Vísir - 27.05.1959, Page 9
V í 8 IR
Miðvíku'iagiiai 27. íhaí 1959
litwr
M7J
Fr!.. ar 4. síðu:
sett saman. Einu sinni kom t. d.
til rnín maður, sem bað mig
blessaðan um að lána sér eins
og tíu amfetamíntöflur. Hann
skyldi borga rnér þær aftur,
strax og næsta skip kæmi. Hann
■öró enga dul á, að um smygl-
varning væri að ræða. Það er
mjög auðvelt að smygla þessari
vöru, og sennilega mjög ábata- :
samt. Töflurnar eru fyrirferðar-!
litlar, og sennilega hægt að
selja þær hér með góðum hagn-
aði.“
Seld eins og
hveiti.
,,En er þá ekki erfitt að íá
þær erlendis?"
„Nei, það er öðru nær. Það ,
er hægt að kaupa amfetamín j
eins og hveiti í hvaða verzl- j
un sem er súms staðar er- ,
lendis. — í Bandaríkjunum
voru þessi lyf seld hverjum
sem er, síðast þegar ég vissi
til, alveg án lyfseðlis og ann-
arra takmarkana. Svo mun
vera víðar, ég held í Sviss
og Belgiu, t. d.“
„Eru þessi lyf ekki hættuleg,
e. þeirra er neytt um of?“
,,Það er fjöldinn allur af lyfj-
um, sem getur verið hættuleg-
ur, sé þeirra neytt um of, og
nýmörg, sem eru miklu hættu-
legri en amfetamín og ritalín.
Þessi lyf eru tiltölulega skað-
lítil, eftir því sem bezt er vit-
að, en allar neyzluvörur geta
verið skaðlegár, sé þeirra neytt
x gegndarlausu óhóft, jafnvel
venjulegur matur. Þetta er mest
undir manninum sjálfum kom-
ið, og hans andlega ástandi.
Sumir verða t. d. forfallnir
tírykkjumenn, ef þeir ná í vín.
Aðrir þurfa aðeins eina sprautu
af morfíni til að verða forfalln-
ir morfínistar. Og enn aðrir geta
ekki látið amfetamín í friði, ef
þeir finna einu sinni áhrif þess.
Þó er það með allt öðrum hætti
en t. d. morfín.
Hjá morfínistum er það
líkaminn sjálfur, sem krefst
i áframhaldandi eiturs. Am-
fetamínistar eru andlega ó-
heilbrigðir. Þar er það ekki
líkaminn sjálfur, sem krefst
lyfsins, heldur hömluleysi
heilans. Slíkir menn þurfa
svo ávallt stœrri og stœrri
skammta til þess að lyfið
hafi tilœtluð áhrif, þangað til
ofneyzlan ver&ur hœttuleg.“
„Hvað vitið þér-til, að menn
taki stóra skammta af amfeta-
míni hér á íslandi?1'
„Mér er ekki kunnugt um
það, en grun hef ég um að sum-!
ir taki inn 20—30 töflur í einu.“
Amfetamín getur
verið nauðsyn.
„Getur amfetamín verið nauð
synlegt lyf?“
„Já. í sumum tilfellum er það
eina lyfið, sem dugar. Ég hefi
t. d. einn sjúkling undir hönd-
um, sem notar stöðugt amfeta-
mín eftir minni fyrirsögn, og
gerir það fyrirsjáanlega næstu
S—4 árin.“
„Fær hann stóra skammta?"
„Hálfa töflu fyrir máltíð.“
„Hafið þér ástæðu til að ætla,
að eiginlegum eiturlyfjum, mor-
fínii maríhúana o. s. frv., sé
smyglað inn?“
n —
„Nei, það álít ég ekki. Ég
hefi persónulega aldrei orðið
var við það, og öll rök mæla á
móti því að svo sé.“
„Rök?“
Verzlun með eiturlyf
vœri fásinna.
„Það er vitað, að slík lyf
eru mjög dýr, sé þeim smygl-
að. Þeir, sem bendla&ir eru
hér við neyzlu lyfja í óhófi,
eru flestir svokallaðir rónar,
og eiga ekki til málungi mat-
ar, hvað þá meira. Þeir hafa
því engin tök á aJð kaupa slík
lyf. Frá sjónarhóli eiturlyfja-
dreifenda vœri verzlun með
þau hér á landi hreinasta fá-
sinna. Verzlunarmáti þeirra
byggist á mikilli og síaukinni
neyzlu, og sú áhætta, sem því
vœri samfara að smygla þeim
liingað á tiltölulega fámenn-
an stað, vœri svo mikil, að
langt vœri frá að það borg-
aði sig. Ég hef litlar áhyggj-
ur af því.“
Ræddi við lyfjafræðing.
„. . .. var algengt fyrir nokkr-
úm árum. Við verðum varla vör
við slík lyfjakaup. Annars er
þetta aðeins viss hópur manna.
Við þekkjum þá flesta, eða alla.
Þeir fá ekki afgreiðslu hjá okk-
ur.“
„Hvernig getið þið neitað um
afgreiðslu, ef þeir koma með
gilda lyfseðla?“
„Við megum t. d. ekki selja
drukknum mönnum lyf, og
það er algengt, að slíkir
menn eru drukknir. Svo höf-
um við ýmsar afsakanir. Lyf-
in eru þá t. d. ekki til, ef
við höfum rökstuddan grun
um, að um ofnotkun sé að
rœða.“
Tók inn 50
töflur í einu.
„Hveið veizt þú um stóra
skammta af amfetamíni, sem
menn taka inn í einu?“
„Mér er kunnugt um, að einn
maður, sem ég kannaðist við,
tók 50 töflur í senn. Stundum
tvisvar á dag.“
„Hvernig fara slíkir menn að
því að komast yfir svo mikið
magn?“
„Eg álít, að það sé nokkurn
veginn sama, hvaða ráðstafanir
eru gerðar. Þeir skulu nokk ná
í það. Það eru ótrúlegustu hlut-
ir, sem þessum mönnum dett-
ur í hug.‘‘
„Segðu mér eitthvað af því.“
„Þeir ljúga, síela, svíkja,
falsa lyfsala og nota öll mögu-
leg undanbrögð til að komast
yfir pillur.“
„Já?“ ,
„Þeir Ijúga til nafns og sjúk-!
dóms. Brjótast inn í lyfjaverzl-
anir og stela lyfjum. Svíkja
töflur út úr öðrum sjúklingum.
Falsa lyfseðla bæði með því að
bæta við töflufjöldann, og jafn-
vel skrifa heila lyfseðla sjálf-
ir, ef þeir komast yfir eyðublað
hjá lækni.“
„Hefur þú orðið var við að
lyfseðlar hafi verið falsaðir?“
„Já, oftar en einu sinni. Það
var hér áður fyrr, þegar selja
mátti ótakmarkað magn af am-
fetamíni, að þeir bættu oft við
nokkrum X-um, eða jafnvel C-
um, sem þýðir 100 stk.
Ég minnist eins, sem kom
með lyfseðil upp á 300 töfl-
ur af amfetamíni. Við höfð'-
um grun um að maðurinn
hefði bœtt við einu eða tveim
C-um, en gátum ekki sannað
það. Hann fékk afgreiðslu,
en ég sagði honum að hon-
um þýddi ekki að koma til
mín aftur,
Daginn eftir kom sami mað-
urinn með annan lyfseðil frá
sama lækni upp á 300 töflur.
Hann var auðsjáanlega í þungri
vímu, og var nákvæmlega sama
hvað gerðist. JÉg sagði honum,
að ég ætlaði að hringja á lög-
regluna. Hann stóð bara við af-
greiðsluborðið, horfði á mig
sljóum augum, yppti öxlum og
sagði: „jæja?“ Svo beið hann
hinn rólegasti eftir lögreglunni.
En nú er þetta auðveldara við-
fangs, því nú má ekki selja
nema 30 töflur í einu.
Aðra sögu skal ég segja þér,
sem skeði núna ekki ails fyrir
löngu. Maður kom til læknis
hérna í bænum, og hafði ung-
barn á handleggnum. Hann
beið á biðstofunni í klukkutíma
eða lengur, og svo þegar hann
komst inn til læknisins, skýrði J
hann svo frá, að litla barnið
hans hefði þann ósið að væta
rúmið sitt á hverri nóttu. Heim-
ilislæknirinn hefði sagt, að hér
væri um einhvers konar slapp-
leika að ræða, og hefði lagt svo
fyrir, að barnið fengi Vz töfiu
af amfetamíni á dag. Nú væru
töflurnar búnar, og læknirinn
ekki í bænum, og hvort hanr.
vildi ekki gjöra svo vel að láta
hann hafa „recept" upp á eins
og 10 töí’lur?
Jú, lœkninum fannst þetta
trúleg saga, því þetta mun!
vera til í dœminu. Harin skrif \
aði þvi lyfseðilinn, og maður-
inn fór. Lœknirinn fór svo
að hugsa um þetta eftir á,
fannst þetta nokkuð grun-
samlegt' við nánari athugun,
og hringdi í lyfjabúðimar og
stöðvaði afgreiðslu lyfseðils-
ins. Jú, það var eins og hann
grunaði. Þetta var forfallinn
amfetamínisti og hafði leik-
ið þenna sama leik hjá 4 eða
5 öðrum lœknum.“
„Álítur þú amfetamin og rita-
lín hættuleg lyf?“
„Ritalín er sennilega hættu-
lítið, enda miklu veikara en am-
fetamín. Amfetamín er aftur á
móti oft skaðlegt að mínu áliti.
Ég er þeirrar skoðunar, að menn
venjist á ofneyzlu þess, þótt á-
stæðan íyrir ofneyzlunni sé ekki
beint líkamlegs eðlis, eins og
með eiturlyfin. Sálræn veiki er
sannarlega ekki betri en líkam-
leg. Já, ég álít að menn venjist
á neyzlu þess, enda ei'u þess
mörg dæmi.“
„Álítur þú, að eiginlegum
eiturlyf jum sé smyglað inn?“
„Nei.“
„En amfetamíni?“
,,Já, ég er sannfærður um
það. í stórum stíl,“
„Hve margir menn heldur
þú, að séu amfetamínistar
liér í bœ?“
„Líklega einhvers staðar
milli 50 og 100.“
Hvað er hægt að gera til að
koma í veg fyrir þetta?“
..Það má lánast að halda því
í skefjum, en ekki koma alveg
í veg fyrir það. Þeir, sem eru
orðnir forfallnir, haía alltaf ein-
hver ráð íil að komast yfir lyf-
in, alveg eins og drykkjumenn
ná. í vín.“
Hjá rannsóknar-
lögreglunni.
„Hefur mikið verið unnið að
rannsókn á þessu máli?“
„Já, mjög mikið.“
„Árangur?“
„Kemur í ljós, þegar athugun
er lokið í- stjórnarráðinu."
„Er mikið um neyzlu örvun-
ar- og devfilyfja?“
„Já, það má segja það. Það
er viss hópur manna. Rónar og
ofdrykkjumenn. En við getum
ekkert við því gert. Þeim er
Sðannar óöcjur - -« ej'tir Ueruá
Cyrus Field og sæsíminn.
- | -
það Jyllilega leyúlegi irnkv.
lögum. Þeir hafa fehgið iyfin á
| lögmætan hátt, eftir þvi m við
vitum bezt, og enginn úanhar
beim að neyta þeirra.“
„Er þessum lyfjum ekki
smyglað?“
I „Það tel ég vafalau.-í. n enn
jhefur ekki tekizt að ia það.
Þeir, sem teknir eru v, 5 slík
| lyf, gæta þess að geymy þau í
! íslenzkum umbúðum frá ein-
, hverri lyfjabúð í ; tcjavík,
og hafa svo á sér h fseðil .frá
! einhverjum lækni. Þa getum
' við ekkert sagt. Svö orjótast
þeir inn í lyfjaverzlanu og stela
amfetamíni í stórum st i. Vissu-
lega er það ólöglegt, en hvern-
I ig getum við séð, hvort pillurn-
ar í glasinu eru stolnar eða
ekki?“
„Hvað með hin svokölluðu
eiturlyf?“
„Ég held, að það sé bara
kjaftœði. Ég hef aldrei orð-
ið var við það, hvað þá held-
ur, að slíkt hafi fundizt. Við
höfum rannsakað vel allar
slíkar kjaftasögur, og yfir-
heyrt fjölda manns. Ýmsir
mann, bœði innlendir og er-
lendir, hafa verið bendlaðir
við þetta, og við höfum haft
vakandi auga með þeim, yfir-
heyrt „kunningja“ þeirra, og
jafnvel rannsakað pillur, sem
sagðar voru frá þeim. í engu
tilfelli hefur verið um eitur-
lyf að rœða, né sannanir fyr-
ir þeim“
„Þið hafið rannsakað pillur
frá þeim?“
„Já. í eitt sinn skýrðu tvær
stúlkur svo frá, að þær hefðu
fengið pillu hjá útlendingi, sem
þær voru í heimsókn hjá. Hann
hafði gert þeim skiljanlegt,
hvernig þær ættu að nota hana.
Þær þorðu það ekki. Síðar kom
í ljós, að þetta átti aðeins að
I vera öryggisráðstöfun hjá mann
i inum. Hann vildi komast hjá
því að fjölga mannkyninu meira
Frh. á 11. síðu.
«
< ■
ú
«
5) Þrátt fyrir bstri aðbúna5
og meiri fyrirhyggju, sem
reynslan liafði kenní Field,
koniu erfiðleikarnir brátt í
Ijós. Það var 23. júlí, sem end-
inn var tengdur frá skipinu í
línuna í Valentía-flóa og hið
stóra skip tók stefnu á Ný-
fundnalantl. Það kom nokkuð
fljótt í ljós, að það var ekki
gengið nógu vel frá einangrun
strengsins og sjór komst að
þræðinum, sem flytja átti raf-
strauminn. Sanit tókst að gera
bót á þessu og lagningunni var
haldið áfram. Þeir voru samt
ekki hálfnaíir þegar aðal-
óhappið kom fyrir. Þegar þeir
áttu eftir 700 mílur til áfanga-
staðarins slitnaði strengurinn
og hvarf í djúpið. — — —
Strax árið eftir var byrjað á
nýjan leik. Sama skip var
lestað hinum langa samfellda
streng, en vegna óliappanna
gátu Fields og félagar hans
ekki fagnað sigri fyrr en loka-
markiriu var náð. Ferðin gekk
furðu fljótt og ekkert sögulegt
bar til tíðinda. Eftir 14 daga
siglingu kom skipið til Hearts
Content á Nýfxmdnalandi og
sæsíminn var tengdur milli
heimsálfann^ í annað sinn.
— — — Þó að nú sé komið
bæði radíó- og talsímasamband
er ritsími Fields enn í sínu fulla
gildi og er einn nauðsynlegasti
tengiliður fyrir alla frétta- og
viðskiptaþjónustu milli heinis-,
álfanna. Cyrus Field átti líka
hugmyndina að járnbraut"
yfir götum New York borgar
til að létta á umferðinni. Vagn-
arnir ganga enn í dag eftir
þessum brautuin. Field légt ár-
jið 1892. — (Endir).