Vísir - 16.05.1959, Blaðsíða 8

Vísir - 16.05.1959, Blaðsíða 8
Ekkert blað er ódýrara i áskrift en Vísir. Látið hann fœra yður fréttir og annað leatrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. VlSIR Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamótfc, Sími 1-16-60. Laugardaginn 16. maí 1959 Auknirig hjá SVRs Níu nýir vagnar teknír í notkun næstu mánuðina. Smánarleg spellvirki unnin á bið- skýlum víðsvegar um bæinn. Níu nýir strætisvagnar verða teknir í notkun ýmist á þessu ári eða í byrjun nœsta árs. Frá þessu skýrði Eiríkur Ás- geirsson, forstjóri Strætisvagna Reykj avíkur, blaðamanni Vísis í gær. Hann sagði, að nýlega hafi leyfi fengizt fyrir 5 grind- um, sem byggt verður yfir hér heima, og auk þess tveimur full- gerðum strætisvögnum. Auk þessa eru svo tvær strætisvagna grindur komnar fyrir nokkru til landsins og er verið að byggja yfir þær, sem stendur. .Sagðist forstjórinn vonast til, ■að fjóra þessarra vegna yrði unnt að taka í notkun fyrir haustið og um leið að taka úr motkun elztu og hrörlegustu vagnana. En þó að þetta sé ánægjulegt,. er samt ekki allt jafn mikið áríægjuefni í sambandi við strætisvagna Reykjavíkur. For- stjórinn sagði, að það virtist einhver árátta hjá bæjarbúum að gera hvers konar lúalegar árásir á biðskýlin í hvert skipti sem tækifæri gæfist. Menn brytu í þeim rúður, tækju úr rúður, gengju örna sinna inni í þeim, krotuðu út málningu á svívirðilegan hátt og annað þar fram eftir götunum. Allra síðustu aðfarirnar voru gerðar gegn tveimur biðskýlum á Selásnum og einu biðskýli í Kreiðholtshverfi. í öllum þrem höfðu rúður verið brotnar, en í tveimur höfðu rúðurnar, sem Framh. á 5. síðu. Þessi gerð af bátum vex að vinsældum með ári hverju enda bafa þeir ýmsa yfirburði yfir venjulega báta. Þeir eru stöðugri, léttari, hraðskreiðari og rista grynnra en aðrir bátar. Þessi tvíburabátur ristir ekki nema tvö fet og gengur 20 mílur. Raymond Barton ætlar á þessum tvíbura yfir Atlantshaf frá Portúgal til Miami. Ferðin á ekki að taka nema 3 vikur. Þeir ætla eingöngu að nota segl yfir hafið. Steinn lagður í götu Stanga- veiðiféEags Reykjavíkur. 20 ár eru liðin frá stofnun þess. Nú eru 20 ár liðin síðan 16 stangaveiðimenn komu saman til fundar á Hótel Vík til að stofna allsherjar veiðifélag. Við fangsefni þessara 16 frumherja * hinnar ágætu íþróttar voru önn *ur en nú blasa við þeim eftir tuttugu ára starf. Þá voru fáir ;sem iðkuðu veiði sem íþrótt, en nú komast færri að ánum en yilja. Hið sorglega er, að 3 þessum merku tímamótum hef- 5ir félag sem nú telur 700 með- limi, orðið að láta í minni pok- ann fyrir harðsvíruðum eigin- hagsmunamönnum, sem neyta afls í krafti peninga, án tillits til sjónarmiða sem sæmileg |>ykja. Á fundi með blaðamönnum sagði stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur eftirfarandi: Ým- islegt hefur gerzt undanfarið, •.sem vekur ugg með stanga- veiðimönnum og er þar átt við J>á þróun ,ef fyrirtækjum eða auðhringum lýðst að yfirbjóða svo óeðlilega, sem hinum „sár- íátæka þurfaling“, Sölumiðstöð jhraðfrystihúsanna , í laxveiðiár -að borgarbúum sé ókleift að 3áta vetrardraum sinn um veiði í ám rætast. Það verður rúmsins vegna að £era langa sögu stutta, en þess verður að geta, að Stangaveiði- félag Reykjavíkur hefur mark- VARÐARKAFFI yerður ekki í dag. visst í 20 ár unnið að því merka viðfangsefni að rækta ár til aukningar fiskstofns, græðslu lands og nátúruskoðunar, sem hverjum íslendingi er nauð- synleg til eflingar þekkingu og ást á landi sínu. Þess vegna er það illa farið, að steinn skuli lagður í götu þessa fjöjmenna hóps á 20 ára afmæli félags- skaparins. Nokkurir dómar: Eins árs fangelsi og rúml. 12,000 kr. sekt. Hafði brotizt nokkrum sinnum inn, stoli5 bílum og ekið þeim ölvaður. Nýlega hafa í sakadómi bifreiðum og fyrir að aka þeim Reykjavíkur verið kveðnir upp nokkrir dómar einkum fyrir brot gegn umferðarlögunum, svo sem ölvun við akstur, en fleiri brot liafa einnig komið þar við sögu. Þyngsti dómurinn var kveð- inn upp yfir 22ja ára mannni, sem síðustu 10 mánuðina hafði gerzt sekur um nokkra inn- brotsþjófnaði, nytjastuldi á Engan undanslátt eða llnkind! Ælnjfhtun F.F.S.I. í lan&lhelgiswná Sinu. Stjórn Farmanna og fiski-.Breta hér við land. í því sam- mannasambands íslands hefur gert eftirfarandi . ályktun í landhelgismálinu: Um leið og stjórn F. F. S. í. fagnar einróma samþykkt þing flokkanna á Alþingi, þó seint sé, um að hvika í engu frá 12 mílna fiskveiðitakmörkunum, lýsir stjórn F. F. S. í. sem skoð- un sinni, að með samstöðu og festu verði málið til lykta leitt. Það er enn fremur ákveðin skoðun stjórnar F. F. S. í. að forðast beri óþarfan undanslátt eða linkind, af þjóð, sem er sannfærð um málstað sinn og rétt til lífsins, byggðum á af- notum af eigin landsgæðum, í þessu tilfelli grunnmiðin um- hverfis land vort, sem Bretar vilja hrifsa til sín með hervaldi. Stjórn F. F. S. í. skorar á Al- þingi og ríkisstjórn íslands að leita allra tiltækilegra ráða til að stöðva án tafar herhlaup bandi vekjum við athygli á, hvort ekki sé rétt að leita tií Sameinuðu þjóðanna um eftir- litsmenn er staðfesti mælingar og annað, sem nauðsynlegt reynist til vitnisburðar um hegðun og um ágreining ís- lenzkra löggæzlumanna og enskra hermanna meðan á á- tökum þessum stendur. Stjórn F. F. S. í. álítur að til- ræði brezka herskipsins „Con- test“ við varðskipið Maríu Júl- íu og línubátinn Helgu 1 síðustu viku aprílmánaðar s.l. og orð- sendingar þær, sem brezka rík- isstjórnin afhenti 6. þ. m. gefi fullt tilefni til, að leitað verði nú þegar fulltingis þeirra aðila, sem hafa skuldbundið sig til þess að gæta öryggis íslands, eða eru líklegir til þess. Má í því sambandi minna á dvöl setuliðsins hér, okkur til varnar. undir áhrifum áfengis. Hafði maður þessi enda verið drukk- inn í öll skiptin. Fyrir þetta var hann dæmdur til eins árs fang- elsisvistar, sviptur kosninga- rétti og kjörgengi og sviptur ökuleyfi ævilangt. Hann var loks dæmdur til greiðslu skaðabóta, að upphæð rúmlega 12 þús. kr.. Hann hafði áður hlotið skilorðsbundinn dóm. Tveir aðrir piltar, sem með honum höfðu verið í tvö skipt- in í sambandi við nytjastuldi á bílum voru einnig dæmdir. Þeir voru hvor um sig dæmir í 2000 króna sekt og sviptir ökurétt- indum í eitt ár vegna ölvunar við akstur og fyrir ógætilegan akstur. Hinsvegar var ákær- unni frestað fyrir nytjastuld- ina bæði vegna æskualdurs þeirra og að um fyrsta brot þeirra var að ræða. Neytti áfengis og olli árekstri. Fyrir nokkru ók maður aft- an á bíl á Laugaveginum og olli á honum skemmdum. Lögregl- an kom á vettvang og hafði tal af þeim, sem árekstrinum olli. Fann hún þá af honum vínlykt og við frekari rann- sókn kom í ljós, að hann hafði neytt áfengis rétt áður en hann hóf aksturinn. Með þessu var hann talinn hafa neytt áfengis við akstur og dæmdur eftir þeim skilningi umferðarlag- anna, enda þótt ekki hafi sann- ast, að hann hafi verið undir áfengisáhrifum. Hann var dæmdur í 1200 króna sekt og sviptur ökuréttindum í þrjá mánuði, í fyrradag var maður dæmd- ÓEga í Árgen- ttnu. 5 ráðherrar biðjasí lausnar. Finun ráðherrar ■ Argentínu hafa beðist lausnar, þeirra meðal ráðherrar beir, sem fara með utanríkismál og fjármál. Herinn er sag’ður leggja aa fastara að stjórninni að þjarma að kommúnistum í landinu. — Vegna ágreinings og togstreitu á sviði innanlandsmála ei'u horfur taldar miður góður í landinu. Sr. Ingéllur Ást- marsson skipaður biskupsrftari. Séra Ingólfur Ástmarsson 5 Mosfelli í Grímsnesi hefur ver«< ið skipaður biskupsritari frá 1. júlí. Hinn nýi biskupsritari er 48 ára. Hann lauk guðfræðiprófl 1942, og var þá um sumarið vígður prestur til Staðarþings £ Steingrímsfirði, en hefur veriði prestur á Mosfelli nokkur; ár. Hann annaðist um tíma' kennslu í guðfræðideild Há-i skólans í forföllum SigurbjörnS Einarssonar prófessors, sem kos inn hefur verið biskup íslands. Séra Sveinn Víkingur sóttí fyrir nokkru um lausn frá emb« ætti biskupsritara, sem hanni hefur gegnt síðan 1942. GENF .... Framh. af 1. síðu. i Að sameinað Þýzkaland hafS rétt til aðildar hvort sem það heldur vill að Varsjár eða Norður-Atlantshafsbandalag- inu — eða velja hlutleysi. Að Fjórveldin ábyrgist —i svo fremi að Þýzkaland kjósi hlutleysi, að allir komi til hjálpar hverju ríki í hópnum, sem Þýzkaland kynni að ráð- ast á. Að Nato ábyrgist, kjósi Þýzkaland að vera í Nato, að ekkert vestrænt lið verði flutti inn á það land, sem nú nefnist Austur-Þýzkaland. Að Sovétríkin ábyrgist, ef Þýzkaland gengur í Varsjár- bandalagið, að ekkert sovézkti herlið verði flutt inn í núver- andi Vestur-Þýzkaland. ur í 15 daga varðhald og svipt- ur ökuréttindum í eitt ár fyrir að aka bifreið undir áhrifum áfengis. Blóðsýnishorn sem tekið hafði verið af ökumann- inum sýndi, að hann hafði yfir 1.20 pró mille af vínanda í blóðinu og var refsing öku- mannsins ákveðin með hliffsjón, af því. Maður þessi hafði auk þessi sýnt óaðgæzlu í akstri, m. a. lent í árekstri þegar honum var veitt eftirför.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.