Vísir - 27.05.1959, Side 3

Vísir - 27.05.1959, Side 3
Miðvikudaginn 27. maí 1959 VÍSIB MICHEAL SCHRÖDER: Hví verða dýrategundir aldauða? Ssí sssfii (í <mða-r sss. £5 ð ss rirssa ss $ v&rhi ~ essnnars sðea&esr ÖBSBssir eSsjr Fjölbreytt starf skáta á sumrinu. Skáfamót verður haldið í Vaglaskógi. Menn álíta, yfirleitt, að lífið á jörðinni sé litlum breytingum háð á meðan þeir lifa. En jörðin er gömul og miklar breytingar hafa fram farið frá því er hún . myndaðist, bæði á henni sjálfri,! gróðri hennar, dýralífi og fleira. j Margar dýrategundir hafa t. d. ■ dáið út frá þeim tíma, er dýrin fengu skilyrði til þess að lifa á Jþessari jörð. Ef við rannsökum breytingar eða þróunina, sem orðið hefur á jörðinni frá frumöld, eða upp- hafsöld, komumst við að raun um, að einungis fáar lægstu dýrategundir hafa haldizt ó- breyttar gegn um öll jarðsögu- timabil. En ógrynni annarra teg- unda hafa lifað skamma hríð og dáið út. Áhrif mannanna. Hversvegna verða dýrategund. ir aldauða? Við skulum þá fyrst minnast á þau dýr, sem deyja út fyrir augum okkar. T. d. ind- verski nashyrningurinn, Asíu- ljónið og hin arabiska, svuthvíta antilópa, oryx. Hér eru menn- irnir að verki. Hvarvetna eru nashyrningar drepnir. Horn þeirrn þeirra eru mulin og mylsn an látin í „ástardrykk" mjög viða og notuð í frygðarlyf. I Nepal trúa menn því, að stytta megi sálnaflakk dáinna manna, ef líkami þeirra er lát- inn í skrokk nýdrepins mathyrn- ings. Furstarnir gera sér það til skemmtunar að stunda ljóna- veiðar, og oryx antilópuna veiða arabiskir olíukóngar með hjálp flugvéla og fjölmargra dýrindis híla, með „emírinn" í broddi fylkingar. Þessi dýr eru drepin með riffilkúlum, en útrýmast ekki vegna óhentugra lifsskil- yrða. Réttur hins sterkari gild- ir þama eins og víða á sér stað. Annars er eftirfarandi setning eða munmæli Charles Darwin „survival of the fittest" enn í gildi. „Hinir hæfustu lifa“. Nú er hætta á að margar villi- dýrategundir Ástralíu útrýmist — deyi út — vegna innflutnings refa og hunda. Þar hafa menn komið dýralífinu á ringulreið vegna klaufaskapar eða hugsun- arleysis. Frægasti fugl allra tíma sem var á Mauritins er út- dauður. Um 1600 drápu Hollend- ingar fugl þennan skef.ialaust. Hundar, kettir og svin hjálpuð- ust til við útrýmingu þessa fugls. Svínin átu eggin. Menn álíta að tvær dýrategundir hafi útrýmst síðastliðin 2000 ár og nokkur hundruð tegundir til við- bótar eru nú næstum útdauðar. Hitasveifiur mikilvægar. Hitabreytingar hafa haft mikið að segja í þessu tilliti. Við vitum að norðurheimskautið hefur ekk! ætið verið þar, sem það nú er. Eitt sinn lá það í Kyrrahafinu, og þá var hálfgert hitabeltislofs- lag á Grænlandi. Steingervingar bera þessu greinilegt vitni. Auðvitað myndi það valda heimsóförum ef jörðin „ylt : yiir sig“ og breytti skyndilega aí- stöðu mönduls (öxul). Ví i:ida- menn hafa neitað því ákveðið að þvílíkur veltingur hafi fram farið síðastleðna árþúsundir. En álíta þetta hafa getað átt sér stað, afar hægfara, fýrir óra- löngu. Þar sem þvi lik „enda- til að komast í kring, ætti að vera hægt að skipta um verustað og yfirgefa illbyggilega eða ó- byggilega staði í tæka tíð. Selveiðar og sauðnaut. Grænland er nærtækt dæmi. Veðurfarsbreytingin þar (hita. aukningin) er mjög hægfara. En þó hefur hún áhrif á dýralífið. Selurinn hefur flutt sig norður eftir. Þess vegna verða Vestur- Gi-ænlendingar nú að veiða þorsk í staðinn fyrir sel. í Norðaustur- Grænlandi hefur aukinn hiti valdið vaxandi raka og snjó fellt svo vetrarhagi sauðnautanna hafa verið þaktir margra metra þykkum snjó. Þessi litla veðr- áttubreyting hefur því eyðilagt lífsskilyrði sauðnautanna. Má svo fara að þau deyi út. Um heim allan hefur hitinn aukizt dálítið, og þvi hefur fylgt aukin uppgufun. Það veidur ekki einungis dauða milljóna fiska, heldur einnig annarra dýra, sem í Vötnum lifa. 1 Tanganyika drepast vatna- hestar vegna þess að vötn og ár hafa grynnzt. Þeir deyja í lsðj- unni, sem er á botni áa og vatna. En hitaaukningin getur haft enn alvarlegri afleiðingar. Af orsök- um, sem lífeðlisfræðingum eru ekki fylliléga kunnar, veiklar mikill hiti sæði karldýra. Meðal margra dýra maðurinn með- talinn — er sæðið verndað af náttúrunnar hendi með kælikerfi í pungnum. svo sæðið býr við 2 —15 stiga lægrn hita en likam- inn. Með vissri aðgerð hafa menn getað gert hunda, ketti, naut og kanínur ófrjó. Ekki er annar vandinn en láta punginn búa við eðlilegan líkamshita. Sveiflur á frjcsenii. Menn, sem fá mikinn hita geta orðið ófrjóir. Hvítir menn í hita- beltislöndunum eignast færri börn yfirleitt, en þeir, sem við kaldara lofslag búa. Frjósemi innfæddra minnkar þá mánuði, sem veðrið er heitast. í Englandi buðu margir stúd- entar sig fram sem tilraunadýr í þessu tilliti. Þeir dvöldu hálfa klukkustund í gufumettuðu her- bergi. Þar var 43p hiti. Að átján dögum liðnum urðu þeir ófrjóir fjóra mánuði eða lengur. Þar sem gufuböð og kerlauga- böð hjá yfirstéttunum eru oft til- tölulega heit á síðari árum, má setja það í samband við minnk- andi frjósemi og fækkandi barns fæðingar meðal þessa fólks. Getur dýrategund dáið út af þessari ástæðu? Þ. e. a. s. dáið út Vegna of mikils hita? Menn álíta að svo geti farið. Ferfætlutegund ein var látin búa við 29° hita. Heilt sumar voru þær ófrjóar. Ef hitinn var aukinn í 30,5° urðu þær ófrjóar allt lífið. Lífeðlisfræðingar álíta að þarna sé fengin sönnun þess, eða ástæðan fyrir því,\ hvers- vegna risaeðlur fornaldarinnar, dinosaurarnir og fleiri dýr út- rýmdust eða dóu svo skyndilega og raun ber vitni. Þessl dýr höfðu ekki pung kælikerfi. Þessvegna gat eitt of heitt sumar orðið þeim að aldurtila. Mennirnir eru betur settir í þessu efni. Kælikerfi pungsins er mjög fullkomlð hjá mannskepn- unni. En rétt er að forðast mjög heit höð að staðaldri. Sumarstarf skáta mun verða mjög fjölbreytt að þessu sinni, og eru helztu þættirnir í sum- arstarfinu þrssir: j ! 1. Kvenskátaskóiinn að Úlf- Ijótsvatni tekur til starfa 25. júní og verður starfræktur í 8 vikur. Eins og áður hefur verið auglýst, er hægt að sækja um dvöl þar, frá 1 viku allt að 8 vikum, og er dagskráin miðuð við 8—13 ára aldur, þ. e. a. s. ljósálfa 8—10 ára og skáta- stúlkur 11—13 ára. Aðalverk- efnin eru auðvitað allskonar skátafræði, kennsla í ýmsu, sem að gagni má koma í daglegu lífi, söngvar og leikir og þátt- taka í daglegum heimilisstörf- um skólans. Skólinn hefir nú verið starfræktur í 15 ár. Eru ‘ þær því orðnar æúi margar stúlkurnar, sem þaðan eiga góðar endurminningar, enda gengur áhuginn fyrir Úlfljóts- jvatni í erfðir, þannig að óðunv eykst dvöl barna þeirra, sem jfyrst sóttu Skátaskólann. 2. Sumarbúðir skáta við Úlfljótsvatn. Skátum víðsvegar að af landinu gefst kostur á að dvelja vikutíma í sumarbúðum skátanna við Úlfljótsvatn. Búið verður í tjöldum, og verður hver flokkur að annast sína matseld sjálfur. Auk þess verður kennsla í ýmsum skáta- fræðum. Tjaldbúðir stúlknanna verða við Fossá, en tjaldbúðir drengjanna í Borgarvík. Eru þetta tveir hinna fegurstu staða í landi Úlfijótsvatns. 3. Landsmót skáta 1959 verð- ur að þessu sinni í Vaglaskógi, og eru það Akureyrarskátarnir, sem undirbúa það og hafaaf því allan veg og vanda. Mótið verð- ur frá 3.—7. júlí, og verður seinasta deginum varið til þess að fara hringferð um Akureyri og Eyjafjörð og endað með stór- um varðeldi á Akureyri um kvöldið. Búizt er við skátum frá Norðurlöndum auk enskra og amerískra skáta. Þátttak- endum verður skipt í flokka, og verður reynt að blanda þannig í flokkana, að s:m flest- Holland er mcst túHpanaland í heimi, eins og aliir vita, og nú er uppskeran þegar bryjuð, svo sem sjá má á mj udinni. ir fái tækifæri til þess að kynnast. Hver flokkur annast sína eigin matseld; verður lögð áherzla á að læra að búa til mismunandi eldstæði og not- færa sér yfirleitt það, sem staðurinn hefir upp á að bjóða. Að mótinu loknu gefst skátum kostur á ýmsum ferðalögum norðanlands. 4. Foringjaskóli mun verða haldinn í haust, ef nægileg þátttaka fæst. í öllu æskulýðs- starfi og þá ekki hvað sízt í skátastarfi, þar sem svo mjög er lögð áherzla á persónu- þroska hvers einstaklings, er mjög áríðandi, að þeir, sem taka að sér að vera forystumenn hinna ungu, séu starfi sínu vaxnir. Hér á landi eru skáta- foringjar yfirleitt ungir að ár- um, og töluvert yngri en al- mennt gerist í nágrannalönd- um okkar. Aðstaða þeirra er því oft erfið, og þrátt fyrir eld- legan áhuga og löngun til þess að láta eitthvað gott af sér leiða, vegur það ekki upp á móti þeim erfiðleikum, sem orsakast af kunnáttuleysi og skorti á lífsreynslu. Foringja- skólar eru því eitt af nauðsyn- legustu stofnunum skátaregl- unnar, því þaðan eiga að koma hornsteinarnir, sem starfið á að byggjast á. 5. Gilvvell-námskeið' mun verða haldið í fyrsta sinn í sögu skátahreyfingarinnar á íslandi. Það er, ef svo má að orði kom- ast, nokkurs konar háskólapróf í skátafræðum, og ætti því að verða'mjög mikil hjálp hverj- um skátaforingja. Námskeið. j. 'ctta verður haldið að Úlfljóts vatni dagana 19.'—27. sept. n. k. og mun aðalritari norska skátasambandsins standa fyrir því, en með honum munu starfa ýmsir íslenzkir skátafor- ingjar, Gilwell-próf skiptist í 3 aðalhluta: 1. bréfaskóla í 3 áföngum, 2. vikunámskeið, sem ^r verklegt nám, og er það sá hluti prósins, sem tekinn verð- ur á Úlfljótsvatni í haust. 3. er að starfa sem sveitaforingi í á- kveðinn tíma undir eftirliti æðri foringja. Skrifstofa B.Í.S. er á Lauga- vegi 39, opin mánud., þriðjud. og fimmtud. frá kl. 3—6 gefur hverskonar upplýsingar um skátastarf. Hisa-stytta af Kristi við Tagusfljót. Risastór Kristsmynd, yfir 130 metra há, var afhjúpuð um Hvítasunnuna við Tagus-fljót, ! gegnt Lissabon, liöfuðborg Portúgal. Gnæfir það hærra en kross St. Páls kirkjunnar í London og var afhjúpað af kardínálanum ,í Lissabon að viðstaddri hálfri milljón manna. Kostnaður við styttuna nam 250,000 stpd. og er hún reist í þakkarskyni fyrir, að Porútgal slapp við þátttöku í síðari heimsstyrjöldinni.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.