Vísir - 16.09.1959, Blaðsíða 10

Vísir - 16.09.1959, Blaðsíða 10
!L Vf SIK - Miðvikudagánn 16. september. 195ð MARY BURCHELL: þig seka í flónsku þegar þú fórst a'ð sinna þessum Rogers, en eiginlega varstu ekki sek á nokkurn hátt. Þú mátt ekki tala eins og þú ættir að líða fyrir þetta það sem eftir er æfinnar. Linda brosti dauft. — Eg meinti það ekki þannig. Það var aö- eins þetta, að Erroi áleit að eg væri sek. Það er allt og sumt. — Og það er ómögulegt að fá hann til að líta öðruvísi á það? — Eg veit ekki hvernig ætti að fara að því, sagði Linda döpur. Það hvarflaði að henni að segja Betty frá Monique, en hún hvarf frá því. Það var eiginlega fátt um hana að segja, og eí til 'gesta sinna vill í MIINUM A S T A fl S A G A 48 Errol kom ekki heim í miðdegisverðinn og kringum klukkan hálftíu stakk frú Colpar upp á því, að systurnar færu upp í her- bergi Lindu, svo að þær gæti talað saman í næði. Betty settist í hægindastólinn við gluggann, en Linda settist á skemil fyrir framan hana og studdi olnbogunum á hnén á henni. — Jæja, sagði Betty hispurslaust. — Eg veit ekki hvort eg á að minnast á þetta eða ekki, en mig langar til að vita hvaða snurða hljóp á þráðinn milli ykkar Errols. — Eg sagði honum frá mér og Rogers, sagði Linda rólega. — Lindaihrópaði Betty æst. — Eg sagði þér að þú mættir ekki gera það. Hann er ekki þannig gerður að hann þoli þess háttar, jafnvel þó það hefði verið í fullu sakleysi. Nei, eg skil það núna, sagði Linda og andvarpaði. — En eg er þeirrar skóðunar enn, að það hafi verið rétt að segja honum það. Þegar menn eru eins skapi farnir og Errol er, hefði verið rangt að blekkja hann, vitandi sí og æ hvernig hann mundi bregðast við ef hann vissi sannleikann. Betty yppti öxlum. — Frá siðfræðilegu sjónarmiði hefur þú vafalaust rétt fyrir þér en eg rangt, .. .. en .... Hvenær gerðist þetta? — Daginn áður en þú fórst. — Og þú minntist ekki einu orði á þáð, Linda! — Nei, vitanlega ekki. Linda kiappaði systur sinni á hnéð. Þú hafðir nægar áhyggjur fyrir. Eg var að hugsa um að skrifa þér og segja þér frá því síðar. En áður en úr því varð hafðir þú gert þessar ráðstafanir viðvíkjandi börnunum og.... —»Já, þvílíkt og annað eins Þar hef eg víst hlaupið illilega á mig. Broslegur örvæntingarsvipur kom á andlitið á henni. Linda brosti til að róa hana. — Það gerði ekkert til. Við — við tókum þessu skynsamlega, bæði, og — þú skalt ekki vera að hugsa um það núna, Betty. Frú Colpar og Beatrice gerðu sitt tii að þetta yrði sem auðveldast. — Ekki hefði mig grunað að Beatrice væri þannig gerð, að hún gerði nokkurn hlut auðveldara fyrir nokkra manneskju, sagði Betty. — Jú, aiíðvítað. En hefurðu nokkurntíma tekið e'ftir hve. sjald- an góð meining og mannasiðir fylgjast að? Linda hló. — Það er svo gaman að þú skulir vera komin hingað til mín og heyra þig gera athugasemdirnar þinar. — Þetta var varfærnislegt svar, sagði Betty brosandi. Svo varð þögn. Svo sagði Betty hikandi: — Fór — fór í hart milli ykkar? Nei, við rifumst ekki. Það hefði kannske veriö betra, því ao stundum verður fólk beztu vinir eftir að það hefur rifist. Þetta var ekki annað en það, að eg var ekki sú, sem hann hélt mig vera. — Er það hann eða þú, sem oröar þetta þannig. — Eg hugsa eg. Hversvegna spyrðu að því. — Þú skalt ekki orða það þannig. Svona tala síngjarnir menn, þegar þeir vilja breiða yfir að þeir hafi farið halloka. Þú gerðir 4 KVÖLDVÖKUNNI^ Kaffihússhaldari í New York var orðinn leiður á kvörtunum yfir því hvað þjón- var mest af því sem hún hugsaði um það mál eintómur | ustan þar væri seinlát. Honum datt því í hug að setja pappírsdúka á borðin og voru heilaspuni. — Reynir þú að slá striki yfir þetta allt, Linda? — Já, kannske er eg að reyna það. Linda reyndi að brosa, en prentaðar krossgátur á dúkana, varirnar skulfu svo mikið að Betty svaraði engu um stund. JSvo að gestirnir hefðu nóg við- Hún fór að tala um allt annað þegar hún tók til máls aftur.' að glíma meðan þeir biði_______og — Hver er þessi dökkhærði Adonis, sem Beta er svo hrifin af? það fylgdu jafnvel verðlaun — Kenneth? Linda varð hissa á sjálfri sér þegar hún fann'nreð. að hún roðnaði. — Eg skrifaði þér um hann. j — Frá því mér datt þetta í — Já, eg man það. En mér skildist á bréfinu að hann væri hug hefir ekki verið kvartað útobrningur, sem aldrei segði vingjarnlegt orð við nokurn j við mig, ekki einu sinni. Þvert mann, og væri máttlaus og yrði að vera í sjúkrastól. Og nú sá eg á móti, fólki finnst súpan koma hann fara allra sinna ferða, heimavanan og barngóðan — og auk Jof fljótt! þess er hann laglegasti maðurinn, sem eg hefi nokkurntíma séð. — Er þér alvara? Finnst þér hann svona laglegur? — Já, það finnst mér. Það liggur við að eg gleymi Gerry þegar eg sé hann brosa til Betu litlu. Linda hló. — Þú segir svo margt skrítið. Hann er mjög aðlað- andi — sérstaklega eftir að hann fékk heilsuna. Eg skrifaði þér og sagði frá því öllu, en það bréf hefurðu ekki verið búin að fá. Og nú varð Linda að segja henni enn einu sinni frá hinni við- burðaríku stund, er minnstu munaði að ekið væri yfir Betu en Kenneth bjargaði henni. — Er það ástæðan til að honum þykir svona vænt um hana? Linda brosti. — Nei, hún hafði komið sér í mjúkinn hjá honum áður. — Það finnst mér ekki óeðlilegt, sagði Betty. — Eg hefði litiö hýru auga til hans sjálf, ef eg hefði ekki verið gift. — Hann er giftur líka, sagði Linda. — Er hann það? Æ, nú man eg. Sagðir þú mér ekki að hún væri einskonar klakamoli? — Jú, eg mun hafa sagt eitthvað þvílíkt, svaraði Linda stutt. Hún kærði sig ekki um að tala nánar um Monique. Systurnar sátu og töluðu saman langt fram á nótt, og klukkan í ársalnum hafði slegið tólf áður en þær áttuðu sig á hve fram- orðið var. —- Þú verður að fara að sofa, Betty! Þú hlýtur að vera úrvinda af þreytu! sagði Linda. Og Betty varð aö játa að hún var í raun og veru hvíldar þurfandi. — Þú ert alveg eins og börnin þín, sagði Linda hlæjandi um leið og þær buðu hvorri annari góða nótt með kossi. — Þrá og einþvkk og vilt ekki fara í háttinn fyrr en þú neyðist til þess. ofundurjnn Erich Maria — Og þú ferð með mig eins og þú ferð með þau — vingjarnlega ^cmar(lUc ei allvel kunnur hér en einbeitt, sagði Betty og brosti um leið og hún fór inn til sín. i® lanci*’ ÞV1 margir hafa Jesið ibækur hans, svo sem „Tíðinda- laust á vesturvígstöðvunum*6 og framhald þeirrar sögur, „Vér héldum heim“, en þær komu báðar í ísl. þýðingu, svo og „Vinirnir“ og „Sigurbog- inn“, en ýmsir þekkja fleiri Með mjúkum höndum. — Frú Velma Karslauskas var tek in föst í Cleveland fyriraðberja bónda sinn í höfuðið. — Eg notaði aluminiumpönnuna til þess, sagði hún. — Hún er létt- ari en pottpannan. Wison lávarður tók það frann í borðræðu, að það væri orðið svo algengt nú á dögum í sam- kvæmum, að karlmenn vistuðu sig í eldhsinu. Taldi hann það stafa af því, að nú sem stæði væri það einn af þeim fáu stöðum þar sem kvenfólkið kæmi ekki. HAFIVI4RBIO: Að lifa og deyja. Oveður í aðsígi. Linda fór ekki að hátta undir eins eftir að hún var farin. Hún gekk út að glugganum og horfði út yfir landiö i tunglsljósinu, eins og hún hafði gert svo oft síðustu mánuðina. En nú var þaö andlit Kenneths, sem hún sá jafnan fryir sér, ekki Errols. Það er orðin einhver breyting á mér, hugsaði hún með sér. Elska eg I ekki Errol lengur? Þá var drepið létt á dyrnar og hún rankaði við sér. Hún hélt að þetta væri Betty, að sækja eitthvað sem hún hefði gleymt, og flýtti sér fram að dyrunum til að opna. En það var Beatrice sem stóð fyrir utan, í morgunkjól og með hárið greitt aftur. ! sögur þessa höfundar, hafa lesið E. R. Burroughs - TARZAN 3087 A SIMPLE THEOev/ SAIC7 TAE2AN. "BASEP OMTHE PACTTHATHAREy HAÞ NEVER. BEEIsJ A POGTOK. b-i7-+9+9 Svertingjarnir voru nú 1 sannfærðir um, að þeir hefðu Lyerið undir stjórn harðstjóra i og svikara' og leystu fang- ana úr fjötrum. „Eg er varla ennþá búin að átta mig“, sagði Wallace héraðslæknir. „Hvernig áræddirðu — —?“ „Það var mjög einföld að- ferð,“ sagði Tarzan, „sem byggðist á því, að Harry var aldrei læknir. þær á erlendum málum. Þá hafa margir séð kvikmyndir af sögunum. Nú hefur Hafnarbío byrjað sýningar á amerískri stórmynd, sem gerð er eftir sögu Erichs Maria Remarque, sem á ensku nefnist „A time to love and a time to die“. Kvik- myndin er frá Universal- Internationl, gerð við leik- stjórn Douglas Kirk, en með aðalhlutverk fara John Gaviii og Lilo Pulver. Kvikmyndin er í litum. Sagan hefst vorið 1944 — á a usturvígstöðvunum, en: efnið verður ekki rakið hér. Þess skal aðeins getið, að húii er efnismikil og átakanleg, um' mannleg örlög á styrjaldar- og hörmungatíma, og vekur til umhugsunar. — Það er stund- um verið að hnýta í kvikmynda húsin fyrir að sýna lélegar myndir. Ekki verður því neitað, að sýndar eru myndir, m. a. svo nefndar „hrollvekjur“ o. f]., sem er fyrir neðan allar hellur, en þegar sýndar eru myndir eins og þessar, er það sönnun þess, að kvikmyndahsin sýna líka úrvalsmyndir. Og það hafa þau öll gert. — f stuttu máli: Efnismikil, átakanleg, vel leik- in mynd. — 1.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.