Vísir - 25.09.1959, Blaðsíða 4

Vísir - 25.09.1959, Blaðsíða 4
íslenzkir frjálsíþróttamenn erlendis: 25 verðlaun, þar af 17 fyrstu verðlaun, auk Islandsmeta. JEímb best heppnaða heppni- /or erletMtlis mmmmm árabiL Skömmu fyrir mánaðamótin síðustu lagði hópur íslenzkra frjálsíþróttamanna upp í kcppnisför um Svíþjóð. Hluti þátt- takenda í þeirri för keppti einnig í A.-Þýzkalandi. Förin varð hin árangursríkasta, og þótt íslendingarnir ættu víðast við fjölmennari hópa frá öðrum Evrópulöndum að etja, létu þeir sig hvergi. Þeir fengu alls 25 verðlaun á hinum ýmsum mótum, þar af 17 fyrstu verðlaun, og þrjú íslandsmet voru sett í ferða- laginu. — Frammistaða hins fámenna hóps vakti hvarvetna hina mestu athygli, og er ekki ofsögum sagt, að þeir hafi víða skyggt á aðra þátttakendur. Sennilega er hér um að ræða árangursríkustu keppnisför frjálsíþróttamanna um árabil. — I tilefni af þessu, sneri tíðindamaður blaðsins til Inga Þor- steinssonar og innti hann frétta, en Ingi annaðist fararstjórn fyrir félaga. Upphafið að förinni var, að snemma í sumar var efnt til hæjákeppni í frjálsum íþrótt- um milli Málmeyjar og Reykja- víkur, og fór keppni fram hér- lendis sem kunnugt er. Málm- eyingar endurguldu svo það heimboð með því að bjóða íslendingingum til keppni í Málmey. Þangað var komið 26. ágúst eftir eins dags dvöl í Kaup- mannahöfn. Fyrsta mótið var svo haldið þar 28. ágúst, og þar tóku allir Islendingarnir þátt, en það voru Hilmar Þorbjörns- son, Hörður Haraldsson, Þórður Sigurðsson, Valbjörn Þorláks- son, auk þeirra Svavars Markús sonar og Kristleifs Guðbjörns- sonar, en þeir höfðu haldið út nokkru á undan. — Aðeins meistararinn á undan. Vel vegnaði á því móti, Val- hjörn varð nr. 2 í stöng, stökk <4.30 m. og varð aðeins að lúta þé Jægra haldi fyrir Evrópu- meistaranum frá í fyrra, Land- ström. Fór hann miklum viður- kenningarorðuum um Valbjörn sem stangarstökkvara, og var það ekki i síðasta sinn sem svip- uð orð féllu í þessari ferð. Hilmar var í sínu góða formi og kom annar í mark í 100 m. hlaupinu á 10.5 sek. á undan honum varð Pólverji, að nafni Zielenski. Hlaut hann sama tíma. Hilmar vann nú Björn Malmroos og Nordbeck, Málm- eyingana sem sigruðu hann hér í vor í bæjakeppninni. Var þetta upphafið að sigurgöngu Hilmars yfir sænskum sprett- hlaupuruum. Hörður Haraldsson keppti í 400 m. hlaupi og hlaut tím- ann 49.3 sek. en bar ekki sig- ur úr býtum. Hann dró 5. braut sem þýðir, að hann fær ekki að sjá keppinauta sína fyrr enn mjög er dregið á hlaup- ið. Hann hljóþ í logandi spretti rúma 350 metra, en þá varð hann að gefa eftir. Síðar í ferð- inni var þó Hörður heppnari, og sýndi hvað í honum bjó, er hann vann eina .viðureign- ina á 48.6 se, og bætti þar sinn persónulega árangur frá fyrri keppniárum. Hefur Hörður þannig sýnt fram á það, sem margir höfðu reyndar trúað á hér heima fyrir, að hann hafi aldrei verið í betra 400 m. ”formi“, en einmitt nú. Svíi erfiður viðfangs. Þorsteinn gat ekki keppt, því að enin var á dagskrá. Hins veg- ar var keppt í sleggjukasti, og var það í annað skipti af tveim- ursem Þórður fékk að reyna sig. Skýringin var sú, að sá er skipulagði förina fyrir íslend- ingana, Svíinn Lennart Strand- berg, (sem mörgum er kunnur sem helzti spretthlaupari Norð- urlanda, 10.3 sek. í 100 m. 1936) var ekki um of samvinnuþýður. Var ekki hægt að fá uppgefið fyrir fram í hvaða greinum yrði Ingi var fararstjóri. keppt á hverju móti, og þarf ekki frekar að ræða um óþæg- indin af slíku. Kristleifur keppti í 8000 h. hlaupi og átti þar m.a. við Kelle vagh, þann er hingað kom. End- urtók sig hin gamla saga, að Svíinn átti ekkert svar við endaspretti Kristleifs. Haldið til Leipzig. Næsta mót í Svíþjóð var fyrir hugað í Stokkhólmi 1. sept. Hins vegar voru 3 íslendingar boðnir til keppni í Leipzig, á alþjóðamót er þar átti að fara fram 29. sept. Var það í boði S C Rotation. Þórður B. Sigurðs- son tók þá við fararstjórn þess hluta hópsins er halda skyldi til Stokkhólms, en Ingi stjórnaði för þremenninganna til Leipzig. Voru það Valbjörn og Þorsteinn er þar skyldu keppa, auk Vil- hjálms Einarssonar, en hann kom til móts við keppendur í Kaupmannahöfn. Þau mistök höfðu átt sér stað, að gert hafði verið ráð fyrir að þátttakendur í Leipzigmótinu legðu upp frá Málmey 28. ágúst, en það var ómögulegt, þar sem þá stóð keppni um kvöldið. Gerðar voru ráðstafanir til þess að fresta förinni um einn dag, þ.e. flytja hana aftur til 29. Hafði skrifstofa SAS í Kaup- mannahöfn lofað að reyna að útvega farið, en illa stóð á vegna vörusýningarinnar í Leipzig. Metið hefði orðið að bíða. Fregnin um það, að ekki tókst að fá far til Leipzig, kom ekki fyrr en 4 klst. eftir að síðasta vél var farin frá Málmey þann 28. Voru nú góð ráð dýr, eins og síðar kom á daginn. Var ákveðið að halda til Kaup- mannahafnar engu að síður og freista þess að fá far á síðustu stundu, enda illt að geta ekki mætt á mótinu. Fréttamaður vill gjarnan skjóta því hér inn, sem hann reyndar hefur nú ekki frá Inga sjálfum, sem vill sem minnst tala um sinn þátt í því, að tókst að koma keppendum til Leipzig að lokum. En þeir sem þar, eru kunnugir, eru á einu máli um það, að ef hans hefði ekki notið við, hefði ekki af þátttöku ís- lendinga orðið í þessu móti. Hefði þá a.m.k. hið nýja íslands met Valbjarnar, 4.45 m. orðið að biða betri tíma. Er til Kaupmannahafnar var komið, var gersamlega ómögu- legt að fá far til Leipzig. Á síð- ustu stundu losnaði þó eitt sæti, og varð það úr að Vilhjálmur fengi það. En til þess að gera langa sögu stutta, þá ákvað Ingi að halda til Hamborgar, því að þess kynni að vera nokkur von að fá þaðan far áfram um Berlín. Þá kom enn babb í bát- inn, er það kom í Ijós, að flug- stjórinn neitaði að taka stöng Valbjarnar inn í farþegarýmið vegna þess hve illt var ”í loftið“. Hann lofaði þó að koma stönginni með næstu vél, og stóð það heima. Orrusía á landa- mærunura, í Hamborg gerðist svo það- sem sízt mátti, að enn var ekk-- ert far að fá. Er öll von var úti þar, tók Ingi það til brags, upp á sína eigin ábyrgð, og með að- stoð kunningja síns þýzks, að fá leigða bifreið, og skyldi hald- • ið í henni til Leipzig yfir landa-- mærin. Þetta var síðla á laugar-- dagskvöldi og keppnin skyldi hefjast kl. 2 daginn eftir. Var nú ekið lengi nætur, unz komið var að landamæraþorpi einu og dvalið þar í nokkrar stundir. — Þá hófst baráttan við landa- mæraverðina, því að svo hafði verið ætlast til, að íslending- arnir fengju vegabréfsáritun inn í A-Þýskaland er þeir stigu út úr flugvélinni í Leipzig. í , tæpa fjóra klukkutíma ’stóð Ingi í þrefi og þrasi við verðina, unz tókst að fá framburðinn stað- festan í síma frá Leipzig. Til Leipzig var komið eftir hádegi keppnidaginn. Þá kom sem betur fer í ljós, að keppnin átti ekki að hefjast fyrr en um. kl. 6. Gafst því nokkur tími til' hvíldar. Fylgzt með einvígi. Ekki þarf að fjölyrða um ár- angur á mótinu. Valbjörn sigr- aði pólska meistarann á 4.42. Svo mikla athygli vakti stang- arstökkið, og þá ekki sízt Val- björn, að hinir 12000 áhorfend- ur sátu á pöllunum eftir að keppni var hætt í öðrum grein- um til að horfa á einvígi hans og pólska meistarans. Var Val- björn líka óspart hylltur að sigrinum loknum. Má af þessu sjá hve miklu meiri athygli okkar beztu menn vekja -er lendis en hér heima. Þorsteinn varð fjórði í kringlukastinu, aðeins 9 sm. á eftir 3 manni. Hafði kringla hans verið skilin eftir hjá lög- gildingarmönnum mótsins, og varð hann því að nota láns- kringlu unz hin rétta kom £ leitirnar. Náði hann þá kasti sem mældist 45.25 m. — Vil- hjálmur varð annar í þrístökk- inu með 15.09 m. Þá um kvöldið var hóf haldið þátttakendum mótsins, en kl. 9 Frh. á bls. 9. Valbjörn tapaði einungis fyrir Evrópumeistaranum frá >' fyrraa! og 'þó ekki fyrr en eftir harðai keppni. Hann keppir í DresderS um helgina, __J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.