Vísir - 22.04.1959, Síða 1

Vísir - 22.04.1959, Síða 1
12 sí&ur q k\ i y 12 síður 49. ár. Miðvikudaginn 22. apríl 1959 89. tbl. Kjördæmamálið úr nefnd: Engum veittur réttur, sem hann á ekki kröfu til. Frv. brýn réttarbót, sem ekki má drsgast að samþykkja. Stjórnarskrárnefndin klofn- aði um kjördæmamálið, eins og við var ag búast, og eru þing- menn Sjálfstæðisflokksins, Al- þýðuflokksins og Alþýðubanda- lagsins í meirihluta. Þessir nefndarmenn — Bjarni Benediktsson, Jóhann Hafstein, Jón Sigurðsson, Benedikt Grön- dal og Einar Olgeirsson — skil- uðu áliti í gær og leggja þeir til, að frumvarpið verði sam- þykkt óbreytt. Fulltrúar Fram- sóknarmanna í nefndinni, Gísli Guðmundss'on og Páll Þorsteins- .son, vildu láta fresta málinu, ren þar sem það fæst ekki, munu þeir leggja fram einhverjar toreytingartillögur. í nefndaráliti meirihlutans ,«r m. a. komizt svo að orði: T,Hvernig sem þetta mál er skoðað, verður ljóst, að öll rök hníga með því önnur en þau, ef menn vilja halda við þeirri skip an að veita einum flokki for- réttindi á kostnað allra annarra flokka og þar með yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. í þessu frumvarpi er ekki gert á hlut neins frá því, sem nú er. Engum er veittur réttur, sem hann á .ekki fulla kröfu til. Hinu má miklu fremur halda fram, að fólkið í þéttbýlinu sitji enn við of skarðan hlut. En það vill una því og réttir fram bróð- urhönd sína til fámennisins til einlægrar samvinnu um heill allra byggða íslands .... Meirihluti stjórnarskrár- nefndar telur, að í frv. felist svo brýn réttarbót, að ekki megi dragast að samþykkja hana. Hann leggur þess vegna til, að frv. verði samþykkt og getur ekki fallizt á till: að rökstuddri dagskrá um frestun málsins, sem fulltrúar Framsóknar- flokksins lögðu fram í nefnd- inni ... . “ Vorveður nyrðra. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun. — Vorveður er komið nyrðra, logn og rigningarsúld, en samt ekki ýkja hlýtt. Allir vegir eru færir orðnir í nærliggjandi byggðarlög og sýslur frá Akureyri. Farfug'larnir eru nú sem óðast að koma, þ. á m. lóan, en henn- ar varð fyrst vart þar.n 17. þ.m. Bandaríkin hátolla ullar- vöru. — Bretar reiðir. Veldur alvinnuleysi í Bretlandi. Mokafli hefur verið suður með sjó síðustu sólarhringana, eins og getið hefur verið í Vísi, og hefur dagsaflinn, sem komið hef ur á land í Keflavík einu sinni komizt talsvert yfir 800 lestir, en það er það mesta, sem borizt hefur á land þar á þessar ver-, tíð. Stefán Nikulásson var staddur í Keflavík í gærkveldi og nótt, þegar bátar voru að koma að, og fannst honum á- stæða til að „skjóta“ á v.b. Jón Finnsson, þegar hann lagðist að, bryggju, því að hann var með hvorki meira né minna en 6060 fiska, sem er enginn smáræðis- afli, enda mestmegnis vænn þorskur. Sagði Gylfi Jóhannes- son, formaður, að hann hefði sótt þennan afla 24 mílur út, og hann hefur farið fleiri ferðir til fjár síðustu dagana, því að fjórum síðustu róðrum hefurl að landi. VISIR □BKAR DLLUM LAN DSMDNNUM gleóuecjS áumar: J hann fengið hvorki meira né minna en 125 lestir. Myndirnar eru báðar teknar í nótt, og sést greinilega, að Jón Finnsson hefur ekki komið alveg tómur Bandaríkjastjórn hefur birt íilkynningu um innflutnings- tolla á ullardúkum á þessu ári. Verður það þriðja árið í röð, sem svo hár innflutningstollur er á skozkum ullardúkum, að nær enginn innflutningur þeirra mun eiga sér stað, en þetta er annars mjög eftirsótt vara í Bandaríkjunum. Hins vegar leyfa Bandaríkjamenn lægri tollar á ódýrari, lakari ull ardúkum frá ýmsum löndum. Mikil gremja ríkir meðal ullar- framleiðenda og í ullariðnaðin- um yfirleitt í Skotlandi og Norð ur-Englandi, þar sem menn höfðu gert sér vonir um rýmk- un — og þar með aukna at- vinnu. Einn helzti talsmaður skozka ullariðnaðarins segir menn orðna þreytta á að heyra tal manna vestra um frjálsari við- skipti þjóða milli — svona sé frjálsræðið í framkvæmdinni. Mokafll norðanlands. Afbragðs velði fojá stefabálum eg togsSdptEiu. Frá fréttaritara Vísis. — Akureyri í morgun. Afli hefur stórlega glæðst norðanlands síðustu dagana og hafa bátar og smærri togskip fengið mokafla. f gær kom togskipið Sigurð- ur Bjarnason til Akureyrar með fullfermi, 120—130 lestir, mest afbragðs þorskur, sem hann fékk eftir 4 sólarhringa útivist, zkammt frá landi. Aflinn fer í hraðfrystingu. Skipið fór aftur á veiðar í nótt. Togskipið Súlan er væntan- leg til Hríseyjar á föstudaginn. í gær bárust fréttir um að hún væri þá búin að afla 60 lestir. Sex Hríseyjarbátar, sem stunda veiðar í net, hafa fengið ágæta veiði síðustu dagana, eða 7—8 þúsund punda veiði eftir 2ja sólarhringa útivist. Annars- staðar hefur afli glæðst að sama skapi. LaniMur af Mi í Vestmannaeyjum. í flestum öðrum verstöðvum um mikla ftskgengd að ræBa. Aflahrota er nú í flestum verstöðvum á Suðvesturlandi og sums staðar landburður af fiski eins og t. d. í Vestmanna- eyjum, en þar mun um 2000 lestir hafa borizt á land í gær. Mikla gremju vekur það í Vestmannaeyjum að aðkomu- fólk, sem leitaði þar atvinnu í vetur skuli flykkjast á brott einmitt þegar á því þarf helzt að halda. Hefur prófum í skól- um nú verið frestað þar til að fá nemendur til framleiðslu- starfa. V estmannaey j ar. Þar er enn sami mokaflinn og verið hefur undanfarið, með öðrum orðum landburður af fiski og í gær munu um 2000 lestir af fiski hafa borizt þar á land. Margir bátanna voru með um 5 þúsund fiska á bát. Afli er nokkuð jafn enda þótt nokkrir bátar verði alltaf út- undan eins og gerist og gengur. Handfærabátar hafa einnig aflað afbragðs vel. Varðskipið Ægir hefur verið Framh. á 12. síðu. Yflr 10 þús. flétta- menn í marz. Rösklega tíu þúsund manns flýðu sæluna í A.-Þýzkalandi í marzmánuði. 1 þessari tölu — 10,391 — eru þeir einir taldir, sem sótt hafa formlega um dvalarheimild í V.-Þýzkalandi, en margir fleiri koma og leita til ættingja og vina. Á s.l. ári komu alls 204 þús. flóttamenn frá Austur- Þýzkalandi, en frá stríðslokum hafa meira en 3.5 millj. manna flúið ríki þýzkra kommúnista. Bretar senda nefnd til Rússlands. Sir David Eccles verzlunar- ráðherra Bretlands fer til Moskvu bráðlega sem formaður viðskiptanefndar. Aukin viðskipti milli Breta og Rússa eru nú mjög á dag- skrá. — Viðskiptin námu um 60 millj. stpd á s.l. ári á hvora hlið, — þó keyptu Rússar nokk- uru minna af Bretum. Nokkrir greiðsluerfiðleikar myndu þó koma til hjá Rússum, ef til auk- inna beinna viðskipta kæmi, að því er talið er í Bretlandi. 99 Jafnrétti í skipan Alþingis!ié Einhugur og bjartsýni rikti á fjölmennum Varðarfundi í gærkveldi. „Tímamót í íslenzkum stjórn- málum“ var umræðuefni það, sem rætt var á fjölmennum Varðarfundi í Sjálfstæðishúsinu í gærkveldi. Frummælandi var Jóhann Hafstein alþingismaður. Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, formaður Ta*».r, setti fund inn og mælti nokkur formáls- orð, minnti á uppgjöf vinstri stjórnarinnar og svik hennar við kjósendur, hvernig Sjálf- stæðisflokkurinn liefði stuðlað Franih. á 6. síðu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.