Vísir - 28.07.1959, Blaðsíða 7
Þriðjudaginn 28. júlí 1959
TlSIB
r
%
MARY
BURCHELL:
*
I
A
S
T
A
R
S
A
G
A
32
Móðir hennar skildi þá, að Roger var fyrsti maðurinn, sem
Linda hafði orðið ástfangin af. Það var meira en Linda hafði
biúzt við. En að þetta hafði verið meiri freisting af því að þau
urðu að leyna því — það var alrangt. Skildi móðir hennar ekki,
að það var alvarlega andstætt hennar eðli?
— Eg sé, að þú lítur á þetta með fullri skynsemd núna, hélt
frú Garriton áfram. Fyrsta ástin er alltaf 99 hlutar af rómantík
móti einum af skynsemi. Það er mjög eðlilegt.
Maður lærir alltaf mikið af mistökunum, sem verða hjá manni
í æsku, þú skilur það, Linda. Mann svíður undan þeim, en maður
lærir af þeim.
Linda fór að hugsa um hvort móðir hennar hefði nokkurn tíma
gert nokkur mistök, sem hana hefði sviðið undan. Eftir stutta
þögn spurði hún, ofur hægt: — Hvað heldur þú, að ég hefði átt
að læra, eftir að hafa kynnzt Roger?
— Þú hefðir átt að hafa lært — ekki af Roger eingöngu heldur
af öllu þessu tilfelli, leiðrétti frú Garriton.
Linda hrökk við, en frú Garriton lét sem hún sæi það ekki.
— Væna mín, ég held áreiðanlega, að þú gerir þér Ijóst núna,
hve innantóm svoköiluð ástarævintýr eru, þegar þau eru ekki á
traustum grundvelli.
Linda roðnaði og fölnaði svo. — Eg iðrast ekkert eftir að mér
vótti vænt um Roger, sagði hún rólega.
Betty kemur heim.
SNEMMA vors árið eftir kom bréf frá Betty/og þar skrifaði hún
að hún mundi koma heim í sumarleyfi með bæði börnin.
— Það verður gaman að sjá hana aftur, sagði Garriton.
Voðalega gaman. En svipurinn á henni kom þvi upp um hana,
að hún ætlaði sér ekki að láta dótturbörnin trufla hinn þægilega
gang lífsins, sem hún lifði.
Betty virtist gera sér þetta Ijóst, því að hún skrifaði:
Eg geri ráð fyrir, að pig langi ekki til að við séum að pvœlast
jyrir pér á hverjum degi. Barnabörnin eru ekki beinlínis til prýði
fyrir konur, sem eru jafn unglegar og fallegar og pú ert. Auk pess
er ekki rúm fyrir okkur. Eg hef hugsað mér að leigja íbúð með
húsgögnum í einhverri útborginni, par sem pað verður ekki of
dýrt. Sem betur fer er ég nú orðin lagin barnfóstra og pau eru
komin af erfiðasta aldrinum, svo ef ég nce í góða vinnustúlku
œtti petta að geta gengið vel.
Fi'ú Garriton leit upp úr bi'éfinu og hrópaði: — Dettur henni
í hug að komast af barnfóstrulaus?
Lindu langaði til að benda henni á að mörg móðurin hefði orð-
ið að kornast af án barnfóstru, og allt farið vel samt. — En kann-
ske ég geti verið hjá henni um tíma og hjálpað henni með
börnin? sagði hún og það birti yfir andlitinu um leiö. — Eg
væri fús til þess. Heldurðu að hún vilji leyfa mér það?
— Leyfa þér það? ár frú Garriton eftir. — Góða bai-n, jafnvel
hún Betty væri nögu skynsöm til þess að leyfa þér að snúast
kringum óþekktarangana sína — alveg ókeypis.
— Það er alls ekki víst að þau séu óþæg, muldraði Linda.
Bull. Vitanlega eru þau óþæg. Öll ungbörn eru erfið, svaraði
móðir hennar.
— Mig langar til að hjálpa henni Betty, sagði Linda.
— Jæja, ég veit ekki hvað segja skal, sagði móðir hennar á
báðum áttum. — Það er ekki rétt af ungri stúlku á þínum aldri
að slíta sér út á þess háttar .... Fórna sér fyrir ....
— Það er engin fórn, sagði Linda. — Mig langar til þess,
sérðu ....
Móðir hennar vildi ekki sjá neitt, en loksins féllst hún á þetta,
ef Betty fynndist það viðeigandi.
— Við getum talað betur um það, þegar við tökum á móti henni
í Southampton, svaraði hún til að eyða málinu.
En þegar til kom fór frú Garriton ekki til Southamton. Hún
hafði engan tíma til þess. í stað sinn sendi hún stóran blómvönd
og mikið af hjartans kveðjum. Linda var send með vöndinn og
kveðjurnar.
Það lá við að hún færi hjá sér, að eiga að hitta systur sína,
A
KVÖLDVÖKUNNl
— Nei, ég átti ekki við það. Eg á aðeins við, að í næsta skiptij sem hún hafði ekki séð árum saman. Linda var skólatelpa, þegar
— það kemur vafalaust næsta skipti — þó að þú viljir ekki trúa
því núna, bætti hún við, þegar Linda yppti öxlum. — Næsta
skipti, Linda, verður þér ljóst, að annað hefur meira gildi.
Linda svaraði ekki. Móðir hennar hélt áfram og varð nú áfjáð-
ari: — Góður, traustur og skynsamur maður, sem þú getur treyst,
■er margfalt meira virði en heill hópur af rómantískum hengil-
mænum. En það verður að vera skilyrði, að hann eigi nóga pen-
inga og geti boðið þér ekki lakara lífskjör en þú hefur vanizt.
Linda hafði óbeit á hvernig móðir hennar orðaði þetta, en hún
vissi, að það var sannleikskorn í því, sem hún sagði.
— Þú átt þá við að virðing og almenn viðurkenning sé mest
áríðandi? spurði hún lágt.
— Það er einmitt það, sem ég meina, Linda, sagði frú Garriton.
Öll hjónabönd fara vel ef þau eru byggð á traustum grunni. Þess
vegna skaltu ekki vera að leita að þessari rómantík og ást, sem
maður les um í bókunum. Og nú höfum við talað nóg saman,
held ég. Það er bezt að þú farir að sofa, væna mín. Eg vildi að-
eins vera viss um að þú værir ekki með höfuðið uppi í skýýjunum
og hafnir hinni sönnu lífsgæfu þinni.
Ljmda kyssti móður sína og fór upp í herbergið sitt.
Það var skrítið, hugsaði hún með sér, að þó að hún og móðir
hennar hefðu ekki sömu skoðun á neinu, varð hún að játa, að
einhver speki var í öllu því, sem henni var sagt, og að vissu leyti
gerði þetta hana öruggari.
Kannske höfðu margar tilfinningar hennar brunnið út í æfin-
týrinu dapurlega, með Roger. Kannske kom eitthvað tryggara og
rólegra einhvern tíma í staöinn, og gerði hana hamingjusama?
Betty fór að heiman. Nú voru báðar uppkomnar og áttu að mæt
ast sem jafningjar.
En að vissu leyti var þetta spennandi. Því að sú Betty, sem
hún þekkti af bréfunum, var skemmtileg manneskja. Og Linda
var uppvægari en hún hafði verið lengi, þegar hún stóð á hafn-
arbakkanum og sá farþegana koma niður landganginn.
— Linda! Jú, það hlýtur að vera Linda?
Betty stóð fyrir framan hana og brosti yfir höfuðið á þxúggja
ára gamalli telpunni, sem hún stóð með í fanginu.
— Ó, Betty, en hvað það er gaman að sjá þig aftur. Orðin
komu frá hjartanu.
— Ef þú heldur þessum stóra vendi í hægri hendi og ég held
Elizabeth á vinstri handleggnum getum við náð saman til að
kyssast, sagði Betty. Og svo kysstust þær.
— Og þetta er þá Elizabeth, sagði Linda.
— Já, þetta er Elizabeth. Bara að hún vildi ekki grafa nefið
svona ofan í skinnkragann minn, þá gæturðu fengið að sjá í
snjáldrið á henni. En hún er svo feimin. Eg skil ekki hvaðan hún
hefur það. Ekki er hún lík mér í þvi.
— En hvar er ....
— Peter? Hann kemur strax. Errol Colper tók hann að sér.
Hann er bjargvættur mr ðra, sem hafa um rnargt að hugsa. Þarna
koma þeir. — Herra Coipa r, þetta er Linda Garriton, systir mín.
Þegar þér farið að líta . krtngum yður eftir konuefni, skal ég gefa
yður fyrsta flokks vottorö sem barnfóstra, sagði hún og brosti
til hans þó ef til vill tcíjí það leitina fyrir yður, þegar ég athuga
það betur.
E, R. Burroughs
3037
Amerískt blað hefir spurfi
margar af stjörnunum í Holly-
wood, hvernig þeim hafi orðið
við þegar þær sáu sjálfar sig
í fyrsta sinn á tjaldinu. Hér eru
nokkur af svöi-unum:
Kim Novak: Eg loka augun-
um til þess að sjá ekki en heyxra
aðeins.
Clax-k Gable: Mér finnst að
þessi náungi þarna á tjaldinu,
sé alveg óþolandi og vil lang-
helzt hlaupast á burt.
Jayne Mansfield Eg er stein-
hissa: Hvað er það þó, sem
mönnum finnst svona einstætb
við þessa telpu?
Bob Hope: Eg hugsa bara
um það, hvað mikla peninga
þessi kvikmynd muni færa
mér.
★
Við eldsvoða í St. Brieuc 2
Normandí í Frakklandi gat
slökkviliðið ekki fengið dropa
af vatni til að slökkva með.
Það réðist þá inn í krá sem ná-
lægt var, setti snöngurnar nið-
ur í tunnur með ávaxtavíni og;
réði brátt niðurlögum eldsins
með þessum góða og ódýra
slökkvivökva. Sagt er að „góð
ráð séu dýr“. Það rættistj
þarna.
★ •
Lítil stúlka, sem heitir Bodil,
er venjulega kölluð Boesen.
Hún er 314 árs og sat eitt kvöldi
með pabba sínum og hlustaði
á útvarp. Ringheim og Boesen'
töluðu saman í útvarp og
þegar því var lokið sagði Boe-
sen: Jæja, vei’tu sæll Ring-
heim og hann svaraði: Vertu
sæll Boesen.
Þá segir litla stúlkan kurt-
eislega: Verið þér sælir. Hún
snýr sér síðan að föður sínum
og segir: „Heyrirðu það ekki
pabbi — hann sagði: Vertu
sæll Boesen.“
Bretar og Kínverjar
auka viðsklptlai.
Viðskipti Breta við kínverska
kommúnista jukust til muna á
s.l. ári.
Innflutningur Kínverja á
varningi frá Bi’etlandi meira
en tvöfaldaðist á s.l. ári, var þá
27 millj. punda vii’ði móti 12
millj. punda 1957. Hins vegar,
jukust kaup Breta í Kíná
minna, hækkuðu úr 14 millj. í
19 millj. punda.
Tarzan hraðaði sér á vett-
vang, fullur áhuga á hinum
dularfulla falíhlífarmanni,
-------Hann kom að Harry
þar sem hann brauzt um i
runnaflækju. „Hreyfið yð-
ur ekki,“ hrópaði hann. „Eg
skal hjálpa yður.“----------
Harry snarsnerizt á hæli.
„Hreyf þU þig ekki!“ hvæsti
hann og miðaði skamrabyss-
unni á apamanninn.
Konur úr KSVFÍ
þakka.
Konur í Kvennadeild Slysa-
varnafélags íslands í Reykja-
vík, sem voru á fex’ðalagi ,um
Norður- og Austurlar.d fyrir,
skömmu, vilja biðja blaðiCv a:S
færa kvennadeildum félagsins,
sem alls staðar tóku með- af*
brfgðum vel á móti ferðafé.uíg-<
unum, sínar innilegus;tu þakkid,
fyrir óglejrmcmlegar samveru-jí,
stundir.
Nefndin. ;