Vísir - 24.06.1959, Blaðsíða 11

Vísir - 24.06.1959, Blaðsíða 11
Miðyikudaginn 24. júní, 1959 ViSIR Fangahjáfpin 10 ára. „Frestun ákæru á unga menn eftir t. afhrot merkifegt nýmæti. svtfiv fövtBtaðuv Oscav Ciauseit. 1 yfirlitsskýrslu Fangalijálp- arinnar yfir 10 starfsár henri- ar kemur I>að í ljós, að 6 fyrstu árin voru afgreidd að meðaltali 65 mál á hverju ári, fóru síðan vaxandi og voru 350 mál af- greidd þar á þessU' tíunda ári hennar, þar af 9 sekiun mönn- um veitt aðstoð til að losna úr fangelsum og til náðunar. Einn þeirra hefir fallið í sekt aftur og fangelsi á ný, en hinum verður veitt nauðsýnleg aðstoð áfram. Komið hefir í Ijós, að af 151 sakamönnum og föngum, sem fengið hafa skilyrðisbundna náðun eða reynslulausn þetta ár, hafa 52 fallið í sekt aftur, 99 verið veitt aðstoð áfram af Fangahjálpinni. Af 217 ungum mönnum, er frestað var ákæru gegn, eftir fyrsta eða smávægi- legt afbrot, háfa á sl. 5% áfi 54 lokið eftirlitstímanum án þess að verða sekir aftur, en aðeins 20 fallið í’sékt aftur (9 þeirra mjög smávægilega). voru sem sagt eftir 143 ungir menn undir eftirliti 1. maí 1959. Þessum ungu mönnum hefir verið hjálpað á margan hátt. Þeim hefir verið útveguð at- vinna, húsnæði, veittur styrk- ur þangað til vinna væri feng- in, til fatakaupa o. s. frv. Fylgzt hefir verið með lífi þeirra og athöfnum, flestir komið til viðtals á skrifstofu Fangahjálparinnar mánaðar- lega, ef unnt var. Þeir fáu pilt- ar, sem aftur hafa orðið sekir, hafa flestir fallið í afbrotin skömmu eftir að þeir voru út- skrifaðir undir eftirlitið, og er af því ljóst, að þeim er hættast fyrstu mánuðina og þurfa þá mesta umhyggjuna. Hættan er eflaust minni er frá líður og piltarnir finna meira öryggi hjá sér gegn freistingunum. Því eru nauðsýnleg löng og vinsamleg samtöl við þá, enda hafa margir þeirra sagt, að þeim hafi verið mikil uppörvun og öryggi í því að geta leitað til eftirliísmannsins ráða og styrks í örðugleikunum. Marg- ir þeirra eiga fáa aðstandend- ur.jOg eru háðir ei’fi^um heim- ilisástæðum. ;... . . .. Fangahjálpin hefir nú starf- að í 10 ár, og haft ...afskipti af málum 588 manna, en afgreitt 1409 mál. Formaður hennar og' eftirlitsmaður hefir frá upphafi verið Oscar Clausen rithöfund- ur. Að öllu samanlögðu telur hann nýmæli um að fresta ákær um á hendur ungum mönnum eftir fyrsta afbrot vera merki- legasta viðburðinn í hegningar- málum hér á landi síðan 1869. Það hefir sannast af starfi okk- ar, segir Oscar, að þetta hefir orðið mörgum unglingi mikil- vægt atriði í lífi hans. Bezta vertíöin við Cræn- fand fram aö þessu. lm 300 skip veiddu við Grænlend á ssðasta ári. Xc rsk - dansk - i æreyska h lu ta - félagið „Nordaíar" gerði út frá Færeyingahöfn í Grænlandi á síðast liðnu ári, og varð ver- tíðin með beztá móti. Mikil þátttáka var í veiðun- um, um 100 novsk skip, 50 fær- eysk — þar af 9 togarar og auk þess um 150 önnur skip frá ís- landi, Þýzkalandi, Frakklándi, Portúgal, Spáni og Englandi. Síðastliðið' Sumar og haust var landað í útgerðarstöðinni rúmum 4500 lestum af saltfiski, og auk þess mikið af lúðu, sem seld er' hraðfryst til Svíþjóðar og fleiri landa. Lax var keypt- ur af grænlenzkum fiski- mönnum í svipuðu magni og áð- ur, og tekin rar upp sú ný- breytni að gera tilraimh’ með rækjuveiðar á Narssak-svæð- inu við Góðvon. Einn bátur stundaði þær veiðar og lagði á land um 20 lestir af hráefni. Rækjurnar voru plokkaðar og síðan frystar hráar í vatni og plastpokum. Veiðarnar voru stundaðar fyrir Konunglegu grænlenzku vevzlunina. Smábátar hlutafélagsins voru einnig að veiðum, en aðeins í 6 vikur, vegna þess hve mikið var að gera í stöðinni. Á áður- nefndu tímabili lönduðu 8 bátar 320 lestum af fiski. Viðskipti voru mikil við stöðina. Seldar voru vistir fyrir um 1.5 millj. króna, og beitu- salan nám svipaðri upphæð. Af salti seldust 8300 lestir, og þar við bætast 3200 lestir, sem sekkjaðar voru og dreift til grænlenzkra fiskiþorpa á veg- um Grænalndsverzlunarinnar. Næsta verkefni stöðvarinnar verður að stækka geymslu- skemmur fyrir saltfiskinn. Þær rúma nú 1200 lestir, en eiga að geta tekið við þrefalt meira magni eftir stækkunina. (Ægir). Setjið X við D-Eistann. fer frá Reykjavík 4. júlí til Leith og Kaupmannahafnar. \ Farþegarúm eru ennþá fáanleg með þessari ferð skipsins. • H.f. Eimskipafélag íslands Verzlunin GN0Ð stpr>n-" við Suðurlandsbraut og Langholtsvegar. Te'ípnakjólaefni með myndum og stafrófi. Snyrtivörur, smávörur og máíningavörur. VERZLUNIN GNOÐ, Gnoðavog 78. Sími 35382. Séfrík 6 herbergja íbúð í nýju húsi, til leigu strax, sér inngangur, sér hiti, engin fyrirframgreiðsla. Tilboð með uppl. um fjölskyldu— stærð sendist Vísi fyrir kl. 5 á morgun, fimmtudag, merkti „Strax.“ KJÓRFUNDUR verður haldinn í Reykjavík sunnudaginn 28. júni 1959 og hefst hann kl. 9 árdegis. Kosnir verða alþingismenn fyrir Reykjavík, átta aðalmenn svo og varamenn, fyrir næsta kjörtímabil. Kosið verður í Austurbæjarskóla, Breiðagerðisskóla, Lang- holtsskóla, Laugarnesskóla, Melaskóla, Miðbæjarskóla, Sjó- mannaskóla og Elliheimilinu Grund, og mun borgarstjórinn í Reykjavík auglýsa skiptingu milli kjörstaða og kjördeilda. Kjörstöðum verður lokað kl. 23, og hefst talning atkvæðá þegar að kosningu lokinni. Yfirkjörstjórnin í Reykjavík, 22. júní 1959. Kr. Kristjánsson, Páll Líndal, Þorvaldur Þórarinsson. VÖRÐUR — HVÓT — HEIMDALLIJR OÐINN R verSur haldmn á vegum SjálísíæSsfélaganna í Reykjavík n.k. fimmtudag 25. júní kl. 5 ,30 e.h. í Miobæjarskólagortinu. Ræður fiytja: ölafur Thors formaður Sjálfstæðisílokksins, Sigurðuí ! ida! íigfræoingur, Fr-> Auður Auðuns forsetí bæjarstjómar Rvík., Jóhaan Sigiirðsson verkamaður, Bírgir Kjaran hagfræðingur, Jóhann Hafstein bankastjóri, Gannar Titoroddsen borgarstjóri, Bjami Benediktsson ritst'óri. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur í íundú rbyriun. Reykvíkingar, fjölmennið é fjeiman síðasta kjósendáfund S jáifstæðisflokksins fvnr liessar kosningar. Sjáðfstæðisfélogin í Réýkjavík ■ i ;,ii: ýf-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.