Vísir - 27.04.1959, Blaðsíða 4

Vísir - 27.04.1959, Blaðsíða 4
VlSÍK Mánudaginn ríl 1959 SBrmsiiées, reisis* höfuShergi é fgf&ias-fvfSki- ■ Lesandinn heldur vafalaust, að það sé konan, sem sé að prófa hatta en maðurinn bíði — til að borga. Nei, til tilbreytingar er það maðurinn, sem er að prófa hatta — og borgar líka. Brasilíu í apríl. (UPI). — Áhrij konunnar fara vaxandi hér í landi og byggingaverka- menn hér vinna dagleg störf sín undir vakandi auga konu. Ungfrú Quadros er snotur 27 ára gömul stúlka og hefur tekið próf í heimspeki í háskólanum í Rio de Janeiro. Hún hefur umsjón með 90 manna flokki, sem vinnur að byggingarvinnu í hinum nýja höfuðstað Bras- ilíu, sem verið er að reisa í Goiashéraði og heitir líka Bras- ilía. Hún hefur unnið þetta verk í 15 mánuði og hefur eftirlit i Ghana eru það kenurnar, sem ráða mestu. nema í samvinmi við þær. Engar umbætur komast á Stokkhólmi í febr. (UPI). — Sœnska þingkonan Signe Hojer segir,að á flestum stöðum í Gha- na sé það konurnar, sem ráði. Frú Hojer er nýkomin frá þessu Afríkuríki. Maðurinn hennar hefur unnið þár á veg- um Heilbrigðisstofnunar S. Þ. Hún hefur ferðazt mikið um landið með honum „og við sáum mikið af fátækt, næring- arskorti og sjúkdómum“. „Þarna er skortur á vatni og í sumum héruðum er mjólkur- laust, því að nautgripirnir hafa verið eyðilagðir af tsetseflug- unni,“ sagði hún. „í sumum hlutum landsins deyja börnin áður en þau eru 5 ára. Yfirleitt er heilsufarið í land- inu mjög bágborið," sagði hún. „En það er ekkert bágborið við stöðu kvenna í Ghana. Þær hafa mikið vald og bera mikla á- byrgð.“ Konur í Afríku hafa svo miklu hlutverki að gegna, að ekki er hægt að koma á nein- um umbótum nema í samvinnu við þær. Engin ný tæki eða verkfæri, engin breyting til nýtízkulegri lifnaðarhátta fer fram, án þess að konur láti í ljós skoðanir sínar og gefi sam- þykki sitt. í Mið-Ghana, þar sem höfð- ingjakerfið er enn við lýði, er höfðingum ekki leyft að stjórna sjálfum. Hver um sig verður að hafa „konunglega móður“ með sér. „Hún er í rauninni hvorki móðir hans né konan hans, en er valin honum til hjálpar,“ segir frú Hojer. „Meðan hann fjallar um varnir og heiminn fyrir utan, hugsar hún um heim- ilismálin.“ Þegar þau halda þing, situr hann á konungsstólnum, sem með verki, sem félag föður hennar hefur tekið að sér, en hann heitir Maricio Morante Quadros. Hún er klædd í nærskornar buxur og stígvél hennar ná upp á miðja kálfa og þannig æðir hún úr einu verkinu í annað á jeppanum sínum, sem þyrlar upp rykskýi á ferðinni. Við slcipanir frá henni hefur flokk- ur af þungavélastarfsmönnum rutt til jarðveginum og undir- búið hann fyrir aðalbyggingar í Brasilíu, og þar á meðal fyrir flugvöll, sem er með 3000 metra flugbrautum. í síðastliðnum nóvember byggði hún og flokkur hennar veg á 24 klukkustundum, eftir að forasetinn, Juscelino Kubit* schek tilkynnti, að hann myndi fljúga með kopta á stað þann, sem framtíðarstjórnarsetrið ætti að stunda á, og þaðan ætl- aði hann að aka í jeppa yfir að bústað forsetans, sem þegar er fullbyggður. Jörðin, sem vélar hennar rótuðu upp, hafði aldrei áður verið snert af mönnum. Frh. á 9. s. Vorið er komió, og yngismeyjarnar í útlöndum fara í ökuför í opnum vagni og klæðast léttum kjólum úr bómullarchiffon. Þessi kjóll er amerískur. stendur á hlébarðaskinni, en hún situr á stól, sem stendur á sauðskinni. Þetta táknar þá eiginleika, sem fólk þeirra væntir frá þeim — hugrekki, áleitni og hraða í sókn frá honum; friðsemi og íhugun hjá henni.“ „Konur eru öllu ráðandi í við- skiptaheiminum líka. Það kom fyrir, að dugleg kaupsýslukona í Ghana, sem kallast Rebekka og er fisksali, keypti sér 3.300 sterlingspunda botnvörpung, til þess að auka fiskmagn sitt. Hún gerði það, en hinir fiskimenn- irnir, sem enn hota róðrarbáta, ásökuðu hana um „að tæma haf- ið“, svo að hún seldi skipið aft- ur. En hún veiddi svo mikið, að hún gat ekki selt allan fisk- inn áður en hann skemmdist.“ Þar komast karlar ekki upp ntei neinn moðreyk. Konurnar hafa töglin og hagldirnar í Schwickershausen í Þýzkalandi. Konur hafa síðasta orðið í SchwickershcCusen í Þýzkalandi. Og karlmennirnir eru síðast- ir til að kvarta undan því að kvenfólkið sé í öllum aðalstöð- um, frá borgarstjóra til póst- meistara. í Schwickershausen eru 382 íbúar, þorpið er í Dónárdalnum nálægt Limburg. Á að sjá er þetta þorp líkt öðrum þorpum I nánd, þar eru hvít bændabýli með stráþökum. En þegar farið er að rannsaka hið opinbera líf þar, er það allt öðru vísi en annars staðar. Elisabeth Decker, 35 ára að aldri, er borgarstjóri þar. Hún er hamingjusöm í hjónabandi sínu og á 5 ára gamla dóttur. Hún var kosin borgarstjóri 1956 af ráðinu — en gagnstætt regl- unni er bæjarráðið 7 karlmenn. Hún sýndi brátt getu sína til að stjórna þorpinu. Áður en sex: mánuðir voru liðnir var hún búin að koma upp sjálfboða slökkviliði, sem var 44 menn. „Eg gat ekki hugsað mér að við hefðum ekkert slökkvilið/1' sagði hún, „og eg hefi líka gert dálítið fyrir skólahúsið. Ég hefi stækkað það. Það var áður að- eins stofa.“ Sem stendur er borgarstjó'r- inn að sjá um að skólpkerfi þorpsins verði fullkomnað í næsta mánuði. Önnur áríðandi staða, gjald- kerastaðan, er líka í höndum. konu. Frh. á 9. s. Tove Kjærboe: För skrautkistunnar. Og það var af því að þeir í reiði sinni vildu ekki spyrna í móti sleðaferðinni, en leyfðu sleðunum að æða niður e'ins og verkast vildi. Það varð að bera Martis hálfdauðan og blæðandi aftur til Gasvarv. En Martis .sleikti sár sín, stóð upp aftur og tók til vinnunnar. Dalakarlarn- ir deyja ekki af engu! Þetta gekk nú vel um tíma, en þegar komið var til Mora vildu Mora-karlarnir ekki halda lengra. Þegar þeir hittu Iconur sínar var það alltof ynd- islggt til þess að því yrði lokið í snatri og þarna varð sannköll- uð uppreisn. Ættjarðarástin hjá íbúunum kringum Si!(ian-vatnið, auga Dalanna, er lifandi og hefur alltaf verið það. Náttúran er svo fögur, að fólkið getur með réttu sagt, að hvergi sé neitt sem líkist henni. Gömul menn- ing er þar líka. Þar er heimili Dalamálvei’kanna. Þessi fögru barnalegu málverk, sem eru ólik öðrum bændamálverkum í Svíþjóð að því leyti, að þau eru alltaf prýdd einum eða fleiri kurbits þ. e. a. s. stórum stili- seruðum blómum, sem yfir- gnæfa efnið sjálft. Þegar frá eru taldar biblíu- persónur, er engum eins oft lýst í Dalamálverkum og Karli 14. Jóhanni. Sögnin um hinn franska byltingarhershöfðingja, sem varð sænskur konungur, var efni, sem féll í smekk Dala- málaranna. Kurbitsinn varð stærri og glæsilegri, fékk fleiri blóm, hnappa og greinar og þær teygðu sig í þokkafullum bugð- um frá hliðunum og inn að miðju, báðum megin frá á myndinni, svo að þær skyggðu næstum á mynd konungsins. Kurbitsinn er ef til vill stiliser- að gúrkublóm. Orðið líkist að minnsta kosti orðinu kúrbits, sem þýðir gúrka. Og það hlýtur hið mikla skáld, Dalamaðurinn Karlfelt að hafa álitið, því að hann byrjar kvæði sitt, sem er hylling til Dalamálverkanna, með þessum orðurn: „Sjá gúrku mína“. Sundsvallson var maður í mosanum, hann sló niður upp- reistina, safnaði flokknum sam- an aftur með loforði um aukin laun, og þá var lagt af stað af nýju en ekki entist það lengur en til Ráttvik, þá fór allt aflaga aftur. Aftur hækkaði Sundsvall son kaupið og þó að hann væri dauðþreyttur fór hann að segja skemmtilegar sögur. Nú sló hann á strengi ástamálanna og heilsaði og kankaðist til við kon- ur, sem þeir mættu á leið sinni, hann vissi vel að ekkért er eins örfandi fyrir karlmannslundina og ástléitinn konuhlátur! En einu sinni reiknaði hann' skakkt, kona ein, sem hann lét líklega við geðjaðist ekki að því, rauk á hann, klóraði hann og beit. Og hljóðfæraleikararnir léku viðkvæm lög meðan Sundsvall- son sagði skemmtisögurnar, brúðarmarsa o. s. frv. Fyrir utan Letzsand varð þeim hverft. Þegar þeir fóru yí'ir brú þar, voru þeir nærri búnir að missa kistuna. Hún ýtti brúnni ofan í ísinn og það var með ýtrustU áreynslu að þeim tókst að komast yíir ána. með allan farangurinn. Blindhríð var, þegar þeirkomu til Falun og heill múgur manns tók á móti þeim á torginu. Rík- ismaðurinn Frederik Kronberg,- Frh. á bls. 10. ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.