Vísir


Vísir - 01.09.1959, Qupperneq 7

Vísir - 01.09.1959, Qupperneq 7
I í>riðjudaginn 1. september 1959 VÍSXB f WARY HURCHELL'; Á d I % s T A R S A G A ^w’wvwvwrwnjvwwwvwvws.^jwwwww 30 að það hafi hagað sér eins og vitlausar manneskjur að skilja við bílinn svona. Hann gekk hægt og reikull í spori upp að hliðinu, en hann gekk. Linda langaði til að hlaupa á eftir honurn og bjóða hon- um arminn til að styðja hann. En nú kom eigandi bílsins og tvær ungar stúlkur hlaupandi, og það var réttast að hún gæfi sig á tal við þau til að draga athyglina frá Kenneth. — Er barnið óskaddað? — Við urðum dauðhrædd — okkur grunaði ekki að.... — Telpunni líður vel, sagði Linda. — Hún varð bara hrædd. Hún jafnar sig bráóðum. — Maðurinn.... nei. Hann meiddist ekki. Hann er jafngóður. — Eruð þér viss um það? Önnur stúlkan horfði á eftir Kenneth, er hann staulaðist upp að húsinu. — Hann gengur svo hægt. — Hann er ekki vel hress, sagði Linda. — Okkur þykir þetta hrœðilega leiðinlegt — Þetta varð ekki að tjón, sagði Linda rólega. — Barnið hefði eki átt að komast út á veginn. En það er réttast að þið athugið hvernig bílnum hefur reitt af. Þau fóru og skoðuðu bílinn. Linda stóð kyrr. Henni fannst að réttast væri að Kenneth fengi nokkrar mínútur í einrúmi til að jafna sig. Honum mundi ekki falla vel að láta sjá sig alveg grímu- lausan, en Linda hafði þegar séð nóg. — Þetta er ekki nema smáræðis beyglarnir, kailaði önnur stúlkan til Lindu. — Það var ágætt. Á eg ekki að síma eftir viðgerðabíl? Bíleiganodinn hristi höfuðið og svo stigu þau inn öll þrjú og bíllinn ók upp brekkuna aftur. „Komið þið aftur!“ Nú var vegurinn auður aftur og ailt kyrrt. En vöndur villi- blóma, sem önnur stúlkan hafði misst lá eftir og sýndi staðinn, sem Elizabeth hafði sloppið úr heljar greipum og Kenneth fundið leiðina til lífsins aftur. Linda sneri hægt við og gekk inn i garðinn. Beta litla hafði jafnað sig. — Vondur bíll, tautaði hún við og við. — Vondur bíll! Linda sá að Kenneth hafði sest í hjólastólinn aftur. Hann var fölur og sat með augun lokuð. Hún sleppti Betu niður á grasið og för til hans. En Elizabeth varð fljótari til. Hún hafði hlaupið til hans og tók báðum höndum um hnéð á honum. Linda sá hvernig andlitið á honum breyttist þegar hann lyfti barninu upp á hnén á sér. Hann kyssti Betu og muldraði: — Elsku litl'i unginn minn, eg hefði átt að vita, að það mundir verða þú, sem gerðir þetta. Og þegar Linda heyrði hann segja „elsku", hugsaði hún með sér að Monique hefði ekki verið með öllum mjalla, að forsmá þá ást, sem hann hafði borið til hennar einu sinni. Kenneth leit upp og brosti dauft. Hann virtist kunna því illa að láta hana sjá sig í þessu ástandi, og hún hrærðist er hún sá feimnislegan vandræðasvipinn á andlitinu á honum. — Eg held að henni Betu finnist hún fremur véra hetja en óþekktarangi núna, sagði Linda og brosti. — En það dætti illa við að vera nokrurn grarnur núna í dag. — Eg get aldrei orðið henni Betu ramur, sagði hann eins og hann væri að tala við sjálfan sig. — Grarnur? át Beta litla eftir og virtist hissa. — Nei, ástin mín — enginn verður gramur þér, sagði hann og kyssti hana aftur. — Mér finnst sjálfsagt að læknirinn yðar komi og skoði yður núna strax, sagði Linda. — Hver veit nerna eitthvað þurfi að gera, eða kannske ættuð þér að hátta núna og hvíla yður. — Ha? Hann hleypti loðnum brúnunum. Ætlið þér að reka mig í rúmið á samri stundu sem eg hef sýnt að ég get notað fæt- urna? — Nei, ekki var það meining mín, en.... — Nei, eg skil. Þér hafið vafalaust rétt fyrir yður. Eg skal biðja Bassett um að síma til læknisins. — Og svo er líklega réttast að eg fari að hypja mig heim með börnin. Kenneth þrýsti Betu að sé'r aftur, en eftir augnablik sagði hann þreytulega: — Já, það er líklega bezt. Hún skildi að nú kom þreytan yfir hann eftir þessi miklu viðbrigði. Hún kallaði á Peter og hann kom hlaupandi að vörmu spori, og vissi ekkert um það sem gerst hafði. En þegar hann kom til þeirra hafði hann tekið eftir að ekki var allt með felldu, því hann spurði: — Hefur eitthvað komið fyrir? . — Ekki neitt merkilegt, sagði Kenneth þurrlega. — Nema að það munaöi minnstu að hún systir þin yrði undir bil, og að eg get staðið í fæturna. — Varð hún Beta undir bíl? hváði Peter lafhræddur. — Það munaði minnstu að bíll rynni yfir hana niðri á vegin- um, sagði Linda. — En herra Vallon bjargaði henni. — Hefurðu þá altaf getað gengið? sagði Peter og sneri sér að Kenneth. — Já, svaraði hanrí með gamla önuga laginu. — Eg hef setið hérna í stólnum af eintómum þráa. Peter leit á Lindu á þann hátt sem hann gerði oft þegar hann vildi fá skýringar á því sem Kenneth sagði, og hún varð að út- skýra á nýjan liek: — Þetta er nærri því eins og kraftaverk, Peter. Þegar hann sá að Elizabeth var í hættu var eitthvaö sterkara í honum en lömunin, svo að hann gat tekið til fótanna og bjargaö henni. — Svo að þú getur þá gengið núna? Peter færði sig nær hjóla- stólnmn. — Já. — Það var fyrirtak. Jafnvel Kenneth hrærðist af hinni einlægu gleði drengsins. Það var auöfundið að hann bar engan kala til þessa manns. þó að hann hefði oft sagt ýmislegt ónotalegt við hann. Kenneth svaraði ekki. Hann rétti fram höndina og tók í hárið á Peter. Nú kom Bassett út og Kenn út og Kenneth sneri sér að honum og sagði: — Hringið þér til Cole læknis og segið honum að eg hafi uppgötvað að eg get notað fæturna. Eg býst við að hann vilji koma og lita á mig. dávaldur að nafni Henry Blythe stóð yfir því og endur- tók í sífellu: „Þið vinnið. Þið vinnið“. Það urðu orð að sönnu. Gloucester City vann Merthyr Tidfyl 3:1. Albert Lyndon, sá sem stjórn í þágu knattspyrnunnar, og ar Merthyr Tydfil liðinu, var það með góðum árangri. Gerist vantrúaður á getu dávaldsins, Sefjun færir sigurfnn. Nú hefur sefjun verið tekin það í Englandi. Lið Gloucester City sat með og sagði að leiknum loknum, að úrslitin væru ekkert undrunar- lokuð augun í búningsherberg- j efni. „Það var betra liðið sem inu fyrir síðasta leik sinn, en vann“. E. R. Burroughs - TARZAN - 3074 ' wotj com ovee. mesí: , “ CALLEÞ 'eee wow j SLSS ThEV Í4AVE EXF’eSSSEÍ TMEiE &£A~ITUP5." . Bolar sýndi föngunum stóra málmbumbu. „Með einu höggi á þessa bumbu get eg kvatt saman her okk- ar, þannig að innan fárra j fyrir mínútna verði fimm þúsund ánna!‘ hermerui reiðubúnir að deyja konung töfralækn- sagði hann hróðugur. „Heyrið »nú, komið hingað!“ kallaði Harry, „og sjáið hvemig þeir hafa sýnt mér þakklæti og hollustu!“ Á KVÖLDVÖKUNNI Auglýsingar eru áhrifarík- ar, en mér þótti nóg um þessa. Hún stóð í túristablaði og hafði baðstaður við Adríahaf sent hana þangað: >jSá, sem leitar að sumarhita, á að koma til okkar. í fyrra fengu hér 48 sólsting.“ ■¥• Frú Lissi settist upp í rúm- inu og vakti manninn sinn. „Heyrðu Max, það er nú þriðja nóttin í röð sem mig dreymir að eg hafi unnið stóra vinninginn í happdrætt- inu.“ „Hm,“ sagði Max og var dá- lítið syfjaður, „eg öfunda þig ekki af þínum yndislegu draumum, en gerðu svo vel að minnast þess á daginn, að þú hefir ekki ennþá unnið.“ 11—13 ÁRA telpa óskast til að gæta 2ja ára barns í einn mánuð. Uppl. á Mána- götu 4, 1. hæð. (39 KONA óskast til að þvo gólf. Rakarstofan, Skóla- vörðustíg 18. Sími 16520. — ________(58 STÚLKA óskast til heim- ilisstarfa. Sérherbergi. — Uppl. á Ráðningarskrifstofu Réykjavíkurbæjar. (56 ÁVALLT vanir menn til hreingerninga. Simar 12545 og 24644. Vönduð vinna. — Sanngjarnt verð.__________(71 STÚLKA óskast strax til fatapressunar. Gufupressan Stjarna h.f., Laugaveg 73. NY, automatisk Parrap prjónavél til sölu; einnig er til sölu á sama stað eikar- stofuskápur. Uppl. í síma 32518. (84 • Fæði • FAST FÆÐI. Smiðjustígur 10. Sími 14094. (45 TVEIR—ÞRÍR menn geta fengið fæði. — Uppl. í síma 15864. (55 GUFUBAÐSTOFAN Kvisthaga 29. Sími 18976 er opin í dag fyrir karlmenn kl. 2—9. PAFAGAUKUR í óskilum á verkstæði SVR, Kirkju- sandi. (11 ENSKUR, brúnleitur dragtarjakki tapaðist. Uppl. í síma 23727. Fundarlaun. BIFREIÐ AKENN SLA. — ASstoS við Kalkofnsresf Síml 15812 — og lAugavec;’. 92, íoesfi, (SfitÞ-

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.