Vísir - 24.06.1959, Blaðsíða 6

Vísir - 24.06.1959, Blaðsíða 6
6 VlSIB Miðvikudaginn 24. júní 1959 WÍSXIR D A G B L A Ð Otgefandl: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. yWr kemur út 300 daga á árl, ýmlst 8 eða 12 blaðsíBur. Eitstjórl og ábyrgðarmaður: Hersteinn Fálsson. -Bkrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstrætl 3. Rltstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: (11660 (fimm línur) Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði. kr. 2.00 eintakið í lausasölu. tí’élagsDrentsmiðian h.f VEGIR OG VEGLEYSUR EFTIR Víðförla Sá veit, hvað hann syngur. Kópavogsbóndi kommúnista hafi fagnaðarboðskap að flytja væntanlegum kjós- endum sínum í sl. viku, þegar hann efndi til fundar með þeim á höfuðbóli sinu. Hann tilkynnti þeim, áð þeir skyldu ekki vera hræddir ’ um, að vonin um nýja vinstri stjórn væri með öllu kólnuð. Ef vel gengi í kosn- ingunum, mundu for- sprakkar Framsóknar koma hlaupandi á stundinni og bjóða góða flatsæng eins og hér um árið. Finnbogi Rútur vill gjarnan teljast forvitri, og þessi spá- ! sögn hans var liður í þeirri viðleitni að koma þeirri trú á, að hann viti fyrir óorðna hluti. Hætt er þó við, að hann toeti ekk. fengið spá- mannsnafnið fyrir þetta eitt, því að svo lengi hefir verið kunnugt um leynilegar ástir hans og helztu sveina mad- dömu Framsóknar, að þær mega teljast til þeirra fyrir- bæra, sem oft kallast opin- ber leyndarmál. Það er til dæmis vitað, að eng- inn harmaði vinstri stjórn- ina sálugu meira en Finn- bogi Rútur, og enginn var ó- latari að hringja eða skreppa til Hermanns Jónassonar til að ræða um ráð til að endur- reisa hana. Hann er líka svo hygginn maður að hann veit nokkurn veginn, hversu langt hann getur gengið í kröfum sínum á hendur for- sprökkum Framsóknar, ef samvinna við kommúnista nægir til myndunar stjórn- ár. Oddvitar hinnar nýju stéttar. Menn skulu þess vegna athuga það, að ef þeir vilja forðast vinstri stjórn verður það ekki gert nema með einu ráði, og það er að fylkja sér um Sjálfstæðisflokkinn. Menn skulu ekki halda, að það sé óbrúandi bil milli Framsóknar og kommúnista, enda þótt upp úr hafi slitnað í vinstri stjórninni í vetur. Nei, í báðum sveitum eru ó- fyrirleitnir menn, sem viljast komast yfir auð gegn um valdaaðstöðu sína, og oddvitar þeirra í hvorum hópi eru Finnbogi Rútur og' Hermann Jónasson. Kommúnistaforinginn Djilas lýsir „hinni nýju stétt“ svo í bók sinni með sama nafni, að hún noti völdin til þess eins að safna auði fyrir sig og halda öðrum í örbirgð. Þeir tveir menn, sem nefnd- ir hafa verið hér að ofan, eru lýsandi dæmi um þessa nýju stétt. Hún er ekki aðeins fyrirbrigði í löndum komm- únista, því að hún er til mitt á meðal íslendinga — hún er foringjaklíkur Framsókn- ar og kommúnista. Er það fyrir dreifbýlið? Það, sem Framsóknarflokkur- inn er nú að verja, er ekki hagsmunir fátækra bænda úti um byggðir landsins. Hann er að verja aðstöðu foringjaklíkunnar, fámenns hóps, sem hefir víðast skap- að sér milliliðastöðu gagn- vart bændum, skammtar þeim verð úr hnefa en rak- ar sjálf að sér milljónum á ári hverju. Það er hlutverk SÍS. Foringjaklíkan er að skapa mönnum eins og Hermanni Jónassyni aðstöðu til að stunda brask af því tapi, sem þjóðfræg't varð um ár- ið, þegar hann taldi upp tíu til tuttugu bíla, sem farið höfðu um hendur hans á ör- skömmum tíma. Umhyggjan fyrir dreifbýlinu er raun- verulega umhyggjan fyrir pyngju foringjanna. Fyrirlitningin kemur fram. Það’mun koma í ljós eftir fjóra daga, að Islendingar eru ekki neinir aular. Þeir hafa einu sinni látið blekkja inn á sig vinstri stjórn, sem ætl- aði að lagfæra allt í einu vetfangi, fyrirhafnarlaust, sársaukalaust og útgjalda- iaust. Það, sem íslendingar fengu, var stjórn, er var stórvirkari í svikum en nokkur önnur, sem komið hefir við sögu hér og víðar. Hún stóð við það eitt að búa vel að gæðingunum, og nú verður að verja það, sem á- vannst að því leyti. En íslendingar sýna á sunnu- daginn, að þeir kunna að læra, þótt þeir sé ekki leng- ur á skólabekknum. Þeir munu sýna, að þeir hafa Þrengslavegurinn er mikið mannvirki og sá hluti hans, sem þegar hefur verið lokið við, virðist vel lagður. Mér er tjáð að nú sé stefnt að því að koma honum alla leið niður í Ölfus í ár. Er vonandi að það takist, því þegar um er að ræða jafnáríðandi samgönguæð og þessi á að verða er óviðun- andi að framkvæmd hennar taki mörg ár. Hitt er svo annað mál að ýmsir eru á þeirri skoð- un að snjóalög verði litlu minni í Þrengslunum en á Helliheiði þó að hæðarmismunurinn sé mikill en að því er auðvitað mikil bót. Mér er sagt að hinn nýi veg- ur muni koma niður í Ölfusið nálægt hinum myndarlega skóla Aðventista, Hlíðardals- skólanum, er þeir reka sem gistihús á sumrin. Það er eng- inn vafi á því, að þetta á eftir að verða fjölsóttur og vinsæll gisti- og veitingastaður. Kambar voru gerðir að um- talsefni í þessum dálkum í fyrrasumar út af því hve mik- ill sjónarsviftir verður að því að missa þá, sem útsýnisstað. Eg tel líklegt að sá vegur verði lagður niður og mun mörgum þykja miðui', ekki sízt þeim, er fara um landið með ferðamenn. Eg hef reynt áður að beina fyr- irspurn til vegamálastjóra um álit hans á svona málum en ekkert svar fengið. Nú vil ég endurtaka fyrirspurn mína og í þetta sinn beina henni einnig til forstjóra Ferðaskrifstofu ríkisins. Hver er afstaða ykkar til þess þegar fagrir útsýnis- staðir, eins og Kambar, leggj- ast niður vegna breytinga á vegum? Finnst ykkur ekki á- stæða til að einhverju fé sé var ið til að halda svona stöðum í vegasambandi eða skapa nýja í þeirra stað? — Eg veit að það er mörgum mikið áhugamál að fá svar við þessari spurningu. Hvalfjarðarvegurinn er slæm ur eins og svo oft, sérstaklega héðan inn í Botn. Á Kjalarnes- inu eru t. d. mörg slæm hvörf. Það er og verður staðreynd að vegaverkstjórinn, sem á að sjá um viðhald þessa vegar van- rækir það. Er ekki kominn tími til að hafa mannaskipti? Minnisblað ferðamanna: Reykjavík. City Hótel, hið nýja gistihús höfuðborgarinnar, skoðaði ég um daginn og átti tal við for- stjóra þess, manninn sem skap- aði Hótel Borgarnes svo miklar vinsældir á meðan hann veitti því forstöðu. Mér lízt yfirleitt vel á staðinn og spái að þetta verði vinsæll gististaður. Þarna er einungis um morgunverð að ræða og smurt brauð og kaffi. Þessi tegund af hótelum er vin- sæl á Norðurlöndum og það var sannarlega fengur að fá eitt hér. Hótel Borg var eitt sinn góð- ur gististaður og hafði á sér al- þjóðlegt snið. Þar hefur mörgu farið aftur og oft hefur verið kvartað undan misjafnri af- greiðslu þar. Undanfarið hafa staðið yfir málaferli um stað- inn en þeim mun nú að ljúka. Vonandi rætist úr með þennan stað, sem enn nýtur vinsælda hjá mörgum. Matur er góður þar oft og kalda borðið mjög gott. Hótel Skjaldbreið hefur ver- ið lagfært töluvert undan- farið, en því miður ganga manna á milli misjafnar sögur um þennan stað og hafa meira að segja verið gerðar að um- talsefni í blöðum. Húsið er auðvitað gamalt timburhús og afar hljóðbært og bakhúsin, sem notuð eru til gistingar eru það einnig. Matur mun vera sæmilegur. Hótel Garður er mjög fram- bærilegt sumargistihús og ég hef oft heyrt þess að góðu getið af útlendingum, sem hafa dval- ið þar. Hótel Vík er annar gamall hjallur en mikið hefur verið gert til að lagfæra herbergin þar. Þessi staður hefur notið vinsælda hjá mörgum utan af landi, sem koma reglulega til höfuðborgarinnar í viðskipta- erindum. Matur eins og gengur og' gerist. Víðförli. Munið að Handbók Veltunn- ar er einnig happdrættisnúmer. Vinningur er glæsilegur út varpsgrammófónn að verðmæti 35 þús Sendift áskorunarseðlana strax og aukið hraða veltunnar. Fjáröflunarnefnd Sjálfstæðisflokksins, Morgunblaðshúsinu. meðal annars lært það, að tvær vinstri stjórnir á öld eru alveg nóg. Síldveiðar. Framh. af 1. síðu. Eftirtalin skip lönduðu á Siglufirði í gær: Gylfi 2. 328 mál, Smári Th. 30, Sæfaxi NK. 420, Baldvin Þorvaldsson 218, Faxaborg 116, Mímir 90, Gylfi 76, Þorváldur Rögnvaldsson 218, Rafnkell 218, Grundfirð- ingur 148, Svanur RE 52, Björn Jónsson 152, Skipaskagi 58, Heimir SU 320, Heimir KE 294, Drukknir menn á þjóðhátíð. „Eftir atvikum rættist vel úr með veðrið 17. júní hér í höfuð- staðnum, og ánægjulegt var, að ekki þurfti að fresta hátíðahöld- unum, en mörgum mun hafa orð ið hrollkalt þennan dag, enda e. t. v. ekki gætt þess að klæða sig nógu vel. Sums staðar á landinu varð, sem kunnugt er, að fresta öllum útihátiðahöldum, og hafa öll skemmtiatriði inni. Slíkt mundi ekki hægt í jafnstórum bæ og-Reykjavík. Og því segi ég, að allir geti verið ánægðir yfir, að eftir atvikum rættist vel úr, eins og sagði i upphafi. En það er eitt, sem má vera okkur öll- um hryggðarefni, og það er, að drykkjuskapur er nú mjög far- inn að færast í aukana á ný. Þá sást ekki drukkinn maðiu-. Það eru ekki nema fáein ár síðan, að ekki sást drukkinn mað- ur á þjóðhátíðardeginum 17. júní. Það var einhver metnaður I mönnum þá, að stuðla að því, að engir menn sæjust drukknir þennan dag, Og blöðin gerðu sitt til. Hér hefur liklega endurtekið sig gömul saga hjá okkur Islend- ingum, að við erum duglegir á sprettinum, þegar við förum að vinna að einhverju góðu máli. Og það vinnst sigur í fyrstu sókn — en svo bara dofnar áhug- inn. Hér virðast þeir, sem vilja vinna gegn drykkjuskap 17. júní hafa haldið, að vegna þess að ekki var drykkjuskapur hér einn 17. júní, myndi það aldrei ske aftur að menn sæjust drukknir þann dag, en svo hefur þetta bara smáaukizt síðan, svo að nú var ekki einu sinni pláss i kjall- aranum fyrir hina drukknu. Sumum varð að drasla upp I hegningarhús, og mörgum hjálp- að til að komast heim. Það er alltaf skamniarlegt. Það er alltaf hverjum manni til vanvirðu, að vera drukkinn, og það er meira en honum sjálf- um til vanvirðu, að vera drukk- inn á almannafæri, því að með því er hann bæ sínum og sam- borgurum til vanvirðu, en á sjálfan þjóðhátiðardaginn er hann landi sinu og þjóð til van- virðu.“ Á þessa leið heyrði ég til orða tekið um þetta daginn eftir þjóðhátiðina. Og hvort sem einhverjum líkar betur eða ver er í þeim mikill sannleikur fólg- Þjóðin dæmd eftii' framkomu einstaklinga. Þjóð er oft dæmd eftir fram- komu einstaklinga. Þess mættu þeir vera minnugir, sem með drykkjuskap á almannafæri eða annarri ósæmilegri framkomu erlendis, kynna land sitt á þann veg sem sízt skyldi. Eru um þetta mörg dæmi frá öllum tím- um. Sterkt almenningsálit vant- ar til hnekkis og upprætingar mörgu, sem til óþurftar er, en hvergi er þess frekara þörf en í baráttunni gegn áfenginu. Ef almenningsálitið fordæmir alla áfengisspillingu áynnist mikið. Reykvikingur.“ Hrönn 2. 92, Dalaröst 154, Þor- katla 310, Hilmir 208, Hafn- firðingur 224, Ólafur Magnús- son 05, EinarHálfdánsson 27, Munnn 2. 195, Hafdís 106, Keil- ir 311, Krstján 70.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.