Vísir - 24.06.1959, Blaðsíða 3

Vísir - 24.06.1959, Blaðsíða 3
Miðvikudaginn 24. júní Í959 VÍSIB Hvaðan kom mér lífs þróttur minn? Greln eftir frú Efleanor Roosevelt. Frændi mr.nmsins míns, Theodore Roosevelt forseti þreyttist aldrei á því, að brýna fyrir mönnum þá blessun, sem iðjusemin og starfsamt líf hefði í för með sér. Og þegar eg var barn, var mér sagt mikið af afrekum hans á villidýraveið- um, landkönnunarferðum, og í ýmsum íþróttum. En þó að hann væri önnum hlaðinn og hefði ávallt miklum skyldu- ^törfum að sinna, gaf hann sér alltaf tíma til þess að lesa mikið og leggja rækt við uppeldi barna sinna. En hvaðan hafði hann allt þetta mikla starfsþrek og þenn. an lífsþrótt, sem gjörði honum það kleift, að vanrækja hvorki vinnu sína né skyldur, en um leið að ástunda öll hugðarefni sín með miklum áhuga? Þessi spurning er dögum oftar lög fyrir mig. — í hvert skipti, sem mér er hælt fyrir óvenju- legan hvatleik minn, 74 ára 'gamallar konu, — viðurkenni ^ eg það, að þar ber hinum hraustu foreldrum mínum Imestur heiðurinn. Frá þeim hefi eg nefnilega tekið í arf, góða heilsu og hæfileika minn til sjálfsþjálfunar. Eg var svo hamingjusöm, að venjast því í byrjun, að hafa taumhald á sjálfri mér. —1 Eftir að eg var orðin sjö ára gömul, sá amma mín um uppeldi mitt, og henni fannst sjálfsþjálfunin lífsnauðsyn — ekki sízt fyrir konur. — Þó að maður væri ekki ávallt við sem bezta heilsu, varð maður að rækja skyldu- störf sin. Það var ekki siður þá, að bera sig upp við aðra, þó að eitthvað amaði að manni, t. d. höfuðverkur, eða þó að skap- ið væri ekki sem bezt. — Hinar ströngu lífsreglur ömmu minn- Hið fullkomna „próf- svindl“ misheppnaðisft. Það er stundum sagt í sögum ■og kvikmyndum frá mönnum, sem hafa reiknað út hárná- kvæmt, hvernig þeir geti framið hinn „fullkomna glæp“, þ. e. gengið svo frá öllu, að ógerlegt sé að koma upp um þá eftir á. Sennilega hafa ýmsir hug- leitt hvernig þeir gætu fundið •upp eitthvert óbrigðult ráð, til að „svindla á prófi“. Tyrknesk- ur stúdent taldi sig hafa dottið niður á hið „fullkomna" ráð, er hann gengi undir stærðfræði- próf, en hann hafði ,,sluxað“ við námið allan veturinn. Pilturinn, Tulay Poyras, í Ankara á Tyrklandi, hafði ann- ars staðið sig vel í öllum grein- rim, nema einni, stærðfræðinni, og hann ætlaði sér ekki að falla á henni. Til framkvæmdar á- forminu hafði hann lítið tal- símatæki (microphone), 120 volta rafhlöðu, 15 metra langan v'ír — og vin sinn Ergun Yuksel til aðstoðar, en hann var fyrr- verandi nemandi í skólanum. Á /prófdegi skaust Yuksel inn í kjallaraherbergi, sem er beint undir kennslustofunni, sem prófað var í. Porayz kom með aðra hönd sína reifaða, kvaðst hafa meitt sig, en mikrofónn- inn var falinn undir sáraum- búðunum. Og allt var undir- búið •— og Pyraz viss um að fá rétt svör. Þegar hann var bú- inn að skrifa niður dæmin, sem kennarinn las upp, lyfti hann vinstri hönd að kinn, mjög hugsi á svip, og las svo lítið bar á spurningarnar fyrir vin sinn niðri í kjallaranum. Tvær mínútur liðu, fimm, fimmtán, — ekkert svar. Pyraz ör- vænti. Og svo kom sjálfur skólastjórinn inn og dró með sér Yuksel skömmustulegan á vip. Allt hafði komist upp, — hið „fullkomna prófsvindl" brugðist. Dyravörður skólans hafði nefnilega séð Yuksel laumast niður í kjallarann snemma morguns, þótti það grunsamlegt, og gerði skóla- stjóra aðvart, Poyraz játaði allt, en hann fékk ekki að taka próf, og hefur áhyggjur meiri en nokkurn tíma fyrr, því að skólinn hefir farið í mál við hann. ar, hafa oft orðið mér góður styrkur seinna í lífi minu. Eg þykist þess fullviss, að ábyrgðartilfinningin fyrir því, að stjórna heimili stórrar fjöl- skyldu daglega, sé alveg fyrir- taks skilyrði til þess, að maður athugi ganginn í sínu eigin lífi svo að það verði í föstum skorð um. Eftir að eg var gift, gengu skyldur mínar gagnvart manni mínum og börnum fyrir öllu öðru. Því næst vildi eg reyna að verða öðrum meðlimum fjölskyldunnar til sem mestra hægðar, en þetta varð mér síð- ar hjálp til þess, að uppfylla þær kröfur, sem gjörðar voru til mín í opinberu lífi. — Þeg- ar maður kappkostar að haga lífi sínu þannig, að aðrir menn hafi not af því, þá er svo kom- ið, að það er einhvers virði að lifa. — Allt það sem maður gjörir eingöngu sjálfs sín vegna, verður manni furðu fljótt leiði- gjarnt. En það er djúp fullnæg- ing í því, að geta hjálpað öðr- um, — manni sínum, börnum og vinum. — Sú sjálfsþjálfun, sem maður lærir á þennan hátt, er manni öldungis ómetanleg, þegar maður eldist. Því að það er nú einmitt þetta, — að geta skapað öðrum velliðan, sem örfar lífslöngun okkar, svo að við getum horft örugg og vongóð til framtíðarinnar. Ef mér finnst eg vera orðin þreytt á daglegu amstri, á eg tvö ágæt meðöl við þeirri veilu, sem sé: tilbreytingu og hvíld. — Ferðir til nýrra ókunnra staða, er sú tilbreyting, sem fnér finnst hressa mig bezt og endurnæra. Eg er ekki á því, eins og margir aðrir, að það sé þreytandi að ferðast. — Eg er búin að venja mig á, að hlamma mér niður í stól, hvar sem er, og eg sé mér færi á, og fá mér ofurlítinn blund, en þetta hvíl- ir mig ótrúlega og gefur mér nýjan þrótt. Á sumrin, er það yndisleg tilbreyting fyrir mig, að fylla sumarbústað minn af gestum, — einkanlega börnum. Að vísu getur það verið allþreytandi, að þurfa að fylgjast með öllu, sem heill hópur krakka lætur sér detta í hug að taka sér fyrir hendur, en það þreytir mig á annan hátt. Eg held að það sé holt fyrir okkur, eldra fólkið, að vera innan um æskuna. Ætti hæfileikinn til þess að geta hvílt sig og safnað nýjum kröftum til þess að geta notið lífsins, sé ekki að mestu leyti kominn undir því, hvert við- horf við höfum sjálf til lífsins? Eins og flest annað aldrað fólk, verð eg stöðugt að verjast þeirri freistingu, að verða um of hrifin af sjálfri mér og of eigingjörn. — Ef maður glatar umhyggjunni fyrir þeim, sem gefa lífi manns innihald.-líður ekki á löngu, þangað til að maður missir áhugann fyrir öllu öðru í þessari tilveru. — Og eg held að þetta sé upphaf eða aðdragandi dauðans, — eða að hann sé þá, að minnsta kosti, ekki langt undan. Það getur vel verið, að eg sé orðin að útliti, eins gömul og Metúsalem, en «mér finnst sjálfri, eg ekki vera eldri en sá yngsti af vinum mínum. Eg er viss um, að eg er ekki þreytt- ari eftir langan og annasaman dag, en margir. sem hafa ekki enn náð hálfum aldri á við Þeir tala mikið - en gera ekkert. KownmúnisttEr og hlntur tiomwnún ista. Ekkert blað skrifaði eins mik ið nm dag kvenna, 19. júní, og blað kommúnista, Þjóðviljinn, og var það mjög að vonum. Svo eru nú veslings komm- únistarnir aðþrengdir, að þeir verða að reyna allt, bókstaflega allt, til þess að krækja sér í ein hver atkvæði. Til þess finnst þeim kvennadagurinn alveg til- valinn, því að það hefur jafnan verið viðkvæði hjá kommúnist- um, að konur væru sérstaklega kúgaðar — rétt eins og konan hér á landi væri ekki betur sett en þar sem kommúnistar ráða. í sambandi við skrif komm únista um kvennamálin 19. júní vakti það sérstaka at- hygli, að teflt var fram helztu kvenhetju þeirra, Hannibal Valdimarssyni, sem er landskunnur fyrir kvenhylli sína. Jafnframt var tveim konum öðrum teflt fram á sömu síð- unni og varð úr skemmtilegasti þríhyrningur, því að einn grein arhöfundur talaði einna helzt um það, að þrátt fyrir afrek kommúnista í ríkisstjórninni til að bæta hag kvenna, hefði eiginlega ekkert verið gert —• konur væru eiginlega ekki hót- inu betur settar en áður. En hvernig er það annars með kommúnista — hafa þeir ekki konu í öruggu sæti á lista sínum hér í Reykjavík? Það hlýtur að vera, úr því að þeir eru svo mjög upp á kvenhönd- ina sem oft kemur fram í Þjóð- Iviljanum og ekki sízt nú um daginn. Nei, það fer 'nefnilega mjg fjarri því, að kommún- istar sýni eins mikinn áhuga í verki og þeir auðsýna í orði. Þeir hafa látið nægja að hafa konu í 5. sæti á lista sínum, sem er gersamlega vonlaust, því að hún kemst ekki á þing fyrri en 3 efstu menn hafa hrokkið upp af með einhverjum hætti — svo hefur fylgi hrunið af þeim upp á síðkastið. Þær konur, sem láta hafa sig til að skrifa lofrollur um komm únista og baráttu þeirra í þágu kvenna, ættu að athuga, að með því móti gera þær sjálfar sig að fífil og viðundri frammi fyrir alþjóð. Kommúnistar eru mest- ir í munninum gagnvart mál- efnum kvenna sem öðrum. Það var ekki stærsti þorskurinn. Fróðlegar uppíýsingar um þorslcastærð. Sl. föstudag var birt hér í j blaðinu fréttaklausa með mynd undir fyrirsögninni: „Var það stærsti þorskurinn?“ Var þar sagt |rá því eftir ensku blaði, að togarinn Ken- dale frá North Shields hefði fengið 147 sentimetra langan þorsk, sem vóg um 60 ensk pund. Var þess og getið, að annar eins fiskur af þessu tagi hafi sjaldan komið á land á Englandi. Fiskurinn var talinn 10 ára. Vísir hefir nú átt tal um þetta við Ingimar Óskarsson í1 Atvinnudeild Háskólans, sem um 12 ára skeið hefir haft með höndum aldursákvarðanir á þorski veiddum hér við land, mig. — Þegar maður er viss um, að maður á enn eftir að koma mörgu í framkvæmd, lýtur maður alltaf „fram á veg“, en aldrei til liðinnar tíð- ar. Þetta er leyndardómurinn bak við lífsþróttinn. — En þegar aldurinn færist yfir okk- ur, varðar það okkur áreiðan- lega mestu, að við varðveitum kærleika okkar til annarra, og trúna á það, að ást vor og vin- arþel, sé ekki síður verðmæti lífsins fyrir þá, en okkur. — Þetta er það, sem skapar oss þolið, fyllir oss lífslöngun og endurnöjar lifsþrótt vorn. (Stytt þýðing úr Harper’s Magazine.) og fengið hjá honum upplýs- ingar, Að 1947 veiddist út af Hornafirði þorskur 148 sm. á lengd og var hann 22 ára, en 1948 154 sm, langur þorskur, og „er það sá lengsti, sem við vitum um“, og var hann 18 ára. „Elzti þorskurinn, sem við vitum um“, sagði í. Ó., „er 24 ára, við höfum aldrei fengið þorsk yfir 24 ára.“ Þá virðast þeir hverfa — koma a. m. k. ekki lengur við sögu. Um þyngd ofannefndra þorska voru því miður ekki upplýsingar látnar í té, en vart munu þeir hafa verið léttari en sá frægi, sem Kendale veiddi. Annars mun það vægast sagt mjög hæpin ályktun hjá Bret- anum, að 147 sm. langur þorskur hafi verið um 10 ára gamall. Tíu ára þorskar, veidd- ir hér við land, eru frá 85 upp í 100 sm. á lengd og meðaltal lengdar um 20 ára bil 87.3 sm. Elzta kona Norður-írlands, Sarah Johnston, varð 107 ára fyrir skemmstu. Blöðin segja frá því, að hún hafi svo góða sjón, að á af- mælisdeginum hafi hún les- ið afmæliskveðjurnar, sem hún fékk gleraugnalaust.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.