Vísir - 25.09.1959, Síða 9
Föstudaginn 25. september 1959
Vf SIB
Iþróitir tir öllum átinm —
Hilmar hleypur léílilega og slí
Framh. af 4. síðu.
næsta morgun var haldið burt.
Lent var fyrst í Kaupmanna-
höfn, og þar skildust leiðir.
Þorsteinn hélt til Álaborgar til
keppni, Vilhjálmur hélt heim
á leið, en Valbjörn og Ingi far-
arstjóri héldu til Stokkhólms.
Enn varð þref út af stöng Val-
bjarnar, en hún kom svo til
Stokkhólms flugleiðis næsta
dag, svo sem lofað hafði verið
í Leipzig.
AHt í ringulreið.
í Stokkhólmi gerði enn vart
við sig sama óstjórnin sem áður
hafði verið minnzt á. Mótstjórn-
in hafði ekki samband við hina
íslenzku keppendur fyrr en eft-
ir hádegi þann dag sem mótið
skyldi fara fram. Var þá loks
hægt að fá staðfestar keppni-
greinar mótsins. Kom þá í ljós,
áð engin keppni var í stangar-
stökki og engin í sleggjukastti.
Forystumenn íþróttamótsins
voru ekki ánægðir með að láta
svo marga íslendinga dvelja að-
gerðarlausa á fríu uppihaldi, og
varð það úr, að Ingi skyldi
keppa þeim til friðþægingar.
Ái’angur á þessu móti var
mjög góður. Hilmar sýndi enn
yfirburði sína yfir Svíunum og
varð fyrstur á 10.9 sek. Svavár
Markússon varð annar í 1500 m.
hlaupi á 3.49.8 sek. sem er mjög
góður tími. Hörður varð 4. í
400 m. á 49.5 sek. Á því móti
setti sænski kúluvarparinn
Uddebom nýtt sænskt met, kast-
aði 17.06 m.
Þrenn fyrstu verðlaun.
Næst var keppt í litlum bæ.
er heitir Lindesberg. Þar eru
aðeins 5000 íbúar, en samt hafði
verið boðað þar til alþjóðamóts.
Var fólkið mjög vinsamlegt Is-
lendingunum þar og fengu þeir
hinar bestu móttökur. Auk
þeirra mættu þar til keppni
hópar frá Englandi, Finnlandi
og Nýja-Sjálandi. að ógleymd-
um Svíunum. íslendingarnir
vöktu óskipta athygli og voru
birtar af þeim margar myndir.
Þar unnu þeir þrenn fyrstu
verðlaun, og hefðu sennilega
fengið þau fjórðu ef Ingi hefði
ekki tognað í 110 m. grinda-
tur snúruna í 100 m. hlaupinu
ga langbeztur og tíminn var 10
hlaupinu. — Hilmar vann Í00
m. hlaupið léttilega á 10.8 sek.
á mjög lausri braut. — Val-
björn vann stangarstökkið á
4.30 m. og Hörður Haraldsson
400 m. á 49.4 sek. Ingi kom 3
í mark í 110 m. grind, tognaður,
en aðeins 2/10 úr sek. á eftir
sigurvegaranum.
Engin sleggjukastkeppni var
fyrir Þórð frekai’ en fyrri dag-
inn, er hann tók þó þátt í kúlu-
varpi í staðinn og setti þar
persónulegt met.
Svavar og Kristleifur héldu
hins vegar heim, áður en komið
var til Lindesberg. Var frí
þeirra á þrotum.
Þórður með nýja sleggju.
Næst var haldið til Gauta-
borgar. Þar sigraði Hilmar enn
í 100 m. hlaupinu, náði 2/10
úr sek. betri tíma en næsti
maður, hljóp á 10.6 sek. Val-
björn háði einvígi við Krez-
inski frá Póllandi og vann með
4.40 m. Pólverjinn stökk 4.30 m
— Hörður varð 2. í 400 m.
hlaupinu á 49.3 og vann m.a.
Englendinginn Cope, auk fleiri.
Þórður fékk nú loks keppni í
sleggjukasti. Hann var í ”topp-
formi“. Var hann mættur til
keppni með nýja sleggju. Þótti
hinum keppendunum mikið til
gripsins koma, og varð Þórður
að lofa þeim öllum að keppa
með henni. Þá vildi svo leiðin-
lega til, að sleggjan var
skemmd fyrir honum. Gerðist
það í 2. umferð. Lengdi Þórður
sig ekki eftir það, en náði 5.
sæti með 52.85 m. um 35 sm.
frá sinu eigin meti. — Einnig
var Löye rnættur aftur frá Ála-
^ borg. Varð hann fimmti í
kringlukasti með um 47 m kast.
Enn óvissa —
haldið heim.
Islendingarnir áttu enn að
keppa í Lundi, en þar sem
óvissa ríkti um keppnigreinar
eins og fyrri daginn, var ákveð-
ið að hætta við frekari keppni
og halda heim.
Hörður keppti þó enn á
þrem stöðum ásamt Valbirni.
Valbjörn vann stangarstökkið á
þeim öllum, stökk hæst 4.25,
enda um smáborgir að ræða,
í Lindesberg. Hann var greini-
8 sek.
þar sem aðstæður voru ekki
upp á það besta. Hörður keppti
í 100 m. hlaupi og varð annar
á 11.1 sek. Auk þess setti hann
persónulegt met í 400 m. hlaupi
er hann keppti í Hagfoss, 48.6
sek. Það nægði honurtl til sigurs.
Þess má geta að Hörður sigr-
aði í þessari för sinni iðulega
menn sem hafa náð betri tíma
en 48.5 sek. í sumar, ég gat því
vart hjá því farið að hann
næði tíma sem slíkum.
Hörður er nú kominn heim,
en Valbjörn hefur dvalið við
æfingar í Stokkhólmi, og mun
hann keppa á móti í Dresden
27. sept.
Skemmtilegasta fcrðin.
Að lokum kvaðst Ingi vilja
geta þess sérstaklega, • að þetta
væri sennilega skemmtilegasta
keppniferðalag sem hann hefði
tekið þátrt í, og væri það eink-
um að þakka samhug og vilja
þátttakenda til þess að standa
sig sem best. — í raun og veru
hefði hver og einn þeirra verið
sinn eiginn fararstjóri, og það
til hins betra, enda hefði ódrep-
andi áhugi, þótt oft hefði verið
við erfiðar aðstæður að etja,
fært heim 17 fyrstu verðlaun
auk annars.
íslendingarnir vöktu óskipta
athygli ,hvar sem þeir fóru
enda stóð ekki á tilboðum um
bæjarkeppni, auk annars á
næsta ári og má vænta þess að
það verð eitt af líflegri keppni-
árum. — M.a. mun Gautaborg
hafa farið fram á að efnt verði
til bæjarkeppni, svo að nokkuð
sé nefnt. Á I
Fleiri bibiíur handa
JúgósEövum.
Þrátt fyrir trúna á kommún-
ismann virðist kristin trú eiga
vaxandi fylgi að fagna í Júgó-
slavíu.
Brezka biblíufélagið, sem sér
eitt um dreifingu biblíunnar í
Júgóslavíu, hefur fengið heim-
ild til að senda þangað allt að
10.000 eintök á ári. Fyrir
skemmstu bannaði stjórn Titos
allan biblíuinnflutning en nú
hefur bannið verið upphafið.
Kjörstaðir eriendis eru
alls 25 að tölu.
Utankjörsíaðarkosning getur hafíst eríendfs.
Utankjörfundarkosning getur
farið fram á þessum stöðum er-
lendis frá og með 27. september
1959:
BANDARÍKIN AMERÍKU.
Washington D.C.
Sendiráð íslands 1906 23rd
Street N.W.
Baltimore, Maryland:
Ræðismaður: Dr. Stefán Ein-
arsson 2827 Forest View Aven-
ue Baltimore, Maryland.
ing 80 Richmond Street West5
Toronto, Ontario.
Vancouver, British
Columbia:
Ræðismaður: John F. Sigurðs
sonl275 West 6th Avenue, Van-
couver, British Columbia.
Winnipeg, Manitoba:
(Umdæmi Manitoba, Saskat-
chewan, Alberta). Ræðismaður:
Grettir Leo Jóhannson 76
Middle Gate, Winnipeg 1, Mani-
toba.
Chicago, Illinois:
Ræðismaður: Dr. Árni Helga-
són 100 West Monroe Street
Chicago 3, Illinois.
Grand Forks, North Dakota:
Ræðismaður: Dr. Richard
Beck 801 Lincoln Drive Grand
Forks, North Dakota.
Minneapolis, Minnesota:
Ræðismaður: Björn Björns-
son Room 1203, 15 South Fifth
Street Minneapolis, Minnesota.
New York, New York:
Aðalræðismannsskrifstofa fs-
lands 551 Fifth Avenue, New
York 17, N.Y.
Portland, Orgegon:
Ræðismaður: Bardi G. Skúla-
son 1207 Public Service Build-
ing, Portland Oregon.
San Francisco og Berkley,
California:
Ræðismaður: Steingrímur
Octavíus Thorláksson 1633 Elm
Street, San Carlos, California.
Seattle, Washington:
Ræðismaður: Karl F. Frede-
rick 218 Aloha Street, Seattle,
Washington.
BRETLAND.
London:
Sendiráð íslands 17, Bucking-
ham Gate, London S.W. 1.
M
Edinburgh—Leith.
Aðalræðismaður: Sigursteinn
Magnússon 46, Constitution
Street, Edinburgh 6.
Grimsby:
Ræðismaður: Þórarinn 01-
geirsson Rinovia Steam Fishing
Co. Ltd. Faringdon Road, Fish
Dock.
DANMÖRK.
Kaupmannahöfn:
Sendiráð íslands Dantes
Plads 3, Kaupmannahöfn.
FRAKKLAND.
París:
Sendiráð íslands 124 Boule-
vard Haussmann, París.
ÍTALÍA.
Genova:
Aðalræðismaður: Hálfdán
Bjarnason Via C. Roccatagliata
Ceccardi No. 4—21, Genova.
KANADA.
Toronto, Ontario:
Ræðismaður: J. Ragnar John-
son, Suite 2005, Victory Build-
NOREGUR.
Sendiráð íslands Stortings-
gate 30, Osló.
SOVÉTRÍKIN.
Moskva:
Sendráð fslands Khlebny
Pereulok 28, Moskva
SVÍÞJÓÐ.
Stokkhólmur:
Sendiráð íslands Komman-
dörsgatan 35, Stockholm.
SAMBANDSL. ÞÝZKALAND.
Bonn:
Sendiráð íslands Kronprinz*
ensarasse 4, Bad Godesberg.
Hamborg:
Aðalræðismannsskrifstofa fs-
lands Tesdorpstrasse 19, Ham-
borg.
Lúbeck:
Ræðismaður: Árni Siemsen
Körperstrasse 18, Liibeck.
TÉKKÓSLÓVAKÍA.
Prag:
Ræðismaður: Árni Finn*
björnsson Na Orechovce 69,
Praha 5.
Utanríkisráðuneytið.
Reykjavík, 22. sept. 1959. ;
Koptinn barg
flugmanni.
Nýlega björguðu amerískir
flugmenn, sem flugu kopta,
fjallgöngiunanni scm var búinn
að hanga í tvær nætur utan í
hengiflugi í austurrísku ÖIp-
unum.
Maðurinn var í tvö þúsund
metra hæð og gat sér enga
björg veitt. Hann hafði lágt í
fjallgönguna á sunnudag og
misstigið sig. Gat hann komið
sér fyrir á sillu utan í klettun-
um, en þar sem hann hafði ver-
ið skorinn upp við barkaígerð
og talaði alltaf síðan í lágum
hljóðum, gat hann ekki hrópað
á hjálp. Það var ekki fyrr en á
þriðudag að menn urðu hans
varir þar sem hann hékk. Kopt-
inn varð að halda sér hreyfing-
arlausumm yfir sillunni rétt við
klettavegginn mínútum saman,
á meðan rennt var kaðli niður
til mannsins. Gat hann brugð-
ið kaðlinum utan um sig og
var síðan dreginn inn í flug-
vélina. Maðurinn var ómeidd-
ur, en alveg örmagna.
Afrek flugmannsins í koptj
anum þótti frábært,