Vísir - 07.10.1959, Blaðsíða 10

Vísir - 07.10.1959, Blaðsíða 10
10 ylsiR Miðvikudaginn 7. október 1959 11 reiðin og fyrirlitningin horfin. Hann fann sem snöggvast til sársauka. Hún var svo ungieg og svo varnarlaus. Honum fannst jafn ranglátt að vera gramur henni og það væri að reiðast barni, sem ekki vissi greinarmun á réttu og röngu. Hann fann til óskiljanlegrar, undarlegrar þrár til að vernda þess hugsunarlausu ungu stúlku gegn sjálfri henni og gegn heiminum. Hann ætlaði að fara að snúa sér frá henni er hann tók eftir sári á gagnauganu á henni, skrámu sem var svo djúp að blætt hafði úr henni, svo að hárið hafði límst saman af storknuðu blóði. Þegar hann laut niður til að skoða þetta betur lyfti hún ailt í einu augnalokunum og bláu augun störðu í augu hans. — Ó, Caria rétti úr sér. Svo fann hún að hann studdi hend- ^inni á öxlina á henni. ■— Afsakið þér ef gerði yður hrædda, sagði hann. Eg var að skoða skrámuna sein er á enninu á- yður. — Er skráma á enninu á mér? Nú fyrst tók hún eftir að hana verkjaði í höfuðið. Hún tók hendinna varlega um ennið og kveiknaði sér. — Jú, þér hafið meiðst. Og eg verð að gera að meiðslunum strax. Er nokkuð heitt vatn til hérna í húsinu? — Viljið þér.... gera svo vel að segja mér frá Basil? Er hann — er það mjög alvarlegt? — Já, mjög alvarlegt. Röddinn varð hárðari. Hann ætiaði ekki að fegra hvernig komið var. — Við getum ekki sagt fyrr en á morgun hvort gera þarf uppskurð eða ekki. — Ó, Hún horfði á hann, varirnar voru fölar. — Þá er þetta verra en þér hélduð; í fyrstu? — Eg hafði ekki'kringumstæður til að gera ítarlega rannsókn fyrr en komið var -í sjúkrahúsið, svaraði hann. — Haldið þér að hann kannske.... — Eg held enn að það séu góðar horfur á að hann hafi þetta af. En eg er aðeins læknir — ekki spámaður, sagði hann stutt. — Vel á minnst, bætti hann við. — Eg bað um að láta síma til konunnar hans. Mér fannst sjálfsagt að gera það. — Vitanlega. — Eg verð að fá eitthvað til að hreinsa sárið með. Það má ekki vera svona. Hann var horfinn áður en hún gat stöðvað hann. Hún heyrði dyrnar lokast og vissi að hún var ein í húsinu aftur. Hún hallaði sér aftur í stólnum og þrýsti höndunum að augunum. Hve mikið mundi Soniá frétta, jafnvel þó Ross Carlton hjálpaði henni? Hvers vegna hafði hún látið ginna sig út í þetta brjálæði? Hún hefði átt að vita til hvers Basil var trúandi. Ross, sem hafði farið út til að ná í töskuna sína í bilnum, kom aftur að vörmu spori. Hann fór að þvo sárið, sem við nánari athugun reyndist vera alveg hættulaust. Hún sat grafkyrr meðan hann var að fást við það, en hafði geig af að hann var svona nærri henni. Allt í einu datt henni í hug: Hvað mundi hann segja ef hann vissi hvernig tilfinningar mínar eru? Mikill unaður væri mér að því að halla höfðinu að honum og gráta — og láta hugga mig! Áður en hún vissi rak hún upp snöggan þurrahlátur. — Hvað er að? spurðkhann. — Ekkert. Eg hugsa að það hafi náð valdi á mér augnablik, hve þetta allt var hlægilega flónslegt. Hann horfði á hana: — Venjulega eru mennirnir flón. — Það er spakmæli, lælcnir! Hún reyndi að'jafna sig og láta eins og hún átti að sér. En hann hafði engan rétt til að tala vio hana eins og óþægan krakka. Ekki kom það honum við hvað hún aðhafðist. En svo mundi hún að ef hann hjálpaði henni ekki þá mundi hún lenda i fordæmingunni, og.svo hélt.hún áfram, eins rólega og hún gat: — En eg er að velta fyrir mér hvernig eg get gefið nokkra skýringu á þessu. Hún stud.di á plásturinn á enninu á sér. — Það kemur stundum fyrir að leigubílar rekast á, sagði hann kuldalega. — Og nú held eg að við ættum að taka til eftir okkur hérna og komast burt. Það er bezt að enginn sjái.að stofan hefur verið notuð sem lækningastofa. Hún íór að hjálpa honum, og fann að hann hlyti að fá enn meiri andúð á henni vegna þessara varúðaráðstafana, sem þau urðu að taka. - — Á morgun getið þér greitt hárið niður yfir skrámuna, sagði hann. Þá held eg að hún sjáist varla. Og hvert á eg að aka yður? — Til London. Það átti að heita svo að eg yrði um helgina hjá kunningjum i Suessex, en eg — hef breytt áætluninni. Eg gaf stúlkunni minni frí, og faðir minn er fyrir norðan. Svo að bezt væri ef eg gæti komist heim í gistihúsið aftur. Finnst yður það ekki líka? — Jú, það er það eina rétta, sagði hann. — Þá er bezt að við leggjum af stað. Ef yður finnst þér vera nógu hress? — Það gengur ekkert að mér núna. Caria fór út í myrkrið með Carlton. Þau höfðu skilið við allt sem iíkast því og það var þegar hún kom, nema öskuna á arnin- um gat hún ekkert gert við. Hún sá núna að hún hefði aldrei átt að kveikja upp. — Það er bezt að þér látið mig leiða yður, sagði hann. Eg sé eins og köttur í myrkri. . Hún fann að hönd hans lokaðist fast að hennar, og fékk ákafan hjartslátt. Hún varð ör af kalda loftinu og óskaði að þetta gæti varað eilíflega. Hana langaði til að segja við hann: — Eg elska yður — eg þoli ekki að þér gerið yður ljótar hug- myndir um mig. Hún var máttlaus og hálflasin á leiðinni í bílnum, og hallaði sér aftur og lokaði augunum. Þau óku um stund án þess að tal- ast við, því að bæði hugsuðu um sitt. Svo bærði Caria á sér og varp öndinni. Hann leit á hana. — Eg hélt að þér væruð sofandi. — Nei, það verður alls ekki auðvelt að sofna. — Þá er bezt að viö komum okkur saman um hvað við eigum að gera, sagði hann. — í fyrsta lagi verð eg að ná í lögregluna. Eg sé ekki neina ástæðu til að þeir geri ráð fyrir þar, að nokkur hafi verið með honum. Ég hirti nefnilega töskuna. — Ferðatöskuna mína? Hún rak upp óp. — Henni gleymdi eg! — Eg fann hana þegar eg sótti töskuna mína, sagði hann. Það var heppilegt aö mér datt i hug að þér munduð hafa eitthvaö þesskonar með yður. Hún sagði lágt: — Þakka yður fyrir. Það hefði íarið illa ef þér hefðuð ekki fundið hana. — Já, leiðindi fyrir alla parta. Hann var svo hræðilega ópersónulegur! Hún þrýsti saman höndmrum og sagði: — Carlton læknir? — Já. — Eg — gerið þér svo vel oð hlustið snöggvast á mig. Þegar eg lofaði Frayne major að koma hingað með honum núna um helgina, var það vegna þess að þetta eru síðustu dagarnir hér KVðLDVÖKUNN! BiiiiiHC j Afi og amma höfðu 9 ára gamla telpu í heimsókn og hún hafði svo mikinn áhuga fyrir dagblaðinu, sem afi keypti. I hvert sinn sem það datt gegn- um rifuna á hurðinni var hún komin þangað og náði í það á undan afa og hún fór með það fram til hjálparstúlkunnar. ! „Það eru myndirnar af Tarzan,“ hugsaði afi. Einn dag jvarð afi fyrri til og náði blað- inu. „Nú,“ sagði hann þegar hann sá, hvað hún var von- svikin. „Geturðu ekki beðið eftir að sjá myridasöguna?“ | „Myndasöguna,“ sagði telpan fyrirlitlega. „Við lesum ekki myndasögurnar.“ J „Nú, hvað er það þá, sem þið :lesið?“ spurði afinn. „Við lesum hjúskapartil- ^boðin. Það eru svo fjandi góð tilboð í blaðinu,“ sagði telpan. k Victor Borge, pianisti og.grín leikari hélt þessa tölu einú sinni þegar hann hafði lokið við að koma fram í sjónvarpi:: „Eg vil þakka móður minni og föður, sem gerðu þetta mögu- jlegt og 5 börnum mínum, semc gerðu það nauðsynlegt.“ . . . Spailö yður hlaup á. ralllimargra verzlána! m WMiWL Í|UM tíítOMi ‘ $£) -Anstuistrðeti, E. R. Burroughs THE TWO ÁPVENTUREES * WEEE CHATTINS BV A S/WALL FIRES AAAICINS PLANS— ---------- TARZAN - 3105 Eldur var kveiktur og nú sátu félagarnir grunlausir og! ræddu saman. Tarzan fékk skyndilega óljósan grun um yfirvofandi hættu, en það var of seint, þvi í sömu andrá vöfðust slímugir þræðir utan um hann og Lake.. Þetta var slöngvivaður sem varpað var af ósýnileg- um verum í trjánum. Meira kjöt... Frh. af 3. síðu: ur gert. Þriðji flokkur er aftur miklu verri. Annars er annar flokkur yfirleitt magrari en fyrsti.* ,,Já. Annar flokkur er verri en fyrsti, en samt eru þeir eins fyrir bæjarbúa. Aðeins öðruvísi fyrir bændur?“ „Það má ef til vill segja það.‘* „Hvað skeður svo?“ „Nú eru skrokkarnir settir í kæli. Fyrst 0 gráðu hita í hálf- an sólarhring, síðan 30 gráðu kulda í hálfan,, síðan 20 gráðu geymslu. Svo til kaupenda." Var áður sendill ..... „Innvolsið?“ „Fer niður um göt. Sástu það ekki áðan, drengur?“ „Nei. Ég var of sjokkaður af að sjá blessaðar skepnurnar drepnar.“ „Líklegt þætti mér að þér þætti vænna um þær þegar þær eru komnar á borðið hjá bér, heldur en jarmandi úti í haga.“ „Það mun satt vera. Þú virð- ist annars vera furðu kaldlynd- ur fyrir því að sjá greyin drep- in?“ „Já. Það er kannske eðlilegt. Búinn að vera hérna í 25 ár.“ „Því lýgur þú. Þú ert ekki miklu meira en 25 ár gamall.“ „Jú. Ég byrjaði hérna 13 ára, sem sendisveinn.“ „Og ert nú?“ „Sölustjóri". „Og heitir?“ „Vigfús Tómasson.“ „Byraðir sem sendisveinn, alveg eins og Rockefeller?“ „Já.“ „Þykir þér gott slátur — eft- ir allan þenna tíma?“ G. K.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.