Vísir


Vísir - 28.07.1959, Qupperneq 4

Vísir - 28.07.1959, Qupperneq 4
VlSf X Þriðjudaginn 28. júlí 195ff íi 1 ¥ÍS1R T'T' ■" D A6BLAS Útgefandl: BLAÐAÚTGÁFAN VISIR H.F. VWr kemur út 300 daga á éri, ýmlst 8 eOa 12 blaOsíður, Ritstjórl og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson, Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00,. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—18,00. Sími: (11660 (fimrn línur) Víair kostai kr. 25.00 í áskrift á mánuðl, kr. 2.00 eintakið í lausasölu Félagsprentsmiðian h.f. Skjót veðrabrigði. í síðustu viku varð vart skjótra veðrabrigða á því sviði, sem er í nánustum tengslum við ; Alþingi. Það var greinilegt, að kommúnistar höfðu feng- ið alveg glænýja Íínu, og þar sem hún var framreidd af sjálfum Einari Olgeirs- ; sýni, sem er nýkominn úr Bjarmalandsför, er ekki úr 1 vegi að ætla annað tveggja, ; að hún hafi verið bókstaf- lega fyrirskipuð þar eystra, , sem pólitísk gerningaveður verða til, eða að minnsta kosti samþykkt af þeim, sem þar blása oftast í glæður. Tíðinda má ævinlega vænta, þegar æðstu foringjar kommúnista stíga ofan af Olympstindi og ganga um meðal lýðsins. Slíkt gera goðin aldrei að nauðsynja- lausu, og það sást þegar á fyrsta degi, að kommúnist- um þótti mikil nauðsyn á að láta sjálfan foringjann Ein- Þörf fyrír ar Olgeirsson bjóða Alþýðu- flokknum fullar sættir, samvinnu eða samruna, eftir því hvernig kaupin gerðust á eyrinni. Allt í einu var far- ið að tala um tvo verka- lýðsflokka í Þjóðviljanum, og má segja, að slíkt gerist ekki á hverjum degi þar, og er óþarfi að rifja slíkt upp. Allir vita um þær fögru nafn- giftir, sem kommúnistar hafa jafnan valið Alþýðu- flokksmönnum sem einstak- lingum og flokki þeirra sem heild á síðustu árum og ára- tugum. Allt er betra en íhaldið, var einu sinni sagt, en kommúnistar hafa ekki alltaf viljað taka undir það. Þeim hefir verið miklu tam- ara að segja, að ekkert sé verra en kratarnir, og verð- ur að segja, að kommúnistar lúti lágt rétt einu sinni, er þeir falla nú á kné og biðja Alþýðuflokkinn ásjár. nýja ffík. Hvað, sem öllu öðru líður, er , ■ hægt að slá einu föstu, þeg- 1 ar kommnúistar hafa orðið . að brjóta odd af oflæti sínu og biðja þá- ásjár, sem sízt skyldi. Kommúnstar gera sér grein fyrir því, að Hanni- bal Valdimarsson og menn af hans sauðahúsi • geta nú ekki lengur komið að því gagni, sem til var ætlast á ' sínum tíma. Þeir hafa geng- ið sér til húðar á ótrúlega skömmum tíma og var raun- ar ekki á öðru von, þegar litið er á efni og allar að- stæður. Kommúnistar eru búnir að sjá eftir kosningarnar í síðasta mánuði, að þeir þurfa að fá nýja flík, og að réttt er að fleygja þeirri, sem þeir hafa verið í síðustu árin, út á hauginn, þar sem hún á heima. Vísir hefir oft bent á, að kommúnistar mundu fá að sanna hið fornkveðna, að illt er að eiga þræl að einkavin. í liðsaukanum, sem kommúnistar fengu, voru aðallega svikarar við sinn fyrri flokk. Hér í fámenninu hafa svikarar alltaf átt erfitt uppdráttar, og kommúnistar ætia nú að sýna, að þeir ætla ekki að ala Hannibal og félaga hans til eilífðar, úr því að þeir gerðu ekki meira gagn og einkum af því, að þeir gerðu ekki meira gagn lengur en raun hefir borið vitni. Enda- lok þessarra flokkssvikara verður því eins og allra annarra manna af sama tagi. OheppíEegasta aðferðin Enginn vafi leikur á því, að þörf kommúnista fyrir hjálp er mikil, úr því að þeir velja þá aðferð, sem getið hefir verið, við liðsbónina. Óvíst er hvort þeir hefðu getað fundið óheppilegri aðferð en þá, að láta sjálfan foringj- ann lýsa fyrir alþjóð, að kommúnistar sé komnir í al- ger þrot, sjái hrun fyrir og eygi ekkert annað úrræði 'í en að fá kratana, já, kratana, á verkalýðsböðla, til að , jarga sér. Kommúnistar hafa svo að segja sýnt spilin sín,. áður en þeir tru farnir að spila lega fengið foringjum Al- þýðuflokksins margfalt betri aðstöðu í augum allra kjós- enda en ella. Það er bezta sönnunin fyrir hræðslu kommúnista, sem eru mikl- ir undirhyggjumenn, að þeir skuli fara þannig að, og af undirtektum Alþýðublaðsins er ljóst, að Alþýðuflokkur- inn gerir sér fyllilega grein þessum yfirburðum sínum. Hann segist ekki líta við samningum við kommúnista, því að hann ætli sér ekki að láta kviksetja sig á 'sama hátt og Héðin Valdimarsson og Hannibal Valdimarsson. og um leið háfa þéir vjtán- Það verðúr fróðlegt að fylgja Minningarorð: Daníel Þorsteinsson, skipasmíðameistari. í dag er til moldar borinn merkur borgari þessa bæjar, Daníel Þorsteinsson skipa- smíðameistari, sem andaðist 20. þ. m. eftir þungbær veikindi. Hann var fæddur að Suður- hvammi í Mýrdal 4. júní 1874. Foreldrar hans voru Þorsteinn Einarsson og Guðfinna Guð- brandsdóttir. Daníel ólst upp á Eystri-Sólheimum hjá Jóni Þorsteinssyni og frú Ingibjörgu, konu hans, myndarhjónum, er gengu honum í foreldra stað. Var hann hjá þeim, þar til Jón hætti búskap og fluttist að Klausturhólum í Grímsnesi, til frú Sigríðar, dóttur sinnar. Eft- ir það var Daníel um sjö ára skeið í Drangshlíð undir Eyja- fjöllum, en fluttist þaðan að Lágafelli í Mosfellssveit árið 1895. Var hann þar tvö ár vinnumaður hjá séra Ólafi Stephensen. Árið 1897 hóf Daniel tré- smíðanám hjá Siguxði Árnasyni trésmíðameistara í Reykjavík og lauk sveinsprófi í þeirri iðn. Vann hann síðan fyrst um sinn ýmist að húsa- eða skipasmíði. Aðstæður við skipasmíðar voru þá býsna örðugar hér’ á landi og gerólíkar því, er nú tíðkast. í Reykjavík var þá engin lokuð höfn og ekki aðrar bryggjur en næsta ófullkomnar trébi’yggjur fyrir uppskipunarbáta. Fiski- skipin lágu á vetrarvertíð utan línu, sem hugsast dregin frá Batteríinu að austurenda Örfir- iseyjar, en að vor- og sumarlagi nokkru innar. Skipasmiðirnir réru þá oftast á skipsbátum út í skip þau, er gert skyldi við, og voru einatt orðnir holdvotir, þegar komið var um borð. Höfðu þeir með sér smíðatól. Vinnutíminn var um- þær mundir 11 stundir á dag, frá kl. 6 að morgni til 7 að kvöldi. Þannig voru aðstæður þær, er Daníel Þorsteinsson átti við að búa fyrst um sinn: En hann átti eftir að lifa mikla þróun í þessum efnum. Framfarirnar — hafnargerð í Reykjavík og stóraukin tækni, sem að ýmsu leyti nálgaðist byltingu í vinnu brögðum og þjóðfélagsháttum — gerðust allar á manndóms- ■árum hans. Það var ekki vanda- laust að semja sig að ýmsum þessara gex;breytinga, en ég hygg, að Daníel hafi yúirleitt tekizt það giftusamlega. Olli því traust skapferð hans, verk- sýni og mannkostir. Hann réðst til Slippfélagsins í Reykjavík h.f. árið 1902 og var forstjóri þess frá 1916 til 1932. Árið 1932 vai’ð hann aðal- stofnandi skipasmíðastöðvar- innar Daníel Þorsteinsson & Co., sem brátt varð landskunn og hefur alla tíð veitt íslenzka bátaflotanum ómetanlega þjón- ustu, Daníel var einn af stofnend- um Fríkirkjusafnaðarins í Rvík með þessu máli á næstunni, því að varla getast kommún- istar upþ við fyrstu tilraun. Framsóknarmenn mæna líka til kommúnista, svo sem lesa má í Tímanum, og vona greinilega, að næst verði leitað til sín. og lét sér alla tíð mjög annt um starfsemi hans. Hann söng mörg ár í Fríkirkjunni, enda á- gætur raddmaður. í Oddfellow- reglunni var hann frá 1923 og mat þann félagsskap mjög mik- ils. Daníel kvæntist árið 1901 eftirlifandi konu sinni, Guð- rúnu Egilsdóttur frá Minna- Mosfelli í Mesfellssveit, en þau höfðu kynnzt á Lágafelli, þar sem bæði áttu heima á árunum 189.5—’97. Hjónaband þeirra var svó ástúðlegt og farsælt sem verða má, enda samvalin sæmdai’hjón. - Þeim varð sex barna auðið, og eru 5 þeirra á lífi: Egill, deildarstjóri hjá Sjóvátryggingarfélagi íslands h.f., kvæntur Guðrúnu Eiríks- dóttur; Þorsteinn skipasmíða- meistai’i, kvæntur Láru Guð- mundsdóttur; Þórdís, gift Sig. Skúlásyni kennara; Marta, gift Lárusi Ástbjörnssyni gift Stefáni Richter framkv,- stjóra. Eina stúlku, Önnu Þor- bergsdóttur, gifta Magnúsi Guð- jónssyni sjómanni, tóku .þau hjónin til fósturs mánaðar- gamla og ólu hana upp. Daníel Þorsteinssorí var gagn- mei’kur fulltrúi þeirrar kyn- slóðar, sem nú er senn horfin af sjónarsviðinu. Hann var glæsi- legur rnaður að vallarsýn, hár og þrekinn og svipurinn höfð.- inglegur. Gleðimaður var hann í vinahópi, en alvörumaður hversdagslega og var ávallt gott að hitta hann* og eiga tal við hann. Á ævistarf sitt sem iðnrekandi leit hann ávallt fyrst og fremst sem þjónustu í þágu sjávarútvegsins, þess at- vinnuvegai’, sem afkoma ís- lendinga og menning hvílir mjög á. Hlutdeildar Daníels í íslenzkum skipasmíðum verður áreiðanlega minnzt með mak- legri viðurkenningu, þegar saga þeirrar iðngreinar verður skráð. Snemma í vor; sem leið, kenndi Daníel sjúkdóms þess, ér varð banamein hans. L’ækn- ingaaðgerðum varð þá litt við komið á svo öldruðum manni, og biðu hans því ekki annað en þungbærar þjáningar, sem reynt var að létta eftir föngum. Honum skildist brátt, að hvei’ju stefndi, og hann hlýddi æðru- laus kalli dauðans með hugar- ró trúaðs manns, sem álítur þau miklu umskipti aðeins inn- göngu til æðra lífs. Blessuð sé minning hans. Sigurður Skúlason. Bjartari bær. Eftii’farandi hefur Bergmáli borizt frá „Borgara": „Það er smám saman að verða bjartara yfir bænum. Oft hefur mér oi’ðið umhugsunarefni, að Reykjavík var í rauninni litrík- ari borg hér áður fyrri, t. d. upp úr aldamótunum, en á seinni tímum. Orsökin var sú, að áður fyrr voru flest hús byggð af timbri og klædd með bárujárni, og óhjákvæmilegt að mála. Fyr- ir bragðið varð „liflegur" blær á bænum, en ekki var um neitt samstarf einstaklinga að ræða um málun, að ég hygg, og gat því komið fyrir að nágranni ein- hvers, sem málað hafði hús sitt smekklega, málaði sitt i einhverj- um ljótum og annarlegum lit, og man ég eftir þvi, er slíkt kom fyr ir, að maður sem fram hjá gekk, hafði á oi’ði, að bærinn yrði eins og „skjöldótt belja“ með þessu áfi’amhaldi. En enn í dag gæti verið ástæða til þpss að hvetja menn til þess að velja smekk- lega liti. Og nú er einhitt, sein- ustu árin, kominn nýr hugur 1 menn, að mála og láta húsin fá bjartari blæ. Grár steinninn — Þegar steinsteypuhúsin komu til sögunnar varð reyndin sú, að mörg hús voru látin standa ó- máluð, og enn i dag er aragrúi húsa ómálaðui’ — en grár steinn- inn er óaðlaðandi, en sem betur fer fer þeim nú fjölgandi, sem sjá hver fegurðarauki það er, að steinhúsin séu máluð — og 1 ljósum litum. Þegar ekið er um Suðurlandsbrautina til dæmis, þar sem nýtt íbúðarhverfi er ris- ið upp, fer það ekki fram hjá neinum, hvað það lífgar allt upp, að byrjað er að mála húsin. Þá er þess skammt að minnast hve miklum stakkaskiptum tók stór- hýsið mikla við Hlemmtorg, Hverfisgötu og Laugaveg, er það var málað. Ýms vei’zlunarfyrir- tæki ganga á undan með góðu eftirdæmi, sbr. hið nýja mikla verzlunarhús Garðar Gislasbn & Co. við neðanverða Hverfisgötu, og nú er verið að dubba npp á ’Edinborgarhúsið i Hafnarstræti, búið að mála það í ljósum litum. Sóðaskapur. Allt er þetta í rétta átt og Reykjavik öll verður án éfa með æ bjartai’i blæ, svo að unun verð- ur fyrir augað. En það er annað, sem ekki er gaman að sjá, og það er ruslið á götunum, og víðar, sem réttilega var fundið að í Bergmáli í fyrri viku. Eg gekk niður Hverfisgötu að morgni dags i fyrri viku og blöskraði að sjá pappirstætlurnar, umbúðar- ræksni, pappakassa, bréf utan af pylsum og hvað eina á gangstétt- inni og meðfi’am henni, einkan-. lega á kaflanum milli Bergstaða- strætis og Bankastrætis. Og svona er þetta víðar. — Erlendis, í borgum, þar sem þrifnaður er á háu stigi, vai’ðar’það sektum, að kasta rusli á göturnar. Vitanlega verður að sjá fyrir i- látum undir ruslið. Er mönnum nokkur voi’kunri, ef slikt er ekki fyrir hendi. .En götur eiga ekki að vera ruslakistur. Það ætti að vera metnaðarmál allra, að kippa þessu í lag. Einkunnarorðin ættu að vera: Bjartari og þriflegri bær. — Borgeri." Málflutningsskrif stoía Páll S. Pálsson, hrl. Bankastræti 7, sími 24-200.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.