Vísir - 22.04.1959, Side 6
6
VlSIB
Miðvikudaginn 22. apríl 195f
VÍSIR
D A GBLáÐ
Útgefandi: BLAfJAÚTGÁFAN VlSHt H.F.
fiiir kemur út 300 daga á árl, ýmist 8 eða 12 blaösíður.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
/ Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstraeti 3.
Bitstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00,.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 0,00—19,00.
Sími: (11660 (fimm línur)
Visir kostar kr. 25.00 i áskrift á mánuði,
kr. 2.00 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðian h.f.
Kínverjar og
Kommúnistar um heim allan
munu sennilega lengi telja
það eitt mesta afrek Kín-
* verja, að þeim tókst að
leggja Tíbet undir sig. Er
kommúnistarnir kínversku
höfðu á sínum tíma lagt
' undir sig allt meginland
, Kína, réðu þar hvarvetna
nema á fáeinum eyjum, sem
enn ei"u undir stjórn þjóðern
issinna, voru foringjar þeirra
ekki í rónni, fyrr en þeir
höfðu sent herskara sína
gegn næstu vopnlauri
grannþjóð og beygt hana
undir ok sitt. Kommúnistar
eru menn orðheppnir, og
þejr kölluðu þetta, að þeir
hefðu verið að frelsa Tíbeta,
en þeir höfðu ekki sjálfir
haft hugmynd um, að þeir
þyrftu sérstaklega á ein-
hverri frelsun að halda, og
sízt ef hún átti að koma frá
Kínverjum.
Dalai Lama flýði höfuðborg
sína og hélt til Indlands, en
hann hafði ekki langa við-
dvöl þar, því að kínversk-
um kommúnistum tókst að
telja hann á að snúa aftur
■ og setjast á ný í hásæti sitt,
en hann var rúinn völdum
að mestu. Hann hefir vafa-
laust talið, að með þeim
hætti gæti hann ef til vill
haft þau áhrif á kommún-
ista, að þjóðinni yrði ófrels-
ið heldur bærilegra en ella.
En það er nú komið á dag-
inn, að fórn hans varð til lít-
ils gagns, enda breytir eng-
inn eðli kommúnista, sem
geta aldrei haldið völdum
nema með því að beita
fantabrögðum og hörðustu
kúgun.
Baráttá Tíbeta er sönnun á því,
að það nægir ekki alltaf að
liafa sigrað með vopnum.
Frelsisþrá einstaklinga og
Sumari5
Á morgun verður hátið hér í
bæ og víðar, því að ungir og
gamlir fagna fyrsta sumar-
degi, eins og venja hefir
verið um langt árabil. Ef vel
viðrar mun æskan flykkjast
út á göturnar og streyma til
miðbæjarins, þar sem há-
tíðahöldin fara fram.
Sumardagurinn fyrsti er dagur
. barnanna, og það félag, sem
vinnur einna mest fyrir
börnin, hefir gert hann að
fjársöfnunardegi sínum. —
Sumargjöf leitar til bæjar-
búa þenna eina dag og gefur
þeim kost á að leggja fram
nokkrar krónur til þess að
, hægt sé að viðhalda og helzt
Dalai lama.
þjóða verður ekki sigruð
með eldi og stáli, og neist-
inn, sem lifir í hjarta hvers
manns, getur fyrrivaralaust
orðið að báli, sem ógerning-
ur er að slökkva. Þannig fór
einnig í Tíbet, og þess vegna
hefir þjóðin þar gert hverja
tilraunina af annari til að
hrinda af sér oki kommún-
ista, unz Dalai Lama var
svo nóg boðið, að hann tók
sig upp í annað sinn og fór
til Indlands.
Kommúnistar vóru fljótir að
bera út þá sögu, að Dalai
Lama mundi hafa verið
rænt. Hann hefði ekki farið
frjáls maður úr landi, hann
hefði verið neyddur til þess
af afturhaldsöflum. Slíka
sögu er hægt að bera á borð
fyrir kommúnista, en aðrir
munu vart fást til að leggja
á hana trúnað. Flótti Dalai
Lama er eðlileg afleiðing
þess stjórnarfars, sem Kín-
verjar fluttu til lands háns
fyrir fáeinum árum þegar
þeir lögðu það undir sig.
Hann þoldi ekki við, því að
hann sá, að hann mundi ekki
geta létt byrðar þjóðar sinn-
ar, meðan hann væri undir
eftirliti kommúnista.
Koma Dalai Lama til Indlands
og dvöl hans þar er sönnun
þess, að þar sem konim-
únistar taka völd, mega
menn kveðja frelsið og verða
að láta sér nægja minningar
um það. í Tíbet er það kúgun
og réttindaleysi, sem þjóðin
hefir fengið að kynnast, síð-
an hún var freljtið frá sjálfri
sér, og flótti Dalai Lama er
tákn þess, að frjálsir menn
geta aldrei starfað með
kommúnistum, án þess að
eiga á hættu að vera svikn-
ir og blekktir.
kemur.
að auka það starf, sem unn-
ið er með rekstri barna-
heimila af ýmsu tagi. Menn
eiga að hafa það hugfast á
morgun, þegar sendimenn
Sumargjafar kýja dyra eða
bjóða vöru sína á förnum
vegi, að hverju framlagi,
þótt ekki sé stórt, verður
varið til starfs í þágu æsk-
unnar, framtíðar þjóðarinn-
ar. —
Visir væntir þess, að starfsemi
Sumargjafar verði öflug og
vaxandi með auknum þörf-
um bæjarfélagsins og ósk-
ar 1 öllum landsmönnum
gleðilegs sumars.
Kirkjan kostar minna
en VAt milljón.
Á sumardaginn fyrsta veröur vígö kirkja
Úháöa safnaöarins.
Á morgun, sumardaginn
fyrsta, verður vígð hin nýja
kirkja Óháða safnaðarins í
Reykjavík.
Blaðamönnum var í gær boð-
ið að skoða hina nýju kirkju,
og sögðu safnaðarpresturinn,
séra Emil Björnsson, og sókn-
arnefndarformaður Andrés
Andrésson, frá smíði hennar.
En áður en kirkjan var skoðuð
og setzt að kaffidrykkju í fé-
lagsheimilissalnum, fékk séra
Emil tvo menn til að hringja
hinum geysimiklu klukkum til
að lofa fréttamönnum að heyra
hljóminn. Er hann mikill og
fagur. Enn er ókominn raf-
magnsútbúnaður til að hringja
klukkunum. Þær eru smíðaðar
í Þýzkalandi, og á þær letrað:
„Kirkja Óháða safnaðarins
vígð sumardaginn fyrsta 1959
— Soli deo gloria“. Algengt er,
að síðustu orðin séu letruð á
kirkjuklukkur, og þýðir það
„Guði einum dýrðina“.
«: í.|*«i ti; 11;., i . \, ■ •
Byggingin.
Kirkjan ásamt félagsheim-
ilinu er 325 ferm. að flatar-
máli, og rúrnar kirkjan sjálf
250 manns í sæti, en með því
að opna inn í félagsheimilis-
salinh og svalir, er hægt að fá
allt að 400 kirkjugestum sæti.
Öll er kirkjan steinsteypt,
einnig loft, sem þó eru líka tré-
klædd, en kirkjuveggir málað-
ir. Innar er gólfið lagt teppum,
framgólfið korki, en gólf í and-
dyri er lagt mosaik. Hljóm-
burður er ágætur. Sætin eru
lausir stólar, mjög þægilegir.
Allt er þar laust við íburð, en
stílhreint og bjart og þokka-
legt. Inn af kirkjusalnum er
skrúðherbergi, þar sem prestur
mun einnig framkvæma gift-
ingar og skírnir, sem prestar
annars hafa á heimilum sínum.
Ennfremur eru þarna inn af
skrifstofa, veitinga- og funda-
salir á efri og neðri hæð, snyrti-
herbergi og eldhús.
Byggingasaga.
Byrjað var á byggingunni
síðla sumars 1956. Á næsta ári
var félagsheimilið fullgert og
kirkjan komin undir þak. Vorið
1958 var farið að innrétta og í
september var byrjað að messa
í kirkjunni. Nú er lokið allri
innréttingu, múrhúðun og mál-
un, en eftir er að múrhúða
kirkjuna utan og ennfremur að
setja steindan glugga yfir
þvera forhlið kirkjunnar, sem
Nína Tryggvadóttir listmálari
hefir gert frumdrætti að, en á
eftir að fullgera.
Kirkjuteikninguna gerði
Gunnar Hansson arkitekt, tré-
smíðameistari var Einar Ein-
arsson, múrarameistari Guð-
jón Sigurðsson, pípulagninga-
meistarar Loftur Bjarnason og
Tryggvi Gíslason,' raflagninga-
meistarar, Jón Guðjónsson og
Svavar Kristjánsson. Listmálar
arnir Benedikt Gunnarsson og
Einar Baldvinsson sáu um lita-
val og málun.
f kirkjubyggingarnefnd áttu
sæti; Séra Emil Björnsson,
Andrés Andrésson, Einar Ein-
arsson, Gestur Gíslason, Ólafur
Pálsson og Þorfinnur Guð-
brandsson.
Það eru, sem sagt, aðeins 2
ár og 8 mánuðir síðan fyrsta
skóflustungan var stungin á
lóð Óháða safnaðarins við Há-
teigsveg og nærri lokið að
fullu. Má segja, að greiðlega
hafi gengið og sýnir, að hér
hefur verið óvenju vakandi og
samhent fólk að verki. En það
sem kemur líklega mest á ó-
vart er sú staðreynd, að bygg-
ingakostnaðurinn er sem kom-
ið er innan við eina og hálfa
milljón króna og verður end-
anlega ekki meira en 1,7 millj.
Gjafir og kirkjugripir.
Kirkjúnni hafa margar veg-
legar gjafir borist. Kvenfélag
safnaðarins hefir gefið a. m. k.
50 þús. krónur og gólfteppi.
Bræðrafélag safnaðarins gaf
sérkennilegan og fagran skírn-
arfont, eftir Ásmund Sveins-
son myndhöggvara. Þá söfn-
uðu konur undir forustu Maríu
Maack fé fyrir altarisklæði og
hökli, sem Unnur Ólafsdóttir
saumaði. Björn Þorsteinsson
smíðaði og gaf prédikunarstól.
Safnaðarkonur gáfu kerta-
stjaka úr silfri. Foreldrar gáfu
altarisgöngusilfur (könnu,
kaleik, oblátudós og disk).
Ónefndur safnaðarmaður gaf 50
fermingarkyrtla og eikarskáp
fyrir þá.
Vígsluathöfnin. #
Kirkjan verður vígð á
morgun, og hefst sú athöfn kl.
14. Að henni lokinni verður
kirkjugestum gefinn kostur á
að leggja fé af mörkum til
kaupa á pípuorgeli í kirkjuna.
Bankastræti =
6 aftanákeyrslur urðu við
umferðarljósin neðst í Banka-
stræti. Einu sinni er hálku
kennt um.
Einn árekstur varð við um-
ferðarljósin vegna þess, að bif-
reið, sem komin var út á gang-
braut, er Ijósin skiptu, bakkaði
á næstu bifreið fyrir aftan.
Einn árekstur varð vegna
þess, að bifreið, sem kom af
Skólavörðustíg náði ekki beygj
unni og bakkaði á næstu bif-
reið fyrir aftan .
Eing árekstur varð við Skóla
stræti, er bifreið, sem þangað
ætlaði, sveigði til hægri til að
ná betur beygjunni, og næsti
ökumaður á eftir taldi, að
Varðarfundur -
Frh. af 1. s-
að myndun nýrrar stjórnar og
átt frumkvæði að lausn brýn-
ustu vandamála. Að svo búnu
gaf hann Jóhanni Hafstein orð-
ið. Hann reifaði nokkuð stjórn-
málasögu undanfarinna ára.
Minnti á að kommúnistar hefðu
verið í stjórnarandstöðu til
1956 og þá aðallega haft tvö
stórmál á „stefnuskrá“. Voru
það varnarmál og efnahagsmál.
Höfðu þeir gefið kjósendum á-
kveðin loforð um lausn þessara
mála ef þeir kæmust í stóórn,
en svo hefði um þau bæði farið,
að þeir kúventu stefnu sinni í
þeim málum og svikust algjör-
lega aftan að kjósendum um
lausn þeirra, enda hefði öng-
þveiti í efnahagsmálum aldrei
verið hörmulegra en einmitt í
tíð fráfarandi stjórnar. Þeir
hefðu gerzt opinberir að hreinni
sölumennsku í varnarmálum, er
þeir hurfu frá fyrri stefnu og
þáðu dollaralán fyrir. Hið lof-
aða samstarf við verkalýðinn.
hefði reynzt svo að vinnufriður
í landinu hefði sjaldan verið ó-
tryggari. Markleysishjal v-
stjórnarinnar um bjargráð hefði
nú sýnt íslendingum hvers væri'
að vænta úr þeim herbúðum, og
hefði reyndin orðið sú, að Sjálf-
stæðisflokkurinn hefði eflzt stór
kostlega á þessum árum.
Nú væri komið að lokaþætti
þessa stjórnmálatímabils, sem
einkennst hefur af stjórnarí-
hlutun Framsóknarflokksins
síðan fyrir 30 árum síðan. Kosn
íngarnar í vor mundu í senn
verða uppgjör við vinstri stjórn
ina og fela í sér dóm kjósenda
um hina nýju stjórnarskrár-
breytingu, en síðan mundi nýtt
tímabil hefjast. Þá mundi Al-
þingi skipað í réttu hlutfalli við
vilja kjósenda og jafnrétti ríkja
í skipan þjóðmála.
„Framundan er nýr tímí
nýrra tækifæra og nýrra skil-
yrða fyrir hina íslenzku þjóð til
þess að hefja stjórnmálabarátt-
una á hæi’ra stig.“
13 árekstrar.
leggja ætti henni í stæði og fór
vinstra megin fram hjá.
Einn árekstur varð vegna
þess, að hemlar „skellinöðru“,
sem kom niður Skólavörðustíg,
biluðu, og rakst hún á bifreið,.
sem kom niður Laugaveg.
Ökumenn! Árum saman hafæ
aftanáárekstrar verið áberandi.
margir neðst í Bankastræti.
Menn virðast ekki hafa í huga
að vegna hallans á götunni þarf
lengri tíma til að stöðva hana
en á láréttri akbraut.
Ökumenn, minnist þessa, er
þér akið á þessum slóðum.
.(Frá Umferðarnefnd Reykja-
víkur).
Hvernig veröa árekstrarnir í umferðinni?