Vísir - 16.09.1959, Blaðsíða 4

Vísir - 16.09.1959, Blaðsíða 4
Miðvikudaginn 16. segtember 1959 = Paul Frem: Hvernig getur haldið manninum Eðlisávísanir segja hinni hyggnu konu hvernig hún skuli koma fram við eiginmann sinn svo hann breyti eins og hún vill vera láta. Hún þarf að fyrir- hyggja það, að eiginmaðurinn missi áhugann fyrir henni og hafa þau áhrif að hann afræki ekki heimilið. Hér verður drepið á hinar helztu reglur, sem eiginkona þarf að halda ef vel á að fara. Auðvitað segið þér, að yður hafi verið þetta ljóst. En eigi að síður er gagnlegt að rifja það upp. Eftirtalin níu ráð eru góð, og hyggnar eiginkonur munu breyta samkvæmt þeim. 1. Skýrið X. aldrei fyrir eig- inmanni yðar að hann hafi á röngu að standa. Hans sjónar- mið eru vafalaust hin sömu og þau voru áður en þér giftust honum. Reynið að láta eins og þér sjáið ekki ókosti hans. 2. Segið honum, að þér elskið hann, og án hans getið þér ekki lifað. Mörgum mönnum þykir — eftir giftinguna — eins og þeir séu útilokaðir frá allri róman- tík. Reynið að gera manni yðar það skiljanlegt að svo sé ekki. 3. Lærið ymprunar (tilvísun- ar) listina. Segið ekki við mann inn, að hann eigi að gera þetta eða hitt svona eða hinseigin. Talið þannig, að honum virð- ist að hann sjálfur hafi tekið þá hvort honum geðjast betur, að þér gangið í gulum kjól eða rauðum,( hér eru þessir litir teknir sem dæmi). Smámunir geta haft mikla þýðingu í hjóna bandinu. 5. Takið ekki fram í fyrir hon um þegar hann er að tala. End- ið ekki setninguna fyrir hann. Er hann segir sögu í samkvæmi eigið þér að forðast að leiðrétta frásögnina. Neyðið hann ekki til þess að sýna yður stima- mýkt eða slá yður gullhamra í viðurvist annarra. í þessu tilliti sýna mergar eiginkonur óaðgæzlu. Oft er það vegna þess að þær eru fljót- ari að hugsa en maðurinn. Manninum fellur illa að vera auðmýktur í viðurvist annarra, eða skipað fyrir verkum. Þótt gestir komi þarf konan t. d. ekki að minna eiginmanninn á það, að gefa þeim eld til þess að kveikja í vindlingi. Maður- inn mun gera það án ávinning- ar. 6. Reynið að sýna og sanna manni yðar að þér dáist að hon- um. Þessu ráði er ekki létt að fylgja. Klaufalegt skjall er verra en ekkert. En þegar yður eru kunn áhugamál mannsins yðar mun yður takast að spyrja hann ráða á réttum augnablik- um — þegar um að ræða mál- efni, sem hann hefur vit á. Þér eflið sjálfsvirðingu manns yðar, ef þér getið komið hon- um til þess að trúa því, að hjálp ákvörðun, sem yður líkar bezt, j hvort sem um er að ræða hvern ig verja eigi sumarleyfinu eða kaup nýrra gluggatjalda. An þess að gagnrýna smekk hans getið þér unnið að því að hann sé vel búinn. Á þennan hátt styrkið þér sjálfstraust hans. 4. Gleymið ekki smámunum, sem gleðja eiginmanninn. Yður er kunnugt um uppáhaldsrétti Jians, Þér yitið einnig hvort j hans sé yður nauðsynleg. Nær- vera hans, líkamskraftar, auga- styrkur og karlmennska, getið þér fullvissað hann um að sé yður afardýrmætt, einkum er eitthvað á móti blæs. Þá sé hann yður ómissandi. Látið hann skilja, að þér þurfið að sækja styrk til hans. Látið hann skilja að þér séuð veikbyggð samanborið við hann. Þá mun hann vera hjá yður og ekki afrækja yður, VlSIR konan sínum? 7. Reynið að gera yður ljósa grein fyrir smekk hans. Það er mikils virði, að tvær persónur geti haft skemmtun af sama til- efni, hvort sem um er að ræða kvikmyndir, bækur, sjónleiki, hljómlist eða útvarpsdagskrá. Margar ungar konur hafa vanið sig á að fá áhuga fyrir sporti með því að neyða sig til þess að sækja fótbolta- kappleiki, ef eiginmennirnir hafa haft áhuga á íþróttum. Það hefur mikla þýðingu, ef kanan getur rætt við manninn um áhugamál hans. Að krefjast þess að eiginkon- an leggi áhugamál sín á hilluna, er ósanngjarnt, og óalgengt. Fá- ar konur munu þurfa að gera það er til lengdar lætur. Eigin- mennirnir fá oft áhuga fyrir á- hugamálum eiginkonunnar. Einkum vegna þess að þeir sjá, að það gleður þær. 8. Hæðið mann yðar aldrei svo aðrir heyri. Háð og napur- yrði er eitur fyrir ástina. Yður mun aldrei takast að koma manni yðar til þess að „bæta ráð sitt“ með því að hafa orð á áhættum hans í ann- ara áheyrn. 9. Látið mann yðar skilja að yður sé ást hans og umhyggja dýrmæt. Látið hann verða þess áskynja, að þér munið eftir öll- um gleði og hamingjustundum, sem þér hafið orðið aðnjótandi í samvistum við hann. Breytið samkvæmt áletrun- inni á hinu gamla sálarúri: „Eg tel einungis sólskinsstundirn- ar.“ Það er ekki hægt að byggja hús úr eintómum sandi, og held- ur ekki hægt að búa til hald- gott hjónaband úr haldlausu efni — t. d. gagnrýni, óánægju, þvermóðsku, ráðriki og óbil- girni. Það koma bæði skin og skugg ar í sérhverju hjónabandi. Gleymið skuggunum, en munið sólskinsblettina. Þegar þér eruð gift manni hafið þér meiri möguleika en nokkur önnur persóna til þess að njóta ástar hans — viðhalda henni og tryggja hana. Fjöldi hjónabanda fer út um þúfur eða slitnar vegna klaufa- skapar. Hjónaskilnaðir fara ört vaxandi víða í heiminum, og er hér um heimaböl að ræða. Kvenfólkið ætti að hefjast handa og vinna að því að hjóna- skilnaðarplágunni yi’ði haldig í skefjum. Þjóðlögin og Gagga Lund. Það geta máske verið áhöldgetað kallað hana öðru nafni en um , hver hefur kynnt flestiun útlendingum íslenzka tónlist, en ekki fer hjá því, er slíkt ber á góma, að í hugann komi nafn einnar konu, sem er íslenzk að því leyti einu, að hún fæddist hér í Reykjavík, sleit hér barns- skóniun og hún hefur ekki get- að gleymt því síðan, enda þótt hún flyttist af landi burt fyrir fermingaraldurs og hafi að mestu dvalizt með öðrum þjóð- urn í nærri hálfa öld. Það er dálítið einkennilegt, hve fáir söngvarar gefa sig við því að syngja þjóðlög, ég rnan ekki í svipinn eftir neinum ís- lenzkum, sem syngur þjóðlög á sviði sem aðra tónlist. Enginn skyldi vera upp úr því vaxinn og þó varast að ætla sér að fara að lyfta þeim í æðra veldi með því að syngja þau á annan hátt en eðli þeirra býður. Þjóðlög eru pai'tur af öllu fólkinu í landinu gegnurn aldir og reynd- ár í mörgum tilfellum bæði manns og dýra og þess sem lif- ir og hrærist með fólkinu í dag- legri önn þess. Því þarf tals- vert til þess að geta gefið þeim ekta túlkun, sem sé að fara um þau af slíkri nærfærni, að hvert haldi sínu, bíða eftir að þau nálgist svo, að þau „syngi sig sjálf“. En þetta hefur Gaggu tekizt. Hún hlaut ágæta almenna menntun í Danmörku og tónlist armenntun í Þýzkalandi og Frakklandi, sem þar þann á- vöxt, að segja má, að hún hafi náð heimsfrægð fyrir löngu und ir skírnarnafni sínu Engel Lund en íslendingar, og þó einkum Reykvíkingar, hafa helzt aldrei því gælunafni, sem hún var nefnd í bernsku hér í bænum, „Gagga“ Gagga Lund. Það er reyndar fátt, sem mælir með því, að gælunöfn festist við full- orðið fólk. En hér gegnir dálít- ið öðru máli en gengur og ger- ist. Þó að ái'in hafi færzt yfir þessa konu eins og annað fólk, sér þess fá merki. Hún hefur haldið áfram að vera barn í bezta skilningi orðsins, sönn listakona með sál barnsins og slíkt yndi og eftirlæti góðra fs- leni’inga, að hún heldur áfram að vera „Gagga“, enda þótt frægðin haldist á hana, hvar sem hún flytur list sína. En það er kunnara en frá þurfi að segja, að hún hefur valið sér það sérsvið í túlkun tónlistar, að nema þjóðlög frá ýmsum löndum og fara land úr landi til að syngja þau fyrir heiminn. Og, eins og áður er sagt, hefur hún sigrað heiminn fyrir löngu. En hitt mun líka rnála sann- ast, að íslenzk þjóðlög skipi oft- ast öndvegi meðal þeirra laga, sem hún setur á söngskrá sína hverju sinni. Af því nú, að þessi kona er ekki af íslenzku bergi brotin, dettur manni sarnt í hug það, sem sagt hefur verið um nokkra íslendinga, sem dval izt hafa langdvölum utan ís- lands en unnið því meira en flestir gerðu er heima sátu, að ísland hafi hvergi verið elskað heitar en í Danmörk. Tónlistar- túlkun þessai’rar fágætu konu konu hefur mótazt af því, að hún átti sín bernskuár hér á íslandi og lifði sig þá og síðan irm í þjóðarsálina. fslenzka var ekki töluð á heimili hennar, nema að hún og bróðir hennar dálítið yngri töluðu alltaf sam- an. Og eftir að þau fluttust út til Danmerkur með foreldrum, sínum, er sagt, að Gagga hafi verið hálffeimin að tala annað mál við bróður sinn en íslenzku. Og það er kunnara en frá þurfi. að segja, að enda þótt Gagga hafi um áraraðir verið önnum. kafin við að syngja í mörgum löndum, hefur það alltaf verið: hennar „veika“ hlið að heim-- sækja fsland með nokkurra ára. bili. f vikunni, sem leið, hélt hún tvö þjóðlagakvöld fyrir styrkt- arfélaga Tónlistarfélagsins, og það er eins og fyrr, að íslenzk þjóðlög skipuðu meii'ihluta á. söngskrá hennar. Þó söng hún. lög frá níu löndum, en íslenzku lögin fyrst og síðast. Þeim, sem áður hafa séð Göggu og heyrt á sviðinu, þykir ekki hafa fallið nein ellimörk á list hennar. ödd hennar hefur aldrei verið mikil að magni. Það sem gefið hefur list hennar helzt gildi, er innileg samlifun hennar við bæði ljóð og lag, látlaus flutn- ingur hennar á flestum lögun- um, sem að þessu sinni voru vögguvísur. En á hinn bóginn. virkilega „dramantísk" túlkun,. þar sem það við átti, eins og t. d. í hinum ameríska krossfest- ingarsálmi negranna „He never said a munbling word“, sem segja má að söngkonan hafi lagt sig alla fram í með bæði söng og látbragði og gert þeim er hlýddu, ógleymanlegt. Það var gaman að sjá, er Gagga beitti þeirri gömlu söngtækni þjóð- lagasöngvara að lyfta höfði til himins á meðan sungið er eiK endurtaka fyrir munni sér síð- ustu sönglínuna að lagi loknu. Sumum kann að virðast það óþarfi eða ekki viðeigandi að söngvai’i sé að segja fyrirframi efni ljóðlaganna. En hvei’ myndi vilja missa af því, sem einu sinni hefur heyrt GöggU flytja slíka kynningu? Hún gef- ur sjálfum lögunum gildi, og hún birtir enn skýrar hin’ skemmtilegu persónueinkennif Göggu og fyndni, en persónu- leiki hennar er ekki hið minnsta aðal hennar sem lista- konu, sem sagt þroskaður pei’- sónuleiki með einlægni og ferskleik barnssálar. Það er engin furða, að hún hefur ver- ið talin einn mesti þjóðlaga-- söngvari, sem nú er uppi. i Kjamorkuvopn reynt í Sahara. Framkvæmdaráð Franskar ríkjasambandsins er . byrjað fundi í París. j Opinber tilkynning verðuí' ekki birt um fundina fyrr enl að þeim loknum. De Gaulle var í forsæti á fyrsta fundinum. —* Fi’éttaritari Times í Londort segir ,að samþykkt hafi veríðj á fyrsta fundinum, að halda til. streitu áforminu um að geral- tilraun með kjarnorkuvopn f Sahai’aauðninni. í Tanganyika hafa fulltrúart þjóðei’nissinna í löndum í Aust« ur- og Mið-Afríku, er krefjastj. sjálfstæðis, samþykkt áskoruni til SÞ, að taka þetta mál fyr* ir og beita sér gegn því, að}- nokkur kj arnorkusprenging verði gerð í Afríku. _; ym

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.