Vísir - 22.04.1959, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 22. apríl 1959
VlSIR
Ætlaði að kenna glímu
í Austurstræti.
Kennstan var mísskilin og hlaut kenn-
arinn bit í þakkarskyni.
Skömmu eftir miðnætti í
fyrrinótt var lögreglan í
Reykjavík kvödd á vettvang
vegna slagsmála í Austurstræti.
Þegar á orustuvöllinn kom
var bardaganum að vísu lokið,
en þar var fyrir útlendingur
nokkur, sem eitthvað kunni þó
í íslenzku máli og gat gert sig
skiljanlegan á þeirri tungu.
Haijn sagði sínar farir ekki
sléttar, því á sig hefði verið
ráðist af mikilli heift og kvað
ákveðinn mann hafa verið þar
að verki, sem enn var nær-
staddur og gat útlendingurinn
bent á hann.
Lögreglumennirnir gripu nú
árásarmanninn glóðvolgan og
færðu hann í lögreglustöðina.
Við yfirheyrslu skýrði árásar-
maðurinn frá því að hann hafi
ætlað að kenna útlendingnum
íslenzka glímu og lagt á hann
bragð, að vísu með þeim af-
leiðingum að útlendingurinn
hafi skollið flatur í götuna
En hann hafi misskilið herfi-
lega þessa íþróttakennslu og
staðið í þeirri meiningu að þetta
væi árás í illu skyni gerð. Enda
þakkirnar sem hann fékk fyrir
kennsluna ekki annað en bit í
hendina og auk þess flutning-
ur með lögregluvaldi í lög-
reglustöðina.
Þrír í árekstri.
Á sunnudaginn var lögregl-
an kvödd á gatnamót Grettis-
götu og Vitastígs vegna á-
reksturs sem þar hafði orðið.
Á meðan lögreglumennirnir
voru að athuga aðstæður og
gera mælingar sínar bar að
þriðji bíllinn, sem rakst á ann-
an árekstursbílinn. Skemmdir
urðu miklar á öllum bílunum.
Slys.
í fyrradag var sjúkrabifreið
fengin til þess að flytja dreng
sem hafði verið hjólríðandi í
Ingólfsstræti, en dottið af hjól-
inu. Hann fékk taugaáfall.
Sama dag meiddist kona,
farþegi í jeppabíl, en jeppanum
hafði verið ekið aftan á pall
vörubifreiðar. Konan skrám-
aðist.
Á laugardaginn varð 4ra ára
drengur fyrir bíl í námunda
við Hálogaland. Drengurinn
hlaut skrámur á andlit og var
fluttur í sjúkrabifreið í slysa-
varðstofuna.
Eldur í skipi.
í fyrradag kviknaði í botn-
vörpungnum Brimnesi þar sem
hann lá í Reykjavíkurhöfn.
Hafði olía lekið úr leiðslum
niður í kyndingarstæði og varð
af mikið bál. Slökkviliðinu var
strax gert aðvart, en jafnframt
gripu skipverjar dekkslöngu
og dældu vatni á eldinn. Voru
þeir að mestu búnir að slökkva
þegar slökkviliðið kom á vett-
vang.
Innbrot að Álafossi.
Á sunnudagskvöldið var
hringt frá Álafossi til lögregl-
unnar í Reykjavík og hún beð-
in að sækja pilta, sem grunað-
ir væru um að hafa framið inn-
brot þar efra. Þetta voru piltar
um tvítugt, sem játuðu á sig
innbrotið og höfðu þeir stolið
þar úr verzluninni sælgæti og
vindlingum.
Sovétstjórnin —
Framh. af 1. síðu.
ef það sannaðist að Sovétríkin
ætluðu sér að hrinda af stað
heimsstyrjöld, yrði öllum til-
tækum vopnum beitt.
A.B. undirróðurs-
miðstöð.
Willy Brandt yfirborgarstjóri
V.-Berlínar sagði í London í
gær að Austur-Berlín væri ein
mesta undirróðursmiðstöð Sov-
étríkjanna og kommúnista, og
þaðan væri rekinn áróður ætl-
aður til áhrifa í skandinavisku
löndunum. Hann kvaðst sam-
þykkur því, að rannsökuð væri
undirróðursstarfsemi í allri Ber-
lín (báðum borgarhlutunum).
Dalai lama kommn til Mussori
í Himalayafjöllum.
Koimatúnistar tgetá ehhi
Uulið eeiði síntt.
Dalai
Mussori
til
Lama er kominn
í Himalayafjöllum. —
Indlandsstjórn hefir látið hann
fá þar hús til umráða og séð
öllu fylgdarliði hans fyrir hús-
næði.
Kínverska kommúnista-
stjórnin hefir birt svar við
greinargerð Dalai Lama um at-
burðina í Tíbet og er enn við
það heygarðshornið, að hann
hafi verið þvingaður til að fara
úr landi. Minnt er á, að Kína
hafi náð völdum í Tíbet þegar
á 13. öld og talað er um hið
svokallaða „sjálfstæði Tíbets“,
og endurtekið, að það verði
að engu virt.. Fréttir berast um,
að Tíbetar séu fluttir á brott
í'fangeisi eða þrælkunarvinnu.
Nokkurrar gremju þykir
kenna í garð Indverja og er
það spá margra, að dvöl Dalai
Lama á Indlandi muni verða
þess valdandi, að sambúðin
milli Kína og Indlands spillist,
vegna afstöðu kommúnista-
stjórnarinnar kínversku. Getur
hún lítt dulið reiði sína.
Johan Rönning b.l.
Raflagnir og viðgerðlr á
öllum heimilistækjum. —
Fljót og vönduð vinna.
Sími 14320.
Johan Rönnlng h.f.
Frlðrik 50,30 m.
í krínglukasti.
Á innanfélagsmóti K.R. s.I.
laugardag náði Friðrik Guð-
mundsson sínum bezta árangri
í kringlukasti (50,30 b).
Næstur varð Þorsteinn Löve,
Í.R., með 48.28 m (einnig mjög
gott) og þriðji „hástökkvarinn“
Jón Pétursson með 43,92 m,
sem er 7. bezta kringlukastsaf-
rek íslendings frá upphafi.
Jón kom einnig á óvart í
kúluvarpinu, sem hann vann á
14,48 m eða 1 metri lengra en
hann hafði náð bezt áður.
IMýja Bíó:
Hengiflugið.
Nýja Bíó sýhír kl. 7 og 9 á
Sumardaginn fyrsta kvikmynd-
ina HENGIFLUGIÐ (The
River’s edge), ameríska mynd
frá 20th Century Fox og er hún
í litum og af cinemascorpe-
gerð. Aðalhlutverk eru leikin
af Ray Milland, Debra Paget,
Anthony Quinn. Kvikmynd
þessi er sögð mjög spennandi.
Kl. 3 og 5 verður sýnd kvik-
myndin HUGRAKKUR
STRÁKUR (,,Smiley“),
skemmtileg mynd frá London
Film, sem gerist í Ástralíu.
Aðalhlutverkið leikur Colin
Petefsen, 10 ára strákur. Mynd
fyrir alla og ekki sízt börnin.
Þessar tvær sýningar tilhcyra
Barnadeginum.
tl
Sœjarþéttir
Kaffisala Skógarmanna.
Skógarmenn K.F.U.M. hafa
undanfarin ár gengizt fyrir
kaffisölu í húsi K.F.U.M. og
K. á sumardaginn fyrsta.
Þeir munu ekki bregða þeim
vana að þessu sinni. Á morg
un gefst því Reykvíkingum
kostur á ilmandi kaffisopa
með gómsætum kökum í
húsi K.F.U.M. að afloknum
hátíðahöldum barna í mið-
bænum. Margir unnendur
sumarstarfsins í Vatnaskógi
hafa á liðnum árum fengið
sér hressingu hjá Skógar-
mönnum fyrsta sumardag,
og mun svo eflaust verða að
þessu ginni. Allur ágóði af
kaffisölunni fer til styrktar
sumarstarfinu. Skógarmenn
efna einnig til samkomu
annað kvöld í K.F.U.M.
Ungir og gamlir Skógar-
menn^munu koma þar fram
og annazt dagskrána. Það
hefur jafnan verið húsfyllir
hjá Skógarmönnum sumar-
daginn fyrsta og verður svo
eflaust nú. Kaffisopi verður
einnig fáanlegur eftir sam-
komuna.
Eimskipafélag íslands:
Dettifoss kom til Helsingfors
á laugardag — fer þaðan til
Ventspils og Kaupmanna-
hafnar. Fjallfoss fór frá
London í fyrradag til Ham-
borgar og Rotterdam. Goða-
foss fór frá Reykjavík kl.
20.00 í gærkvöld til Húsa-
víkur og Akureyrar. Gull-
foss er í Kaupmannahöfn.
Lagarfoss fer frá New York
í dag til Reykjavíkur.
Reýkjafoss fór frá Hamborg
ACGLÝSING
ii íii skoðnn biírciða í
lögsagnariimdæmí Kc^kjavíkui'
Samkvæmt umferðarlögum tilkynnist hér með, að aðal«*
skoðun bifreiða fer fram 24. apríl til 6. ágúst n.k., að báð-o-
um dögum meðtöldum, svo sem hér segir:
bí
Föstud. 24. apríl R-1 til R-150
Mánud. 27. — R-151 — R-300
Þriðjud. 28. — R-301 — R-450
Miðvikud. 29. — R-451 — R-600
Fimmtud. 30. — R-601 — R-750
Mánud. 4. maí R-751 — R-900
Þriðjud. 5. — R-901 — R-1050
Miðvikud. 6. — R-1051 — R-1200
Föstud. 8. — R-1201 — R-1350
Mánud. 11. — R-1351 — R-1500
Þriðjud. 12. — R-1501 — R-1650
Miðvikud. 13. — R-1651 — R-1800
Fimmtud. 14. — R-1801 — R-1950
Föstud. 15. — R-1951 — R-2100
Þriðjud. 19. — R-2101 — R-2250
Miðvikud. 20. — R-2251 — R-2400
Fimmtud. 21. -— R-2401 — R-2550
Föstud. 22. — R-2551 — R-2700
Mánud. 25. — R-2701 — R-2850
Þriðjud. 26. — R-2851 — R-3000
Miðvikud. 27. — R-3001 — R-3150
Fimmtud. 28. — R-3151 — R-3300
Föstud. 29. — R-3301 — R-3450
Mánud. í. júrií R-3451 — R-3600
Þriðjud. 2. — R-3601 — R-3750
Miðvikud. 3. — R-3751 — R-3900
Fimmtud. 4. — R-3901 — R-4050
Föstudag 5. — R-4051 — R-4200
Mánud. 8. — R-4201 — R-4350
Þriðjud. 9. — R-4351 — R-4500
Miðvikud. 10. — R-4501 — R-4650
Fimmtud. 11. — R-4651 — R-4800
Föstud. 12. — R-4801 — R-4950
Mánud. 15. — R-4951 — R-5100
Þriðjud. 16. — R-5101 — R-5250 '
Fimmtud. 18. — R-5251 — R-5400
Föstud. 19. — R-5401 — R-5550
Mánud. 22. — R-5551 — R-5700
Þriðjud. 23. — R-5701 — R-5850
Miðvikud. 24. — R-5851 — R-6000
Fimmtud. 25. — R-6001 — R-6150
Föstud. 26. — R-6151 — R-6300
Mánud. 29. — R-6301 — R-6450
Þriðjud. 30. — R-6451 — R-6600
Auglýsing um skoðunardag bifreiða frá R-6601 til R-10450
verður birt síðar.
Skoðun á bifreiðum, sem eru í notkun hér í bænum, en.
skrásettar annars staðar, fer fram 4. til 15. maí.
Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sínar til bif-
reiðaeftirlitsins, Borgartúni 7, og verður skoðun framkvæmd.
þar daglega, kl. 9—12 og kl. 13—16,30, nema föstudaga til
kl. 18,30.
Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram full-
gild ökuskírteini.
Sýna ber skilriki fyrir því, að bifreiðaskattur og vátrygg-
ingariðgjald ökumanna fyrir árið 1958 séu greidd, og lög-
boðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Hafi gjöld.
þessi ekki verið greidd, verður skoðun ekki framkvæmd
og bifreiðin stöðvuð, þar til gjöldin eru greidd.
Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á rétt-
um degi, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt um-
ferðarlögum og lögum um bifreiðaskatt og bifreiðin tekin
úr umferð, hvar sem til hennar næst.
Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli.
Lögreglustjórinn í Reykjavík, 21. apríl 1959.
SIGURJÓN SIGURÐSSON.
í gær til Hull og Reykjavík-
ur. Selfoss kom til Ilafnar-
fjarðar um hádegi í gær frá
Vestmannaeyjum. Trölla-
foss fór frá Leith á sunnudag
til Reykjavíkur. Tungufoss
fór frá Vestmannaeyjum á
sunnudag til Lysekil, Gauta
borgar, Kaupmannahafnar
og Rostok.
Skipadeild SÍS:
Hvassafell fór 29. þ. m. frá
Reykjavík áleiðis til Ant-
werpen. Arnarfell fór 17. þ.
m. frá Reykjavík áleiðis til
Rotterdam. Jökulfell er í
Amsterdam. Dísarfell fór 18.
þ. m. frá Keflavík áleiðis til
Gautaborgar. Litlafell er í
olíuflutningum í Faxaflóa. :
Helgafell er í Þorlákshöfn.
Hamrafell fór 17. þ. m. frá
Reykjavík áleiðis til Batum.
Eimskipafélag Reykjavíkur:
Katla er á ísafirði. Askja er
■ væntánleg til-Napoli í dag.