Vísir - 13.06.1959, Blaðsíða 1
41. ár.
Laugardaginn 13. júní 1959
123. tbl.
ftMmenn 3-falda freil-
fisksölu vestan hafs.
Telja markaðinn þar verða
sinn bezfta.
Frá jréttaritara Vísis. —
Osló í gœr.
Norskir útgetSarmenn eru
harla ánœgðir með það, hversu
vel hejur gengið að selja jreð-
jisk í Bandaríkjunum undan-
jarið.
Hefur Norsk Frossenfisk lát-
ið birta samanburð á því, hversu
vel hefur gengið upp á síðkast-
ið í sambandi við för tveggja
af forstjórum fyrirtækisins vest-
ur um haf. Voru þeir þar í
þrjár vikur, kynntu sér mark-
aðinn, kröfur neytenda og kvart
anir, ef einhverjar voru, sölu-
aðferðir keppinautanna og þar
fram eftir götunum. Er það
skoðun þeirra eftir förina, að
enn megi selja meira vestan
hafs og muni markaðurinn þar
verða hinn verðmætasti fyrir
Norðmenn.
Á tímabilinu 1. júlí 1957
—30. marz 1958 seldu Norð-
menn jreðjisk í Bandaríkjun-
um jyrir 7 millj. n. króna,
en á sama tímabili árin 1958
—59 var útjlutningurinn
þangað meira en þrejaldað-
ur, því að hann komst upp í
22 millj. norskra króna.
Það var lélegur afli við Ný-
fundnaland og Kanada á sl. ári,
sem varð til þess, að Norðmönn-
um tókst að auka svo sölu sína
vestur um haf. Þegar ljóst var,
hvert stefndi vegna aflabrests-
ins, juku Norðmenn útflutning-
inn eftir mætti og það bar til-
ætlaðan árangur.
Betri afli við
Grænland.
Frá jréttaritara Vísis. —
Osló i jyrradag.
Frá miðunum við Vestur-
Grœnland berast nú jregnir um,
að skilyrði til veiða jari batn-
andi.
Langvian frá Álasundi hefur
til dæmis tilkynnt, að hún hafi
fengið 90 lestir í salt auk 2500
kg. af lúðu. Aðrir bátar eru
flestir með 50—60 lestir í salt,
en ýmsir hafa þó fengið meira.
Þótt aðstæður hafi batnað, er
enn kvartað yfir ísreki, sem
hindrar línubáta í að leggja
hvar sem er.
Nú eru 1500 á biðlista:
2000 númernm bætt í
arsímakerfið seint lOOO.
Handhafar leyfa til að hafa
útvarps- og sjónvarpsvið-
tæki á Bretlandseyjum eru
nú 9.346.697 eftir nýjustu
skýrslum, en yfir 5 milljón-
ir liafa sjónvarpsviðtæki
einvörðungu.
Risafligvél til bjargar
Íshdingi.
Bandarísk Super Consteliation ffutti
sjúkling til Kaupmannahafnar.
„Kapphlaup við dauðann“
nefnist grein er birtist í Ber-
linske Tidende snemma í vik-
unni. Er þar skýrt frá því, að
íslenzkur maður var fluttur
upp á líf og dauða í amerískri
risaflugvél frá Reykjavík til
Kaupmannahafnar vegna al-
varlegs sjúkdóms.
Maður þessi fékk skyndilega
veiki þessa og leitaði þegar
læknis hér í Reykjavík. Kom
í ljós að um mjög álvarlegan
nýrnasjúkdóm var að ræða, og
varð ekki ráðið við hann án
þeirra tækja, sem vitað var að
til.eru í Kaupmannahöfn. Tæki
þessi munu vinna á þann hátt
að þau taka að sér starf nýrn-
anna um tíma. Nýrun hafa það
hlutverk í mannslíkamanum
að hreinsa úrgang og óhrein-
indi, sem safnast saman, svo
það berist ekki inn í blóðið. Ef
nýrun hætta að starfa, mengast
blóðið brátt framandi efnum,
og manninum er lífsháski bú-
inn. Sú vél, sem til er í Kaup-
mannaöfn, tekur að sér þetta
hlutverk nýrnanna á þann hátt,
að blóðstraumnum er hleypt í
gegn um hana, og hreinsar hún
blóðið, en skilar síðan aftur
hreinsuðu til líkamans.
íslendingurinn mun nú þeg-
ar vera í „méðhöndlun“ í vél
þessari, en læknar reyna að
lækna nýrun á meðan. Enn mun
óvíst um hvernig tekgt, en á því
Framh. á 6. síftu.
Fyrir hvaða upphæð og
með hvaða skilmálum seldi
S.Í.S. Framsóknarflokkn-
um húseigmna Herðubreið
(Framsóknarhúsið), á-
samt tilheyrandi eisnarlöð
(1572 nr)?
Sjá 7. síðu.
Fjárskaðar á
Vestfjörðum.
Frá fréttaritara Vísis. —
I stórviðrunum um síðustu
helgi urðu nokkrir fjárskaðar
í Snæfjalla- og Nauteyrar-
hreppum í Norður-ísafjarðar-
sýslu.
Mátti heita þar blindbylur á
laugardag og sunnudag, og all-
mikið hvassviöri, svo engin
tök voru á því, að koma lambfé
í hús, sumu um langan veg.
Vestan Djúps var veður mik-
ið betra. Snjóaði þar miklu
minna, og sumstaðar nær ekk-
ert eins og í Reykjarfjarðar-
hreppi.
Þetta fardagahret er eitt það
versta, sem kornið hefir síðustu
árin og stendur í sambandi við
að ísrek er nú óvenju nærri
Vestfjörðum. Arn.
Síldsrverbib
Síldarverðið hefur nú verið
ákveðið. Verð á síld til söltun-
ar hækkar úr 150 krónur upp-
mæld tunna í 160 kr. Bræðslu-
síldarverðið hækkar úr 1150 kr.
í 120 kr. málið.
Segir í tilkynningunni að
hækkunin sé í samræmi við
hækkun á fiskverði til skipta
frá því í júní í fyrra þar til á
síðustu vertíð.
Wý 2000 númera sftöð resst
i Hafnarfirðí.
Sú gamla ílutt þaðan liintjað
til liðbótar.
Þrátt jyrir þá stœkkun, sem
jullgerð var á bœjarsímakerjinu
í jyrra, eru nú 1500 manns á
biðlista hér, sem biða ejtir síma.
Vegna þessa verður ráðizt í
2000 númera stækkun hér í bæ
seint á næsta ári og 1961 verð-
ur komið upp nýrri 2000 núm-
era stöð í Hafnarfirði.
Frá þessu er sagt í fréttatil-
kynningu frá Landssímanum,
sem Vísi barst í gær. Tilkynn-
ingin er á þessa leið:
í byrjun þessa mánaðar var
haldin norræn símaráðstefna í
Bergen og voru rædd þar helztu
símamálefni landanna, bæði
tæknileg og viðskiptaleg. Þar
náðist hagkvæmur samningur
um hlut íslands í símskeyta-
viðskiptum við hin Norðurlönd-
in.
Þá var rætt um það viðhorf,
er skapaðist, þegar væntanlegur
sæsími milli Bretlands og ís-
lands með 24 talrásum verður
tekinn í notkun haustið 1961
svo og sæsími áfram til Kan-
ada 1962, þ. á. m. möguleika á
að beina viðskiptum frá Norð-
urlöndum til Kanada gegnum
hann. Mikið var rætt um nýja
tækni (data-tækni), sem nú er
á byrjunarstigi, sem gerir kleift
að fullnota betur sæsímarásirn-
ar en áður, en tækin eru mjög
margbrotin og dýr. Þar var og
rætt um samvinnu varðandi ým-
is símamál, sem verða tekin fyr«
ir á væntanlegri alþjóðaráð-
stefnu á komandi hausti.
Nýlega hefur verið samið
um kaup á efni til stækkunar
sjálfvirku stöðvanna í Reykja-
vík og Hafnarfirði. í Reykjavík
verður stækkað um 2000 númer
seint á næsta ári, en þar eru nú
1500 á biðlista. Ári síðar verður
komin upp ný 2000 númera stöð
í Hafnarfirði, en gamli sjálf-
virki búnaðurinn þar verður
svo fluttur til Reykjavíkur og
notaður til frekari stækkunar
þar um 1000 númer. Fyrirhugað
er að byrja að reisa nýtt hús í
Hafnarfirði í þessu skyni í
næsta mánuði, og verður póst-
inum einnig komið þar fyrir.
Nú í haust er von á efni til þess
að gera sambandið milli Reykja-
víkur og Hafnarfjarðar greið-
ara en áður með fjölgun sam-
bandsrása.
Þegar nýja stöðin í Hafnar-
firði er komin upp, verður hætt
við að rjúfa samtölin eftir 6
mínútur eins og nú er, greiðsla
fyrir símtöl fer þá eftir lengd
þeirra, eins og fyrirhugað er að
verði í framtíðinni alls staðar,
þar sem sjálfvirkt samband
99
Og svo snúa þeir sér
í hring44.
Hingað til hafa menn almennt talið, að kommúnistar
væru öruggir methafar í pólitískum hringsnúningi, sbr.
hérna um árið, þegar „landráðavinna“ breytist í „land-
varnavinnu“ á einni nóttu.
Ef að cr gáð, kemur hinsvegar.í ljós, að Fram-
sókn gamla, þótt þungfær sé og lasburða, getur enn
verið þeim hættulegur andstæðingur í þessari íþrótt.
Fer hér á eftir eitt dæmi um afrek Framsóknarflokks-
ins á þessu sviði, og vantar elckert á, að hringsnúningurinn
sé alger, enda þótt synd sé að segja, að sporin séu beinlínis
liðleg.
Daginn fyrir kjördag, 23. júní 1956, sagði Tíminn um
Alþýðubandalagið:
„Ekkert samstarf verður haft við þetta bandalag
kommúnista, af því að heir eru ekki iióti samstarfs-
hæfari, þótt þeir hafi skipt um nafn.“
14 dögum síðar, þ.e. 7. júlí, sagði sama blað:
„Það er líka staðreynd, að mikill munur er á Alþýðu-
bandalaginu og Sósíalistaflokknum, að bandalagið
styðja ýmsir menn. er afneita kommúnismanum.“
Þetta getur maður kallað hressilegan hringsnúning, ekki
sízt, þegar haft er i huga, að samtímis þessu settist Fram-
sóknarflokkurinn með kommúnistum í ríkisstjórn.