Vísir - 06.05.1959, Blaðsíða 1
12
sí&ur
12
síSur
48. ár.
Miðvikuclaginn G. maí 1959
99. tbl.
• r
í goer var dregið í 5. flokki
ESæKi vÉð a HasBiE EBEeSéasa Eceeli^
var fvririuælaíiiia.
Albert rak flóttann 100 mílur tl! hafs, eíi
Barrosa hindraði frekari aðgerðir.
Vöruhappdrættis S.Í.B.S. Dreg-1 Samkvæmt tilkynningu frá
Ilúsið Brenna við Bergstaðastræti sem alþckkt er meðal Reyk-
víkinga var brotið niður í gær, en það er gamallt hús og hlaðið
úr steini. Það var brotið niður nieð þeim hætti, að í krana var
liengt þungt hjól sem slengt var á vegginn. Létu veggirnir þá
fljótt undan því höggin voru þung. Húsið var brotið í rúst á
4—5 klukkustundum og var ein hrúga eftir með útveggjum
og skilrúmum, timburklæðningu og öðru.
Pósthus starfrækt á Vatna-
jökli í heilan mánuð.
Efnt verður til þriggja hópferða
á Vatnajökul í vor.
Samkvæmt upplýsingum frá an lögð á rannsóknir og mæling-
Póst- og símamálasí jórninni og' ar á jöklinum og Grimsvötnum
auglýsingu, sem hún hefur gefið á vegum Jöklarannsóknafélags-
út verður pósthús starfrækt á ins. Tvær seinni ferðirnar verða
Vatnajö'kli dagana 25. maí til aðallega ætlaðar skemmtiferða-
25. júní n.k.
Það verður til húsa í skála
Jöklarannsóknafélags íslands,
„Hjarnheimum" á Grímsfjalli
fólki og er þáttaka mikil í öll-
um. Sýnir það ljóslega að áhugi
almennings er vaknaður fyrir
Vatnajökli, enda er þar um ný-
og starfrækt í sambandi við stárlegan heim að ræða, ólíkan
starfsemi Jöklarannsóknafélags
ins. Mun félagið gefa út sérstök
umslög og hafa af þeim nokkr-
ar tekjur en frímerkin sjálf
verða að sjálfsögðu seld á nafn-
verði. Þau verða stimpluð með
sérstökum dagstimpli með orð-
inu Vatnajökull.
Um móttöku bréfa, sem fara
eiga í gegnum pósthúsið á Vatna
jökli verður sennilega sá háttur
hafður á, að sendendur stíli bréf
sín (með öðrum bréfum inn í
þau, sem stimpla á) til póst-
hússins á Vatnajökli og þeim
bréfum er hægt að koma á
hvaða pósthús sem er, eða þá að
sendendur komi þeim beint til
Jöklaránnsóknafélagsins eða
þátttakenda í ferðum þeirra.
Pósthús mun einu sinni hafa
verið starfrækt á Vatnajökli áð-
ur.
í sambandi við þetta má geta
þess að Jöklarannsóknafélagið
mun í samvinnu við Guðmund
Jónasson bifreiðarstjóra efna til
þriggja hópferða upp á Vatna-
flestu því, sem ferðalangar eiga
að venjast.
Dvalið verður í skálum
Jöklarannsóknafélagsins, Jök-
ulheimum við Tungnárbotna
áður en lagt er á jökulinn, en
aðalbækistöðin eftir að upp er
komið, verður í skálanum á
Grímsftjalli. Þar er rúmstæði
ið var um 300 vinninga.
Hæstu vinningarnir komu á
eftirtalin númer:
100 þús. krónur:
27626.
50 þús. krónur:
17523.
10 þús. krónur:
6358 13513 23776 24809 27676
33272 41725 63438.
5 þús. krónur:
2244 2763 3109 6220 21776
24509 38529 50870 51276 52599.
(Birt án ábyrgðar).
Rockefeller-aðstoð til
geðveikirannsókna.
Rockefeller- stofnunin til-
kynnir nýja úthlutun til 32
landa. Heildarupphæðin er 2%
milljón. að þessu sinni.
Meðal stofnana, sem fær
styrk nú, er Oxfordháskóli, sem
fær 40 þúsund dollara til geð-
veikirannsókna, sem vísinda-
menn inna af höndum á hans
vegum.
landhelgisgæzlunni síðdegis í
gær barst skömmu fyrir hádegi
í gær svar frá eigendum brezka
togarans Ashanti, en hann vnr
staðinn að ólöglegum veiðum
næstum 9 sjómílur innan land-
helgi s.l. miðvikudag 29. apríl,
og var svarið þess efnis, að tog-
arinn skyldi halcla til Englands
og lagði hann þegar af stað,
eftir að þessi fyrirmæli höfðu
borizt.
Varðskipið Albert, sem hef-
ur fylgt þessum landhelgisbrjót
eftir alla tíð síðan er hann stóð
hann að ólöglegum veiðum, 29.
f. m. fylgdi honum eftir um 100
mílur til hafs, en tundurspillir-
inn Barrosa fylgdi einnig eftir
og „hindraði frekari aðgerðir".
í tilkynningu landhelgisgæzl-
unnar segir: „Var þessu mót-
mælt af varðskipinu og er mál-
ið nú í höndum ríkisstjórnar-
innar.“
í sambandi við þetta skal
minnt á, að viðurkennt var
af hálfu yfirmanna á brezka
Alþingi og íshndtngar einhuga um
að hvika ekki í landhetgismáiinu.
Ofbeldi Breta vítt.
í Sameinuðu Alþingi í gær
var gengið til atkvæða um
þingsályktunartillögu utanrík-
ismálanefndar og var hún sam-
fyrir 14 manns, en auk þess er j þykkt einróma og þar með lýst
þar gólfpláss nokkurt. I því yfir í nafni þjóðarinnar, að
Ferðast verður um jökulinn j íslendingar hviki aldrei frá 12
eftir veðri og ástæðum og þá j rnílna landhelginni, en hinsveg-
annaðhvort farið á Hvannadals- \ ar mótmælt harðlega ofbeldi
hnúk eða í Kverkfjöll eða hvort
tveggja. Af Hvannadalshnúk,
Frarnh. á 2. síðu
Breta á fiskimiðum íslands.
Formaður utanríkismála-
nefndar, Gísli Guðmundsson,
Eisenhoiver ræddi við
frétfamenn á gær.
Herter flytur útvarpsræðu
á morgun.
Eisenhower forseti Banda- enhower, „vitum við allir að
ríkjanna ræddi við fréttamenn í | aðeins einn maður getur talað
jökul í vor, en hver þeirra mun gær og kvaðst vænta árangurs fyrir hönd Sovétríkjanna“ — þ.
taka 10—12 daga og verður ferð af fundi utanríiksráðherra fjór- | e. Nikita Krúsév.
ast í 3 beltabílum. I veldanna, sem hefst 11. maí Hann kvaðst ekki vilja ræða
Fyrsta ferðin hefst héðan úr I næstkomandi — þ. e. á mánu- afstöðuna í einstökum atriðum
bænum 22. eða 23. maí n.k. og daginn kemur. — Herter utanríkisráðherra
verður fjölmennasta ferð, sem: Náist eitthvert samkomulag, muni á fimmtudag flytja út-
til þessa hefur verið efnt til á sagði hann, mun það að sjálf- varpsræðu til þjóðarinnar, og
Vatnajökul. Munu um eða yfir sögðu verða undanfari fund-
20 manns taka þátt í henni. f ar æðstu manna.
l>eirri ferð verður höfuðáherzl- j í framhaldi af því sagði Eis-
fara allýtarlega út í mörg atriði,
og bezt að bíða ræðu hans.
hafði orð fyrir nefndinni, en
tillagan sjálf er svohljóðandi:
„Sameinað Alþingi ályktar
að mótmæla harðlega broturn
þeim á íslenzkri fisveiðilöggjöf,
sem brezk stjórnarvöld hafa
efnt til með stöðugum ofbeldis-
aðgerðum brezkra herskipa inn-
an íslenzkrar fiskveiðiland-
helgi, nú nýlega hvað eftir ann-
að jafnvel innan 4ra mílna land
helginnar frá 1952. Þar sem
þvílíkar aðgerðir eru augljós-
lega ætlaðar til að knýja ís-
lendinga til undanhalds, lýsir
Alþingi yfir, að það telur ísland
eiga ótvíræðan rétt til 12 mílna
fiskveiðilandhelgi, að afla beri
viðurkenning'ar á rétti þess til
Iandgrunnsins alls svo sem
stefnt var að með lögunum um
vísindalega verndun fiskmiða
landgrunnsins frá 1948, og að
ekki komi til mála minni fisk-
veiðilandhelgi en 12 mílur frá
grunnlínum umhverfis landið.“
Er framsögumaður hafði lok-
ið máli sínu, tóku til máls af
hálfu hinna þingflokkanna þeir
Bjarni Benediktsson, Benedikt
Gröndal og Lúðvík Jósefsson
og létu í ljós samþykki sitt og
ánægju yfir, að fullt samkomu-
tundurspillinum, sem kom á
vettvang, er Albert hafði
stöðvað Ashanti, að togarinn
hefði verið innan fjögurra
mílna marka, — og ef Bret-
ar væru sjálfum sér sam-
kvæmir hefði því átt að
skipa Ashanti að hlýða og
fara með ísl. varðskipinu til
hafnar og svara til saka, en
nú hentaði annað betur, tog-
arinn hélt áfram að bæta við
afla sinn £ íslenzkri land-
helgi, meðan „beðið er fyrir-
mæla“, og svo siglt út, —
þrátt fyrir allar fyrri yfir-
Iýsingar, nú scinast feitletr-
aða yfirlýsingu í Fishing
Nevvs á fyrstu síðu, sbr. Vísi
í gær, um enga vernd innan
fjögurra niílna marka.
Farndale Philips lætur
ljós sitt skína.
I brezka útvarpinu var í
gær sagt frá viðræðum frétta-
manna við Farndale Philips,
framkvæmdastj. brezkra tog-
araeigenda, sem er nýkominn
heim úr eins konar eftirlitsferð
inn í íslenzka landhelgi, og
túlkar hann þeirra sjónarmið
svo sem við mátti búast af fyrri
reynslu. Hann telur íslendinga
hafa sett fiskveiðimörk, sem
þeir geti ekki framfylgt, hér sé
hættulegur leikur háður, er
geti dregið alvarlegan dilk á
eftir sér, og' beri ríkisstjórnum
Islands og Bretlands að semja
um málið. Einnig ræddi hann
aukna vernd. í fréttum um
þetta, sem Rauterfréttastofan
sendi út og birtar eru í útvarpi,
eru togaraeigendur bornir fyrir
því, að á undangengnum mán-
uðum hafi brezkir togarar ekki
stundað veiðar innan fjörurra
mílna marka við ísland.
Ný frímerki.
Tvö ný íslenzk frímerki voru
sett í umferð í gær (5./5.)
Eru það 2ja og 3ja kr. merki,
með mynd af Jóni Þorkelssyni,
rektor í Skálholti (1697—1759).
Myndin á merkinu er gerð
eftir líkneski, sem Ríkarður
Jónsson bjó til. Jón var mikill
skólamaður og áhugamaður um
menntamál á íslandi, og átti
mikinn þátt í þróun þeirra mála.
Hann dó barnlaus, en ánafnaði
eigur sínar til menntunar fá-
tækra og munaðarlausra barna.
lag og eining hefði náðst um
þetta þýðingarmikla hagsmuna-
mál alh’a fslendinga.