Vísir - 22.04.1959, Blaðsíða 12
„v. ™
Ekkert blað er ódýrara í óskrift en Vísir.
Litið tinnii færa yður fréttir og annað
leatrarefni heim — án fyrirhafnar af
yðar hálfu.
Sími 1-16-GO.
VISIR
Miðvikudaginn 22. apríl 1959
Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur
Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið
ókeypis til mánaðamóta.
Sími 1-16-60.
Sovétstj órnin hefnr í hót-
unnm við Bonn§tjórnina.
Ekkert samkomulag um Berlfn, ef Nato
lætur í té kjarnorkuvopn.
Sovétstjórnin hefur sent
stjórn sambandslýðveldisins
vesturþýzka orðsendingu og
varað . hana við afieiðingum
þess, ef framkvæmd verði á-
form Norður-Atlantshafsvarn-
arbandalagsins um að búa V.-Þ.
k jarnorkuvopnum.
Slíkt gæti haft þær afleið-
ingar, segir í orðsendingunni,
að fyrirfram væri komið í
veg fyrir, að árangur næðist
af fundi æðstu manna
um vandamálin.
Þá er og leidd athygli að
þeirri tortímingu, sem yfir V.-
Þ. gæti vofað, ef þar væru kjarn
orkuvopnabirgðir og kjarnorku-
vígbúnaður.
Áhúginn að dofna.
Ekki liggja enn fyrir umsagn-
ir í ritstijórnargreinum um þessa
seinustu orðsendingu sovét-
stjórnarinnar til V.-Þ., en sú
skoðun hefur komið fram hjá
sumum þeirra, sem um alþjóða
mál skrifa, að ekki sé víst hve
sterkur hugur fyígi máli hjá
Rússum, er þeir ræði nauðsyn
á fundi æðstu manna o. s. frv.
— það gæti komið í ljós, að á-
huginn dofnaði á seinustu
stundu, ef þeir sæju, að þeir
gætu ekki haft allt sitt fram.
Berlín aðalmálið.
Einn af ritstjórum Sunday
Times í London flutti erindi í
útvarp í morgun og komst að
þeirri niðurstöðu, að Berlín yrði
aðalmálið á fundum þeim, sem
ákveðnir eru í vor og sumar, en
undirbúningur að þeim væri nú
kominn á lokastig, með viðræð-
um Willy Brandts yfirborgar-
stjóra Vestur-Berlínar við
brezka ráðherra, og auk þess er
að Ijúka 10 daga viðræðum sér-
fræðinga Vesturveldanna til
undirbúnings fundunum og sam
ræmingar stefnu þeirra, og þar
hefur allt fallið í ljúfa löð, en
það er tvennt ólíkt, að sérfræð-
ingar nái samkomulagi og
stj órnmálamennirnir, sagði rit-
Zimmermann í Jósefsdal
á morgnn.
Á morgun, sumardaginn
fyrsta, hefjast skíðaæfingar í
.Tósefsdal undir stjórn liins
frækna austurríska skíðamanns
Egon Zimmermanns, og standa
æfingarnar fram yfir helgi.
Um síðustu helgi leiðbeindi
Zimmermann við æfingar hjá
K.R.-skálanum, og tóku þátt í
þeim fjölmargir úr skíðafélög-
unum í Reykjavík.
Að loknum æfingunum í Jós-
efsdal, eða um helgina, verður
mót, þar sem koma fram marg-
ir af snjöllustu skíðamönnum
landsins. Ferðir verða farnar á
mótið frá B.S.R.
stjórinn, og fór því næst að
ræða þann mun, sem er á skoð-
unum Vestur-Þjóðverja og
Frakka og flestra Bandaríkja-
manna annars vegar, og Breta
hins vegar. Afstaða hinna fyrri
væri að vera ákveðnir og slaka
ekkert til, nema gegn jafnmik-
ilvægum tilslökunum af Rússa
hálfu ,og þeir hafa vantrú á til-
lögum Breta varðandi frystingu
vígbúnaðar.
Flugferðirnar.
Hann kvað Breta einnig hafa
ótrú á háloftsflugferðunum á
þessu stigi. Hann kvað þær án
efa til undirbúnings loftbrúar,
ef til þyrfti að taka, og myndi
verða að fara 10 slíkar ferðir á
dag til birgðaflutninga handa
10.000 manna liði Vesturveld-
anna þar og öðrum vestrænum
fulltrúum og starfsliði- — og
slíkum flutningum væri unnt
að halda uppi árum saman. —
Fyrirlesarinn kvaðst ekki vilja
drága upp of dökka mynd, en
hann væri vantrúaður á nokk-
urt samkomulag varðandi sam-
einingu Þýzkalands, en það
gæti hins vegar orðið til þess,
að eithvert samkomulag yrði
gert um Berlín. Hann spáði því,
að fundir æðstu manna yrðu
eins tíðir í framtíðinni eins og
fundir utanríkisráðlíérra hafa
verið á undangengnum tímum.
Skoðun Herters.
Herter utanríkisráðherra
Bandaríkjanna sagði í gær að
leiðtogar Sovétríkjanna væru
að sínu áliti svo raunsæir, að
þeir vildu ekki kjarnorkustyrj-
öld. Hann kvað Bandaríkja-
menn ekki myndu grípa til
kjarnorkuvopna út af Berlín, en
Framh. á 7. síðu.
Skfúðganga
skáta á nsorgun.
Að venju ganga skátarnir
fylktu liði í kirkju á sumar-
daginn fyrsta, skátarnir í
Dómkirkjuna og ylfingar og
ljósálfar í Fríkirkjuna.
Gengið verður um þessar
götur:
Snorrabraut, Eiríksgötu,
Barónsstíg, Freyjugötu, Óðins-
götu, Skólavörðustíg, Banka-
stræti, Austurstræti, Aðal-
stræti, Vesturgötu, Ægisgötu,
Túngötu, Hofsvallagötu, Hring-
braut, Suðurgötu og Kirkju-
stræti í Dómkirkju, en ylfing-
ar og ljósálfar beygja af Suður-
götu og fara niður Skothúsveg
og Fríkirkjuveg í Fríkirkjuna.
í Fríkirkjunni messar séra
Bragi Friðriksson.
í Dómkirkjunni hr. Ásmund-
ur Guðmundsson biskup.
Afli hér-
Framh. af 1. síðu.
að aðstoða Eyjabáta við að ná
upp netahnútum, en allmargir
bátar mistu trosur sínar í vik-
bátar mistu trossur sínar í vik-
is hefur gefið góða raun og
netatjón bátanna því mun
minna en gert var ráð fyrir í
fyrstu.
Margt aðkomufólk, sem leit-
aði atvinnu á vertíðinni í Vest-
mannaeyjum, hefur nú þeg-
ar haldið á brott, einkum þó
síðustu dagana. Þetta er ákaf-
lega bagalegt einkum nú þegar
mest þarf á því að halda og
eru útgerðarmenn staðráðnir í
því að gera aðrar ráðstafanir
með ráðningu vertíðarfólks, en
ríkt hafa til þessa.
í morgun héldu útgerðar-
menn fund með skólastjórum
bæjarins og öðrum ráðamönn-
um skólanna og fóru þess á leit
að prófum yrði frestað í bili
svo hægt væri að fá skólanem-
endur til framleiðslustarfa. Var
það samþykkt að veita frí fram
yfir næstu helgi, og þykir þó
hvergi gott.
Grindavík.
Þar er aflinn ákaflega mis-
jafn, en í heild allgóður. Sumir
bátanna fengu góðan afla í gær,
þannig fékk Sigurbjörg 26 lest-
ir, Merkúr 22, Valþór 17, Sæ-
faxi 15 og þar fram eftir götun-
um. Um eittleytið í nótt voru
nokkrir bátar enn ókomnir að
landi, sem ekki var vitað um
afla hjá, en munu hafa verið
með góðan afla.
Keflavík.
Hjá Keflavíkurbátum er líka
misjafn afli, einkum verða litlu
bátarnir útundan því langt er
að sækja á miðin og þá verða
smærri bátar útundan. í gær
bárust nokkuð á 8. hundrað
lesta á land í Keflavík, af um
50 bátum, þar af voru 4 bátar
með yfir 40 lestir, en þeir voru
Erlingur V. með 43 lestir, Þor-
steinn 42.5, Vilborg 41 og Jón
Finnsson með 40.2 lestir.
Sandgerði.
Ágætur afli hefur verið hjá
Sandgerðisbátum tvo síðustu
dagana, en samt ærið misjafn
hjá einstökum bátum. í fyrra-
dag bárust þar á land 306 lestir
samtals af 19 bátum. Þá var
Særún með miklu mestan afla
49.6 lestir, sem hún fékk í 4
trossum, en þá varð hún að
hætta að draga, taldi sig ekki
geta tekið meira. Rafnkell var
næstur með 34.1 lest og Faxi
með 26.6 lestir.
í gær barst 271 lest á land
einnig af 19 bátum. Víðir II.
var með mestan afla, 33 lestir,
Særún með 32.6 og Steinunn
gamla 28 lestir.
Af þessum bátum eru 5
Fjölbreytt hátíðahfild á
sumardapn fyrsta.
Skrúðgöngur og skemntanir með
svipuðu sniði og í fyrra.
Eins og undanfarin ár efnir
Barnavinafélagið Sumargjöf til
fjölbreyttra hátíðahalda á
morgun, sumardaginn fyrsta,
sem er orðinn einn af hátíðleg-
ustu dögum í Reykjavík. Há-
tíðaliöldin verða með svipuðu
sniði og undanfarin á.
Óþarft er að rekja einstök
atriði hátíðahaldanna enda eru
þau birt í auglýsingu í blaðinu
í dag. Skrúðganga barnanna
frá Austurbæjarskólanum og
Melaskólanum í Lækjargötu og
skemmtunin þar setur *mestan
svip á bæinn. Fyrir skrúðgöng-
unum fara lúðrasveitir og reið-
menn í litklæðum að fornum
sið. Inniskemmtanir hefjast í
samkomuhúsum bæjarins að
lokinni útiskemmtun í Lækjar-
götu og um kvöldið verða dans-
leikir á skemmtistöðum bæj-
anna.
Blaðið „Sumardagurinn
fyrsti“, „Sólskin“, merki dags-
ins og íslenzkir fánar verða
seld á götunum.
Ágóði af skemmtunum,
merkja- og' blaðasölu renna til
Barnavinafélagsins sem ein-
beitir kröftum sínum ög fjár-
magni til að fullgera barna-
heimilið við Fornhaga, sem nú
er fokhelt. Alls eru nú rekin á
vegum Sumargjafar barna-
heimili á 9 stöðum. Af þeim
teljast 4 dagheimili og 6 leik-
skólar. Þörfin fyrir barna-
heimili er geysileg og er langt
frá því að hægt sé að sinna öll-
um þeim beiðnum sem berast.
Meirihluti barna á heimilum
Sumargjafa eru börn einstæðra
mæðra, ekkna, fráskilinna eða
ógiftra mæðrað sem í mörgum
tilfellum eiga einskis úrkosta
ef barnaheimilin væru ekki tií
staðar. Burt séð frá hinu sjálf-
sagða mannúðarsjónarmiði, er
hér þjóðfélagslegur aflvaki að
verki. Mæðrum barnanna gefst
kostur á að afla sér tekna og að
sjá sér og sínum farboða og
vinna þjóðfélaginu mikið gagn.
Blómabúðir verða opnar
þennan dag og rennur liluti á-
góða af sölu þeii’ra til Sumar-
gjafar. „Sumardagurinn fyrsti“
og „Sólskin“ sem nú kemur út
í 30. skipti eru bæði vel úr
garði gerð að vanda.
Víðavangshlaupið hefst
kl. 2 á morgun.
Þátttaka mikil, yfir 20 skráðir keppendur.
Svo sem liefð er orðin, fei
víðavangshlaup I.R. fram á
sumardaginn fyrsta, og hefst
það á morgun úr Hljómskála-
garðinum á slaginu 2, og þang-
að eiga þáttakendur að skila
sér aftur, þegar þeir liafa runn-
ið sitt skeið, ef það tekur þá
ekki enda einhversstaðar á
leiðinni.
þeirra enn með net, en þeir
hafa veitt illa undanfarið, eða
síðan um páska, en þá fengu
þeir góðan afla. í gær fengu
tveir þeirra að vísu sæmilega
veiði, en ruslara fisk. Fengu
þeir 10—12 lestir hvor, en
mikið af því var keila og langa.
Akranes.
Afli.er yfirleitt góður. 17 bát
ar komu að með 250 tonn í
fyrradag, og 19 bátar með 260
tonn í gær. Hæstir í gær voru
Höfrungur með 32 tonn, Sigur-
von með 31, og Sigrún með 26
tonn..
Handfæraveiðar á trillum
hafa gefizt vel. í morgun fóru
tveir unglingar út á smá-trillu
kl. um 7 og voru komnir að um
tíu leytið með tonn af fiski.
Þeir munu fá um 100 krónur í
hlut fyrir þessa þrjá tíma, —
og ætluðu að sjálfsögu út aftur
eftir hádegið,
Vegarlengd hlaupsins verður
nálega sú sama og verið hefur,
eða um þrír og hálfur kílómetri.
Þáttaka verður allmikil, þegar
hafa verið skráðir meira en 20
þátttakendur. Utanbæjarmenn
eru fleiri en Reykvíkingar, 6
úr Borgarf., 5 frá Skarphéðni,
3 úr Eyjafirði. Einu þátttak-
endur úr Reykjavík eru 6 Í.R.-
ingar. í fyrra sigraði Haukur
Engilbertsson úr Borgarfirði, og.
keppir hann einnig nú. Einnig
tekur Kristján Jóhannsson Í.R.
þátt í hlaupinu.
Hlaupið verður svo til sömu
leið og undanfarin ár.
Mtji% hreskuw
snttkhíH.
V-
Standard-Triumph bifreiða-
verksmiðjurnar hefja nú fram-
leiðslu á smábíl, sem á að keppa
á heimsmarkaðinum við megin-
landssmábíla.
Þeirra meðal eru Volkswag-
en, Renault o. fl. og Bandaríkja
menn eru að hefja framleiðslu á
smábílum. — Hinn nýi brezki
bíll á að heita Triumph-Herald!
og kostar 500 stpd. á Bretlandi,
án söluskatts. Bíllinn mun mörg
um nýjum kostum búinn.