Vísir - 27.04.1959, Síða 1

Vísir - 27.04.1959, Síða 1
 Á myndunum hér að ofan sést annarsvegar brezki togarinn Lord Montgomery þar sem hann liggur bundinn við hlið m.s. Kötlu, skömmu eftir komu lians í Vcstmannaeyjahöfn á laugar- dagsmorguninn. Iíinsvegar er mynd úr réttarsalnum í Vest- mannaeyjum þcgar vcrið er að taka skýrslu af einum yfir- manna varðskipsins Ægis. Situr liann fyrir miðju, beint fyrír framan dómarann og snýr baki í myndavélina. Fyrir gaflinv.un sitja, talið frá vinstri, Páll Þorbjörnsson og Þorsteinn Jónsson frá Laufási, sem eru meðdómendur, þá er Torfi Jóhannsson bæjarfógeti í Vestmannaeyjum, sem stjórnaði. réttarhöldunum og loks lengst til hægri ritari réttarins, Freymóður Þorsteinsson fulltrúi bæjarfógeta. Þetta voru ein fjölmennustu réttarhöld, sem haldin hafa verið í Vestmannaeyjum, a. m. k. um langt árabil. Inflúenzufaraldurinn í bænum sízt í rénum. Fjarvistir úr skólum allmiklar, - mest vantar helming í einstökum bekkjum. Inflúenzufaraldurinn í bæn- um er síður en svo í rénun. Ekki er vitað um alvarleg eft- irköst, svo sem lungnabólgu og eyrnabólgu, sem oft eru fylgi- kvillar slíkrar farandveiki, — þegar óvarlega er farið — og mun fólk yfirleitt gæta þess vel, að fara að leiðbeiningum um að fara varlega. Samkvæmt upplýsingum frá Borgarlækni í morgun voru in- flúenzutilfelli vikuna 5.:—11. apríl 157, en 12.—18. voru þau 3 nýjar kærur orðin 535, en nýrri tölur eru ekki fyrir hendi. Þessar tölur sýna þó þróunina, að skráðum tilfellum fjölgar svo, að þau 3—4-faldast á einni viku, en báðar vikurnar skiluðu álíka margir læknar skýrslum (52 og 53). En þess er og að geta, að til- fellin eru vitanlega margfalt fleiri en skýrslur herma, því að fjöldi manns leitar ekki lækn is og vitað er, að veikin er síð- ur en svo í rénun. Hana einkenn ir mjög hár hiti 2—4 daga, höf- uðverkur og beinverkir, maga- velg'ja eða magaverkir o. s. frv. Þess er að gæta í fyrsta lagi, að fara í rúmið, ef menn eru að veikjast, fara ekki út fyrr en menn hafa verið hitalausir í 2 —3 daga. Og eftirköstin eru hættulegust svo sem oft hefur verið tekið fram. Þrjár nýjar ákærur á Harri- son sk.ipstjóra voru lesnar í réttinum í morgun. Voru þær frá Maríu Júlíu í dcsember s.l. Viðurkenndi Harrison, tíma og staðsetningu skipsins. Kær- imaar er há orðnar 23 talsins. Fjölda marga nema vantar í skólana. í Miðbæjarbarnaskólanum 1 fór fram athugun á fjarvistum vegna veikinnar daginn fyrir Framh. á 7. síðu. Um 20 kærur hafa verið lephar fram á hendur George Harrison Ham svarar því til, að hann hafi fengið fyrirmæS um landhelgisbrot IVIálið rfregst eitthvað fram eftir vikunni. Réttarhöldin í máli Harrisons skipstjóra á Lord Montgomery munu dragast á langinn og dómsuppkvaðningar er ekki að vænta fyrr en síðar í þcssari viku. Þegar rétturinn var settur aftur í gær las bæjarfógeti 14 nýjar ákærur á Harrison fyrir landhelgis- j brot er hann var skipstjóri á Lord Plender. Viðurkenndi Harri-, son að hann hefði verið skipstjóri í öll umrædd skipti, véfengdi ekki staðarákvarðanir og sagðist muna að honum hefði verið; tilkynnt af varðskipunum að hann hefði verið í landhelgi og að liann yrði sóttur til saka fyrir ólöglegar veiðar. Sakalistinn er langur og ber ótvírætt með sér að Harrison skipstjóri hefur stundum verið að veiðum innan landhelginnar nokkra daga i röð og mörgum sinnum í hverri veiðiferð. Alls eru ákærurnar 20. 15. sept. er hann kærður fyrir að hafa verið að veiðum út af Barða, 15. des. 1958 er hann út af Glettinganesi innan land- helgismarkanna og í síðustu ferð sinni með Lord Plender er hann skrifaður upp fyrir ólög- legar veiðar á Selvogsbanka 2. apríl s.l. Harrison tekur þá við Lord Montgomery og leggur af stað á íslandsmið frá Fleetwood 14. apríl. Sjö dögum seinna er hann kominn á Selvogsbanka og er þá kærður (þann 21. apr.) fyrir ólöglegar veiðar 6.1 sjó- mílu innan fiskveiðimarkanna og Tveim dögum síðar, eða sumardaginn fyrsta er hann svo stöðvaður og fær skipun um að sigla til Vestmannaeyja. í Hinar ákærurnar eru þessar: j Frá Rán 13. sept. er Lord Plen- der var að veiðum 1.6 sjómílu innan landhelgismarka við j Straumnes. 6. okt. kærir Sæ- j björg hann fyrir veiðar 5,4 sjó- mílur innan landhelgismarka við Rit. 9. okt. kemur Óðinn að honum í landhelgi á Breiða- firði. 14. okt. er hann að veið- um í landhelgi út af Barða og fær á sig kæru frá Albert. Þann 8. okt og 16. okt. er hann tvisv- ar kærður af Þór fyrir veiðar 3,5 og 5,3 sjómílur innan land- helgismarka út af Barða. 24. nóv. er hann kærður af Albert fyrir veiðar 5,6 sjómílur innan markanna út af Fjallskagavita. Á réttarskjali nr. 14 eru 5 kær> ur á Harrison skipstjóra fyrir ólöglegar veiðar í landhelgi út af Vestfjörðum dagana 2., 4., 6., 7. og 22. nóvember. 29. sarna mánaðar er Lord Plender kom- inn austur að Dalatanga og kemur María Júlía þar að hon- um á veiðum 5,77 sjómílur inn an markanna. Þann 17. desem- ber 1958 kemur Albert að Lord Plender að veiðum 5,8 sjómílur innan landhelgislínu við Langa nes. Eins og áður segir viður- Framh. á 11. síðu Harrison skipstjóri fyrir rétti en Torfi Hjartarson fógcti eir spyrja hann. Skipstjórinn heldur r. siékerti (Ljósm. G. Lár.)

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.