Vísir - 18.09.1959, Qupperneq 9
Föstudaginn 18. séptember 1959
VISIK
Verðlag landbunaðarafurða:
Fulltrúar neytenda hætta
störfum í verðlagsnefnd.
Telja grundvöll brostlnn undan samstarfi
vsð framleíðendur.
Vísi barst eftirfarandi í gær:
Samtök þau, er standa að til-
nefningu fulltrúa neytenda í
verðlagsnefnd landbúnaðaraf-
urða, þ. e. Alþýðusamband ís-
lands, Sjómannafélag Reykja-
víkur og Landsamband iðnað-
armanna, hafa undanfarið rætt
viðhorf þau, sem skapazt hafa
við dóm þann er kveðinn var
upp í bæjarþingi Reykjavíkur
18. ágúst s.l., í máli því er full-
trúar neytenda höfðuðu gegn
Framleiðsluráði landbúnaðar-
ins, vegna verðlagningar dilka-
kjöts haustið 1958.
En svo sem kunnugt er, varð
niðurstaða dómsins sú, að Fram-
leiðsluráði var talið heimilt að
leggja á sérstakt verðjöfnunar-
gjald vegna dilkakjöts sem selt
er á erlendum markaði. Full-
trúar neytenda áfrýjuðu dómi
þessum til Hæstaréttar og má
vænta niðurstöðu hans innan
skamms.
Samtökin líta dóm þennan
mjög alvarlegum augum og
telja grundvöll þann, sem sam-
starf neytenda og framleiðenda
í verðlagsnefndinni hefur
.byggst á, brotinn, verði dómur-
inn staðfestur. Meðan ekki fæst
•endanlega úr því skorið hvert
vald Framleiðsluráðsins er í
þessu efni, álíta samtökin ó-
kleift að eiga þátt að störfum
verðlagsnefndarinnar.
A fundum stjórnar samtak-
anna í gær, var samþykkt ein-
róma að leggja fyrir fulltrúa
samtakanna í verðlagsnefnd-
inni, að taka ekki frekar þátt í
störfum nefndarinnar að svo
stöddu. Var landbúnarráðherra
tilkynnt þessi ákvörðun með
bréfi dags. í dag, sem fylgir hér
með í afriti.
F.h. Alþýðusambands" íslands
Oskar Hallgrímsson.
F.h. Sjómannafél. Reykjavíkur
Sigfús Bjarnason.
F.h. Landssambands iðnaðarm.
Bragi Hannesson.
17. sept. 1959.
Svo sem ráðuneytinu mun
kunnugt, hefur um eins árs
skeið verið uppi ágreiningur
milli fulltrúa neytenda og full-
trúa framleiðenda í verðlags-
nefnd landbúnaðarafurða um
valdsvið Framleiðsluráðs land-
búnaðarins. Málavextir eru í
'stuttu máli þeir sem nú skal
greina:
Eftir að verðlagsnefndin hafði
á s.l. ári gengið frá verðlags-
grundvelli landbúnaðarafurða
fyrir verðlagsárið 1/9. 1958—
31/8. 1959 gerðist það, að Fram-
leiðsluráð landbúnaðarins bætti
á heildsöluverð dilkakjöts í I.
verðflokki verðjöfnunargjaldi
kr. 0.85 pr. kg. til jöfnunar
milli kjöts seldu á innlendum
markaði og þess kjöts, sem á-
ætlað var að selja erlendis.
Þessu mótmæltu fulltrúar neyt-
enda sem óheimilu og kröfðust
þess, að verðjöfnunargjald
þetta yrði fellt niður. Þar sem
Framleiðsluráðið hafði mót-
mæli þessi að engu, höfðuðu
fulltrúar neytenda, í samráði
við samtök þau er að tilnefn-
ingu þeirra standa, mál á hend-
ur Framleiðsluráði landbúnað-
arins, með stefnu útg. 11/11.
1958, og kröfðust þess, að viður-
kennt yrði með dómi, að Fram-
leiðsluráðinu væri óheimilt að
leggja umrætt verðjöfnunar-
gjald á.
Með dómi, uppkveðnum í
bæjarþingi Reykjavíkur hinn
18. ágúst s.l., var Framleiðslu-
ráðið sýknað af þessari kröfu.
Fulltrúar neytenda ákváðu þeg-
ar í stað að áfrýja dómi þessum
til Hæstaréttar og er málið þar
nú til meðferðar.
Samtök vor líta svo á, að með
dómi þessum, ef staðfestur verð
ur, sé grundvelli þeim, sem
þátttaka fulltrúa neytenda í
verðlagsnefnd landbúnaðaraf-
urða hefur byggst á, gjörsam-
lega burtu svipt, og að ókleift
sé fyrir fulltrúa neytenda, með-
an undirréttardómi þeim, er að
framan getur, ekki er hrundið,
að taka þátt í störfum verðlags-
nefndarinnar.
Vér höfum því í dag lagt fyr-
ir fulltrúa vora í verðlagsnefnd
landbúnaðarafurða, að taka eigi
frekari þátt í störfum nefndar-
innar að svo stöddu. Ákvörðun
þessa munum vér taka til nýrr-
ar yfirvegunar, þegar fyrir
liggur niðurstaða Hæstaréttar í
umræddu máli.
-- — •----
i Ui'lvtjii___________/
Frh. af 4. síðu:
hann í sætið. Þar leit ég fyrst
framan í hann, en hann orgaði
þessi ósköp, að hann heyrði
ekki hvað ég sagði. Munnurinn
var galopinn, og — hvað var
þetta? Mér sýndist munnurinn
fullur af blóði, og tannholdið
allt sundurtætt. Höfuðkúpu-
brotinn? — Og enn lá við að ég
gréti af gleði, þegar ég sá að
hann var með rauðleita karra-
mellu, og að blóðlitaður safinn
rann um munninn.
Ekkert blóð.
„Hvar finnur þú til, Kiddi
minn?“
„Hérna,“ sagði hann, og benti
á hægri fótlegginn.
„Eg bretti varlega upp buxna
skálmina, og bjóst fastlega við
að sjá þar opið beinbrot. Nei.
Ekkert sár. Ekkert mar. Eg
þuklaði um fótinn, síðan
hreyfði ég' hann.
„Er þetta sárt?“
„Nei.“
Eg þuklaði hann allan og
grandskoðaði. Hvergi neitt sjá-
anlegt. Eg varð svo undrandi,
að ég mátti varla rnæla. Hvaða
undursamlegur máttur hafði
fært mér drenginn minn heilan
á húfi eftír þetta „hræðilega“
slys?
Hann hafði gleymt að
raka sig.
Eg var smástund að jafna
mig. Konan var sest upp í bíl-
inn og fylgdist með öllu, sem
fram fór. Bílstjórinn á hinum
bílnum stóð hjá okkur við opn-
ar bíldyinar. Þegar ég leit fram
an í hann, sá ég náfölt andlitið
og hræðslusvipinn í augunum.
Ljósir skeggstubbar uxu á hök-
unni. Hann hafði greinilega
gleymt að raka sig um morgun-
inn.
„Það virðist ekkert vera að
drengnum,“ sagði ég. „Eg finn
ekkert að honum.“
„Eigum við ekki að renna
upp á slysavarðstofu og láta
skoða hann?“
„Nei, Það er óþarfi. Hann er
alheill. Ef eitthvað kemur í ljós,
þá hef ég bílnúmerið.“
„Já, þá hefurðu samband við
mig.“
Og með það fórum við.
Er hægt að gefa meira?
Nú ók ég alla leið heim til
ömmu. Alveg heim að dyrum,
og þar fórum við öll inn. Og þá
—- og fyrst þá, fórum við að
skilja hvað við vorum næstum
því búinn að missa, og hvað
okkur hafði verið gefið, — því
er nokkuð meira hægt að gefa,
en ungan og fjörugan, hraustan
strák, sem hleypur á móti
pabba sínum með opinn faðm-
inn og stút á munni — strák,
sem ekki kann að ganga?
Og ég á þrjá.
Hvað mega þeir segja, sem
aðeins eiga einn?
Sem horfa á eftir aleigunni
hlaupandi á tveim stuttum fót«
um eftir götunni?
„Varlega, bílstjóri! Þú getur
gert mig öreiga á einu augna«
bliki.“ — G. K.
Gjörningabók" Kiljans — efni af
ýmsu tagi, úr öEíum áttum.
!S
Helgafell hefur sent frá sér
nýja bók eftir Halldór Kiljan
Laxness, sem hann kallar
„Gjörningabók“.
í formálsorðum gerir höfund-
urinn grein fyrir nafni bókar-
innar, og segir þar í upphafi:
„Gjörningabók merkir eitthvað
svipað og acta. Mér fannst þetta
hæfilegastur titill á bók, sem
varla er hægt að skipa til sér-
stakrar bókmenntagreinar. Rit-
gerðir í þeim skilningi, sem
lagður er í orðið ,,essegja“
(essai, essay) eru of fáar í bók-
inni til þess að hægt sé að kalla
hana ritgerðasafn. Þær greinar
bókarinnar, sem einna næstar
standa essay eru ef til vill Hug*
blær í Fjallkirkjunni, hugleið-
ingarnar um Kína (þessi hlutur
o. s. frv.) og neðanmálsgreinin,
sem ég gerði handa Politiken
um mormónisma (En amerik-
ansk aabenbaring).“
Höfundur kallar bókina á
öðrum stað samansóp, og er það
réttnefni, því að þarna hefur
verið tínt til ýmislegt, sem er
harla lítils virði, og vafalaust
mundi ekki vera talið bera
merki mikils rithöfundar, ef
einhver annar og minni spá-
maður ætti hlut að máli.
Bókin er 250 blaðsíður, prent*
uð í Víkingsprenti.
&
annar
áöcfiir
Grammófóna
- eftir Ve
☆
4) Edison fann upp kvik-
myndavélina og sýningartæki
1889, og gerði tilraun með tal-
myndir 1914 á þann liátt að
setja plötuspilara í samband
við sýningarvél. Það heppnað-
ist ekki, en rannsóknir hans
urðu til þess að aðrir áttu liæg-
ara með að smíða tæki fyrir
^ talmyndir. — — Plötuspilar-
, inn er ómissandi hjálpartæki
jlijá útvarpsstöðVum. Sérstakar
plötur, sem kallaðar eru afrit,
eru búnar til af hljómlcikum,
leikritum o. s. frv. Síðan er
þeim útvarpað við tækifæri.
Afrit eru að sjálfsögðu stærri
en venjul. hljómplötur. — —
Hljómplötur liafa verið mikið
notaðar við kennslu í mörg ár.
Þær eru sérstaklega þægilegar
í hljómlistarkennslu, og algeng
ar við tungumálakennslu og
framburðarkennslu. „Talbælc-
ur“, þar sem heilar bækur eru
lesnar upp, eru blindum mikil
hjáln, og dreift meðal þeirra
endurgjaldslaust.
5) Tónbönd eru rafmagns-
tæki, sem taka tóninn upp á
segulvír eða plastræmu. Þau
eru mjög nýleg uppfinning og
er liægt að taka upp á þau
margra klukkustunda efni og
hafa venjulcga mikil tóngæði.
Þap eru mikið notuð við upp-
töku á fundum, löngum ræðum
og liljómleikum. — — Með
„þrívíddarhljómplötum“ nálg-
jast hljóniupptakan fullkomnun.
Tveir liáíalarar eru notaðir.
Annar gcfur bassaraddir en
hinn þær hærri. Þannig heyrir
eyrað hljóminn á svipaðan hátt
og við hljómlcikana sjálfa.
Þrívíddarhljóm er þegar farið
að nota í kvikmyndahúsum og
verið er að fullkomna það fyrir
útvarp og sjónvarp.------Plötu
spilarinn hefur átt mikinn
! þátt í að útbreiða menningu,
I þekkingu og ánægju. Fyrir-
lestratæki (diktafónn) hafa
j stuðlað að framkvæmdum í
viðskiptaheiminum, og talbæk-
ur stytta stundir blindum
mönnum. Nýjustu framfarir í
rafcindafræði lofa fögru um
aukna nýtingu og ánægju plötu*
spilarans. (Endir). ,