Vísir - 13.06.1959, Blaðsíða 6

Vísir - 13.06.1959, Blaðsíða 6
6 VfSIR Laugardaginn 13. júní 1959 wimifls. DAGBLAB Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAM VlSHí H.F. f'lair kemur út 300 daga á árl, ýmisv 8 eSs blaðslSur. Bltstjórl og ábyrgðarmaður; Hersteinn Pálsson. Skriístofur blaðsins eru í Ingóiísst. eti 3. Rltstjórnarskri fstoíur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00 Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—1.8.00, Afgreiðsla: íngólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—10,00, Sixni: (11660 {fimm línur) Vísír kostar kr, 25.00 í áskrift á mánuðl, kr. 2.00 eintakið lausasölu. PélagsDrentsmiðiaT' h.f. Nú geltlr Þjóðviljinn talar um það í forustugrein sinni í fyrra- dag, að Sjálfstæðisflokkur- inn leitist við að leyna fortíð sinni, vilji, að almenningur gleymi henni. Hefir blaðið um þetta mörg orð og fæst sönn, enda munu menn ekki almennt hafa gert ráð fyrir, að sannleikurinn ætti upp á pallborðið þar. í sambandi við þetta ætti að minna Þjóðviljann á það, að sjaldan þykir heppilegt að nefna snöru í hengds manns húsi, en þegar heimamenn gera það sjálfir, hljóta á- horfendur að ætla, að eitt- Refsáng, sem fíekkur. hvað sé bogið við vitsmun- ina eða andlegt ástand þeirra. Kommúnistar hljóta að vera að tapa glórunni, greyin. Enginn flokkur hér á landi hef- ir nefnilega flúið fortíð sína eins ofboðslega og kommún- istar. Þeir hafa hvað eftir annað breitt yfir nafn og númer og er það mjög að vonum. Það er ekki vel séð meðal almennings hér á landi að vera í fóstbræðra- lagi við morðingjana í Ung- verjalandi og víðar. Það gleymist ekki. sepr sex. Vísir rifjaði það upp á mið- vikudaginn, að samvinnu- menn hefðu refsað einum „trúnaðarmanna“ sinna með sérkennilegum hætti. Ey- steinn Jónsson, formaður stjórnar Sambands íslenzkra samvinnufélaga, lét reka Sigurð Jónasson, forstjóra Olíufélagsins, er uppvíst varð um svik félagsins fyr- ir nokkrum árum. Kunnugir fullyrða, að brott- reksturinn hafi ekki verið framkvæmdur af því að Olíufélagið ætlaði að stela milljónum af almenningi heldur af því að það kunni ekki að fela sömu milljónir. En í rauninni skiptir það at- riði ekki máli í sambandi við þetta. Aðalatriðið er, hvernig framhaldsrefsingu forstjórans var hagað. Það var nefr.ilega Eysteinn Jónsson, fjármálaráðherra, sem sá um frekari refsiað- gerðir og gerði Sigurð Jón- asson að forstjóra annarrar helztu einkasölu ríkisins. Hvað mundi slíkt vera kall- að í venjulegu þjóðfélagi? Það er bezt að hver maður svari fyrir sig — meðal ann- ars með atkvæði sínu eftir rúmar 2 vikur. Þeir tala um kúgun! Framsóknarmenn halda því fram, að Sjálfstæðismenn efni til ofsókna gegn þeim fylgismönnum flokks síns, sem vilja ekki • aðhyllast kjöræmabreytinguna. Er þetta vitanlega hinn mesti tilbúningur eins og annað, sem Framsóknarmenn bera nú á borð fyrir almenning, er þeir sjá fram á, að veldis- sól þeirra mun senn hníga til viðar. Hitt er sönnu nær, að Fram- sóknarflokkurinn beitir hvarvetna kúgunum og of- sóknum, þar sem hann getur því við komið. Hann hefir nefnilega alveg sérstaka deild til að beita slíkum brögðum, og sú deild er Samband íslenzkra sam- vinnufélaga, sem beitir menn hvarvetna hörðu, ef þeir vilja ekki „makka rétt“. Fylgi Framsóknarflokksins byggist víðast á því, að yf- irráð þeirra yfir kaupfélög- unum gera þeim kleift að hafa ráð einstaklinga í hendi sér. Ef einhver snýst til einbeittrar andstöðu við Framsóknarfiokkinn, er efnahagsþvir.gunum beitt hiklaust og margir menn hafa hrökklazt úr byggðar- lagi sínu fyrir ofríki Fram- sóknarklíkunnar. Bara bíia Framsóknarmenn virðast ekki alveg sannfærðir um, að málstaður þeirra geti sigrað, ef ekki verður hróflað eitt- hvað við sannleikanum. Það sannast meðal annars á því, að þeir hafa gripið til óynd- isúrræða, svo sem að taka ævagömul Ummæli manna rélepr! og falsa þau með því að láta í það skína, að þau hafi verið skrifuð fyrir þá. Þetta er lítilmannlegt, en hæfir vel málstaðnum og vígamönnum þeim, sem helga honum krafta sína. Ef Framsóknarmenn telja, að þeir hafi góðan málstað, KIRKJA DG TRLJMÁL: Fyrirgefning, náð? í síðasta þætti á þessum stað var minnzt tveggja manná, sem tóku þátt í fyrstu atóm- sprengjuárásinni — og hinni einu hingað til. Meðvitundin um að hafa tekið þátt í því verki að skipun yfirboðara hef- ur bugað þá báða. Örlög þeirra eru máttug andmæli gegn nú- tímahernaði — en nútímahern- aður er atómhernaður, getur ekki annað orðið úr þessu. Von- andi stuðlar dæmi þeirra að því að vekja samvizku mannkyns og varúð gagnvart þeim voða, sem vígbúnaður nútímans felur í sér. Vonandi minna þeir á það, að stríð er fyrirtæki, sem mannlegt innræti þolir ekki að bera ábyrgð á. Það þarf djöful- lega hreysti til þess, eins og nú er komið morðtækninni. Annar þessara manna ætlar að afplána sekt sína í klaustri. Spurningin vaknar: Sá, sem finnur sig sekan urn morð sjö- tíu þúsund manna og örkuml hundrað og þrjátíu þúsunda í viðbót, hvernig ætlar hann að afplána þá sekt? Hinn þessara tveggja hefur misst vitið. Er það hans afplán- un? Eg varpa þessum spurning- um fyrir þá menn, sem halda því fram, að fyrirgefningin, sem kristin trú boðar, sé ímynd- un, guðleg náð sé uppspuni eða missýning kristinna guðfræð- inga. Hver og einn verði að taka það út á sjálfum sér, sem hann hefur framið, og þar sé hverjum mælt eftir ákvæðum ströngustu réttvísi. Hvaða yfirbót endist til þess að afmá af samvizkunni morð 70.000 manna? Hvenær verður mælir þeirrar yfirbótar fyllt- ur? Hvaða eilífðir endast til þess að bæta öllum þessurn myrtu, sserðu, örkumla mönn- um það, sem þeim hefur verið gjört? Hvenær get ég bætt ein- um manni það að hafa svipt hann lífi eða lífsláni? Eg get aldrei gefið honum aftur það, sem ég hef svipt hann. Eg get aldrei gefið honum þau tæki- færi, sem hann fór á mis við, aldrei afmáð þær kvalastundir, sem hann hefur lifað, aldrei stökkt brott því myrkri hörm- unga, sem ég hef steypt yfir hann. Afleiðingar verka minna, smárra og stórra, eru jafnlítið á mínu valdi og sprengjan, sem ég er búinn að sleppa. „Það, sem maður hefur einu sinni gert, heldur áfram að lifa,“ sagði Snæfríður íslandssól. Og ,það þarf guðlegt, eilíft al- skyggni til þess að sjá út yfir allar afleiðingar gjörða vona og komast fyrir þær. Og hvaða von hefur sá, sem í örvilnan sinni er kominn í yztu myrkur vitfirringarinnar? Þú ert grunnfær, góði minn,' og hugsunarlaus, þegar þú seg- ir, að fyrirgefningar- og náðai’- boðskapur kristindómsins sé marklaus eða siðlaus. Sá boð- skapur flytur ekki það, að mað- 9 ættu þeir að bíða kjördags rólegir. Þeim er bara fyrir- munað að gera það, af því að þeir vita, að þeirra mál- staður er málstaður rang- lætis og réttindasviftingar. urinn sé ábyrgðarlaus. Hann * ber fulla ábyrgð á verkum sín- i um. En hvað er full ábyrgð? Hver er sök mannsins? Öll lög- j málsboðun, hvort sem hún er gyðingleg eða indversk að upp- runa, gerir annað tveggja: Dregur úr ábyrgð mannsins og ! gerir hana léttvæga, eða þyngir hana, svo að hún verður óbæri- ! leg. Náðarboðskapur Krists ger ir ábyrgðina algera, en sér jafn- framt um það, að maðurinn ! geti gengizt undir hana upp- réttur, af því að Jesús Kristur, j kærleikur Guðs sjálfs, gerist samábyrgur syndugum mönn- ’ um, gengst undir sektarbyrði mannsins og ber hana með hon um og-fyrir hann. Guð gengst sjálfur undir sektina fyrir morð og örkuml tvö hundruð þúsund- anna, sem voru skotmark fyrstu atómsprengjunnar. Hann gengst undir allt, sem mennirnir hafa aðhafzt. Það boðar kross Krists. Guð segir ekki þar með við manninn: Þú ert saklaus af öllu athæfi þínu, ég er sekur. Hann segir: Þú ert vissulega sekur. En þú skalt njóta þess, að til er óbrigðult sakleysi, fullkominn kærleikur. Eg elska þig þrátt fyrir sekt þína. Því vil ég eiga þig, vera sáttur við þig, fyrirgefa þér. Það þýðir ekki, að þú sért laus allra málagjalda. En ég ber þau með þér. Og ég ber það fyrir þig, sem þú ert ekki fær um að bera. Eg græði það allt og bæti, sem þú megnar aldrei að græða né bæta. Náð mín kemst fyrir þær afleiðingar, sem takmörk- uð vitund þín og megin kom- ast aldrei fyrir. Og náð mín á líka leiðir inn í myrkur þeirrar sálar, sem er allri von og viti firrt. Risafiugvél — Framh. af 1. síðu. ríður líf mannsins. Þess er skylt að geta, að hinn ungi íslendingur var svo illa haldinn, að aðeins snögg aðstoð gat bjargað lífi hans. Var leiðtað til bandaríska hers- ins á Keflavíkurflugvelli, sem brá fljótt við. Geysistórri (50 tonna) Super Constellation flugvél, sem er ein stærsta flugvél Ameríku, var snúið við á leiðinni Evrópa — Ame- ríka, og lennti hún í Keflavík til að taka hinn sjúka mann. Síðan var snúið við og farið með sjúklinginn rakleiðis til Kaupmannahafnar, en það tók 5% tíma. Það er sjúklingurinn nú undir læknishöndum og gerfinýrað notað honum til björgunar. Síminn — Framh. af 1. síðu. verður milli kaupstaða, t. d. Keflavíkur og Reykjavíkur á næsta ári. Stutt símtöl verðs þá mjög ódýr. Nú er að berast til landsins efni í sjálfvirka stöð í Kefla- vík og sjálfvirkan búnað í bæ- ina í nágrenninu, svo sem Innri- Njarðvík. Gerðar, Sandgerði og Baráttan gegn áfenglsbölinu. Að Landssanibandinu gegn á- fengisbölinu standa fjölda mörg landskunn félög og félagasam- tök. Landssambandið ætlar nú að hefja nýja sóknarlotu í bar- áttunni gegn áfengisbölinu og er það allra góora manna ósk og von, að tilganginum verði náð, að vekja almennings til umhugs- í unar um þessi mál og til virkrar þátttöku. Margur kann að hugsa sem svo, að hann einn geti lítið eða ekkert gert, og allt sé komið undir dugnaði þeirra, sem eru á oddinum, í stjórn félaga o. s. frv. eða erindreka, að árangur náist, en þetta er mikill misskilningur, ! þótt mikilvægt sé að forystan sé ötul og góð, því að gengi hvers félags, félagasamtaka, hverrar sóknar, hverrar baráttu, er ein- mitt frarnar öðru undir einstak- lingnum komið. Þingvallafundur. Tilgangurinn með Þingvalla- fundinum er ekki hvað sízt, að vekja áhuga almennings fyrir nauðsyn skeleggrar baráttu, auk þess sem mætir menn munu flytja erindi, sem vafalaust verða nytsöm og fróðleg. Til Þingvallafunda hefur fyrr verið boðað í þágu mála, sem al- þjóð varða. Þar voru t. d. þjóð- fundir haldnir á síðastliðinni öld og þessari um þjóðmál, stjórnar- skrá, fánann o. s. frv. Ög það er góð hugmynd, sem væntanlega gagnar góðum málstað, að boða J til Þingvallafundar til þess að ! herða baráttuna gegn áfengisböl- inu. Eitt mesta vandamál allra þjóða. Áfengisbölið er eitt mesta vandamál þjóðanna. Er það við- urkennt, t. d. af Sameinuðu þjóð- unum, og hvarvetna er meira gert en áður var, af opinberri hálfu og félögum, til þess að draga úr þessu böli, en við ram- an er reip að draga. Hvað sem líður skoðuðunum manna um bann og bindindi ættu allir góð- ir, hugsandi menn að geta sam- einast í baráttunni gegn allri of- nautn áfengis. Það hefur nú komið í ljós í öðrum málum al- veg nýlega, að skapazt hefur svo sterkt almenningsálit, að það dugði til að hindra, að nýiTÍ dýr- tíðaröldu væri velt yfir þjóðina. — Hér þarf að skapazt sterkt almenningsálit á fleiri sviðum og ekki sízt til að fordæma alla ofnautn áfengis, það er einmitt hér sem einstaklingurinn getui’ látið tii sín taka, þótt ekkj væri i með öðru en öruggu og persónu- legu viðhorfi og framkomu, sem tekur af öll tvímæli í augum annarra hvar hann stendur, þegar um þjóðarheill er að ræða, en farsæld þjóðarinnar i nútíð og framtíð er vissulega undir því komið, að hér verði gert slórt átak til umbóta. — I. Grindavík. Var efnið pantað 1957. Gert er ráð fyrir, að nýja stöðin í Keflavík verði í notk- un fyrir árslok, en hins vegar mun sjálfvirkt samband við Reykjavík ekki komast á fyrr en hálfu ári síðar, vegna langs afgreiðslutíma á efni í það. Sjálfvirka stöðin á Akureyri fær og nokkuð viðbótarefni sent á næsta ári, svo að unnt verður að stækka hana um allt að 500 númer, en þó þarf viðbótarvél- ar áður en þau eru öll tekin í notkun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.