Vísir - 06.05.1959, Blaðsíða 10
10
VtSIR
Miðvikudaginn 6. maí 1959
CECIL
ST.
LAURENT:
-K
^ÆJuinh
Tl
OON JUANS
22
— Á eg eða á eg ekki, að láta Saragossa falla í hendur Frökkum?
Saint-Marc greip fram í fyrir honum, og einkenndi rödd hans
harður, flæmskur málhreimur.
— Vissulega ber eg ábyrgðina á herstjórninni, en það er yðar
að úrskurða um þetta.
— Þá spyr eg beint frá hernaðarlegum sjónarhóli skoðaö: Er
auðið að verja staðinn?
— Nei, við gætum ef til vill varist í hálfan mánuð, en ekki
lengur. Og innan hálfs mánaðar verður ekki kominn sá enski
liðsauki, sem lofað hefur verið að senda. Staðurinn er glataður.
Villa-Campo tók til máls, en hann haíði tekið sér sæti undir
kirkjuglugga.
— Staðurinn, endurtók hann háðslega. Er hægt að kalla þessar
rústir stað eða borg, þessi þaklausu hús, þessar gluggalausu
kirkjur — kallið þið þetta stað? Þið þuríið ekki að þjást af sam-
sizkubiti, þótt þið lofið fjandmönnunum, að ná þessum rústum.
Þetta er dauðra manna borg. Hún er ekki lengur til.
— Tveir af hverjum þremur íbúanna eru.dauðir. Hvað þýðir
að fast um örlög þess eina þriðja hlutar, sem eftir er. Er ekki
réttast, að hér gangi hið sama yfir alla. Þá verður kannske gerð
ný stytta af yður, Falafox!
Greifinn hrissti höfuðið.
— Eg skil ekki kaldhæðni yðar. Viljið þér, að staðurinn gefist
upp eða ekki?
Kæri vinur minn, sagði Villa-Campo og yppti öxlum, eg legg
ekki neitt til um það, hvorki til eða frá. Eg lít bara á hlutina frá
heimspekilegu sjónarmiði. Eg hefi gaman af því.
Ómur af söng barst að eyrum, en i söngnum var María, móðir
guðs ákölluð.
— Fólkið hefur nú fengið þá flugu í kollinn, sagði Saint-Marc,
að hún muni birtast í dag. Og það hefur frézt í bænum, að hæna
hafi verpt eggi, sem á var letrað Lifi Spánn! Enginn hefur seð
eggið, en allir tala um kraftaverkið. Og nú, herrar mínir, bið eg
yður að afsaka mig. Eg verð að fara annað. Skyldan kallar.
Hann dokaöi við andartak, varð litið á Juan, sem stóð við sund-
urskotinn stólgarm.
— Og þú, ungi vinur minn, skrepptu til Argon, eg þarf að fá
vitneskju um, hvort múrar klausturs Svörtubræðra standast
enn skothríðina.
Juan heilsaði að hermanna sið og hraðaði sér burt. Ilann forð-
aðist að fara gegnum aðalhliðið, því að þar var mjög auðvelt að
fá byssukúlu í skrokkinn, og jafnvel þegar maður átti sér einskis
illis von. Lagði hann því leið sína gegnum hliðardyr. Skýldur af
kirkjugarðsvegg læddist hann að byggingu nokkurri og var aðeins
ein álma hennar ólöskuð. Þar lágu um það bil tuttugu særöir her-
inenn undir andalúsisku sóltjaldi, en skamrnt frá voru nokkrar
nunnur að steypa byssukúlur úr peningum. Lengra frá var munk-
ir að kenna krökkum.
— Hverrar þjóðar eruð þið, börnin góð, sagði kennarinn.
— Spænsk, lofuð veri María guðs móðir.
— Og hverjar eru skyldur góðs Spánverja?
— Að vera góður kaþólikki og verja hina heilögu trú, föður-
land sitt og konung.
— Hver er okkar erkifjandi?
— Napoleon keisari.
— Hver er okkar rétti konungur?
— Konungur okkar er Ferdinand VII.
— Er það synd, að drepa Franzara?
— Nei, það er heilög skylda að frelsa heilaga kirkju og föður-
landið okkar ástkæra úr klóm fjandmannanna.
Juan skreið niður í skotgröf. Það var barist áfram um Sara-
gossa, um hverja götu, hvert hús, hvert herbergi. Stundum börð-
ust Frakkar og Spánverjar í stigum og göngum í návígi.
Hermenn þjálfaðir í að koma fyrir sprengjum létu mikið til
sín taka, komu fyrir sprengjum í nálægð ofna og eldavéla og
kviknaði þá í húsum við sprengingarnar, og hlaust af mikið tjón.
Kúlnahríðin var nú svo áköf orðin, að Juan ályktaði, að hann
væri farin að nálgast Svörtubræðraklaustur, en það var hinn
frægi múr þess, sem raunverulega var barist um, — ef vörnin
brysti þar myndi hún fara gersamlega í mola annarsstaðar.
í ,húsi nokkru vinstra megin við veginn var vinnustofa sútara,
og höfðu nokkrir hermenn búið sér þar skotvirki. Rétt í þeim
svifum, er Juan birtist þarna, hófu þeir skothríð á eitthvert
skotmark í um 200 metra fjarlægö.
Juan kom auga á spænskan ofursta, sem hann þekkti. Hann
komst til hans og bar upp spurningu við hann. Ofurstinn benti á
múrinn og sagði:
— Ef þér hafið augu i höfðinu munuð þér sjá, að veggurinn
stendur.
Svo bætti hann við kankvíslega:
— En þér eigið kannske við það hvort hann sé skotheldur?
Komið og sjáið!
Frönsk sprengikúla sprakk fyrir utan vegginn án þess að valda
nokkru tjóni.
— Frakkar skjóta ekki nógu langt, sagði hann, og brátt eiga
þeir engin skotfæri eftir.
En nú heyrðist aftur skothríð, og brátt kom í Ijós, að Frakkar
höfðu skotið lengra í þetta skipti. Loftþrýstingurinn var svo
mikill að Juan fékk hellu fyrir eyrun og hentist til jarðar, og
þegar reykinn lagði burt sá hann, að Frökkum hafði tekist að
skjóta skarð í vegginn mikla. Ofurstinn, sem hann hafði verið
að tala við, hafði oltið um og lá nú á jörðunni og vætlaði blóð
úr munni hans.
— Hlustiö á mig, sagði hann með miklum erfiðsmunum,
— heilsið Saint-Marc og Palafox og segið, að ef þeir reynist sekir
um uppgjöf Saragossa, muni Guö almáttugur varpa þeim í yztu
myrkur, þar sem verður grátur og gnístran tanna.
Hann reyndi af veikum mætti að rétta upp hnefann og steyta
hann. Svo. hneig hann út af aftur og var dauður.
Juan skildist, að það var tilgangslaust að kalla á hjálp. Hann
hafði mikinn hjartslátt og honum var beygur í hug á þessum
stað eyðingar og dauða. Þegar hann loks var kominn út af mesta
hættusvæðinu og inn á torg eitt í bænum, gekk hann að vatns-
þrónni á torginu, og skolaði af andliti sínu og höndum og fékk
sér vænan slurk að drekka. Yfir honum hveldist hinn bleiki
kvöldhiminn. Sólin var mjög tekin að lækka á lofti og sólarlags
var ekki langt að bíða.------Til þess að forðast kúlur leyni-
skyttnanna læddist hann meðíram veggjum garðsins þar sem
hann rétt áður hafði heyrt hvernig börnum var boðað hið nýja
evengelium, og lagði leið sína til kirkju nokkurrar, þar sem
nokkrir liðsforingjar sátu í mestu makindum. Markgreifinn stóð
þó við einn gluggann og horfði yfir staðinn.
— Það er tilgangslaust fyrir yður, að reyna að ná í Saint
Marcan, sagði hann við Juan. I-Iann veit þegar, að Frökkum hefur
tekizt að rjúfa skarð í múrinn.
Juan beit á vör sér. Svona fór þaö alltaf, ef honum var falið
eitthvað. Er hann haíði rekið eitthvert erindi og sagði frá, árangr-
inum var jafnan viðkvæðið; V;ð vissúm það!
Villa-Campo horfði á hann c tiö' glaðklakkalega:
— Annars skiptir það ekki svo miklu máli, sagoi hann lágt,
A
kvöld
sí
vökunui
mmm
íi. Burrosigfes
TENSE MO/AENTS PASSEP1. NUíAA
SHOWEP NEITHEE H03TILITY OE
A/AITy, SO TAPZ.AIVJ CHOSE TO a,
EESUME HIS HUNT. , p&Æ
f AI* 1A %
238®
Augnablikið leið og Numi
gerði enga tilraun, til að
ráðast á Tarzan, sem hélt
þegar í brott til að leita sér
NI7EER KS HAP NJtOST FOBSOTTEN
THE CAPNIVOíZS AFTEK SPOCZINS
A EUFHA'jO TO A V/ATEE HOLE—
matar. Hann var næstum
búinn að gleyma viilidýrinu
þegar hann var að elta
buffaló niður að vatnsból-
inu. En þegar hann stökk
niður til að drepa buffalóinn
stökk ijónið fram úr þykkn-
inu með gapandi gin og
klærnar á lofti.
— Frændi, sagði Jonni litli.
— Borðar þú i eldhúsinu?
— Stundum, sagði frændi. —•
Hvar borðar þú?
— Eg borða í borðstofunni.
— Og hvar borðar hann litli
bróðir þinn?
— Hann borðar bak við
treyjuna hennar mömmu.
*
— Eg gerði góðverk í dag,
mamma. Eg setti teiknibólu í
sætið kennarans.
Hún var hneyksluð: — Og
álítur þú það vera góðverk?
sagði hún ergileg.
— Áreiðanlega. Allir í
bekknum hata hann.
★
Solly horfði á móður sína
taka smyrslin burt af andliti
sínu.
—• Til hvers er þetta
mamma? spurði hann.
— Þetta er til að gera mig
fallega.
— Var ekkert gagn að því?
★
Hollywoodbúar eru ókurt-
eisastir af öllum. Mér geðjast
ekki að því hvernig þeir með-
höndla gesti. Mér hentu þeir út.
★
— Vitið þér, María, hyprt
hjólareikningurinn minn hefir
komið meðan eg var úti?
— Það held eg ekki. Eg
heyri húsbóndann syngja.
★
Nýgift kona var spurð
hvernig henni líkaði hjóna-
bandið.
— Það er næstum enginn
munur á því og þegar við vor-
um trúlofuð, svaraði hún. —
Þá vakti eg hálfa nóttina eftir
að hann færi. En nú vaki eg
hálfa nóttina eftir því að hann
komi heim.
★
— Segðu mér, Mortensen,
hefir þig aldrei langað til að
fljúga?
— Aðeins einu sinn. Það var
inni á Hótel Evrópu. Eg sat
með ungri konu inni á herbergi
á tíundu hæð. Þá stóð maðurinn
hennar allt í einu í dyrunum.
Usæ Jón Lslls s svsss-
sissk&s blaðí.
í grein, sem birtist í sviss-
neska blaðinu „Der Landbote“
16. þ. m. og fjallar um ;Jón
Leifs tónskáld, segir ' m. a. á
þessa leið:
„Tónlistarlíf sögueyjunnar
íslands er enn ungt, enda þótt
þjóðlög' þess og þjóðdansar til-
heyri eldgamalli arfleifð. Tón-
menntastofnanir þessa lands
komust ekki á fót fyrr en á 20.
öld. , ’ .
Vegna sextugsafmælis Jóns
Leifs 1. maí nk. verða haldnir
hátíða-hljómleikar í Iteykja-
vik og flutt sýnishorn úr hin-
; um mörgu tónleikum hans.
Einnig í öðrum löndum er
I í'Iutningur verka hans í undir-
jbúningi. svo sem symfóniskum
tónsmíðum,. stofutónlist og
sönglögum. Vafalaust væri það
ávinningur að kynna hér í
Mið-Evrópu hinar miklu Eddu-
óratóríur hans, sem opnar
heillandi insýn í heim, sem hér
um slóðir er því sem nsér ó-
kunnur.“