Vísir - 14.05.1959, Blaðsíða 8

Vísir - 14.05.1959, Blaðsíða 8
Kkkert blað er ódýrara f áskrift en Vísir. LátiB hann fœra yður fréttir og annað leetrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. WlBIR Fimmtudaginn 14. maí 1959 Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur Visis eftir 10. hvers mánaðar, fí blaðið ókeypis til mánaðamóta, Sími 1-16-60. Tekið til starfa í dag í Genf. Lthlufun Visindasjéðs: Vesturveldin vilja lausn heims- vandamála stig af stigi. Leggja frasn tillögur sínar i dag. í dag verður haldinn fjórði fundur Genfarráðstefnunnar og er búist við, að nú snúi menn sér að því, að ræða vandamál þau, sem fyrir henni liggja. Gromiko hafi nú gert ljósa afstöðu stjórnar sinnar varð- andi aðild Póllands og Tékkó- slóvakíu, og aðrir fulltrúar á ráðstefnunni sömuleiðis gert sína afstöðu ljósa, og verði nú það, sem á milli ber ekki látið tefja störfin frekara, en full- trúar annarra ríkja verði til kvaddir, eftir því sem sam- komulag verður um og þörf -krefur. Herter í forsætl. Herter utanríkisráðherra Bandaríkjanna var í forsæti í gær og lagði áherzlu á, að nú tækju menn til starfa án tafar, og lagði ennfremur til, að menn flyttu inngangsræður Ný reiðhjól í verðlaun. Umferðarnefnd Keykjavíkur 'efndi nýlega til ritgerðarsam- keppni meðal 12 ára barna í þarnaskólum í Rvík um efnið ,(BSrnin og umferðin“. Var tilgangurinn sá að glæða áhuga barna fyrir umferðar- menningu, og var lögð mikil vinna í undirbúning samkeppn- innar og síðar við mat á þeim. Úrslit urðu þau, að tveir nemendur úr Laugarnesskóla hlutu verðlaun. Voru það Ólaf- ía Sveinsdóttir, Breiðagerði 7, ■Og Pétur Björn Pétursson, Rauðalæk 52. Verðlaunin voru reiðhjól af vönduðustu gerð, og voru þau afhent þeim síðast- liðinn fimmtudag. Upplýsinga um stolfnn bfl. f nótt er leið var vörubif- Teiðinni R-619 stolið, þar sem hún stóð við Eskihlíð 10 hér í bæ. Bifreiðin fannst í morgun, þar sem henni hafði verið ekið út af óupphlöðnum vegi í Grana- skjóli og út á mýrarblett utan við veginn. En mýrin var svo gljúp og blaut að bifreiðin sat föst og þar hefur þjófurinn orð- ið að yfirgefa hana. Hjólför á veginum benda til þess að bifreiðin hafi lent þarna í umferðartruflun og orðið að víkja af veginum af þeim ástæðum. Biður rannsókn- arlögreglan, þá sem kynnu að hafa orðið bifreiðarinnar varir í nótt, að láta hana vita hið bráðasta. sínar, og var á þetta fallist. Stjórnmálafréttaritarar frá Bretlandi segja, að ræða Gromikós hafi verið kurteisleg, hógvær og í samkomulagsanda. Fulltrúar Vesturveldanna munu í dag leggja fram tillög- ur sínar til lausnar vandamál- unum þ. e. um Berlin, samein- ingu Þýzkalands, öryggi Evr- ópu o. s. frv., og mun vaka fyrir þeim, að reynt verði að þoka málum í rétta átt stig af stigi. Viðræður innbyrðis. Talsvert var um innbyrðis viðræður í gær. M. a. ræddust þeir við Gromiko utanríkis- ráðherra Þýzkalands og von Brentano utanríkisráðherra Vestur-Þýzkalands. Vakti það allmikla athygli, að fundur þeirra stóð eina og hálfa klukku stund, og var sagt eftir fund- inn, að þeir hefðu átt saman hinar gagnlegustu viðræður. Herter og Selwyn Lloyd ræddust einnig við, a'ðallega um störf kjarnorkuráðstefnunnar um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn og eftirlit með slíku banni, en sú ráðstefna hefur frestað störfum meðan Fjórveldaráðstefnan stendur, svo sem fyrr hefur verið getið. □ Þrír brúðkaupsveizlugestir biðu bana og 30 meiddust í árekstri tveggja langferða- bíla við borgina Tournai í Belgíu í s.l. viku. Tívólí, skemmtigarður Reyk- víkinga, verður opnaður i þess- ari viku. Eins og undanfarin ár mun í sumar reynt að hafa starfsemi garðsins sem fjölbdeyttasta og munu skemmta þar bæði inn- lendir og erlendir listamenn. Nokkur félög og félagasam- tök hafa þegar ákveðið að efna til útiskemmtana. í ráði er að fegurðarsam- keppni kvenna fari tvisvar fram, sú fyrri í júníbyrjun og verður þá kjörin Ungfrú ísland 1959. Þessi keppni er í sam- bandi við alþjóða fegurðarsam- keppni og haldin af umboðs- mönnum hérlendis. Vinningar eru óvenju margir og glæsi- legir. Seinni ferðurkeppnin mun fara fram í ágústmánuði á af- mælisdegi Reykjavíkur; verð- ur þá kjörin Ungfrú Reykjavík 1959. Útihátíðahöld verða 17. júní og um Verzlunarmannahelgina með fjölbreyttum skemmti- Nýtt vöriiflutningaskip- í smíðum. 750 rúmlesta vöruflutninga- skipi, sem er eign Verzlanasam bandsins, verður hleypt af stokkunum í Hamborg á morg- un og á skipið að afhendast í nóvember í haust. Verzlanasambandið en sam- tök 50 kaupmanna í Reykjavík og úti á landi og var það stofn- að árið 1954. Þrátt fyrir mikinn flutning með íslenzkum skip- um hefur verzlanasambandið orðið að hafa ei'lend leiguskip í förum. Árið 1957 voru 19 er- lend skip tekin á leigu og námu leigugjöldin 57 þúsund ster- lingspundum eða um 4 millj. ísl. króna. í fyrra var svo mynd að hlutafélagið Hafskip h.f. til skipakaupa. í stjórn hlutafé- lagsins eru Helgi Bergsson, Ax- el Kristjánsson, Gísli Gíslason, Vestm.eyjum, Ingólfur Jónsson, Hellu og Ólafur Jónsson, Sand- gerði. Koto formaður háioftsneffldar. Fulltrúar 13 þjóða hafa hafið starf, sem miðar að því að há- loftin verði rannsökuð og not- uð einungis í þágu friðar og vísinda, innan vébanda Sam- einuðu þjóðanna. Sovétríkin og Tékkóslóvakía lögðu þessu máli ekki lið. Sæti fulltrúa þeirra í nefndinni voru auð. Vegna afstöðu fyrr- nefndra ríkja vildu fulltrúar Indlands og Sambandslýðveldis Araba ekki mæta á fundinum. atriðum. Margt fleira er einnig á döf- inni, sem of snemmt er að skýra frá nú. Fjölbreytt ,,Dýrasýning“ verður í garðinum og er von á m. a. apahjónum með unga, bjarnarhún, mikið af skraut- legum fiskum og fuglum og fleiri dýrum. Dýrasýningin hefir verið afar vinsæl jafnt af fullorðnu fólki sem börnum. Tívólí sýnir skemmtilegar teikni- og gamanmyndir, sem ekki hafa verið sýndar áður hér á landi. Ennfremur verður starfrækt eins og áður: Bílabraut, Parísarhjól, Ra- kettubraut, Rólubátar, Auto- matar, Skotbakkaskáli, Bogar, Speglasalur, Bátar á Tívólí- tjörninni, Flugvélahringekja, Jeppa- og Bifhjólahringekja. Fyrir smábörn eru sölt, ról- ur og rennibraut ókeypis. Fjölbreýttar veitingar verða í garðinum eins og áður. Ttf ál' f' „Tívo!í" að taka til starfa. E*ees% woi'Hur írávofjis fctjwðar- saathoppni. Rum hálf milljón skiptist milli 22ja aðila. * (Jthlutun Raunvisindadeild- ar er Raunvísindadeild Vísinda- sjóðs hefur fyrir nokkru lokið úthlutun, eins og fram keraur í skrá þeirri, sem birt er hér á eftir. Að þessu sinni var úthlutað um 530 þús. króna og skiptist það fé milli 22ja aðila, en hæstu styrkir eru 60 þús. krónur. I. Eðlisfræði og kjarnorkuvís- Indi, stjörnufræði, cfnafræði og stærðfræði. 1. Eðlisfræðistofnun Háskól- ans kr. 30.000. Til smíða á seg- ulsviðsmæli af nýrri gerð. 2. Óskar B. Bjarnason, efna- fræðingur kr. 10.000. Vegna rit- gerðar um íslenzkan mó. 3. Dr. Steingrímur Baldurs- son kr. 60.000. Til rannsókna í hydro-magnetik og plasma- fræði við tækni-háskólann í Stokkhólmi. II. Læknisfræði, líffræði og lífeðlisfræði. 4. Guðmundur Eggertsson, mag. scient kr. 60.000. Til rann- sókna í gerla- og veiru-efna- fræði í London. 5. Hjalti Þórarinsson, læknir lokið: kr. 30.000. Til framhalds á eftii> rannsóknum á sjúklingum, eri gengið hafa undir skurðaðgerð á lungum. 6. Jóhann Axelsson mag^ scient kr. 30.000. Til framhalds- rannsókna á lífeðlisfræði tauga og vöðvakerfis. 7. Kjartan H. Guðmundsson, læknir kr. 10.000. Til rann- sókna á sjúkdómnum clerosis disseminata (heila- og mænu* sigg), tíðni hans, ættgengi og; útbreiðslu á íslandi. 8. Ólafur Jensson, læknir kr- 10.000. Til könnunar á gildS magafrumurannsókna við greia ingu á krabbameini. 9. Stefán Haraldsson læknin kr. 30.000. Til rannsókna á blóð rás vaxandi og fullþroska beins og á sjúkdómum osteochondr- osis juvenilis capituli. Stefáa vinnur að þessum rannsóknum í Lundi. 10. Tómas Helgason, læknin kr. 60.000. Til þess að Ijúka' rannsóknum sínum á tíðni og gangi tauga- og geðsjúkdóma á íslandi og ganga frá riti uia þær. Framh. á 3. síðu. Sjónleikurinn „Allir synir mínir“ verður sýnt í kvöld til ágóða fyrir Félag íslenzkra leikara. — Leikararnir frá Skandinavíu, sem liér eru staddur í boði íslenzkra leikara á Norrænu leikara- vikunni verða heiðursgestir á sýningunni. — Þetta er síðasta sýningin á þessu afburða leikriti, sem sýnt hefur verið við fá- dæma aðsókn, svo sem maklegt er, og ættu allir þeir, sem ekki hafa enn séð, að nota þetta síðasta tækfæri því að óhætt er að segja, að þetta sé ógleymanlegur leiklistarviðburður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.