Vísir - 16.05.1959, Blaðsíða 5

Vísir - 16.05.1959, Blaðsíða 5
Laugardaginn 16. maí 1959 VÍSIB S!f Gunnarskvöld í ÞjóHleikbúsinu. Flutt þar leikritið „Reiðarslag“ eftir Guunar Gunnarsson. Bók um hann kemur út vegna 70 ára af- mælis hans. Gunnarskvöld verður haldið í Þjóðleikhúsinu fimmtudaginn 21. maí í tilefni af sjötugsaf- mæli Gunnars Gunnarssonar skálds. Að kvöldi þessu standa Al- menna bókafélagið, Bandalag ísl. listamanna, Helgafell og landnáma. Verður þar m. a. flutt leikrit í einum þætti eftir skáldið, og hefur það ekki verið sett á svið fyrr. Nefnist það „Reiðarslag“ sem samið var á dönsku fyrir mörgum árum, en Þorsteinn Ö. Stephensen hefur íslenzkað, og hefur hann einnig annazt efnis- val og undirbúning kvöldsins. Verður sagt nánar frá því í blaðinu á þriðjudag. Á afmælisdegi Gunnars kem ur út hjá Landnámu 20. bindi í heildarútgáfunni á verkum hans, og eru þar í leikrit hans, en þá er lokið prentun allra hinna stærri verka hans, er hann hefur skrifað fram á þennan dag. Þá kemur út í tilefni af sjöt- ugsafmælinu samtímis hjá þrem forlögum, L. T. í Stokk- hólmi, Helgafelli og Landnámu mikið rit um skáldið eftir sænska rithöfundinn Stellan Arvidson. Er hann einkum þekktur í Svíþjóð fyrir ævi- sögur sínar, en þeirra frægust er um Selmu Lagerlöf. Arvid- son og unnar eru aldavinir. - Bókin kemur út í haust, þýdd af Jóni Magnússyni fréttastjóra. Gunnar Gunnarsson sjötugur. Margir gæðingar reyndir á 2. hvítasunnudag. Gunnar Gunnarsson rithöf- undur verður sjötugur á annan í hvítasunnu. Hljóta þá allir góðir íslendingar að hylla þennan ritsnilling, sem fyrstur íslenzkra söguskálda ávann sér í lifandi lífi og föðurlandi sínu orðstír í augum alls hins mennt- aða heims. Hann setti sér ungur markið hátt. Hann varð að þola sult og seyru, tómlæti og misskilning, sem er sú eldraun, sem margir ungir listamenn ganga í gegn um, en með þrautseigju hins íslenzka sveitamanns brauzt hann yfir klungur og leggja- brjóta — og komst leiðar sinn- ar að settu marki. Gunnar fæddist 18 maí 1889 á Valþjófsstað í Fljótsdal, en faðir hans Gunnar Gunnarsson var lengst bóndi á Ljótsstöðum. Rithöfundarferill Gunnars hins unga hófst, þegar hann var að- eins 17 ára, en þá gerði hann •það, sem enginn hefur annar gert hér, hann . gáf út tvær bækur eftir sig sama árið, 190.6, Ijóðabækur. Nefndist önnur Móður minning, hin Vorljóð. Að því ..búnú siglir harin til Danmerkur ög stundar þar nám í .tyo yetur á lýðháskólanum í Askov,.' én. vánn ' fyrir sér.' a sumrum. við garðyrkju m. a. Náði" hann fljótt svo .undra- 'verðu valdi á’ danskri tungu, að honum var nú ekki að van- búnaði fnálsins' vegna, að halda út á -. rithöfundabrautina,'- en hann hafði þá trú, sem nokkur önnur, .íslenzk skáld, sem sett- 'ust. að í Danmö'rku, svo sem Jóhann Sigurjórisson, Gpð- mundur .Kamban o. fl. áð til þess að ná sem fyrst áheyrn.hjá umheiminum með skáldverkum sínuni’, héntaði bezt að skrifa á einhverfi • annarri tungú en ís- •leníptú. íGúriháfi .vai' mikið láð :fyrir' þéttá. af Íöridum hans'her he'ima og markáði það lengi áf- stöðu þá sgm.þfiif'höfðu gagn- ,vart honum og- verkum háns. Mátti svo heita, að allur heim- urinn veitti honum viðurkenn- ingu, áður en hann hlyti náð fyrir augliti sinnar eigin þjóð- ar, en svo hefur reyndar verið um fleiri af listamönnum okk- ar. Hafði hann þegar verið nefndur líklegur til að hljóta Nóbelsverðlaunin, áðui’ en sum af höfuðverkum hans höfðu verið þýdd á íslenzku. Á námsárum sínum í Dan- mörku kynntist Gunnar danskri bóndadóttur sem hánn trúlofaðist. Haft er fyfir/'satt, að fjölskylda hennar hafi ætlað að gera úr honum verzlunar- mann. En þegar hann komst að því, hafi hann bókstaflega lagt á flótta, til að framíieyta sér og sinni heittelskuðu með því að skrifa fyrir blöðin. Nú líða árin, og þau urðu sjö, unz fyrsta skáldsaga hans er gefin út, en það er upphafið að Sögu Borgarættarinnar, Ormarr Örlygsson, sem kom út 1913. Kunnasta bókaútgáfa Dan- merkur keypti af honum hand- ritið að þessari sögu og greiddi 300 krónur fyrir. Þá var Gunn-J ar búinn að þola hungur fyrir sinn óbilandi ásetning að verða rithöfundur og ekkert annað. Hann var meira að segja búinn að þjálfa sig í. því að svelta. Það kom sér óneitanlega vel fyr ir mann, sem stóð einri sér um mikið mark. En þrátt 'fyrir allt stóð hinn ungi listamaður ekki einn. Hann var búinn að eign- ast sinn lífsföfúnaút, sem upp frá því fylgdi honum gegnuin hvað, sem á gekk. En sigurganga Gunnars Gunnarssönar var hafin. Það Íi.Su tíu ár, gg hvert' verkið rak' annað. En hlaupa verður yfir sögu. Tíu árum, frá því að hans fyrsta skáldsaga birtist, hefst upphafið að því verki, sem er summan af þrotlausri leit. höf- undar að því að finna sjálfan sig í því mégnúgan að endur- Búast má við mjög spennandi kappreiðum hjá hestamannafé- Iaginu Fák á 2. dag hvítasunnu n.k. Þá mætast t. d. 350 metra sprettfæri: Gnýfari, Þorgeirs í Gufunesi — sem á flesta vinn- inga á þessari vegalengd, og Garpur Jóhanns í Dalseli, en þessir hestar skildu jafnir s.l. sumar. spegla upprunalegt fólk, skoða sjálfan sig í upprunanum, í fóiki sínu vaxandi upp við brjóst landsins. Lýsa upp sál barnsins í íslenzkri sveit, sprot- ann að hinni fyrstu ást, missi og söknuði, stígandi önnur spor. Hið unga yfirgefur hin grænu grös, fer út á möl, og klöpp og grænan sjó. En það eru til önnur og meiri víðerni. Það er til dæmis himinninn. Endur fyrir löngu sáum við skip sigla á himni. En svo stígum við aft- ur til jarðar. Af moldu ertu kominn, af moldu skaltu aftur upp rísa, að moldu skaltu aft- ur verða. Það gerist margt þess á milli. Það sem um ræðir, er, að skáldið Gunnar Gunnarsson hefur numið af þeim, sem brutu heilann um tilveruna, en þegar hann semur sitt höfuð- verk, „Kirkjuna á fjallinu“, er þetta allt orðið • samofið. Kirkjan á Fjallinu er hið mikla guðspjall íslenzks skálds. Hún er frá hendi Gunnars Gunnarssonar „dichtung und wahrheit“ íslenzks höfundar, sem gert hefur ísland stórveldi enn á ný. Fyrir það höfum við honum að þakka. Þvi ost- um við honum alls farnaðar, og þökkum honum, þótt seint sé. Við hljótum. að biðja hann fyrirgefningar á því, hve við vorum seinir til að sjá, hvað við höfum honum áður rangt til gert, hve við vorum seinir til* að koma auga á, hvað hann hefur gert fyrir ísland. Þó að aðalvafinn virðist vera um þessa hesta- er þó alls- endis óvíst hvað „Gígja“ Bjarna á Laugarvatni getur nú og einn ig „Blakkur“ Þorgeirs í Gufu- nesi og „Þröstur“ Ólafs Þórar- inssonar. Þá verða 11 hestar reyndir á 300 metra sprettfærinu. Á skeiði verða reyndir alls 9 hestar og munu Laugvetningar ætla sér forustuna þar, því þeir senda „Trausta“, er fyrstur vai'ð á landsmótinu í sumar, og Blakk, 12 vetra, ættaðan úr Borgarfjarðarsýslu. Sigurinn mun þeim þó ekki verða auð- fenginn, því þeim mæta „Kol- skeggur“ Jóns M. Guðmunds- sonar, Reykjum, og „Hrannar“ Sólveigar Baldvinsdóttur, Hafn arfirði, en hann mun sitja hinn kunni hestamaður Jón Jónsson frá Varmadal, sem margan verðlaunapeninginn hefur sótt á skeiðvöllinn hér ,og margan skeiðgamminn teygt til sigurs. Þá mætti nefna „Litlu- Slettu“ Sigurðar Ólafssonar, sem er aðeins 8 vetra Þá verða reyndir 7 unghestar á 250 metra sprettfæir. Góðhesta-keppni. Sú nýlunda verður upp tek- in hjá Fák nú, að góðhesta- keppni fer fram í tveim flokk- um. í A-flokk verða hestar með alhliða gang, tölt og skeið, en í B-flokk eingöngu tölt-hestar. Þrenri verðlaunaskjöl verða veitt í hvorum flokki. Alls taka 15 hestar þátt í keppninni. í sambandi við kappreiðarn- ar fer fram T0 kr. skyndihapp- drætti og geta menn þar eign- ast gæðing fyrir einar 10 kr. Er hér um að ræðá 7 vetra brún an gæðing, viljugan og fulltam- inn, með allan gang. Dregið verður aðeins úr seldum miðum og stráx að kappreiðum lokn- úiri. Annar yinningur er flug- far með Loftleiðum til Kaup- mannahafnar. S.V.R. Framh. af 8. síðu. ekki voru brotnar, verið teknar úr, raðað kyrfilega upp að vegg, en bílgúmmíinu verið stolið. Er sýnilegt, að þar hefur maður verið að verki, sem vantað hef- ur gúmmíið. Annars sagði forstjórinn, að ekki væri friður með biðskýlin að neinu leyti. Upphaflega átti að mála þau í björtum litum, þeim sömu, sem eru á strætis- vögnunum, en svo að segja á samri stund var búið að útkrota þau öll með dónalegum mynd- um og skemma málninguna á annan hátt. Og eitt biðskýlið, t— sem stóð við Kirkjuteig, skammt frá Laugarnesskólan- um — varð að flytja brott vegna. þess eins að það var ekki látið neina stund í friði vegna skemmdarverka. Jafnharðan og rúður voru settar í það, voru. þær brotnar. Annars er nokk- uð mismunandi hvernig skýlin eru útleikin eftir því í hvaða hverfum þau eru. Sums staðar er þeim hlíft meira en annars staðar. Biðskýlunum hefur verið komið upp í góðum tilgangi og til að veita almenningi þjónustu og afdreps í illviðrum og næð- ingi. Nú eru það vinsamleg til- - mæli til almennings að hann taki höndum saman um að vernda þau gegn illvirkjum og láti ekkert tækifæri ónotað til . þess að ljóstra upp um skemmd- arvarga, þegar þeir eru á ferð. Form. alkirkfu- ráðsins við- stáddur biskups* vígsluna. Dr. Franklin Fry, formaður Alkirkjuráðsins og forseti heimssambands Lútherssafnaða kemur hingað um miðjan júní. Hann mun dvelja hér nokkra daga og verða viðstaddur biskupsvígsluna, en Sigurbjörn. Einarsson prófessor verður vígður biskup íslands 21. júní. Neytendasam* tökin eflast. Neytendasamtökin hafa nú flutt í nýtt húsnæði að Austur- stræti 14, III. hæð. Er þar opin skrifstofa kl. 5—7 daglega, og svarað í síma a. m. k. frá kl. 1 á degi hverjum. Miklar annir eru hjá samtök- unum, og eru sívaxandi, enda er öllum félagsmönnum heimil þjónsta þar án endurgjalds. — Meðlimum fer sífjölgandi, en . æskilegt væri að þeir yrðu enn fleiri, svo hægt verði að lengja skrifstofutíma, sem að sjálf- sögðu hefur nokkurn kostnað í . för með sér. Árgjald er kr. 25, en í því eru innifaldir allir leiðbeiningabæklingar samtak- anna. Fjórtán bæklingar hafa verið • prentaðir, en sá síðasti, „Raf- magn og notkun þess“ verður settur í póst eftir hátíðina. Mönnum skal á það bent, að um hvítasunnuna mun verða tékið móti nýjum meðliínum frá morgni: til kvölds í síma.. 1-97-22.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.