann eins og yður sýnist, Barto- lomeo. Juan sleppti taumunum úr hendi sér og gekk fráiri'fyrir Villa- Campo og í þeim svifum, er hann stóð frammi fyrir manni sinni eigin-stéttar endurheimti hann öryggi sitt. — Senor, sagði hann ákveðinni röddu, maður af d’Árranda- ættinni mun aldrei leyfa, að hann sé gagnrýndur fyrir klæði sín, hver sem í hlut á. Eg krefst afsökunar og er reiðubúinn að verja heiður minn með sverð í hendi. Undrunarkliður fór um hópinn og Bartolomeo steig fram og bjóst til að leggja hendur á piltinn, en markgreifinn kom í veg fyrir það. — Afsakið, ungi herra, sagði Villa-Campo, er eg virði yður betur fyrir mér, minnist eg ungs manns, sem var kynntur fyrir nokkrum mánuðum sem d’Arranda greifi. Hann steig fram og rétti Juan höndina. — Misvirðið ekki, að eg tók þannig til orða áðan. Eg gat ekki áttað mig á þessum klæðnaði — og þá á miðri nóttu! — Eg er í flokki skæruliða, og þar sem þeir báru klæði léleg, skipti eg mínum góðu klæðum milli þeirra. Flokkurinn, sem eg er í, komst yfir frönsk bréf. Þar sem enginn þeirra gat lesið þau nema eg, og vissulega enginn þeirra mundi hafa trúað mér, ef eg hefði þýtt þau, reið eg hingað upp á eigin ábyrgð með bréf, sem eg tel hið mikilvægasta fyrir yður, herra. Hann leit hofmóðuglega á Bartolomeo og mælti: — Gerið svo vel að afhenda markgreifanum bréfið, sem þið tókuð af mér. Markgreifinn tók rólegur á svip við bréfinu og bað Juan að koma með sér. Þegar þeir höfðu sezt í rúmgóðum sal, sem var aðalbækistöð markgreifans, opnaði hann bréfið og las það hægt. Juan reis á fætur og fór að stika fram. og aftur um gólfið með knýtta hnefa, en markgreifinn hló við. — Það er engin ástæða til neinnar taugaæsingar, ungi vinur minn. Bréfið er vissulega hið mikilvægasta og eg er yður þakk látur. Hann lagði bréfið á borðið og lagðist svo fyrír á hermanns- bedda sínum þar í stofunni. Það var einhver Asíuþjóðarblær á ófríðu andlitinu og Juan fannst, að hann héfði vart séð svo Ijótan mann. Juan settist aftur og reyndi að vera áhyggjulaus á svipinn. Villa-Campo tók til máls: — Það er sherryflaska og glas undir borðinu og eg held jafn- vel, að það sé það sneið af svínakjöti og brautbiti. Neytið þess. Meðan Juan borðaði horfði markgreifinn á hann með hálf- luktum augum. Svo spurði hann: — Var það móðurbróðir yðar, sem þrátt fyrir æsku yðar vildi, að þér gerðust skæruliði? Nei, það var eg sjálfur, sem krafðist þess að fá að berjast fyrir Spán. — Afsakið forvitni mína, en hafið þér fengið nokkuð tæki- færi til þess að taka þátt í bardaga? Hafið þér vegið mann? — Nei, aldrei, svaraði Juan hikandi. — Haldið þér, að þér gætuð gert það? — Ja-á! — Gott og vel, sagði markgreifinn háðskur á svip. Þér skuluð fá tækifæri til að sanna hvort töggur er í yður til slíks. í gær a handtókum við Spánverja, sem hafði látið Frakka komast undan. Það á að „afgreiða" hann í dag. Til þess að spara púður erum við vanir að nota reipið eða hnífinn. Þér skuluð fá rýting og svo farið þér og innið þetta af höndum. Án þess að hugsa sig um svaraði Juan skelfdur „nei“. — Eg vil gjarnan bana fjandmanni í heiðarlegum bardaga, mælti hann titrandi röddu, en maður af ætt d’Arranda innir ékki af höndrnn böðulsverk. — Ekki illa mælt, þér verðið sjálfsagt vaskur riddari um það er lýkur, vinur minn, en þér eruð of ungur til þátttöku í stríði. Skylda mín er að senda yður til móður yðar. Þér hafið líka þegar unnið til heiðurs. — Eg hefi fært yður mikilvægt plagg. í launaskyni krefst eg að fá að vera áfram í flokki skæruliða. Villa-Campo rak upp hlátur. KVÖLDVðKUNNi „Hvað hefir komið fyrir bát-< inn hans föðurbróður þíns?" „Hefirðu nokkurntíma tekiðf eftir klettinum, sem er við inn-t siglinguna á Gullna hliðinu?1* „Já, það hefi eg.“ „Fóðurbróðir gerði það ekki * — Segið mér frá utanlands-: för yðar, sagði sálkönnuðurinn. - Eg ferðaðist yfir um U Normandi. — En það skip sökk fyrin löngu. — Þá er ekki furða þó ao brauðið væri vatnssósa. ★ „Veiztu það Heririetta,“ sagði hinn ástúðarfulii biðill, „að í hvert sinn sem eg sé þig slær hjarta mitt hraðar. Eg finn í mér hvöt til að gera eitthvert stórvirki, eitthvað vetulegt. Mér finnst eg vera svo sterkur og karlmannlegur. Veiztu hvað það þýðir?“ „Áreiðanlega,“ sagði Hennie. „Það þýðir það, að eftir svo sem fimm mínútur förum við í glímu.“’ ★ „Eg uppgötvaði einmitt nuna nokkuð, sem getur unnið störf 50 karla.“ „Og hvað er það?“ Fimmtíu konur!“ ★ „Konan mín var tekin föst fyrir að leggja bílnum sínum.“ „Fjnir að leggja bílnum sínum?“ „Já. Hún lagði honum ofan á annan bíl.“ ★ Leikkonan hafði ákveðnar hugmyndir um hvað þyrfti á leiksviðið. „Eg heimta að það sé reglulegt vín haft í drykkju- atriðinu.“ „Það er fyrirták,” sagði leið- beinandinn, „Ef þér fallizt þá að eitur sé notað í morðatrið- inu.“ msmmæ*. t m </•* • w* «>/.* *>/• £. E. Biirrowghs J TARZAN CLASML7 VviTH AKUT. THE i KIMS AFE IN A VICIOLS STSUSSLE 1 FOK SUPPE/AAOy. - T A R ZA N 2872 |SÍ0. SSral Nú laust þeim saman, Tarzan og Akut konungi ap- anna, sá sem sigraði var FECiSiVELX HOV/EVER, HE- WITHHEU7 HIS KNIFE FOK HE SAW NO AF’VAMTAOE IM KILLIMS THE BEAST—: herra yfir apahópnúm. Það var af áséttu ráði, sem hann notaði ekki hnífmn, því STEEL /AUSCLES THEM TENSE7 AMI7 PA\K- FULLY PKESSEI7 THE AFE TO THE GPOUNF! ‘KASORAl'SHEIEKEtP AKUT. 'ISURRENF’EK!' honum Var það enginn vinningur að drepa Akut. Stálvöðvar Tarzans hertu takið á Akut og beygðu hann til jarðar. „Kagoda!“ öskraði hann — eg gefst upp. Póstur með eldflaugum. Bandaríkjainenn gera sér vonir um, að þeir geti haft margvísleg not af eldflaug- um innan tíðar, og ekki fyrst og fremst * hernaðar- þágu. Er til dæmis farið að undirbúa athuganir á því, hvort ekki muni vera hægt að nota eldflaugar til að flyíja póst milii fjarlægra staða í Bandaríkjunum, svo sem milli staða á ausj;ur- og vestursfröndinni. Þá gerir bandaríski herinn sér einnig vonir um, að hægt verði að nota eldflaugar til að flytja allskonar nauðsynjar til staða, þar sem samgöngnr eru erfiðar, og jafnvel mena, ef á þarf að halda. I Pakistan hafa fjögur bTið verið bönnuð, sariikvæ ií nýíri tilskipan §eíg,;heimil- ar slíkt bann á blöðum, siin þiggja fjárhagslega aðsfoð erlendis frá.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.