Vísir - 06.10.1959, Page 5
J>riðjudaginn 6. október 1959
VfSIS
Friðun miða —
framtíð lands.
Þeir, sem gangast fyrir fjársöfnuninni til þyrlukaupa, hafa
gefið út eftirfarandi ávarp:
Vér undirritaðir ákveðum hér með að beita oss fyrir því,
að nú þegar verði gert merki, er sé tákn réttlætiskröfu íslenzku
þjóðarinnar lun fiskveiðilögsögu, er tryggi fjárhags- og menn-
ingarlega velferð þjóðarinnar í framtíðinni.
Einkunnarorð merkis þessa séu:
FRIÐUN MIÐA — FRAMTÍÐ LANDS
Hreinar tekjur af sölu merkisins gangi til að búa sem bezt
úr garði hið nýja varðskip, sem þjóðin nú á í smíðum.
Væntum vér þess, að sem flestir Islendingar beri merki
þetta í barmi sér þá daga, er framkvæmdanefnd máls bessa
ákveður að sala merkisins fari fram, og votti með bví hug sinn
í brýnasta hagsmunamáli þjóðarinnar og auðsýni vilja sinn til
þess að í engu verði vikið fyrir ofbeldi því, er eitt af mestu
herveldum heims nú beitir þjóð vora.
Reykjavík, 24. september 1959.
UPPBOÐ
sem^auglýst var í 69., 70. og 74. tbl. Lögbirtingablaðsins
1959, á hluta í Grænuhlíð 8, hér í bænum, eign dánarbús
Þórðar Péturssonar, fer fram eftir ákvörðun skiptaréttar
Reykjavíkur á eigninni sjálfri laugardaginn 10. október
1959, kl. 2% e.h.
Uppboðsskilmálar, yeðbókarvottorð og önnur skjöl varð-
andi söluna, eru til sýnis hér í skrifstofunni, og auk þess
gefst mönnum kostur á að skoða íbúðina eftir samkomu-
lagi við skiptaráðanda.
Borgarfógetinn í Reykjavík.
mam
Lúðvíg Guðmundsson,
skólastjóri.
Þorkelli Jóhannesson,
Dr. phil., rektor Háskóla fsl.
Gunnlaugur Pétursson,
borgarritari.
Sveinn Víkingur,
frv. biskupsritari.
Bárður Daníelsson, ,
verkfræðingur.
Einar Arnalds,
borgardómari.
Sigvaldi Thordarson,
arkitekt.
. Snorri Hallgrímsson,
Dr. med., prófessor.
Snorri Jónsson,
form. fél. járniðnaðarm.
Einar Magnússon,
mcnntaskólakennari.
Eyj. Kon. Jónsson,
hdl.
Hannes M. Stephenson,
form. Verkam.fél. Dagsbrún.
Júl. Havsíeen,
fyrrv. sýslumaður.
Gunnlaugur Þcrðarson,
Dr. juris,, hdl.
Sigurður Thoroddsen
verkfræðingur.
Hallberg Hallmundsson,
blaðamaður.
Kristján H. Benediktsson,
form. Menntamálaráðs /slands,
Jón úr Vör,
rithöfundur.
Steingrímur Steinbórsson,
fyrrv. forsætisráðherra. ,
Björn Sigfússon,
háskólabókavörður.
Guðbjartur Ólafsson,
forseti Slysav.fél. íslands.
Henry A. Halfdánsson,
skrifstofustj. Slvsav.fél. ísl.
Frost í lestum Langjökuls
í sólbruna og heitum sjó.
Ýsnsar nýjungar er að finna í hinu glæsilega
skipi.
f hinu nýja skipi, „Langjökli“
eign Jökla h.f. er að finna allar
nýjungar sem nauðsynlegastar
þykja í fullkomið frystiskip.
Ingólfur Möller, skipstjóri
sýndi gestum og blaðamönnum
skipið í gær og lét þeim í té
eftirfarandi upplýsingar.
Aðalmál skipsins eru: lengd
88,00 m, breidd 12,25 m, dýpt
4,90 m, og gefur það „dead-
•weight“ 2063 longton, við 16
feta djúpristu.
Skipið, sem er frystiskip, er
byggt eftir ströngustu kröfum
Lloyd’s til skipa, sem sigla eiga
á öllum höfum og auk þess er
skipið styrkt til siglinga í ís.
Skipið hefur Lloyd’s vottorð
um, að það haldi 220 gráðum á
celius við +25 gráða sjávar-
hita og +35 gráðu lofthita. —
Skipið, sem hefur þrjár Sabro
frystivélar, þarf aðeins tvær
þeirra, til þess að halda þessu
frosti.
í skipinu eru fjórar lestar, er
hver um sig getur haldið því
hitastigi, sem óskað er, innan
þeirra takmarka, sem áður get-
ur. Rúmmál lestanna er 87000
tenginsfet.
Lestaropin eru fjögur og er
þeim lokað með lúguhlemmum
af allra nýjustu gerð.
Á skipinu eru 8 vindur og 8
bómur til fermingar og afferm-
K0MI höggdeyfar
Þessir viðurkenndu stillanlegu höggdeyfar fást venjulega
hjá okkur í margar gerðir bifreiða. Útvegum KONI högg-
deyfa í allar gerðir bifreiða.
SMYRILL, húsi Sameinaða, sími 1-22-60.
ALLT A SAMA STAÐ
> TIMKEN
legur í flesta bíla.
Daglega nýjar vörur.
Egill Vilhjálmsson h. f.
Laugavegi 118, sími 22240.
Kosningabaráttunni nær
lokið á Bretlandi.
Algerlega óvíst hverjum 1 af hverjum 5-6
kjósendum greiðir atkvæði sitt.
I ingar. Akkerisvinda í stafni og
Íandfestivinda í skut.
Allar aflvélar skipsins eru
dieselvélar af Deutz gerð: aðal?
( vél 2000 hestöfl við 275 snún-
inga á mínútu, 2 hjálparvélar |
sem drífa 165 kw rafala og ein
sem drífur 110 kw rfal.
í skipinu eru vistarverur fyr-
ir 28 menn. Allar vistarverur,
stjórnpallur, kortaklefi, loft-
skeytaklefi, eldhús, búr, kæli-
geymsla og birgðageymslur eru
aftur í skipinu. Allar vistarver-
ur eru rrijjög rúmgóðar og vand-
aðar.
Björgunarbátar. eru geymdir
í uglum af allra fullkomnustu
gerð, og tekur aðeins um 25 sek-
úndur að sjósetja þá.
Öryggisútbúnaður er að sjálf-
sögðu eins og frekast er krafist.
Skipið er búið öllum nýtízku
siglingatækjum og er ganghraði
þess um 13,5 sjómíla á klukku-
stund.
Fyrsti stýrimaður er Júlíus
Kemp og fyrsti vélstjóri er
Höskuldur Þórðarson. Aðal
steinn Björnsson hafði eftirlit
með smíði skipsins af hálfu
Jökla h.f. Með skipinu kom
hingað til lands Christensen,
framkvæmdastjóri Aarhus
I Flydedok og Maskinkompagni
A.S.. í Árósum, sem smíðaði
j’Skipið.
í dag er næstsíðasti dagurinn
fyrir þingkosningarnar á Bret-
landi.
Almennt er itið svo á, og við-
Almennt er litið svo á, og .við-
úrslitin kunni að velta á — jáfn
vel muni velta á — hvernig þeir
kjósendur, sem taldir eru ó-
ráðnir í hvaða flokk þeir kjósa,
verji atkvæði sínu á fimmtu-
daginn, en óvissa ríkir um 1 af
hverjum#5—6 kjósendum. Og í
dag og á morgun miðast allt við
að hafa áhrif á þessa kjósend-
ur.
Enn er mikið rætt um fund
æðstu manna. Andstæðingar
Macmillans halda áfram að
saka hann um að hafa ætlað að
mata krók sinn á yfirlýsingu
um, að fundurinn yrði ákveð-
inn þá og þegar. Times, sem'er
óháð, segir að auðsæilega hafi
einhver misskilningur komið
hér til, en Macmillan hafi vafa-
laust sagt það sem hann sagði,
í góðri trú, en verið of fljótur
á sér.
Blaðið Daily Mirror, fjöllesn-
asta blað landsins, en ekki að
sama skapi í áliti, leggur jafn-
aðarmönnum lið, óg birtir dag-
lega sex ástæður fyrir því hvers
vegna menn ættu að styðja
verkalýðsflokkinn eða krata í
þessum kosningum, en Daily
Sketch (íhaldsblað) vill nú
ekki láta sinn hlut eftir'liggja
og birtir 10 ástæður daglega
fyrir því, hvers vegna menn
eigi ekki að kjósa krata. Sum-
ar eru nákvæmlega hinar sömu
og Daily Mirror leggur fram
sem rök fyrir hvers vegna menn
ættu að leggja krötum lið.
Macmillan og Gaitskell fluttu
seinustu kosningaræður sínar í
gær. Báðir segjast vænta sigurs,
en það skín í gegnum öll þeirra
orð, að mikil óvissa er ríkjandi,
þar sem styrkleiki flokkanna er
nokkuð jafn víða.
wm
Sunddeild K.R.
Sundæfingar hefjast í
Sundhöll Reykjavíkur í
kvöld. Æfingatímar verða í
vetur á kvöldin sem hér
segir:
Yngri félagar: Þriðjud. og ,
fimmtud. kl. 7.00. |
Eldri félagar: Þriðjud. og ,
fimmtud. kl. 7,30 og föstud.
kl. 7.45.
Sundknattleikur: Mánud.
og miðvikud. kl. 9.50.
Nýir félagar komi til skrá-
setningar á tilgreindum
tímum. — Stjórnin.
ÁRMANN.'' Innanfélags-
mót fer fram á Melavellin-
um á morgun, fimmtud., kl.
6. 400 m. grind, 100 m. kúla
og kringla. Stjómin. (383
Tvennskoiiar sjónarmið.,
Framh. af 1. síðu.
sett lög og reglur um 12 miloa
landhelgi eða enn stærri land-
helgi. Hann lagði áherzlu á, að
Islendingar hefðu aðeins fært
út fiskveiðamörkin í 12 mílur,
ekki landhelgismörkin (terri-
torial limits).
Hann kvað ísland mundu
senda fulltrúa á Alþjóðaráð-
stefnuna að ári um réttarreglur
á hafinu 5g kvaðst vona, að mál-
ið yrði þar til lykta leitt.
Hann lét enn í ljós þá von, að
brezka stjórnin kveddi heim
herskip sín úr íslenzkri land-
helgi fyrir þann tíma.
BBC.
Brezka útvarpið skýrði frá
ræðu Thor Thórs í höfuðatrið-
um, að hann hefði sakað Breta
um að hafa tvær stefnur í þess-
um málum, framkoma þeirra
vaeri önnur gagnvart stórveld-
um en íslandi, og að brezkt her-
skip hefði í fyrri viku hindrað
töku brezks togarar í ísl. land-
helgi.
Pierson-Dickson svarar.
Síðar var sagt í brezku út-
varpi, að Sir Pierson-Dickson,
fastafulltrúi Bretlands hjá Sam-
einuðu þjóðunum, hefði svarað
Thor Thors, og lýst yfir, að
Bretland væri enn fúst til þess
að semja við ísland um deiluna,
að togurum hefði verið látin í
té flotavernd á miðum, sem
hefð væri komin á, að Bretar
fiskuðu á — þeir hefðu gert
það á aðra öld — og loks kvað
hann Bretland hafa lýst yfir,
að það gæti fallist á, að deil-
unni væri skotið undir úrskurð.
Alþjóðadómstólsins í Haag, og
ef íslendingar væri eins örugg-
ir um rétt sinn í málinu og þeir
þættust vera, ættu þeir að geta
fallist á þessa leið.
í áframhaldi af því var sagt,
að Thor hefði tekið fram, að ís-
land gæti ekki fallist á þá leið,
þar sem beitt væri þvingunum
gegn því, og auk þess gætí það
tekið mörg ár að fá málið leitt
til lykta fyrir alþjóðadómstóln-
um.
Gisnrsai Guðjónsson
endurkjörinn form.
Á fyrsta fundi hinnar ný-
kjörnu sfjórnar Verzlunarráðs
íslands 1. okt., var Gunnar.
Guðjónsson, stórkaupm. cndur-
kjörinn formaður ráðsins. Sig-
urður Ágústsson, alþm., var
kosinn varaformaður og Sveinn
Guðmundsson, forstjóri, annar
varaformaður.
í framkvæmdastjórn ráðsins
taka sæti auk framantalinna
manna, þeir Haraldur Sveins-
son, forstjóri, Kristján G.
Gíslason, stórkaupm., Gunnar
Friðriksson, forstjóri, og Sig-
urður Óli Ólafsson, alþm.
GAMLAR BÆKUR. —
Kaupi gamlar bækur, blöð
og tímarit. Bókamarkaður-
inn, Hafnarstræti 16. (Geng-
ið inii frá Kolasundi). (193