Vísir - 07.10.1959, Blaðsíða 4

Vísir - 07.10.1959, Blaðsíða 4
% VI8IE Mtðvikudaginn 7. október 1959 Þeir tóku mig tveir þegar ég kom út úr lestinni og leiddu mig inn í bílinn. Það var fátt fólk á stöðinni, klukkan var langt gengin tólf. „Hvert ætlið þið með mig?“ spurði ég. ,.Á Warren hótel,“ svöruðu mennirnir, „það er við Aðal- stræti.“ ,Æg geri ráð fyrir að annar hvor ykkar sé Róbert R. Long,“ sagði ég, ,,það er nafnið sem stendur á pappírunum mínum frá Washington.“ „Nei, ekki er það nú beinlín- is, en það er hann sem sendir ckkur. Róbert Long ætlar að ganga að eiga ungfrú Ann Grenell frá Wichita um næstu helgi og á annríkt í kvöld. Þú hittir hann ekki fyrr en á morgun.“ Þeir óku af stað með mig, og nú datt þeim í hug að ef til vill væri ég svangur. Nei, ég hafði fengið nóg að borða í lestinni, aftur á móti langaði mig í kaffi. Mennirnir hugleiddu ósk mína, en sá hængur var á uppfyllingu hennar að engin kaffistofa í Garðaborg var opin lengur en til klukkan tíu. „Jæja, það er nú sama, við útvegum þér kaffi fyrir því,“ sögðu mennirnir og óku enn. Hér var Warren hótel. Mennirnir þekktu að sjálf- sögðu sitt heimafólk og vissu hverju þeir gátu lofað: gest- gjafinn á hótelinu Mr. Tom Mahay lét umsvifalaust opna kaffistofuna og hella upp á könnuna. Mennirnir tveir sett- ust með mér að drykkju. Þeir voru báðir yngri en ég, Jesse Scott fasteignasali og trygg- ingarforstjóri og Stuart Boöne íorseti verzlunarráðsins (Chamber of Commerce), hann var einnig meðeigandi Henkle verksmiðjunnar sem framleiðir vatnspípur og dælur fyrir á- veitur á akrana. Nú fékk ég mína fyrstu kennslustund um Garðaborg (Garden City). íbúarnir eru ellefu eða tólf þúsund að tölu. Borgin er verzlunar- og menn- ingarmiðstöð hveitiræktarhér- aðs í suðvestur Kansas. Stolt hennar og höfuðprýði er Finn- up garðurinn, sem hefur innan vébanda sinna stærsta dýra- garð Kansasfylkis og stærstu útisundlaug heimsins, 220 sinn- um 330 fet að flatarmáli og tekur þrjár milljónir gallóna af vatni. Auk þess eru í garðinum leikvellir, íþróttasvæði og gras- flatir handa almenningi til að hvílast á í tómstundum. Eg átti eftir að sjá það og sannfærast um, að vinir mínir höfðu engar ýkjusögur sagt mér af ágæti þessa lýstigarðs: hans líki ætti að vera sem viðast á jarðríki svo fólkið gæti dýrkað þar fegurðina og glaðst af verkum sínum undir augliti himinsins. En nú fóru allir að sofa, og við vöknuðum upp til næsta dags í sólskininu. Eg sá út yfir þessa borg úr gluggum mínum á 5. hæð. Hún stendur í grunnum dal Arkansas árinn- ar, í skógarlundi sem íbúarnir hafa ræktað upp til skjóls og skrauts. í norðri og austri liggja akurlöndin endalaus og lengra en auga sér, en í suðri xisa lágar grashæðir, sem eru ekki annað en sendinn bithagi í eigu ríkisins. Þar er ekkert jæktað, en þar ganga á beit dá- litlar hjarðir villtra vísunda, (buffalos), sem eru. alfriðaðir, eitthvað um 200 dýr, leifar af hinum miklu hjörðum fortíð- arinnar, Ameriku-vísundinum, sem skammsýnir veiðimenn út- rýmdu að mestu leyti. Seinna á þessum degi var mér ekið út í hagann til þess að sjá hin frægu dýr í sínu gamla og eðli- lega umhverfi. Þeir geta verið mannýgir, var mér sagt, það væri rétt að umgangast þá með varúð. í Nebraska og víðar í Miðvestur-ríkjunum er einnig nokkuð af villi-vísundum, og mun nú tryggt að stofninn haldi velli, en líði ekki undir lok í heiminum. Jesse Scott kom í Warren- hótelið klukkan 9 til að skemmta mér og drekka með mér morgunkaffið. Hann ekur í einum þyngsta og dýrasta fólksbíl Bandaríkjanna, Ford 1959, Galaxie, fluglínubyggð- um, með 300 hestafla vél, loft- kælingu, svo Jesse getur fram- leitt vetrarloftslag innan dyra, ef honum finnst of heitt. Framan til við vélarhlíf eru hreyfanlegir ljóskastarar not- aðir við fugla- og dýraveiðar í myrkri. Stálþakinu má lyfta og hver væru helztu áhugamál mín, en eg svaraði og sagði að eg hefði áhuga fyrir öllu milli Himins og jarðar. Jæja, þá var ekki annað en byrja. Þeir byrj_ uðu á því að stefna til sín blaða- mönnum og ljósmyndasmiðum, því næst var keyrt með mig upp í útvarp og eg látinn svara þar ýmsum spurningum um mannlífið á íslandi, veðrið, gróðurfarið og þess háttar, og auðvitað gleymdi eg ekki að hrósa Garðaborg og Ameríku, eins og þær áttu líka marg- faldlega skilið. Næst fóru þeir með mig út á velli mikla utanborgar, þangað sem þeir höfðu í fóðurgerði (Feed Yards) 10 eða 12 þús- und holdanaut. Þau eru fóðruð þar í 120 daga áður en þau eru send til slátrunar, en ekki látin ganga á grasi nema fyrri hluta ævinnar. Bændur úr nálægum byggðum koma nautum sínum fyrir hér og borga að sj álf- * sögðu hæfilegt gjald fyrir. Ekki þarf nema 13 menn til að gegna í þessu útiloftsfjósi, enda eru öll störf unnin með fullkomnum vélum. Fóðrið er blanda úr ýmsum efnum, alfa- alfa mjöli, eggjahvítuefni, eins Aðalgatan í Garðaborg, Kansas. Guðmundur Daníelsson: ágætu holdanautabúða heitir Stan Fansher, ungur maður og glaðlegur, en eigandinn er Earl C. Brookover, mikill maður á velli og heldur fátalaður í auð- legð sinni. Báðir notuðu þeir Cowboyhatta, svo sem hæfði stétt þeirra og stöðu. Það þykir mér líklegt, að hér á Suðurlandi mætti með góðum hagnaði reka búskap með holdanautum, eins og í Garða- borg, en töluverða véltækni og góða búfræðimenntun þarf til að stjórna slíku búi. Þennan dag var mér og sýnd hveituþurrkunarverksmiðj a. Gamli vélakosturinn var orð- inn úreltur og nýr fenginn í staðinn. Yfirleitt virtust mér allar vélar nýjar í Ameríku, og þær sem framleiddar eru í ár eru hraðvirkari og fullkomnari GESTUH í Garðahnrg Fyrri hluti. leggja það niður í bílinn að aft- an með vökvaþrýstivél rafknú- inni ,og þarf ekki annað en styðja á hnapp í mælaborðinu til þess að stjórna henni. Margt fleira hefir þessi bíll til síns ágætis, þó eg nenni ekki að telja það upp frekar, nema hann er 4910 pund að þyngd og kostaði hátt á fimmta þús- und dali. Við Scott fórum nú út að aka í bilnum góða, fyrst á fund Roberts Longs framkvæmda- stjóra verzlunaráðsins, sem las yfir mér uppkast að dágskrá handa mér til að lifa eftir með- an eg stæði við í þessari borg. Hann spurði mig að vísu fyrst konar súrheyi og þar fram eft- ir götunum. Þrír stórir bílar anna allri fóðurgjöfinni. Vélar blanda fóðrið um leið og þær hlaða því á bílana, sem síðan aka meðfram nautgripagirðing- unni og blása fóðurblöndunni út úr röri beint ofan í stein- steyptar jöturnar, sem eru 'meðfram girðingarhólfunum |utanverðum. Þegar þurfa þyk- ir, líklega einu sinni eða tvisv- ^ar á fóðurtímabilinu, eru naut- in sett í vél, sem vegur þau, (brennimerkir, þvær þau og .bólusetur, og er þetta mjög vís- indaleg vél og koma nautin út 'úr henni sem ný og betri naut! Framkvæmdastjóri þessara Villtir vísundar í haga í nánd við Garðaborg. en þær, sem komu á markaðinn í fyrra. Eitt af því sem einkennir bæjarlífið í Garðaborg eru klúbbarnir. Mér var boðið til hádegisverðar í þrem klúbb- um, og mættu frá 60 til 160 í manns í hverjum. Fyrsta var; það Lions klúbburinn, þá Ró-1 tary klúbburinn og að síðustu Kiwanis klúbburinn. í þessum klúbbum mætast félagarnir við einfalda máltíð einu. sinni í viku og ræða hugðarefni sín og hlusta á fyrirlestur. Eg varð að sjálfsögðu að fræða gest-j gjafa mína um ísland, það var ekki of mikið fyrir alla vin- semdina. Ekki sést kvenmaður á fundum þessara klúbba,1 heldur geymir hver bóndi sínal eiginkonu heima, minnugur þess sem skrifað stár: „Vei þeim sem freistingum veldur.“ Þá er annað í fari Garða- borgar ólíkt okkar bæjarlífi:j opinber danshús fyrirfinnast þar ekki, drykkjuskapur á al-. mannafæri er óþekktur. En ef fólk vill á laugardágskvöldum skemmta sér við dans og drykk, I þá er ekið út í félagsheimili einhvers klúbbsins og framin þar sú dægrastytting sem hjart-| að girnist. Eg vík síðar ögn nánar að því efni, en held nú áfram að ræða hversdagslífið. Mér var einn daginn ekið út í landbúnaðar tilraunastöðina1-. þeirra, Kansas Agricultural Ex- periment Station, sem hélt uppj á 50 ára afmæli sitt árið 1957. Tilraunastjórinn, Dale Edel- blute, ættaður frá Hollandi, ók: mér um lendur hennar ogr skýrði fyrir mér starfssviðl,- hennar, rannsóknir og niður- stöður. Forstjórinn, Andrew B. Erhart, tók við mér á eftir ogj fyllti í þær þekkingareyður,, sem Edelblute hafði skilið eftip í mér. Eftir heimsóknina vissi eg því allt um akuryrkju Kans-- asríkis og mestallt um aðrap greinir landbúnaðarins!! —+ Tilraunastöðin dreifir vísinda- legum niðurstöðum sínum út til bændanna með útvarpsfyrir- lestrum, bæklingum og me£í búnaðarnámskeiðum. Líklegal hefir fátt eða ekkert orðið ak- uryrkjunni í Kansas og öðrum( þurrviðrasömum héruðunt Bandaríkjanna til meiri hags- bóta en dæluveiturnar, sem i Kansas ríki voru fyrst reyndafl 1912 og hafa síðan orðið æ út- breiddari með hverju ári. Ýms- ar aðferðir eða kerfi eru i notkun, en algengasta vökvun- araðferðin er sú, að brunnar! eru grafnir í akurlöndin, dælail sett í hvern brunn og pípur úp- málmi, boldangi eða plastl lagðar frá dælunni um akrana1: þvera og endilanga, og göt áí pípunum þaðan sem vatnicS streymir eða spýtist út um, Allur gróður, jafnt trjágróður, korn, fóðurgras og blómjurtin ná helmingi meiri þroska þap sem vökvað er. Svo er kvöldið komið og þeip Robert Long og Jesse Scott takal mig méð sér í skemmtireisu úti. á landsbyggðina. Hvarvetna er, margt að sjá í þessu blómlegai héraði. Við komum þar sem dá- lítill golfvöllur er markaður á grundina og sundlaug fyrir enda hans og snoturt veitinga- hús handa gestum og gang- andi. Við göngum inn og fáum okkur drykk og verðum létt- lyndir af honum og hrópum Saludas! — Síðan er ekið, heimleiðis gegnum akrana. „Sérðu þessa?‘ spyr Jesse og stöðvar bílinn. Það er kanína handan við akurinn. Þær eru of margar í Kansas og valda tjóni. Jesse þrífur upp ein af skammbyssum sínum, en hann á sextán skammbyssur og fimm riffla og elskar þessi vopn sin. „Viltu skjóta hana?“ spyr hann. „Nei takk, eg vil helzt kom- ast hjá því að drepa nokkurn hér í Bandaríkjunum,“ svara eg. Og Jesse Scott skýtur kan- ínuna í þriðja skoti á heljar- löngu færi og það bergmálar hátt í nálægum skógarlundi. Jesse Scott ekur oft út á slétt— una með skammbyssur sínar ogj Frh. á bls, 9. j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.