Vísir - 28.05.1959, Síða 4

Vísir - 28.05.1959, Síða 4
! V1S1B VlSIR T7-'T ' D AGBL AÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR HJ. JFÍiir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Rítstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00, Aðrax skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: (11660 (fimm linur) Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði, kr. 2.00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðian h.f. Fréttir frá Fyrir nokkrum árum var oft- lega undan því kvartað, að Islendingar yx-ðu að fræðast um málefni, sem þá snertu, með því að hlusta á útlend- ar útvarpsstöðvar eða leita í ; erlendum blöðum. Þetta , stafaði af því, að ýmsir út- lendir aðilar virtust hafa býsna góðan að'gang að fréttalindum varðandi ís- land og íslenzk málefni, meðan aðilar hér á landi fengu ekkert að vita um sömu mál hjá yfirvöldunum. Þetta var harðlega gagn- rýnt, eins og eðlilegt var og 1 sjálfsagt, og af því leiddi, að bót var á þessu ráðin, en upp á síðkastið hefir aftur sótt í sama horfið. Það gerðist nú síðast í fyrra- kvöld, að ríkisútvarpið ís- lenzka skýrði frá því, að ís^ lenzka ríkisstjórnin hefði sent Bretastjórn enn eina orðsendingu vegna lögbrota hér við land, að þessu sinni vegna ásiglingar, sem her- | skipið Chaplet hafði gert sig sekt um, en það sigldi á Óð- in í siðustu viku, eins og frá var skýrt á laugardaginh. Það var svo sem ekki nema eðlilegt, að útvarpið birti þessa fregn, en það vakti furðu- allra, sem á frásögn þess hlýddi, að ríkisútvarpið íslenzka hafði þetta ekki eftir tilkynningu frá utan- ríkisráðuneytinu — nei, það varð að treysta á, að rétt væri sagt frá hjá brezkri fréttastofu og útvarpinu, sem urðu fyrst til að birta þessa fregn um viðbrögð rikisstjórnar íslands. Og þetta er ekki í eina skiptið, að íslendingar frétta um það útiöndum. fyrst frá útlöndum, sem er að gerast 1 landhelgisdeil- unni. Ekki alls fyrir löngu gerðu brezkir útger-ð- armenn þá kröfu til ís- lenzkra stjórnarvalda, að ef togaraskipstjóri væri tekinn að ólöglegum veiðum hér við land, ætti aðeins að kæra hann fyrir það eina brot, sem hann fremdi síðast, og honum skyldu gefnar upp allar fyrri sakir, enda þótt hann hefði verið að veiðum innan landhelginnar á hverj- um einasta degi frá því að landhelgin var stækkuð á síðasta sumri. Um þetta fengu íslendingar ekki að vita frá íslenzkum aðilum, og um það var held- ui' ekki hirt, að almenningur væri látinn vita, hverju ís- lenzka ríkisstjórnin hefði svarað þessum ósvífnu til- mælum. Menn urðu að bíða eftir því, að brezkir útgerð- armenn létu frá sér fara til- kynningu, þar sem sagt var frá þessum síðustu orða- skiptum þeirra við íslend- inga. Þeim var falið að til- kynna þetta og búa mál- ið svo í hendur blöðum um heim allan, sem þeim líkaði bezt og þeir töldu sér bezt henta. Utanríkisráðuneytið verður að láta sér skiljast, að það hef- ir skyldur við almenning í landinu, enda þótt menn hafi oft efást um, að það telji að um neitt slíkt sé að ræða, þeg'ar fregnir af starfsemi þess er annars vegar. Þetta er svo sjálfsagt, að það á aldrei að þurfa að minnast á það. Túíkun málstaðar okkar Það hefir komið fram nokkr- um sinnum hér í blaðinu, að þegar um fréttir af athöfn- um íslendinga í utanríkis- málum, t. d. landhelgismál- inu, er að ræða, er ekki al- veg sama, hvenær tilkynn- ' ingu um þær er fleygt-í blaðamenn eða almenning í landinu. Bretar hafa sam- bönd og aðstöðu um heim allan til að koma málstað sínum á framfæri, en þó er heldur von til þess, að ein- hverjir fáist til að skýra frá | afstöðu okkar, ef við höfum ■ tök á að koma okkar hlið á framfæri á undan Bretum. Þegar þeir hafa skýrt frá málinu frá sinni hlið og margir birt skýringar þeirra, er ekki til neins fyrir okkur að fara á stúfana. Þeii', sem tefja það, að tilkynn- tilkynningum um gerðir ingum sé komið á framfæri gera því oft meira ógagn en þá grunar, og einmitt af þessum sökum er nauðsyn- legt, að gerð sé bragarbót.. Það er fyrir neðan allar hellur að láta Breta koma á framfæri mótmælum okkar, eins og gert var síðast nú í vikunni, og sýnir alveg ó- trúlegan sofandahátt, sem hvergi mundi látinn. við- gangast, þegar um eins mikilvæga hagsmuni er að ræða óg hjá okkur íslend- ingum í landhelgismálinu. Straumurinn úr sælunni: Þrefalt fleiri hafa flúið land en fæðst hafa. Óvænlegar horfur í Austur-Þýzkalandi vegna flótta fólks á starfsaldri. Samkvæmt skýrslu frá stofn- un í Bandaríkjunum, „The Population Reference Bureau“, sem frá árinu 1929 hefur haft til athugunar á vísindalegum grundvelli breytingar á íbúa- tölu landa og landsvæða og af- leiðingar þeirra, stefnir í A.- Þýzkalandi til efnahagslegrar auðnar, ef borið er saman liversu þar er ástatt og liorfir, við Vestur-Þýzkaland, velmeg- andi og með æskuþrótti. Frá Austur-Þýzkalandi hafa sem sé flúið þrefalt fleiri en fæðst hafa, eftir ar elzta stétt vinnandi fólks og þar í landi er næstlægsta fæðingatala í álfunni. Það fólk, sem Austur-Þýzka- land hefur glatast, hefur bæzt Vestur-Þýzkalandi. Frá 1950 komið þangað 2 milljónir flóttamanna frá A.-Þ. og hjálp- að til að koma íbúatölunni upp í 53,7 milljónir — íbúatala, sem er þrefalt hærri en íbúatala A.-Þ. Og V.-Þ. er nú fjölmann- asta land álfunnar vestan járntjalds. Fyrrnefnd stofnun bendir á, að flóttafólkið — um 250.000 árlega — er aðallega ungt verkafólk, en þessi staðreynd táknar mjög alvarlega efna- hagslega erfiðleika fyrir Aust- ur-Þýzkaland. Skýrslur fyrir 1952—-1958 sýna, að 50,3 af hundraði af flóttafólki, frá A.-Þ. — sem leitar hælis í V.-Þ., er undir 25 ára aldri, en 27,8 af hundraði á aldrinum 25—45 ára. Það tvennt, að A.-Þ. glatar svo mörgu ungu fólki samtímis því sem fæðingum fækkar, mun ekki, að því er séð verður, taka breytingum í nálægri framtíð, og því meira en vafa- samt, að A.-Þ. geti náð sér eftir fólksmissinn. Meðan þessu fer fram mun vinnandi karlmönnum fara fækkandi í A.-Þ. og konur látnar fylla í skörðin eftir því sem unnt er, og þeim fer æ fjölgandi, sem ekki vinna að framleiðslunni ' og sjá verður fyrir af því opinbera. Hrakti með bifaða vél á annan sölarhring. Varð vatnslaus, nærðist á hráum tisk. Frá fréttaritara Visis. Húsavik í morgun. Um síðustu helgi lenti maður einn héðan í hrakningum í sjó- róðri. núpum, eða litiu norðar. Jó- hannes var seglalaus, því að þau voru í viðgerð í landi. Þó var í bátnum lítil seglyfir- breiðsla, sem hann reyndi að Það atvikaðist þannig, að sl. laugardag fór Jóhannes Draumland á opnum vélbáti út að Grímsey til handfæraveiða. Þann dag var Lann að veiðum við eyna og sömuleiðis á sunnu- dag, en lá við bryggju í Gríms- ey um nóttina. Um kl. 23.40 á sunnudags- kvöld hélt hann heim til Húsa- víkur pg borðaði þá síðasta nestisbitann, því að hann gerði ráð fyrir, að vera kominn heim eftir 5 klukkutíma siglingu. En kl. 1 um nóttina bilaði vél bátsins. Var þá vestan átt, sem hrakti bátinn í átt að Rauðu- notast yið, eftir ítrekaðar til- raunir við að koma vél bátsins í gang. Ferðin gekk því mjög hægt. Allsherjarleit að bátnum hófst ekki fyrr en um hádegi á þriðjudag, og fann þá mb: „Helga“ Jóhannes um 8mílurút af Mánáreyjum kl. 15.30. Var Jóhannes þá furðuhress. Segist hann hafa borðað nokkuð af hráum fiski, en vatnslaus var hann í bátnum og gerðist því mjög þyrstur, er á leið mánu- dag. Skipstjóri á mb. Helgu er Maríus Héðinsson. Mikill skógræktaráhugi hjá Akureyringum. Gróðursetja trjáplöntur í Öxnadal. Frá fréttaritara Vísis. — Akureyri í niorgun. Mikill áhug'i er í-íkjandi nieð- al Akureyringa fyrir gróður- setningu trjáplantna í landi Miðhálsstaða í Öxnadal. Síðastliðinn sunnudag fóru velflestir nemendur fjórða bekkjar Gagnfræðaskóla Akur- eyrar í gróðursetningarferð að Miðhálsstöðum ásamt kennur- um skólans. Alls gróðursettu þeir um 4 þúsund plöntur á 3 klst. og þykir vel af sér vikið, enda var unnið af miklu kappi og fjöri. Á laugardaginn kemur, þ. e. 30. maí, hyggjast Akureyringar fjölmenna til gróðursetningar að Miðhálsstöðum, en sá dagur er helgaður minningu Þor- steins Þorsteinssonar fyrrv. form. Ferðafélags Akureyrar, en hann var mikill áhugamað- ur um skógrækt. Þennan dag sem nefnist Þorsteinsdagur, hafa Akureyringar sett sér það mark að gróðursetja a. m. k. 5 þús. trjáplöntur að Miðháls- stöðum. Vaénta þeir að Akur- eyringar fjölmenni þangað. Fimmtudaginn 28. maí 1959 Áhyggjuefni. „Lesandi Vísis“ skrifar: ,,Eg vildi með línum þessum vekja athygli á eftirfarandi, sem. ég tel ástæður til hafa áhyggjur af: Það er orðið allalgengt, að ungir piltar, sennilega innan við tvítugt flestir, séu titt í fylgd með hermönnum, og margt virð- ist benda til, að til slíkra kynna I sé beinlínis stofnað til þess að . koma hermönnum í kynni við stúlkur á svipuðum aldri og j piltar þeir eru, sem hér um ræðir. Hermenn á leyfi og mjög ungar stúlkur eru mjög tíðir gestir á vissum stöðum (sjopp- um) og er það staðreynd sem blesir við flestra augum. Þá hefir | það og mjög verið rætt manna |ineðal hér og nærlendis, að her- menn og fylgikonur þeirra gisti á gistihúsum næturlangt eða um helgar á gistihúsum úti á lands- byggðinni. Þá hafa sum blöð birt fregnir um, að hermenn og fylgikonur þeirra virðist hafa aðgang að vissum húsum hér. i bæ. Allt þetta er mönnum að sjálfsögðu mikið áhyggjuefni, og menn furða sig á, að af yf- irvöldin skuli lítið sem ekkert geta gert, að því er virðist, til strangara eftirlits, svo að hér sé ekki áfram stefnt í enn meiri voða. Viðkvæm mál. Eg veit, að hér er um viðkvæm mál að ræða og sennilega vanda- söm meðferðar, en það dugir ekki að loka augunum fyrir því sem háski stafar af, og ef ríkj- andi ástand er slíkt, eins og margra ætlan er, að æ fleiri ung- lingar lendi á hálum brautum, getur ekkert afsakað aðgerðar- og eftirlitsleysi, en það á ekki að birta æsifregnir um þessi mál, eins og stundum hefur verið gert í vissum blöðum. Það mun hafa komið fram, að engin breyting hafi verið gerð að þvi er varðar eftirlit með leyd- isferðum hermanna. Hvernig stendur þá á því, að sú skoðun er almenn, að ástandið hafi stór- um versnað í seinni tið? Hvarvetna, þar sem herbúð- ir eru eða varnarliðsstöðvar, fylgja því að sögn vandamál sem þessi, vandamál, sem menn mega ekki loka augunum fyrir, og sennilega er hættan meiri hér en víðast annarsstaðar, af því, að okkur hættir til að láta allt dank- ast, án þess að aðhafast neitt, en í fámenninu hér eru þessar hætt- ur áreiðanlega enn meiri en víða annars staðar. — Lesandi Vísis.“ Það hefur verið mikið að snúast í Þjóðleikhúsinu síðustu daga — og nætur. Staðið hafa yfir lokasprettirnir — síðustu æfingarnar á síðasta verkefni leikhússins á þessu leikári, óperettunni ,,Betlistúdentinum“ eftir Karl Millöcker. Þjóðleik- húsið hefur fengið hingað einn frægasta óperettuleikstjóra, sem nú er uppi, Adolf Rott prófessor frá Vín. Hinir ís- lenzku leikarar og söngvarar í ,,Betlistúdentinum“ þykjast hafa himin höndum tekið að fá að vinna undir stjórn þessa manns og' eiga ekki nógu sterk orð til að lýsa snilld og hug- kvæmni hans. „Betlistúdentinn“ verður frumsýndur í Þjóðleikhúsinu á laugardagskvöld, og það verð- ur nú engin smáræðissýning. 110 manns • koma þar fratn í einu, og hefúr ekki fyrr sézt

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.