Vísir - 27.05.1959, Page 4

Vísir - 27.05.1959, Page 4
I ttlSIA Miðvikudaginn 27. maí 1998 '■ Fréttamaður Vísis hefur undanfarið átt viðtal við ýmsa þá, er vita meira um eiturlyfjanotkun hér á landi en almenningur. Eru það m. a. læknar, lyfja- fræðingar, rannsóknarlög- reglumenn o. fl. Árangur þessara athugana er e. t. v. ekki sá, sem vænzt var, en I gefur þó nokkrar upplýs- I, ingar um málið, sem al- | menningur á rétt á að fá. j Helztu atriði þessara eft- ! irgrennslana eru því birt 1 hér. Gefur engar upplýsingar. Fór í skrifstofu landlækn- is — Ætlað'i að fá að sjá skýrslur um innflutning og neyzlu deyfilyfja, og afla ann- arra upplýsinga um málið, sem mögulegt væri að fá. Landlækn- ir var ekki við, svo ég beið smástund eftir honum, Hann yísaði mér svo í einkaskrifstof- una og bauð mér sæti. Settist ekki sjálfur, heldur gekk um gólf, byrstur á svip. Ég kynnti mig,_sagðist vera frá-Vísi, og vantaði upplýsing- ar um málið. ,fÉg ræði þetta mál alls ekki yið blaðamenn," var svarið. „Álítið þér, að almenning yarði ekkert um málið, eðaóskið þér, sem forsvarsmaður lækna- stéttarinnar, ekki að gefa fólki neinar ráðleggingar eða leið- beiningar varðandi eiturlyfja- neyzlu hér á landi?“ „Ég ræði málið alls ekki.“ „Nú. Það eru þó skýr svör. Þrátt fyrir það á ég erindi til yðar. Líklegt er að til séu skýrsl- Ur um innflutning og sölu deyfi- lyfja hér á landi, og sennilegt að þér hafið þær undir höndum. Ef svo er, viljið. þér leyfa mér ag athuga þær?“ „Ég hef ekkert með það að gera. Hefi engar skýrslur.“ „Eru slíkar skýrslur ekki til?“ „Ég hef ekkert með það að gera.“ „Hvert á að leita?“ „Þér skuluð fara til lyfsölu- stjóra. Ég veit ekki um neinar skýrslur.“ Skýrslur ófáanlegar. , ,Lyf sölust j óra ? “ „Kristinn Stefánsson. Hann er þarna út frá,‘‘ og benti út ura gluggann á hús Garðars Gíslasonar h/f við Hverfisgötu. „Hafið þér ekki afrit af þess- um skýrslum?“ „Ja, ég hef bara ekkert með þær að gera. Það er lyfsölu- stjóri, eins og ég er búinn að segja yður. Þér getið talað við hann, ef þér kærið yður um. Ég gef engar upplýsingar.“ „Þakka yður fyrir. Ég get ekki stillt mig um að segja, að mér finnst afstaða yðar í þessu máli vægast sagt einkennileg.“ „Já.“ „Verið þér sælir.‘‘ Gekk til skrifstofu lyfsölu- stjóra. Spurði um Kristin. Var ekki við. „Hvenær er von á honum?“ „Hann fór til útlanda í gær. Kemur eftir 3 vikur.“ „Er einhver fulltrúi fyrir hann?“ „Viðvíkjandi hverju?“ ^ Ég gerði skrifstofustúlkunum grein fyrir erindi mínu. Þær sögðu, að Kristinn væri eini maðurinn, sem gæti gefið þess- ar upplýsingar. Jú, skýrslurnar væru til, en þær vildu ekki leyfa mér að sjá þær. Höfðu ekki leyfi til þess. Enginn full- trúi. Þær hjálpast að við skrif- stofustörfin. En landlæknir hefði líklega þessar skýrslur, hvort ég vildi ekki tala við hann!!? Gafst upp við skýrslurnar í bili, og sneri mér að annarri hlið málsins. Talaði við lyfjafræðing. Hann hafið svo mikið að gera, að hann mátti ekki vera að tala við mig. Hitti hann aftur á morgun rétt fyrir hádegi, ef ég verð kominn á fætur. Eftirspurnin minnkar. Hitti lyfafræðinginn daginn eftir. „Ég get eiginlega ekkert um þetta sagt. Mér finnst þetta vera svo mikið að minnka. Það var um tíma, fyrir nokkrum árum, + TURLYFIN Htietju á ai trúa Í ? Er á svörtum lista. Fór til læknis, sem ég þekki. Beið á biðstofunni í hálftíma. Fékk hjá honum eftirfarandi upplýsingar: Fyrir um þrem árum var tölu- vert mikið um það, að menn kærnu til hans og bæðu um lyfseðil fyrir amfetamíni. Hann segist fljótlega hafa séð hvers i kyns var, að hér voru ofneyt- I endur á ferðinni. Hann hafði I því þá reglu, að neita ávallt j um slík lyf nema hans eigin ' sjúklingum, ef hann vissi ör- ugglega, að þeir þyrftu lyfjanna með. „Eru það einhverjir sjúkling- ar, sem þurfa á þessum lyfjum, eins og t. d. amfetamíni að halda?“ „Já. Þeir eru að vísu ekki margir, en þó eru þeir til.“ Síðan fór svo, að þessir menn hættu algjörlega að koma til hans. Þeir sáu, að það var þýð- ingarlaust. — „Enda gef ég aldr- ei slík lyf, ef ég get komizt hjá því.“ „Þú ert þá líklega á svörtum lista hjá þeim?‘‘ „Það vona ég.“ „Hvaða aðferðir höfðu þessir menn til að revna að fá hjá þér þessi lyf?“ Þeir - geta ekki sofið. „Það var mjög marbreytilegt. Þeir finna upp á ótrúlegustu hlutum. Einn þóttist vera vél- stjóri. Var að fara á sjóinn. Gat ómögulega sofið. Varð að fá ein- hver deyfilyf. „Blessaður, þá skaltu troða bómull upp í eyrun,“ ráðlagði ég honum. Annar þóttist vera bóndi úr sveit. Hartn gat heldur ekki sof- ið. Var að flýta sér þessi lifandi ósköp, því áætlunarbíllinn var að fara. Hann hefur líka getað náð honum mín vegna. Ég tafði hann ekkert. Lét hann fara beinustu leið út aftur. Síðan þekki ég þessa menn, þeir eru forfallnir drykkjumenn, og kall- aðir ýmsum „gælunöfnum" meðal rónanna hér í bænum.“ að maður hafði varla frið fyrir þessum körlum. Það er eigin- lega ekkert um þetta núna. Að minsta kosti ekki hérna hjá okkur.“ „Þú segir, að þetta sé farið að minnka. Hvað er farið að minnka?“ „Bæði salan á þessum lyfjum, og svo sérstaklega að við verð- um varir við ofneytendur. Við þekkjum þá alveg úr — þeir eru ekki svo margir — og við vitum alveg, hvort um „lögleg- an“ sjúkling er að ræða eða ekki. Falsaðir lyfseðlar. „Nota þeir ekki ýmis undan- brögð?“ „O-jú, ekki vantar það. Það var sérstaklega um tíma, fyrir nokkrum árum, að við urðum að vera vel á verði fyrir ýms- um hundakúnstum.“ „Upp á hverju fundu þeir?“ „Það var algengt, að þeir föls- uðu lyfseðla. Bættu t. d. við einu eða tveim X-um.“ „X-in gefa til kynna pillu- fjöldann. Hvert X þýðir 10 pill- ur?“ „Já. Ég held, að við höfum svo til alltaf séð, ef þetta var reynt. Þá neituðum við alveg að afgreiða lyfseðilinn. Hringd- um til læknisins og spurðum hann, hve margar pillur ættu að vera á seðlinum. Þá fengum við vissu fyrir því, hvort rétt væri, ef læknirinn mundi töl- una.“ „Verðið þið ekki varir við þetta lengur?“ „Það má heita ekki. Nú má ekki gefa út lyfseðil fyrir meira magni en XXX pillum, svo það er miklu erfiðara um vik fyrir þá, sem ætla að leika þetta.“ „Hvaða lyf eru það helzt, sem þessir menn sækjast eftir?‘‘ „Einna helzt amfetamín. Svo er mikið notað af ritalíni, og al- gengt er að sjá það á lyfseðlum. Líklega eitt af algengustu lyfj- unum. Ég held 4. eða 5. í röð- inni. En það er ekki nærri því eins áhrifamikið og t. d. amfeta- mín. Tiltölulega saklaust. Það hefur líka dálítið aðrar verk- anir. Samt eru þetta hvort- tveggja örfandi lyf. Ekki deyfi- lyf.“ „Nú, hvernig var það með manninn, sem fannst sofandi á Arnarhólstúninu? Hann átti að hafa tekið inn 17 pillur af rita- líni. Getur það staðizt, að hann sofni af því, ef þetta er örvandi lyf?“ „Það á ég ómögulegt með að skilja. Ekki nema hann hafi þá tekið því meira af svefnlyfjum líka. Eða drukkið brennivín þangað til hann „dó“.“ „Fleiri slík lyf?“ „Já, það er mikið til af slík- um lyfjpm. Allskonar samsetn- ingar og blöndur, t. d. petitín og dexedrín." Eiturlyf ósennilega í notkun. „Hvað með hin raunverulegu eiturlyf, svo sem heróín, morfín, kókaín, ópíum eða marihjú- ana?“ „Einu lyfin úr þessum flokki,' sem sjást á lyfseðlum, eru ef til vill morfín og ópíum, en það er svo sjaldgæft, að um ofnautn þeirra getur ekki verið að ræða, að minnsta kosti ekki af því magni, sem selt er úr lyfjabúð- um.“ „Hefur þú samt grun um, að ofnautn þessara lyfja sé til hér á landi?‘‘ j ,,Ég hef ekki orðið var við það á neinn hátt. Þó eru til örfáir ' sjúklingar, sem læknar ráð- leggja þessi lyí að staðaldri, en þar er ekki um ofnautn að ræða í þeirri merkingu, sem þú talar um. Það mætti frekar kalla stöðuga neyzlu að ræknisráði, j og kemur ekki þessu máli við.“ I „Nokkuð frekar, sem þú get- . ur sagt mér um þessi mál?‘‘ „Nei. Ékki annað en það, að ég álít allt umtal og æsinga- blaðaskrif stórlega ýkt og úr lausu lofti gripið. Að vísu eru til þó nokkrir ofneytendur þess- ara lyfja, en þeir eru ekki ýkja- margir, og við þekkjum þá flesta. Svo eru þetta höldtir ekki eiturlyf í þeirri merkingU; og eru sjaldan hættuleg svo vitað sé, nema með stórlegri misnotk- un. “ Miklar ýkjur. I Þá átti ég tal við lækni, sem hefur kynnt sér mál- ið vel. Fylgzt með rannsókn þess, en málið er nú hjá ráðuneytinu_ sem sker úr um, hvað gera skuli. Meðan málið 1 er þar, vill hann ekki ræða nið- 1 urstöður rannsóknarinnar. Ann- 1 ars er hann fús til að tala um >: ^ málið, sérstaklega ef það má ■ verða til þess að kveða niður eitthvað af kjaftasögum. Hann fullyrðir að grein ein í VIKUNNI í vetur hafi verið ' 'mjög ýkt og endurbætt, jafnvel i hreinn skáldskapur að mestu. ; Lýsingar á áhrifum lyfjanna verið fjarri öllum sanni. (Allir voru sammála um þetta atriði. Sumir hlógu að greininni). Hér var svipaða sögu að ■ heyra og hjá hinum lœknin- um. Fyrir • nokkrum arum hafði hann varla frið fyrir ■ mönnum, sem reyndu á all- an hátt að gabba út úr hon- um örvunar- og deyfilyf. — Hann rak þá á dyr, og nú kemur það varla fyrir. „Hvaða aðíerðir viðhöfðu þeir hjá yður?“ „Þeir segjast vera sjómenn, vera að fára á sjóinn. Séu slæm- ir á taugum o. s. frvi og verði að fá þetta til að geta farið út. Aðrir bera við h'erfilegum timb- urmönnum, sem í ‘ mörgum tíl- fellum eru engin ósannindi. Sumir segja heimilislækni fjar- verandi og sjúklingur þurfi nauðsynlega þessi lyf.“ Stolið í lyfjabúðuth. „Alítið þér að öll slik lyf, sem neytt er hér á landi, komi frá . læknum?“ „Nei, alls ekki. Fyrst og fremst er það staðreynd. að miklu magni af þeim hefur verið stolið í lyfjabúðum. innbrot Jiafa verið. framin, og engu stolið nema sltkum lyfjum, t. d. amfetamíni. Það sannar eftirspurnina og það, hve erfitt er að fá þau. Svo clííi ég rhjög sennilegt, að . iþeim sé sviyglað inn i stór■ um stíl.“ „Hvað hafið þér fyrir yður I því?“ „Það eru ýmis smáatriðý.seín mynda eina heild, þegar þáu eru , Frh. á 9. 8-

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.