Vísir - 27.08.1959, Side 4

Vísir - 27.08.1959, Side 4
& i VlSlK <U.7 ...... . ----------------- -------—--------------------------------- VÍSXR r DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: (11660 (fimm línur) Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði, kr. 2.00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Hvað þoiir Frá því var skýrt í fréttum frá Vestfjörðum í byrjun vik- unnar, að ætlunin væri að : koma upp þrem niðursuðu- ; verksmiðjum til að vinna úr rækju þar á fjörðunum. Það er raunar ekki nein nýlunda, að slíkum fyrirtækjum sé komið upp á því landshorni, en þessar fregnir bera með sér, að menn séu enn bjart- sýnni á framtíð þessa at- vinnuvegar en almenningur mun hafa talið ástæðu til. Má vel vera, að bjartsýni þessi stafi af því að ein- hverju leyti, að fundin hefir ! verið upp erlendis vél til að skelfletta rækjuna, og er hún að vísu dýr gripur, en tekur hinsvegar við af svo ■ mörgum mönnum, að gert er ráð fyrir, að hún borgi sig fljótlega, ef hún fær full- nægjandi verkefni. Leikmenn hijóta vitanlega að spyrja, er þeir heyra slíkar fréttir: Þolir rækjustofninn, .' að enn meira sé veitt en j hingað til hefir verið gert? ; Er sú bjartsýni, sem fram (. kemur í því, að menn ætla að tvöfalda — eða því sem næst- — þann verksmiðju- kost, sem á að vinna úr þessu ' hráefni, byggð á rökum? Þolir rækjustofninn, að enn meira sé veitt en gert hefir verið, því að vitalega verða þær verksmiðjur, sem nú verða stofnaðar, ekki þurft- arminni en þær, sem starf- andi hafa verið fram að þessu. Frekar verður að gera ráð fyrir, að þær heimti mun meira hráefni — að til- tölu — en þær, sem starf- andi hafa verið á undan- förnum árum. Enginn veit, hvað fiskstofnarn- ir við ísland þola, hvað veiði snertir. Þó erum við að reyna að gera öðrum þjóð- um skiljanlegt, að þær hafi sótt á fslandsmið af þvílíku offorsi, að ekki verði úr Æ sér gjfflf stofninn? bætt nema með því að banna þeim veiðar hér að nokkru. Þetta er eðlilegt, þar sem við höfum veitt því athygli, að afli hefir orðið rýrari með hverju ári um langt skeið. Hætt er við, að sama regla gildi um ýmsar aðrar teg- undir sjávarfangs, svo sem rækju og þvílíkra smákvik- inda. Við vitum ekki, hversu mörgum niðursuðuverksmiðj um þær geta haldið gang- andi, og það virðist ærin á- stæða til að fara ekki of geyt í að stofna ný fyrir- tæki, er byggja á þeim sem hráefni. Fiskifræðingar okkar vinna mikið og nauðsynlegt verk við að reyna að gera sér grein fyrir mergð fiska í sjónum og göngum þeirra. Ekki mun hafa verið, svo að vitað sé, efnt til slíkra rann- sókna, að því er snertir rækjuna, og ætti það þó að vera margra hagur — ekki sízt stofnenda nýrra fyrir- tækja — að fiskifræðingar okkar athugi það mál. Það virðist að minnsta kosti, að það ætti að vera öllu auð- veldara að framkvæma at- huganir og rannsóknir á því sviði en til dæmis fiskteg- undum, sem eru úti í hafs- auga. Rækjan er svo nærri landi, að þess vegna ætti að vera auðveldara við hana að eiga. Vísir vill ekki, að menn skilji þessi orð svo, að hann sé að amast við nýjum fyrirtækj- um til að vinna rækjuna. Hann vill sem flest fyrir- tæki með sem traustustum grundvelli. En hann telur, að það ætti að vera hagur allra, að við reynum að athuga, hvort grundvöllur er fyrir fleiri fyrirtækjum eða ekki, því að ella er ekki verið að ausa gulli úr sjónum, held- ur verið að fleygja því í sjó- inn, engum til gagns. til gjalda. Þegar komið var að þinglausn- um fyrir hálfum mánuði, átti að kjósa í ýmsar nefnd- í ir og ráð, eins og kunnugt er. Kom þá í 1-jós, að lengi lifir í kolunum, að því er snertir ástir kommúnista og Fram- sóknar, því að þeir gerðu , bandalag með sér við kosn- | ingarnar, og varð árangur- | inn ákjósanlegur frá beggja sjónarmiði. Kommúnistar komust í margar nefndir og f ráð, sem þeir hefðu alls ekld koniizt í eííá. Með þessu móti var sýt, að það hangir leyniþráður milli manns og hests og hunds. Var þaðraunar engin ný bóla og þess vegna kom mönum það heldur ekki á óvart, að sömu aðilar gerðu með sér bandalag aftur, þegar kos- inn var formaður Mennta- málaráðs. Kommúnisti komst í ráðið fyrir tilvekn- , að Framsóknar, og þess vegna var Framsóknarmað- ur kjörinn formaður þess. Kömmúnistinn varð að sýná'. > Fimmtudáginn 27'. ágúst 195f A5 vestan: Kommúnistar hóta hefndum vegna ófaranna í vor. Ætla að jafna metin í haust- kosningunum. ísafirði, 21. ág. 1959. Allir stjórnmálaflokkarnir hafa sett af stað undirbúning til Alþingiskosninganna - haust. Ekkert er þó enn fullákveðið hvernig listar flokkanna verða skipaðir. Heyrzt hefur að mik- il aðsókn sé í það að verða lista- menn, bæði aðalsæti og vara- sæti. Talið er að óhægt verði að gera svo öllurn líki í þessum efnum, en þó muni allt enda að lokum í sátt og samlyndi. » Hannibal kvað hafa ritað sínum trúbræðrum langt biðils- bréf, þar sem skorað er á þá að standa fast í fylkingu og það sé ekta Kínalífselixír að hamast sem mest gegn íhaldinu. Blað þeirra kommúnistanna, Baldur, tekur undir þennan söng Hanni bals og segir að þess verði hefnt nú við haustkosningarnar, sem hallast hafi í Alþingiskosning- unum í sumar. Ekki getur blað- ið þess í hverju þessar hefndar- ráðstafanir verði fólgnar. Er helzt svo að skílja að þeim verði beint aðallega að kjósend- um þeim, sem hafi við síðustu alþingiskosningar ekki greitt kommúnistum atkvæði. Þykir mörgum það ósigurvænlegt, að byrja kosningaundirbúninginn með hótunum og telja verður víst, að Vestfirðingar glúpni ekki fyrir hótunum kommún- istá fremur nú en áður. Framsókriarmenn tala um Al- þýðuflokkinn sem eign sína. Segja að hann hafi lengst verið í sæng hjá sér, og mesta blíð- læti hafi- verið í því trúlofunar- standi, þótt smákritur hafi ver- ið einstaka sinnum. Hannibal og hans legátar leita einnig fast til arfs í Alþýðuflokknum, og nefna ýms nöfn sem séu hreinlega þeirra eign og með Synti úr Viðey á sextugs aldri. Undanfarið hefir verið skammt stórra hggva milli hjá þeim sundgörpunum Helgu og Eyjólfi. En nú slæst eldri kyn- lóðin með í keppnina. Einn nærri hálfsextugur synti úr Viðey til lands í fyrrakvöld. Var var Guðjón Guðlaugsson, trésmiður í Reykjavík, 53ja ára, sem hafði ekki fyrir því að smyrja sig áður en hann lagðist til sunds í 8 tiga heitum sjó. B j örgunarbáturinn Gísli J. Johnsen fylgdi honum. Guðjón er reyndar enginn viðvaningur. Hann synti fyrir mörgum árum úr Engey og inn á höfn, og hann hefir æft sundið að staðaldri. Árekstur. í gær var bifreið ekið — og að því er virtist með töluverð- um hraða — á ljósastaur, í Fossvogi. Þetta var sendiferða- bifreið, og skemmdist hún mikið. að hann kynni þá háttvísi, sem fólgin er í órðatiltækinu ,,æ sér gjöf til gjalda“, og '-:ha"ri gerði það lík'á: - - þeirra hreina marki. Hvað ofan á verður veit enginn fyrr en við kosningarnar. En illt hlutverk væri það Alþýðuflokknum, að innlimast og uppleysast í Fram- sókn og kommúnista. Ekki er að efa að hörð átök verða milli flokkanna nú í haustkosningunum, þar sem valdabaráttan er í algleymingi, en það er trú og von flestra að kosningabaráttan fái nú þegar með breyttri kjördæmaskipan. þann svip að verða mannlegri og málefnalegri en verið hefur stundum undanfarin ár. ,Júlíus Cæsar‘ verður fyrsta verkefni Þjóðleikhússins. Þjóðleikhúsið hefur nú senn. vetrarstarfið, og mun Júlíus Cesar eftir William Shake- Speare verða fyrsta leikritið, sem þar verður leikið á kom- andi leikári og farið eftir þýðingu Helga Hálfdánarsonar. Önnur leikrit, sem Vísir hef- ur komizt á snoðir um, að verði flutt í Þjóðleikhúsinu í vetur, eru Blóðbrúðkaupið eftir spænska skáldið Garcia Lorca, „Edward my son“ eftir Robert Moley, leikrit, sem farið hefur hraða frægðarför og einnig ver- ið kyikmyndað með Spencer Tracy í aðalhlutverkinu. Þá mun í ráði að velja barnaleikrit ið „Ræningjar í kardimommu- bæ“ eftir Torbjörn Eggert til flutnings. Þá er ekki útilokað, að flutt verði leikritið „The matchmakers“ eftir Thornton Wilder, sem sumum þykir bezta leikrit hans, en áður hafa verið leikin hér leikrit hans tvö „bærinn okkar og „Á yztu nöf.“ Þetta hefir Vísir, sem sagt, frétt á skotspónum. En Þjóð- leikhússtjóri er enn erlendis, og því er ekki unnt að svo stöddu að gefa ýtarlegri fréttir af næsta leikári að sinni. SOL 6RJÓN efla hreysti TVÍSETTAR SVEFNKOJUR smíðaðar í Stálhúsgögn, vel með farnar til sölu í Blöndu- hlíð 28, sími 24655. AUCLYSINC um lausar lögregluþjónsstöður í Reykjavík. Nokkrar lögregluþjónsstöður í Reykjavík eru lausar til umsóknar. Umsóknir skulu ritaðar á þar til gerð evðublöð, er fást 1 skrifstofu minni og hjá lögreglustjórum úti á landi.' Umsóknarfrestrir er til 1. október n.k. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 26. ágúst 1959. Sigurjón Sigurðsson.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.