Vísir - 24.06.1959, Blaðsíða 4
VÍSIR
Miðvikudaginn 24. júní 1959
JLíf er ú 3§a,rs*
Íír þessu hefiir »ú vcirið skorið.
Stundum er það að þeir við-
Tburðir, sem mestum tíðindum
'gegna, vekja fremur litla at-
hygli, þegar fyrst er frá þeim
skýrt. Þetta hefur ekki hvað
sízt átt við um vísindaafrek og
nýjungar í hugsun, sem oft
hafa átt því erfiðara uppdi-átt-
ar, sem þær voru sannari og
meir í framfaraátt. En ekki
hygg ég að þannig fari um þá
vísindafrétt, sem nú er fram
komin, og mér þykir merkilegri
en flestar aðrar, að nú hefur
sannazt, þannig að varla verð-
ur mikið úr mótmælum við því
héðan af, að líf er á jarðstjörn-
uniái Marz. Bandaríska stjörnu
fræðiritið „Himinn og sjón-
auki“ (Sky and Telescope)
skýrði svo frá, að dr. Sinton
hafi með litsjárkönnum komizt
að því, að ljósið, sem endur-
kastast frá sumum landsvæð-
um þessarar nág'rannastjörnu
okkar, beri þess vott að koma
frá lifandi efni, en frá öðrum
landsvæðum, hinum ljósleitari,
ekki, og eru það einmitt þau
svæði sem áður hafa verið
kölluð eyðimerkur. í litrófinu
frá hinum dökku svæðum á
Marz koma fram nokkurs kon-
ar eyður, sem eru mjög' nærri
því að svara til þeirra bylgju-
Jengda ljóssins, sem lífefni hér
á jörðu drekka í sig. Hefur
aldrei tekizt að mæla þetta með
neinni vissu fyrr en nú, að dr.
Sinton tókst þetta með nýjum
rannsóknai;tækjum, sem hann
fékk að nota í sambandi við
stjörnusjána miklu á Palomar-
fjalli, en raunar er Sinton ekki
starfandi þar, heldur við Low-
ell stjörnuathuganastöðina, og
er það skemmtileg vilviljun,
því að auðmaðurinn Percival
Lowell stofnaði þessa athugana-
stöð á sínum tíma til þess að
leita eftir sönnunum fyrir lífi
á Marz.
Á undanförnum árum hafa
Verið að koma fréttir og grein-
ar, sem sitt á hvað hafa sagt
vera líf á Marz eða að xar væri
ekki ]íf eða ekkert víst um líf
þar. Árstíðarbreytingar þær
sem sjást á yfirborði hnattar-
ins á hverju Marzári, hefur
verið reynt að skýra með ýmsu
vera líf á Marz eða að þar vær'i
rauna langnærtækust, að þær
stöfuðu af árstíðabundnum
vexti og hnignun gróðurs. Eins
og menn vita, eru á Marz hvít-
ar „hettur“ um heimskautin,
sem svara til Norðurskauts-.og
Suðurskauts-jöklanna miklu
hér á jörð, en vitað er, að þær
eru miklu þynnri og efnisminni
á Mai-z. Þegar vora tekur á
Marz, bráðna þessar hettur
þeim. megin sem vorið er, og
sjá menn þá í stjörnusjám hér,
að landið fer að dökkna í kring,
°S breiðist dökkvinn síðan út
é um allan þann hnattarhelming
*— nema nokkur svæði allstór,
seju ekki sýna þessa litarbreyt-
ingu, og hafa þau verið kölluð
eyðimerkur, og er nú ljóst að
það hefur verið réttnefni. Síð-
an dofnar þessi dökkvi smám
saman, en hálfu Marzári síðar,
það er rúmum 11 jarðneskum
mánuðum, endurtekur sama
sagan sig á suðurhvelinu eða
hinnu gagnstæða hveli. f fimm-
tíu ár hefur verið vandlega
fylgzt með þessum breytingum
við Lowell stjörnuathugana-
stöðina og aldrei hafa árstíða-
skiptin brugðist, en nú fyrst er
litsjáin orðin nógu fullkomin
til að sýna þess greinilega vott,
að Ijósið sem kemur frá hinni
rauðu stjörnu, hefur fallið á
land, sem lífgróðri vaxið, og er
með þessu uppgötvað stórkost-
legt lífríki á annarri stjörnu,
sem efalaust hefur þróazt þar
um þúsundir áramilljóna í
margbreyttum og furðulegum
myndum, eins og það hefur
gert á stjörnunni okkar, jörð-
inni, þar sem við, þessir ein-
staklingar, sem köllum okkur
menn, erum meðal afkvæma
hinnar langvinnu lífsþróttar.
Svo nátengd er þessi saga eðli
okkar sjálfra, að hún rifjast í
raun og veru upp í hvert skipti
sem nýr einstaklingur verður
til og vex til þroska, það er al-
kunna hvernig fóstrsagan sýnir'
hin ýmsu stig lífsþróunarinnar.
Og gætum nú vel að því hvern-
ig þessi sanni og óyggjandi upp
runi okkar, sem vísindin og
heimspekin hafa skýrt okkur
frá, en trúarbrögðin ekki, sýn-
ir fram á skyldleika okkar og
sambærileik við einstaklinga
hins nýuppgötvaða lífsríkis á
Marz. Jafnvel þótt þeir kunni
að vera aðeins ófullkominn
gróður eða lágstæð dýr, þá eru
þeir lífsverur eins og við og
sprottnir upp á hnetti, sem einu
sinni var lífvana heimkynni
grjóts og lofts og vatns. Á ein-
um hnetti hefur þetta gerzt og
á öðrum og það liggur þá alveg
beint við að ætla, að það hafi
víðar gerzt. Tilveran stækkar
og verður undursamlegri og
guðlegri þegar við hugleiðum
þetta, og það er aðeins ein hugs
un sem getur forðað okkur frá
að Verða áttavilltir í þeim stór-
kostlega heimi sem nú opnast:
það er óendanleikahugsunin,
sem Brúnó boðaði mannkyninu
og Demokritos og aðrir þeir,
sem vitrastir hafa verið og á-
gætastir, islenzkur heimspek-
ingur, núlifandi, hefur sagt:
Tilveran er óendanleg, því án
þess vantaði hana sina frum-
orsök“. Takmörkin eru hvergi
og takmörkun rúms eða fjar-
lægðar ekki til og með þetta í
huga mun mönnum takast að
átta sig.
Vísindamenn fara mjög var-
lega í að nota orðið sönnun um
það sem þeir eru að sýna fram
á, og það er rétt að taka það
fram, að í greininni í „Himni
og sjónauka“ um niðurstöður
dr. Sintons var það orð ekki
notað. Það var talað um að
þetta sem nú er fundið, væri
„hinn skýrasti vottur“ (the
strongest evidence) um líf á
Marz, sem fram hefði komið, og
á öðrum stað, að það sýndi á-
kveðið (definitely) að um líf
væri að ræða. En svo ákveðið
orðalag jafngildir raunar því,
að sagt sé að ekki verði aftur
snúið.
Það er spá mín, að þessi við-
burður eigi eftir að hafa djúp-
tæk áhrif á vísindamenn um
alla jörð, og að áður en ár er
liðið muni mega merkja veru-
lega breytingu á skoðunum
manna á lífi á öðrum stjörnum.
Hvort þessari frétt verður
„slegið upp“ sem stórfrétt í
heimsblöðunum næstu daga
veit ég ekki; það er raunar al-
veg óvíst, en áhrif hennar
munu verða því drýgri sem
lengra líður. Og ef svo verður,
þá væri það skemmtilegt að
íslenzkt dagblað hefði orðið i
fyrsta lagi til að flytja fréttina.
Þorsteinn Guðjónsson.
Svona á það a*ð vera, tíl
þess að aílt í lagi!!
Gott sýnishorn af því rcttlæti, sem Framsóknarflokk-
urinn vill vernda í kjördæmaskipun landsins er þetta:
Við síðustu kosningar var fjöldi kjósenda í eftirtöldum
kjördæmum þessi:
Heiss fjölskvldan í Bandaríkjunum á engan sinn Iíka í
Bandaríkjunum. —- Elzt systkinanna er Carol, 19 ára gömul,
sem fjórum sinnum hefur orðið heimsmeistari í listhlaupi á
! skautum. Nancy er nú 17 ára og hlýtur venjulega annað sæti,
á eftir systur sinni í listhlaupi og svo kemur Bruce, 15 ára sem
sigraði í svæðisk.enpni £ Bandaríkjunum.
Enda þótt skautahlaupið
krefjist mikils tíma frá’ skóla-
námi gætu þau systkinin þess
vel að vanrækja ekki námið
og hljóta öll góðar einkunnir.
Carol hjálpar yngri systkinum
sínum á skautaæfingum og lnm
hefur líka gefið þeim fordæmi
við nám og í íþróít sinni.
Tveir af hverjum þrem
fengu framhaldseinkunn.
Frá próium hjá gagnfræðaskólanum
i Vonarstræti.
Gagnfræðaskólanum við Von-
arstræti var slitið miðvikud.
10. júní. |
í skólanum voru eins og und-
anfarin ár eingöngu nemendur,1
sem bjuggu sig' undir landspróf
miðskóla.
Skólastjóri Ástráður Sigur-
steindórsson lýsti skólastarfinu
og úrslitum prófsins.
Prófinu 'hafa þegar lokið 160
nemendur, en nokkrir eiga enn
eftir að ljúka prófi vegna veik-j
inda. Af þeim stóðust 151 nem-
andi prófið og 109 nemendur
fengu framhaldseinkunn eða yf-‘
ir 6,00 í landsprófsgreinum. Eru
það rúm 68% þeirra, sem próf-j
inu hafa lokið.
Einkunnir skiptast að öðru
leyti þannig; I. ágætiseinkunn
hlaut 1 nemandi, I. einkunn
hlutu 36 nemendur, II. einkunn
72 nemendur og III. einkunn 42
nemendur.
Þrír utanskólanemendur
gengu undir próf við skólann.
Aðeins einn þeirra hefur lokið
prófinu og hlaut hann fram-
haldseinkunn.
Hæstu einkunn í skólamun
hlaut Gísli H. Friðgeirsson, I.
ág. einkunn 9.00.
Að lokum afhenti skólastjóri
bókaverðlaun fyrir góða
frammistöðu í prófinu svo og
hringjurum skólans og umsjón-
armönnum.
Þá þakkaði hann kennurum
og nemendum skólans ánægju-
legt samstarf og árnaði þeim
heilla.
Fyiifu meglnátök De GauSie
eg vetkasýíísair.leka.
Járnbraiilarvarkfall hefst í nótt,
sem stjórnín bannabi.
Leiðtogar járnbrautarstarfs- J Parísarblöðin segja, að her
manna í Frakklandi koma sam reyni stjórn De Gaulles og verk
an á fund í dag til undirbúnings lýðssamtökin kraftana í iyrsta
8 klst. verkfalli sem þeir hafa sinn.
í N.-Múlasýslu/sem er tvímenningskjördæmi 1475 boðað tU stuðnings launakröf- | Debré hefur sagt leiðtogum
um, og á verkfallið að hefjast lýðræðis verkalýðsfélaganr.a,
Á Scyðisfiröi
í Dalasýslu
í Austur-Skaftafellssýslu
I Vestur-Húnavatnssýslu
I Strandasýslu
I Vestur-Isafjarðarsýslu
I Mýrasýslu
I Norður-Þingeyjarsýslu
426
703
759
803
872
1020
1065
1078
Samtals í þessum 9 kjördæmum 8201
kjósandi
Þessir 8200 kjósendur kusu 10 þingmenn og Framsókn-
arflokkurinn fékk þá. alla.
Til samanburðar má svo benda á, að í Gullbringu- og
Kjósarsýslu voru 7515 kjósendur, og kusu beir einn þing-
mann, sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk.
Þingmaður Gullbringu- og Kjósarsýslu er vissulega betri
en 10 Framsóknarmenn, en gallinn er bara sá, að hann
liefur aðeins eitt atkvæði á þingi.
kl. 4 næstu nótt.
Stjórnin hefur bannað verk-
fallið og hótað að grípa til rót-
tækra ráðstafana, ef áformun-
um verður haldið til streitu, m.
a. kveðja járnbrautarmenn til
herskyldu ef. í það fer, en sektir
og jafnvel fangelsanir yoía að
minnsta kosti yfir þátttakend-
um sem gætu orðið um 200
þúsund.
sem einnig standa að verkfalþs-
boðuninni, að bann við verk-
fallinu sé óviðkomandi stjórn-
arskrárákvæðinu um viður-
kenningu á vei'kfallsréttinun'i.
Leiðtogar strætisvagna •
manna og neðanjarðarbraut.a
koma einnig saman á fund í
dag og munu ræða hvört gera
skuli samúðarverkf.öll rneð
járnbrautarstarfsmönnum.