Vísir - 15.05.1959, Síða 7
Föstudaginn 15. maM959
MMM.
Fimmtugur:
Ingólfur Jónsson,
alþingismaður.
Ingólfur Jónsson alþingis-
maður á Hellu og fyrrum ráð-
herra er fimmtugur í dag.
Ingólfur er í raun og veru
tákn alþýðumannsins sem vinn-
ur sér brautargengi í lífinu
vegna atorku og meðfæddra
hæfileika. Því hvorki var það
auður né ytri áhrif sem ruddu
honum veg og heldur ekki
skólamenntun, því hann hefur
naumast á annan skólabekk
sezt en lýðskóla á æskuárum
sínum. Samt sem áður hefur
hann notið þess trúnaðar hér-
aðsbúa sinna, að gegna kaupfé-
lagsstjórastörfum á félagssvæði
þeirra Rangæinga helming lið-
innar ævi og þingmennsku um
mær tvo áratugi. En víðar hefur
Ingólfur notið trausts en í hér-
aði, því Sjálfstæðisflokkurinn
fól honum — einum úr hópi
yngstu þingmanna flokksins —
ráðherraembætti árið 1953
Gegndi hann þá m. a. viðskipta-
málaráðherraembættinu, sem
mjög hefur mætt á öll hin síð-
ari ár vegna hvers konar hafta
í viðskiptum og ýmiss konar
togstreitu. Þá var Ingólfur gerð
rir að formanni Kjötverðlags-
nefndar, sama ár og hann var
fyrst kjörinn á þing þ. e. 1942,
en þá var hann aðeins rúmlega
þrítugur að aldri, og sýnir það
enn hver trúnaður honum var
sýndur.
En eins og Ingólfi hefur ver-
ið sýndur trúnaður, eins hefur
hann lagt allt kapp á að bregð-
ast ekki trausti annarra, hvort
heldur það var nágranni hans
eða þjóðin öll. Hann hefur kom-
i ið stærri maður úr hverri raun
. og stöðugt vaxið að persónu-
leika og jafnframt virðingu
allra, sem honum hafa kynnst.
Ingólfur er borinn og barn-
fæddur Rangæingur, þar hefur
hann alið aldur sinn svo til all-
an. Því héraði er hann fyrst og
fremst tengdur, enda þótt þjóð-
in öll hafi notið góðs af störf-
um hans og atorku. Fyrir allt
þetta viljum við þakka honum
og færa honum jafnframt árn-
aðaróskir í tilefni fimmtugsaf-
mælis hans.
Þ. J.
Ami Jönsson í söngför um Isiand.
Hefur fengið tilboð m. a. fré
sænsku óperunni.
Árni Jónsson söngvari kom
nýlega heim frá söngnámi í
Stokkhólmi og er nú að leggja
land undir fót til að syngja í
öllum landsfjórðungum.
Árni hefur stundað söng-
nám ytra í einkatímum, aðal-
lega hjá Simon Edwardsen. Er
það dýrt nám, og hefur Árni
neyðzt til að stunda skrifstöfu-
störf jafnframt til að fram-
fleyta sér, því að gjaldeyrisyf-
irfærslan héðan hrekkur ekki
mikið meira en fyrir greiðslu
á kennslunni einni. Rétt áður
en Arni hélt heim, söng hann á
styrktartónleikum fyrir sjúk-
linga í Stokkhólmi, ásamt kór
og hljómsveit, og að þeim lokn-
nm voru honum boðnir atvinnu
samningar bæði við hina frægu
almenningsskemmtigarða í Sví-
þjóð og konunglegu óperuna í
Stokkhólmi og ennfremur um
söngferðalag með sópransöng-
konunni Önnu G. Söderholm,
Árni telur beztu söngkonu Sví-
þjóðar. Enn hefur hann fengið
þoð um að syngja til reynslu
vdð norsku óperuna, og mun
hann ekki taka ákvörðun um
samninga fyrr en að því loknu.
Nú mun Árni, sem sagt hefja
söngför um ísland, og syngur
fyrir tónlistarfélög, þar sem
þau eru starfandi. S.l. laugar-
dag söng hann á Gunnarshólma
í A.-Landeyjum. Um hvítasunn-
una heldur hann tónleika í fé-
lagsheimili Hrunamanna, og á
Akranesi, en þriðjudaginn 26.
i Reykjavik, 27. á Sauðárkróki,
28. á Akureyri og 30. í Skjól-
brekku, Mývatnssveit. Þ. 4.
júní syngur Árni svo á ísafirði,
6. í Bolungavík, 7. á Flateyri
og um miðjan mánuð á Höfn í
Hornafirði og máske víðar um
Austfirði.
Tónleikai'nir hér í Reykjavík
á þriðjudag fara fram í Gamla
bíó, og verður Fritz Weisshapp-
el undirleikari. Syngur Árni
lög eftir Árna Björnsson, Árna
Thorsteinsson, Eyþór Stefáns-
son, Hallgrím Helgason, Pál fs-
ólfsson, Sigfús Einarsson, Sig-
valda Kaldalóns og Sveinbjörns
son, Edvard Grieg, Nordkvist
og Tore Langström. Ennfremur
aríur úr Cavalleria Rusticana
og 11 Pagliacci.
Þegar er hafin sala aðgöngu-
miða, og fást þeir hjá Lárusi
Blöndal á Skólavörðustíg og
Vesturveri, Sigfúsi Eymunds-
syni og Helgafelli, Laugavegi
100.
Talar Saudi-Arabía
nú við Breta?
Saudi-Arabía ræðir við Ara-
biska sambandslýðveldið uin
að taka upp stjórnmálasam-
band af nýju við Bretland.
Því var slitið út af Suez-
vilðburðunum. Saudi-Arabia
hafði áður lýst yfir, að hún
mundi ekki aftur taka upp
stjórnmálasamband án þess að
ræða það við Egypla.
Saga kaffisopans.
Heinrich Eduard Jacob: Sage
und Siegeszug des Kaffees,
Rowohlt-Vering, Hamburg.
íslendingar eru álitnir vera
ein mesta kaffidrykkjuþjóð
heims, og er því fróðlegt fyrir
þá að lesa bók, sem nýlega kom
á markaðinn, „Saga og sigur-
för kaffisins“, sem reyndar
segir frá mörgu fleiru en rækt-
un þessarar jurtar og notkun á-
vaxta hennar. Bókin er einstæð
menningarsöguleg skýrsla, eink
arfróðleg og spennandi aflestr-
ar.
Af heilsufræðilegum ástæð-
um erunútímamönnum víst
takmarkanir á nautn ýmissa
efna nauðsynlegar — á vín, á
tóbaki, á deyfilyfjum og þó sér-
staklega á eiturlyfjum. Um holl-
ustu kaffisins er varla hægt að
deila. Þegar við skreppum í
búð og kaupum kaffipakka, til
að geta hresst okkur á líkama
og sál, hugsum við ekki út í
það, að styr mikill hefur staðið
í margar aldir um þýðingu og
gildi þessa „lífsins lyfs“.
Það eru ekki meira en 250
ár, síðan kaffið fékk inngöngu
í heimili Evrópumanna, eftir að
það hafði verið dýrkað sem
gjöf guðanna í löndum Araba í
Afríku og Asíu í aldaraðir. O-
skiljanlegt finnst okkur í dag,
að einmitt þeir aðilar, sem telja
mátti dómbærasta um kosti
kaffisins aðeins ein af mörgum
sönnunum þeirrar kenningar,
að á öllum timum og með öll-
um þjóðum er starfandi stétt
andlegs afturhalds, sem berst
gegn viðurkenningu lifssann-
inda oftast gegn betri vitund
og til verndar ímyndaðra eig-
inhagsmuna og viðhalds óverð-
skuldaðra forréttinda. Við vit-
um, að slíkri mótspyrnu hafa
flestallar nýjungar og tækni-
framfarir mætt í byrjun, en
okkur er gjarnt að gleyma, að
enn er líf þjóðfélagsins fullt af
fordómum gegn eðlilegum
nauðþurftum mannlegrar til-
veru eins og kaffið er nú orðið
óumdeilanlegt.
Saga kaffisins sannar einnig
áþreifanlega, að skynsemin,
þótt erfitt eigi uppdráttar. sigr-
ar að lokum. Og það er vissu-
lega gott.
Þegar kaffið náði verulegri
útbreiðslu fyrir rúmlega tveim-
ur öldum, kom brátt í ljós, að
eftirspurn varð hvergi nærri
fullnægt. Ræktun þess var því
aukin mjög, en auk þess var
fræ flutt til annara heimsálfa
eins og t. d. til Ameríku, svo að
nú á dögum er kaffiframleiðsla
KJÖRSKRÁ
til alþingiiskosiiiiiiga
í Reykjavík
er gildir frá 1. maí 1959 til 30. apríl 19ö0 liggur
frammi cdmenningi til sýnis í skrifstofu borgarstjóra,
Austurstræti 16, frá 16. maí til 6. júní að báðum
dögum meðtöldum, alla virka daga klukkan 9 f. hád.
til klukkan 6 e. hád.
Kærur yfir kjörskránni skulu komnar til borgar-
stjóra eigi síðar en 6. júní næstkomandi.
Borgarstjórinn í Reykjavík, 14. maí 1959.
Gunnar Thoroddsen.
LÖGTAK
Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undangengnum
úrskurði í dag verða lögtök látin fram fara fyrir skatti á
stóreignir samkvæmt lögum nr. 44, frá 3. júní 1951, sbi. I. ni.
19 frá 8. apríl 1958, ásamt áföllnum og áfallandi voxtum og
kostnaði.
Lögtökin fara fram á ábyrgð ríkissjóðs að átta dögum liðn-
um frá birtingu þessarar auglýsingar.
Borgarfógetinn í Reykjavík, 14. maí 1959.
Kr. Kristjánssón.
aðalatvinnuvegur margra þjóð*
í heitu löndunum.
Bókin skýrir sögulega við*
burði í nýju ljósi og eykuf
þekkingu okkar á þróun mann«
félagsins. Hún er prýdd mörg*
um ágætum myndum. Rowohlt-
forlagið þarf ekki að kynna
fyrir lesendunum — bækur
þessa umsvifamikla forlags er
að finna í hverri bókabúð. Og
eftir að hafa lesið þessa bók,
munum við njóta töfra kaffis-
ins með enn meira innileik en
hingað til.
HERBERGI til leigu á
Framnesvegi 63. — Uppl. í
sima 15328. (286
4 HERBERGI ÓSKAST. —
Óskum að taka á leigu nú
þegar 4 herbergi með hús-
gögnum. Algerri reglusemi
heitið. Nánari upplýsingar í
síma 11249 milli kl. 9 og 6.
OKKUR vantar 2 herbergi
og eldhús strax. Erum á göt-
unni. Uppl. í síma 15813. —
NÝ, 4ra herbergja íbúð
til leigu. Einhver fyrirfram-
greiðsla. — Tilboð, merkt:
„Hálogaland“ sendist Vísi
fyrir kl. 12 á morgun. (404
TVÆR stofur til leigu
með svölum, aðgang að baði
og síma; eldhúsaðgangur
kemur einnig til greina. —
Uppl. i sima 35159. (407
KARLMANN vantar her-
bergi í Austurbænum. Uppl.
í síma 14215, eftir kl. 6. —
ÓSKA eftir einu stóru eða
tveimur litlum herbergjum
með aðgangi að baði og síma.
Uppl. í síma 33638 milli 8—•
10 í kvöld og 1—4 á morg-
un.
Mv/mí///
BIFREIÐAKENNSLA. —
Aðstoð við Kalkofnsveg.
Sími 15812 — og Laugaveg
Q2 10650 Í53«
BÍLL til leigu (Dodge
Wepon 8—T0 manna). Sími
11378. (287
HÚSEIGENDARÉLAG
Reykjavíkur, Austurstræti
14. Sími 15659. Opið 1—7 og
Laugardaga 1—3. (1114